Morgunblaðið - 29.03.2019, Page 24

Morgunblaðið - 29.03.2019, Page 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. MARS 2019 ✝ Marteinn EinarViktorsson fæddist 31. desem- ber 1951 á Suður- eyri við Súganda- fjörð. Hann lést á heimili sínu 16. mars 2019. Foreldrar hans eru Hulda Frið- bertsdóttir, f. 24.5. 1933, og Viktor Hjaltason, f. 22.8. 1928, d. 26.11. 2008. Fósturfaðir hans var Kristján R. V. Þór- arinsson, f. 6.5. 1931, d. 12.1. 2007. Systkini Marteins sammæðra eru Jón Þórður, f. 1953, Guð- mundur Magnús, f. 1955, Ólafur Benóný, f. 1956, Barði, f. 1958, Friðbert Jón, f. 1960, Birkir, f. 1962, Valdís Bára, f. 1969, og Hafliði Þór, f. 1971. Systkini hans samfeðra eru Rúnar, f. 1951, Elvira, f. 1955, eldra sinna, Jónu ömmu og Frið- berts afa, þar sem hann dvaldi mörg sumur eftir það og átti ætíð sitt athvarf. Marteinn flutti í Dýrafjörðinn, að Húsatúni í Haukadal, er móðir hans hóf sinn búskap og þar átti fjöl- skyldan heima uns þau fluttu til Þingeyrar árið 1966. Marteinn stundaði nám við Héraðsskólann í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp. Hann sótti síðar meir skóla og ýmis námskeið tengd störfum sínum. Marteinn og Sigríður hófu búskap á Þingeyri. Þar stundaði Marteinn sjómennsku og vann við fiskvinnslu þar til þau fluttu til Reykjavíkur árið 1978. Ævistarf Marteins eftir að þau fluttu suður var að mestu tengt jarðvegsvinnu og hellu- lögn, auk þess sem hann vann í byggingavinnu. Hann vann fyrst hjá Miðfelli, þá hjá nokkrum öðrum verktökum og um tíma rak hann sitt eigið fyrirtæki, Borgarprýði. Síðustu árin, allt til dánardags, starfaði hann sem verkstjóri hjá Ístaki. Marteinn verður jarðsunginn frá Seljakirkju í dag, 29. mars 2019, klukkan 15. Kristín, f. 1957, Lýður Pálmi, f. 1958, og Elín Berg- lind, f. 1969. Marteinn kvænt- ist Sigríði Magneu Gestsdóttur á gaml- ársdag 1974. Hún er fædd á Ísafirði 2. júlí 1956. Foreldrar hennar eru Sólborg Ingunn Matthías- dóttir, f. 17.9. 1932, og Gestur M. Z. Magnússon, f. 20.12. 1922, d. 23.11. 1972. Sigríður og Marteinn eign- uðust tvö börn, Gest Svavar, f. 7.12. 1987, og Hörpu Rós, f. 16.1. 1993. Eiginmaður Hörpu Rósar er Stephen Serieux, f. 21.12. 1991. Synir þeirra eru Stephen Dominic, f. 14.2. 2017, og Jay- den Máni, f. 26.9. 2018. Marteinn ólst upp fyrstu fjög- ur æviár sín í Súgandafirði hjá móður sinni, á heimili móðurfor- Matti minn kæri vinur, okkur Olgu langar að kveðja þig með þessu ljóði sem við höfum fengið að láni, það segir það sem segja þarf. Megi Guð geyma þig og varðveita Siggu og alla fjöl- skyldu ykkar á þessari sorgar- stund. Í grenndinni veit ég um vin, sem ég á, í víðáttu stórborgarinnar. En dagarnir æða mér óðfluga frá og árin án vitundar minnar. Og yfir til vinarins aldrei ég fer enda í kappi við tímann. Sjálfsagt þó veit hann ég vinur hans er, því viðtöl við áttum í símann. En yngri vorum við vinirnir þá, af vinnunni þreyttir nú erum. Hégómans takmarki hugðumst við ná og hóflausan