Morgunblaðið - 29.03.2019, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 29.03.2019, Blaðsíða 21
ið eins góður við mig og þú, elsku amma, ég elska þig. Þín Karen Björk. Það er hægara sagt en gert að kveðja ömmu sína fyrir fullt og allt. Sú staðreynd að ég fái ekki tækifæri til að skapa fleiri minn- ingar með ömmu hryggir mig meira en orð fá lýst. Ég vildi óska þess að ég gæti sest aftur niður með ömmu og einfaldlega spjallað um hvað sem er, allt og ekkert, eins og við gerðum svo oft. En nú er amma farin og minn- ingarnar verða ekki fleiri að sinni. Eftir sitja hins vegar ótal yndisleg og ógleymanleg augnablik sem munu fylgja mér út lífið, og fyrir það er ég óendanlega þakklátur. Þegar ég hugsa til baka er ótal margt sem kemur upp í hugann; utanlandsferðir, helgar í sumarbú- staðnum og yndislegar samveru- stundir um jól og áramót. Það sem hvað helst situr eftir eru þó þessi einföldu og hversdagslegu augna- blik sem virðist svo léttvæg þegar þau eiga sér stað, en eru svo dýr- mæt nú þegar ég hugsa til baka. Ég vissi t.d. alltaf að dyrnar að heimili þeirra ömmu og afa stóðu mér alltaf opnar, sama hvað bját- aði á og algjörlega óháð því hvort ég gerði boð á undan mér; alltaf tók amma á móti mér með bros á vör og útbreiddan faðm. Mér fannst alltaf svo sjálfsagt að ég gæti heimsótt ömmu og afa algjör- lega þegar mér hentaði og sama hverjar aðstæðurnar voru. Nú þegar ég er eldri og vonandi að- eins þroskaðri hef ég áttað mig á að svo var alls ekki; það er ekki sjálfgefið að eiga ömmu sem alltaf vill hitta þig, faðma þig og elska al- gjörlega á þínum forsendum. Amma hafði ótrúlega mörg eft- irsóknarverð persónueinkenni. Það sem þó helst situr eftir, nú þegar ég hugsa til baka, er þessi mikla gleði og jákvæðni. Amma brosti í gegnum lífið og kvartaði nánast aldrei, jafnvel þó oft hafi verið tilefni til, sérstaklega undir það síðasta. Hún hafði líka þann eiginleika að bæta líðan annarra; mér leið alltaf betur eftir að hafa eytt tíma með ömmu og yfirgaf hana alltaf í betra skapi en þegar ég kom. Elsku amma, þótt þú hafir nú kvatt okkur fyrir fullt og allt munt þú aldrei hverfa úr hjarta mínu. Minningin um einstaka mann- eskju mun áfram lifa ásamt öllum þeim ógleymanlegu augnablikum sem við sköpuðum saman. Áfram mun lifa minning um ótrúlega konu sem elskaði og studdi þá sem stóðu henni næst og gerði líf þeirra sem þekktu hana svo miklu ríkara og betra. Amma mín, eins erfitt og það er að sætta sig við að þú sért farin, þá get ég ekki annað en brosað þegar ég hugsa um allt sem þú hefur gefið mér. Þú gerðir mig að betri og vandaðri mann- eskju, og fyrir það er ég óendan- lega þakklátur. Viktor Hrafn Hólmgeirsson. Hinn 19. mars bárust okkur þau þungu tíðindi að Didda mág- kona og systir, Karen Magnús- dóttir, hefði þá um morguninn kvatt þennan heim södd lífdaga. Þegar ég sest niður til að skrifa um vini mína reikar hugurinn oft til þeirra tíma þegar þeir voru á sínu blómlegasta skeiði. Allir muna þá tíma þegar mamma var heima og hugsaði um allt og alla og pabbi við vinnu mestan hluta dagsins. Þegar ég kynntist þessari dásamlegu konu sem við kveðjum nú var margt með öðrum hætti en nú er. Kleppsvegur var öll veröld- in, þar var allt að gerast, Strætó með bilaðar ískrandi bremsur kom og fór og sjoppan á horninu var félagsmiðstöð hinna yngri. Mamma var alltaf heima tók á móti öllum þegar skóla lauk og annaðist einnig um þá sem ekki voru komnir á skólaaldur. Þegar skóla lauk beið heima- námið og síðan að borða, þvo sér og koma öllum í rúmið. Þegar ró var komin á tók svo við að und- irbúa morgundaginn, útbúa nesti, gera við fatnað og fleira slíkt og þar var Didda á heimavelli. Allt sem sneri að saumaskap lék í höndunum á henni. Þegar skólan- um lauk á vorin og sólin skein var farið með allan skarann í Naut- hólsvík sem var sólarströnd þess tíma. Þar var dvalið daginn lang- an. Eitthvað þessu líkt var hið dag- lega stúss þess tíma hjá Diddu. Og þrátt fyrir uppeldi fjögurra stúlkna virtist hún ávallt hafa tíma fyrir vini og vandamenn og var tilbúin að rétta hjálparhönd. Nefni ég þar að 2. nóvember 1969, þegar við Ella létum pússa okkur saman, var gestum boðið til veislu til Diddu og Víðis á Kleppsvegi. Var veislan vel heppnuð eins og allt sem þessi yndislegu hjón tóku sér fyrir hendur. Didda gerði sér far um að viðhalda og efla fjölskyldu- og ættarböndin. Elsku hjartans Didda systir, þá ert þú farin í draumalandið að hitta Bóa bróður sem kvaddi fyrir rúmum mánuði og alla hina ástvin- ina sem á undan þér hafa farið. Þú varst kær stóra systir mín og helsta fyrirmynd. Alltaf myndar- leg í öllu þínu starfi og umhyggju- söm. Og ófáar voru veislurnar sem þú hélst fyrir fjölskyldu og vini. Ég þakka þér fyrir það sem þú varst mér sem systir og vinur. Ingólfur Kristmundsson og Elín Magnúsdóttir. Það var sárt að fá þær fréttir að Didda mágkona okkar hefði kvatt lífið. Við systur höfum þekkt elsku Diddu frá því við vorum börn. Hún giftist Víði bróður okkar þegar við vorum 13 ára. Við vorum heima- gangar á heimili þeirra fram á full- orðinsár og pössuðum oft eldri dæturnar, Önnu Jónu og Stellu. Didda var einstaklega ljúf kona og tók höfðinglega á móti fólki. Hún hafði unun af því að elda og var óhrædd við að prófa nýjar uppskriftir og margvísleg krydd. Það var alltaf spennandi að koma í mat til hennar. Heimilið þeirra var alltaf sérlega hlýlegt og áttum við systur þar alltaf samastað, ekki síst eftir að við misstum móður okkar. Þegar kom að giftingu ann- arrar okkar (Bjarkar) tók Didda ekki annað í mál en að fá að halda brúðkaupsveisluna heima hjá þeim og hún gerði það með glæsi- brag, ást og hlýju, eins og allt sem hún gerði. Didda var einstaklega handlag- in kona sem var alltaf með ein- hverja handavinnu eða listmuni í vinnslu. Sérstaklega þykir okkur vænt um handmálaða postulínið sem hún gerði árum saman og gaf gjarnan í tækifærisgjafir. Margir af þeim munum voru hrein lista- verk, sem verða okkur alltaf dýr- mæt. Það er ekki hægt að tala um elsku Diddu, án þess að minnast þess hve fyndin og orðheppin hún var. Það var oft hlátur í kringum hana því hún gat