lífróður rérum. „Ég hringi á morgun,“ ég hugsaði þá, „svo hug minn fái hann skilið“, en morgundagurinn endaði á að ennþá jókst milli’ okkar bilið. Dapurleg skilaboð dag einn ég fékk, að dáinn sé vinurinn kæri. Ég óskaði þess, er að gröf hans ég gekk, að í grenndinni ennþá hann væri. Sjálfur, ef vin þú átt góðan í grennd gleymdu’ ekki, hvað sem á dynur, að albesta sending af himnunum send er sannur og einlægur vinur. (Höf. ók. þýð. Sig. Jónsson) Olga og Stefán. Hringt var til mín á laugar- dagsmorgni, hann Matti hafði dáið í svefni um nóttina. Nú var fallinn frá einn af mínum bestu vinum. Sá sem alltaf var til stað- ar, hringdi reglulega og sagði hress „sæll, Matti hérna“. Hann fæddist sjö árum eftir seinna stríð. Hann var af kynslóð sem var alin upp við það að dugnaður væri dyggð, og duglegur var hann, „jæja Sigga, förum að drífa okkur“, heyrði maður oft. Ég kynntist honum þegar hann hóf að slá sér upp með Siggu, æskuvinkonu minni úr næsta húsi á Þingeyri. Mér leist fyrst ekki á blikuna, þessi töffari að taka saman við hina dagfar- sprúðu vinkonu mína. En Sigga vissi sínu viti og ég skipti um skoðun þegar ég kynntist Matta. Þau giftu sig ung, hófu búskap og hann fór á sjóinn. Man að hann var hálfhræddur við að skilja ástina eftir í landi og bað mig að passa hana. Ég tók því létt, vissi eins og var að það þurfti enginn að passa Siggu. Þau bjuggu í þorpinu í nokkur ár, en allt í einu voru þau farin suður. Það varð tómlegt eftir að þau fóru. Ég fór suður af sömu ástæðu og þau, þorpið hafði ekki mikið að bjóða fyrir ungt fólk. Matti hafði fengið sér vinnu við gatna- gerð og varð fljótlega verkstjóri þar. Þau eignuðust tvö yndisleg börn og nýlega tvö barnabörn, sem Matti elskaði mikið. Hann náði vel til barna, talaði við þau eins og jafningja. Þegar við hittumst átti hann til að faðma mig að sér og segja „ég elska þig“. Þetta gerðu ekki allir karlmenn. En Matti hikaði ekki við að gera það. Jákvæðni hans var smitandi og hann talaði aldrei illa um neinn mann, það versta sem hann gat sagt var að það væri vesen á einhverjum. Alltaf hreinn og beinn. Skammaði mig ef honum fannst ég vera að gera vitleysu. Hló að mér þegar ég þurfti að leita ráða vegna bíla, smíðavinnu, o.s.frv. Þar var hann á heimavelli. Stundum sátum við og hann sagði mér frá draumum sínum. Hann hefði viljað læra meira. En það var ekki í boði sagði hann. „Jæja förum að drífa okkur,“ sagði hann og var rokinn. Ætli það hafi ekki verið ástæðan fyrir því að hann lagði ekki í langtíma- nám, þessi dímon sem hann slóst við, þessi kraftur sem þurfti að fá útrás. Í 50 ára afmæli hans kom í ljós hvað hann var vinamargur. Vinir hans tróðu upp fyrir hann og sungu lagið hans, Cotton Fields. Aldrei þessu vant varð Matti orðlaus. Ég fór utan í nám og síðan vinnu. Matti hélt að ég væri kominn á annan stað en hann „ert þú ekki orðinn stór karl, getur maður nokkuð talað við slíkan mann?