auðveldlega fundið húmorinn í lífinu og bent á grátbroslegu hlutina. Hún var hrókur alls fagnaðar í jólaboðum fjölskyldunnar. Við eigum ekki síst ljúfar minningar um Diddu úr árlegum systkinaboðum sem hald- in voru eftir að börnin voru vaxin úr grasi. Þá var mikið hlegið og fortíðin rifjuð upp. Didda var góð- ur sögumaður og skopskynið naut sín til fulls. Það er skarð fyrir skildi, nú þegar Didda er farin. Við munum sakna hennar og minnast með hjartahlýju. Við systur erum því miður víðs fjarri en hugur okkar er hjá Víði og dætrunum fjórum. Við sendum þeim okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Björk og Linda Finn- bogadætur og fjölskyldur.  Fleiri minningargreinar um Karen Júlíu Magnús- dóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. MARS 2019 ✝ Ísleifur Guð-mannsson fædd- ist 12. desember 1939 í Jórvík í Álfta- veri, V-Skaftafells- sýslu. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 21. mars 2019. Foreldrar hans voru Guðmann Ís- leifsson bóndi og organisti við Þykkvabæjarklausturskirkju, f. 11.11. 1901, d. 22.2. 1985, og Guðríður Bárðardóttir hús- freyja, f. 30.4. 1902, d. 10.11. 1984. Ísleifur var næstyngstur sex systkina, en þau eru: Guðbjörg, f. 29.8. 1926, Óskar, f. 24.2. 1929, Ingibjörg, f. 30.7. 1931, Sigríður, f. 18.10. 1932, Ástdís, f. 13.1. 1941, d. 23.1. 2000. Auk þess tóku foreldrar hans að sér tvö börn systur Guðríðar, þau Sigrúnu Ágústsdóttur og Kristin Ágústsson, en móðir þeirra lést við fæðingu Kristins. Ísleifur ólst upp í foreldra- Starfsferill hans hófst hjá Landssíma Íslands, síðan starfaði hann hjá Vegagerð ríkisins, m.a. á jarðýtu, uns hans stofnaði fyrir- tækið Reynir og Ísleifur ásamt mági sínum, Reyni Ragnarssyni frá Höfðabrekku. Störfuðu þeir saman að ýmsum vegabótum fyr- ir Vegagerð ríkisins og síðan fyr- ir Ræktunarsamband Mýrdæl- inga og Eyfellinga. Eftir að þeirra samstarfi lauk starfaði Ís- leifur um árabil á Bifreiðaverk- stæði Kaupfélags Skaftfellinga í Vík og öðlaðist réttindi sem bif- vélavirki og vann síðar sem bif- vélavirki hjá verktakafyrirtæk- inu Hagvirki. Að lokum starfaði hann hjá Fjölverk ehf., verktaka- fyrirtæki sem synir hans, Trausti og Guðmann, ráku um árabil. Hann tók ungur einkaflug- mannspróf hjá Flugskólanum Þyt og keypti af þeim flugvélina TF-KAS af gerðinni Piper Cub og átti flugið hug hans allan alla tíð. Útför Ísleifs fer fram frá Foss- vogskirkju í dag, 29. mars 2019, klukkan 15. húsum að Jórvík I í Álftaveri. Unnusta hans var Björk Ragnarsdóttir frá Höfðabrekku, f. 17.5. 1944, d. 6.7. 1963. Hann kvænt- ist Sóleyju Ragn- arsdóttur, f. 24.5. 1947, þau skildu. Börn þeirra eru: 1) Trausti, f. 25.6. 1966, kvæntur Haf- dísi Rósu Jónasdóttur, f. 8.11. 1968. Þeirra börn eru: Linda María, f. 5.5. 1992, Davíð Þór, f. 15.1. 1996, og Helga Dís, f. 6.10. 2006. 2) Guðmann, f. 27.1. 1970, kvæntur Benný Huldu Bene- diktsdóttur, f. 25.9. 1972. Synir þeirra eru Ísleifur, f. 31.7. 1996, og Hafsteinn, f. 25.4. 2002. 3) Ás- geir Logi, f. 8.2. 1972, kvæntur Helgu Karlsdóttur, f. 23.4. 1972. Þeirra börn eru: Andri Freyr, f. 11.5. 1995, Magnea Rut, f. 11.3. 1997, Emelía Sara, f. 8.1. 2005, Þorsteinn Mikael, f. 8.4. 2007. Sambýliskona Ísleifs um árabil í Vík var Áslaug Kjartansdóttir. Síðustu ár fórum við pabbi stundum í bíltúra þar sem við ræddum margt og oft var rót sam- ræðna eitthvað sem fyrir augu bar og hann tengdi við úr fortíð- inni. Stundum komum við við hjá systkinum hans og urðu þá alltaf fagnaðarfundir. Það var yndislegt þegar við komum í heimsókn að skynja systkinakærleikinn á milli þeirra. Pabbi sagði mér nýlega að hvergi hefði honum liðið betur en á rennibekknum á verkstæðinu í Vík. Þar hefði hann fengið að búa hluti til frá grunni og smíðað allt sem vantaði hverju sinni, allt frá skrúfum og upp í flóknari og stærri hluti en á þeim tíma tók oft mjög langan tíma að panta vara- hluti. Pabbi sérhæfði sig í smíði fyrir verkstæðið og var frábær í því starfi er mér sagt. Foreldrar mínir skildu þegar ég var ungur og mamma flutti með okkur bræður til Reykjavík- ur svo ég man fyrst eftir pabba þegar hann var í sambúð með Ás- laugu í Vík. Við bræður komum í okkar skólafríum austur í Vík til pabba og Áslaugar og þar bröll- uðum við bræður mikið í öllu frelsinu þar. Pabbi var alltaf frekar lokaður en ég áttaði mig ekki á því þá, hann var bara pabbi. Hans leið til að vera með sonum sínum var því að fara í bíltúra og oft var farið í heimsókn austur í Álftaver til ömmu og afa í Jórvík. Pabbi var einnig flugmaður og átti flugvél, tveggja sæta Piper Cub, sem skapaði einnig hálfgerðan ævin- týraljóma um hann. Hann flaug stundum með okkur bræður þeg- ar vel viðraði til flugs í Vík okkur til ómældrar ánægju. Þegar ég var unglingur og var að ljúka sumarvist í sveit undir Eyjafjöll- unum kom hann og sótti mig á flugvélinni og flaug með mig til Reykjavíkur sem mér þótti há- punktur sumarsins. Hann hafði alla tíð mikinn áhuga á flugvélum og flugi. Pabbi hafði alla tíð mjög gaman af allri tækni og fyrir um ári hjálp- aði Jólín, nágrannakona hans í Víkurási og hjálparhella, honum að kaupa sér snjallsíma. Ég tók að mér að kenna honum á tækið en ekki tókst honum að læra á síma- skrattann. Ég stofnaði þó reikn- ing fyrir pabba á samskiptaforrit- inu „Snapchat“ og þannig fékk hann nýja innsýn í líf barna og barnabarna úr stólnum sínum heima sem var mikil upplifun fyrir hann. Eftir þetta var það orðið að venju hjá okkur við hverja heim- sókn að ná í snjallsímann og sjá það sem fólkið hans hafði fyrir stafni, jafnvel í Danmörku hjá Eygló, dótturdóttur Áslaugar, og fjölskyldu hennar sem hann hafði ómælda ánægju af. Eygló og pabbi voru alla tíð mjög náin og er ég mjög þakklátur fyrir allt sem hún gaf honum. Þrátt fyrir að það væri farið að hægjast mikið á hjá pabba undir það síðasta, bjó hann alla tíð heima og var sjálfum sér nægur með flest. Samfélagið í stigagang- inum hans í Víkurási 2 er dásam- legt og passaði vel upp á hann og allir voru boðnir og búnir að að- stoða hann þegar hann þurfti á því að halda og þakka ég þeim fyrir það. Hann vissi að bráðum þyrfti hann að færa sig um