“. Ég var ekki orð- inn stór karl. Ég var bara strák- urinn að vestan eins og hann. Við vorum báðir af sömu rót, strákar fæddir utan hjónabands, pabbinn ókunnug persóna fyrir sunnan. Kannski fundum við samhljóm þar. Ég hafði það fyrir venju að hringja í hann á afmælisdegi hans. Síðast var vinur minn sof- andi um miðjan dag. Það var óvenjulegt. Þá var Matti lasinn. Það kom líka í ljós, hjartað var orðið veikt. Ég veit að Sigga og börnin munu sakna þín meira en ég get lýst. Þeim votta ég mína dýpstu hluttekningu. Vertu sæll vinur minn, við hittumst síðar. Ólafur Sigurðsson. Marteinn Einar Viktorsson HINSTA KVEÐJA Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (V. Briem) Matthildur og Hafsteinn, Eyrún og Hörður, Valborg og Magnús. Nú hefur Anna fengið hvíldina eftir erfið veikindi sl. fjög- ur ár. Alltaf var nærvera þín góð og þrátt fyrir erfið veik- indi þá var stutt í brosið. Ég kveð þig með söknuði og miklu þakk- læti fyrir okkar samverustundir. Mér tregt er um orð til að þakka þér, hvað þú hefur alla tíð verið mér. Anna Jóhannsdóttir ✝ Anna Jóhanns-dóttir fæddist 7. nóvember árið 1929. Hún lést 6. mars 2019. Útför hennar fór fram 19. mars 2019. Í munann fram myndir streyma. Hver einasta minning er björt og blíð, og bros þitt mun fylgja mér alla tíð, unz hittumst við aftur heima. Loks beygði þreytan þína dáð, hið þýða fjör og augnaráð; sú þraut var hörð – en hljóður nú í hinsta draumi brosir þú. (Hugrún) Sveinbjörg Rósalind Ólafsdóttir. ✝ Jóhanna Bjarna-dóttir fæddist í Reykjarfirði við Ísa- fjarðardjúp 13. júlí 1922. Hún lést á Dvalar- og hjúkr- unarheimilinu Grund 11. mars 2019. Foreldrar hennar voru hjónin Bjarni Hákonarson, f. 28. apríl 1890, d. 20. maí 1965, bóndi og söðlasmiður, síðar húsgagnabólstrari, frá Reykhól- um í Barðastrandarsýslu, og kona hans Guðrún Ólafsdóttir, f. 14. desember 1892, d. 5. maí 1957, húsmæðrakennari frá Reykjar- firði við Ísafjarðardjúp. Jóhanna var þriðja í röð sjö systkina. Eldri systkinin eru Arn- dís, f. 10. apríl 1918, d. 31.1. 2014, Eva Sigríður, f. 6. júlí 1919, d. 20. ágúst 2003, og yngri systkinin eru Steinunn Gróa, f. 9. september 1924, d. 7. ágúst 1987, Hákon, f. 29. febrúar 1928, d. 30. mars 2005, Kristín Sólborg, f. 15. febr- úar 1929, d. 26. janúar 1931, og Ólafur Friðrik, f. 27. október 1933, hinn eini eftirlifandi af systkinunum. Jóhanna giftist 17. maí 1947 Ol- geiri Þórðarsyni, f. 10. desember 1915, d. 2. mars 1997. For- eldrar hans voru hjónin Þórður Árna- son, f. 23. júní 1880, d. 30. nóvember 1922, sjómaður frá Flatey á Breiðafirði, og kona hans María Sigurgeirsdóttir, f. 2. júní 1885, d. 28. maí 1967, húsfreyja frá Haga í Staðarsveit. Dóttir þeirra Jóhönnu og Ol- geirs er María Olgeirsdóttir, f. 30. september 1947, gift Hreiðari S. Albertssyni, f. 5.1. 1949. Dóttir þeirra er Jóhanna Olga Hreið- arsdóttir, f. 14. maí 1984. Fyrir á Hreiðar soninn Davíð Kristján Hreiðarsson. Hann er giftur Guð- rúnu Petru Árnadóttur og eiga þau soninn Davíð Steinberg Davíðsson. Sonur Davíðs af fyrra sambandi er Aron Bjarni Davíðs- son. Sambýlismaður Jóhönnu síð- ustu 20 ár var Sigurður Stein- dórsson fv. skipstjóri, f. 10.1. 