set yfir á dvalarheimili en vildi helst ekki ræða það og sá tími var aldrei kominn, að hans mati. Ég er ánægður fyrir hans hönd að hann hafi fengið að fara með þessum hætti þar sem hann hélt sínu sjálf- stæði og virðingu allt til enda og kvaddi á sínum forsendum á sínu heimili. Eftir stendur hlý minning um góðan mann sem gerði alltaf sitt besta eins og hann var fær um hverju sinni. Hvíl í friði, elsku pabbi. Ásgeir Logi Ísleifsson. Meira: mbl.is/minningar Þegar flest börn fæðast, koma þau heim af spítalanum til tveggja foreldra. Ég var svo heppin að þegar við mamma komum heim af spítalanum voru fjögur sem biðu okkar, Kristinn, Kjartan, amma, og svo afi minn. Það eru til margar sögurnar af því hvernig ég gat vakið afa snemma á morgnana á sumrin, ég var svo lítil að ég náði í hurðar- húninn til að valda hávaða en náði ekki að opna, og eftir nægilega mikið ónæði fórum við saman í bíl- túr í morgunsólinni. Langt á und- an öllum öðrum. Mættum svo ná- grönnunum þegar þau fóru á stjá fyrir klukkan 7. Hann sagði góðar sögur, hann afi. Þegar ég var lítil voru rebba- sögurnar svo raunverulegar að mér gat hreint orðið órótt er ég leit upp í Reynisfjall og hugsaði til Kjartans og Kristins sem voru þar að reyna að leika á rebba. Seinna sagði afi mér sögur af sjálfum sér og sveitungunum af ekki minni innlifun. Uppáhaldssagan hans afa af mér var frá því þegar hann fór með mig upp á Reynisfjall og ég klifraði svo hátt upp í mastrið að hann náði ekki í mig lengur og held ég kannski að hann hafi orðið smeykur um að hann kæmi tóm- hentur heim úr þeirri ferðinni. En allt fór þetta vel að lokum, eftir nokkrar umtölur kom ég niður til hans og við ókum saman heim í morgunmatinn. Hátt fórum við líka þegar ég fékk að fljúga með afa í flugvélinni hans og höfðum bæði mikið gam- an af þeim ferðum. Mér er minn- isstætt þegar hann flaug yfir Reynisfjall og lét eins og hann væri að aka á fjallinu og „ók“ svo fram af, steypti flugvélinni með nefið niður fyrst. Vakti þetta mikla kátínu og hlátur. Í eitt sinn, á 17. júní þegar afi flaug yfir há- tíðarsvæðið í Víkinni og lét kara- mellum rigna yfir kátan krakka- hópinn, man ég að fæturnir mínir voru svo stuttir að ég hafði ekki náð neinum karamellum. Fór ég þá heldur hnuggin heim. Þá kom afi heim og hvíslaði því að mér að kíkja fram og þá hafði hann geymt nokkrar góðar karamellur í vasanum fyrir mig. Á afmælisdaginn hans afa árið 2008 bað Ingvar svo um hönd mína. Hringdi ég þá strax í afa að segja honum tíðindin. Það fyrsta sem afi spurði um var hvort að Ingvar væri „reglumaður“ og varð mikið glaður að heyra að svo væri. Fannst mér það segja mikið um hann afa. Bæði hversu annt honum var um mig, en einnig að hann vissi að hann hafði ekki alltaf valið bestu leiðirnar í lífinu. Þegar ég bjó á Íslandi bauð ég afa að koma í barnaafmæli hjá strákunum sem hann gerði og hafði gaman af. Hann brá svo undir sig betri fætinum og bauð mér með sér á þorrablót! Þar skemmtum við okkur mjög vel. Eftir að ég flutti aftur til Dan- merkur töluðum við afi mikið í síma, stundum stutt og stundum lengi, hann vildi heyra fréttir af veðri (þótt hann hefði nú stundum verið búinn að lesa þær á texta- varpinu), krökkunum, matseld- inni, viðbyggingunni og ekki síst af kettinum okkar, honum Gosa. Gosi veit það ekki, en mér hugn- ast að afi hafi verið hans helsti aðdáandi. Afi var alveg frá upphafi alltaf á minni hlið, ég gat alltaf treyst á að hann myndi styðja mig og stað- festa í því sem mig langaði að gera. Ég á eftir að sakna hans sárt. Ásthildur Eygló Ástudóttir. Ísleifur bróðir minn var næst- yngstur af okkur systkinunum. Hann var ljúfur og umhyggju- samur strax frá unga aldri. Við Ís- leifur áttum alla tíð gott samband og nú síðustu árin töluðum við saman nánast daglega í síma um allt og ekkert. Ég stend sjálfa mig að því að vera komin með símann í höndina til þess að hringja í hann. Það mun því verða mikið tóma- rúm í lífi mínu eftir að elsku bróð- ir minn kvaddi þennan heim. Mér er það minnisstætt hversu snyrtilegur Ísleifur var sem barn. Ég man það svo vel hvernig hann braut saman fötin sín þegar hann háttaði á kvöldin. Hann var átta árum yngri en ég og þarna tók ég litla bróður minn mér til fyrir- myndar. Það var líka alltaf gaman að hittast og borða saman, og þá var oft glatt á hjalla. Stutt var í grínið og glensið hjá Ísleifi, það má segja að hann hafi verið frábær eftir- herma. Mikið gátum við helgið saman. Ég er þakklát fyrir að hafa heimsótt bróður minn rétt áður en hann kvaddi. Hann var höfðingi heim að sækja. Í lífinu skiptast á skin og skúr- ir, Ísleifur átti sína erfiðu tíma. Síðustu árin má segja að hann hafi náð ákveðinni reglufestu í lífinu en heilsu hans fór því miður hrak- andi. Alltaf var hann vinnusamur og handlaginn með eindæmum, sam- viskusamur og duglegur. Ísleifur elskaði fólkið sitt, var stoltur af börnunum sínum og barnabörnum. Hún Áslaug reyndist Ísleifi ávallt vel, hún sá það góða í hon- um. Takk, elsku Áslaug, fyrir það. Með þessu ljóði kveð ég elsku- lega bróður minn. Guð sá að þú varst þreyttur og þrótt var ekki að fá, því setti hann þig í faðm sér og sagði: „Dvel mér hjá“. Harmþrungin við horfðum þig hverfa á annan stað, hve heitt sem við þér unnum ei hindrað gátum það. Hjarta, úr gulli hannað, hætt var nú að slá og vinnulúnar hendur verki horfnar frá. Guð sundur hjörtu kremur því sanna okkur vill hann til sín hann aðeins nemur sinn allra besta mann. (Þýtt Á.Kr.Þ.) Blessuð sé minning þín, elsku bróðir minn. Hvíl í friði. Guð geymi þig. Þín systir Ingibjörg. Ísleifur Guðmannsson HINSTA KVEÐJA Ég kveð þig með litlu ljóði sem leiðir þinn anda heim þér englarnir brosandi bjóði í birtuna að fylgja þeim Það næddu oft naprir vindar og nörtuðu í huga þinn það léstu þér oftast lynda en lokaðir þangað inn Í sumarlandinu sefur hin saklausa Bjarkarsál hún örmunum um þig vefur og ómar þitt hjartans mál Ég reynd’ennar fótspor að feta en fyllti ei skarðið breitt nú sameinar Guð ykkar sálir er sannlega unnast heitt Samúðarkveðjur til að- standenda. Sóley Ragnarsdóttir. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.