1939. Útför Jóhönnu fer fram frá Bústaðakirkju í dag, 29. mars 2019, klukkan 13. En komin eru leiðarlok og lífsins kerti brunnið og þín er liðin æviönn á enda skeiðið runnið. Í hugann kemur minning mörg, og myndir horfinna daga, frá liðnum stundum læðist fram mörg ljúf og falleg saga. Þín vinartryggð var traust og föst og tengd því sanna og góða, og djúpa hjartahlýju og ást þú hafðir fram að bjóða. Og hjá þér oft var heillastund, við hryggð varst aldrei kenndur. Þú komst með gleðigull í mund og gafst á báðar hendur. (Höf. ókunnur) Í minningu okkar ástkæru Onnu frænku sem var okkur sem önnur amma. Guðný, Kolbrún og fjölskyldur. Á lífsleiðinni kynnumst við stundum fólki sem með fram- komu sinni og lífsviðhorfum ger- ir heiminn betri. Þannig mann- eskja var Onna. Onna og Eva (mamma/ tengdamamma) voru systur sem giftust bræðrum, þeim Olgeiri og Ólafi. Fjölskyldurnar tengdust mjög nánum vináttuböndum. Gagnkvæm samskipti, vinátta og kærleikur einkenndu öll þau samskipti. Þau Onna og Olgeir voru mjög gestrisin. Til þeirra þótti okkur og dætrum okkar gott að koma, alltaf var tekið á móti okkur með hlýju og góðum veitingum. Meðal þess sem fjöl- skyldurnar gerðu saman var að ferðast um landið sem öllum þótti gaman. Heimsóknir okkar til þeirra á Kleppsveginn urðu samt nokkuð stopular á tímabili vegna búsetu okkar í öðrum landshlutum. Kjarnafjölskylda Onnu og Ol- geirs var ekki stór. Þau eign- uðust Maríu (Mæju) sem giftist Hreiðari S. Albertssyni. Mæja og Hreiðar eiga dótturina Jó- hönnu Olgu sem var augasteinn ömmu sinnar og hjálparhella. Það var gaman að sjá þegar Onna var á Grund hve Jóhanna Olga sá vel um að Onna væri allt- af vel snyrt og fín. Onna var búin að lifa langa og farsæla ævi og nú kveðjum við hana með söknuði. Sambýlismanni Onnu síðustu árin, Sigurði Steindórssyni, sendum við kærar þakkir fyrir góðvild hans, tillitssemi og hjálp- semi. Við leiðarlok þökkum við hjón- in Onnu og fjölskyldu áratuga vináttu. Að hryggjast og gleðjast hér um fáa daga, að heilsast og kveðjast. – Það er lífsins saga. (Páll J. Árdal) Guðrún og Pétur. Jóhanna Bjarnadóttir Fylgstu með á facebook Mjódd s. 774-7377 www.frusigurlaug.is Frí póstsending Sundbolir • Tankini Bikini • Strandfatnaður Undirföt • Náttföt Sloppar • Undirkjólar Inniskór • Aðhaldsföt Ný sending af náttfatnaði og sloppum Stærðir 36–58 www.frusigurlaug.is vefverslun Hugheilar þakkir til allra sem hafa sýnt okkur samúð og vináttu við andlát okkar elskulegu BRYNHILDAR K. ANDERSEN. Einnig þökkum við starfsfólki Landspítalans, einkum á deild 11G, fyrir umönnun sem henni var veitt og alúð í garð okkar allra. Geir R. Andersen Kristinn Andersen Þuríður Erla Halldórsdóttir Ívar Andersen Þórhalla Þórisdóttir Sigríður Á. Andersen Glúmur Jón Björnsson og barnabörn Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.