Morgunblaðið - 29.03.2019, Síða 26

Morgunblaðið - 29.03.2019, Síða 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. MARS 2019 Þegar maður nálgast miðjan aldur er maður hættur að telja árinog afmælisdagurinn líður hjá án mikils tilstands. Mesta gæfanog besta gjöfin er sú að eiga góða fjölskyldu og vera frá morgni til kvölds að sinna áhugaverðum verkefnum,“ segir Eyjólfur Ingvi Bjarnason, bóndi í Ásgarði í Dölum, sem er 35 ára í dag. Eyjólfur er sauðfjárbóndi á mektarbýli sem forfeður hans hafa lengi setið, auk þess að vera ráðunautur hjá Ráðgjafarmiðstöð land- búnaðarins og oddviti sveitarstjórnar Dalabyggðar. „Verkefnin eru mörg og fjölbreytt. Þessa vikuna hef ég verið á fundum og ferðalög- um með tveimur frönskum búvísindamönnum sem vildu kynna sér sauðfjárrækt á Íslandi. Ég býð þeim hingað heim í Ásgarð og kynni þeim búskapinn hér en svo munum við einnig skoða ýmsar þær stofn- anir sem þjóna landbúnaðinum. Vikan hefur farið í þetta stúss, sem er ljómandi skemmtilegt,“ segir Eyjólfur. Þegar störfum og skyldum sleppir segist Eyjólfur hafa ánægju af ferðalögum og lestri góðra bóka. „Ég er alæta á fróðleik og ævisögur, ekki síst manna sem hafa markað spor. Ævisögu Skúla fógeta eftir Þórunni Valdimarsdóttur, sem kom út fyrir síðustu jól, fannst mér gaman að lesa. Nú og svo er ég sérstakur áhugamaður um lífið í Andabæ og á íslensku útgáfuna af Andrésblöðunum, sem hófst 1983, nánast heila. Þessi teiknimyndaveröld er merkari en margur hyggur. Mér finnst ég til dæmis sjá tilsvaranir við Jóakim frænda úti um allt; skrýtna karla sem nurla saman peningum og liggja eins og ormar á gulli,“ segir Eyjólfur sem er í sambúð með Guðbjörtu Lóu Þorgríms- dóttur. Þau eiga dótturina Eydísi Helgu sem verður eins árs 5. apríl. Annað barnið er svo væntanlegt í maímánuði. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Bogi Sveitamaður Ég er alæta á fróðleik og ævisögur, segir Eyjólfur Ingvi. Oddviti í Andabæ Eyjólfur Ingvi Bjarnason er 35 ára í dag B ragi Halldórsson fæddist 29. mars 1949 í Reykja- vík og ólst upp í Hlíð- unum. Hann var í sveit hjá ömmu sinni í Mið- engi í Grímsnesi fjóra sumarparta frá sex ára aldri til níu ára. Sumrin 1959 og 1960 var hann í sveit hjá Jóni Norðmann Jónassyni á Selnesi á Skaga. „Hann vakti áhuga minn á bókum. 10 og 11 ára las ég m.a. hjá honum allar Árbækur Espólíns, Ann- ála Bókmenntafélagsins og meira að segja Morðbréfabæklinga Guð- brands Þorlákssonar svo eitthvað sé nefnt. Hvað ég skildi af þessu skal hins vegar ósagt látið.“ Bragi gekk í Ísaksskóla, Eskihlíðarskóla, Austur- bæjarskóla, Gagnfræðaskóla Austur- bæjar og Menntaskólann í Reykja- vík. „Þaðan lá leiðin í Háskóla Íslands þar sem ég lauk BA-prófi í ís- lensku og sagnfræði auk uppeldis- og kennslufræði og síðar MA-prófi í ís- lenskum bókmenntum.“ Íslenskukennsla hefur verið ævi- starf Braga frá 1972. Fyrst í Lauga- lækjarskóla 1972, síðan í MH 1973- 78, Fjölbrautaskóla Suðurnesja 1978- 79, Flenborgarskóla 1979-81, aðstoð- arskólameistari í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki 1981-85 og loks Menntaskólanum í Bragi Halldórsson menntaskólakennari – 70 ára Morgunblaði/Arnþór Birkisson Afmælisveisla Frá vinstri: Halldór Örn Óskarsson, eiginmaður Þrúðar, Þrúður, Þórdís Anna, Anna, afmæl- isbarnið, Ingibjörg Lára, Linda og Róbert í afmæli Braga sem var haldið síðastliðinn laugardag. Íslensk fræði og skák Skákkennsla Bragi að tafli við Ryan, son Sifjar, stjúpdóttur Braga. Sigríður Kristín Skarphéð- insdóttir og Reynir Hjörleifsson, Fögrukinn 21 Hafnarfirði, eiga 60 ára brúðkaupsafmæli í dag, 29. mars. Árnað heilla Demantsbrúðkaup Íslendingar Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. FYRSTA FLOKKS RÁÐSTEFNU- OG FUNDARAÐSTAÐA UM ALLT LAND – ÁRSHÁTÍÐIR, SÖLUFUNDIR, NÁMSKEIÐ, VEISLUR OG VIÐBURÐIR – Nánari upplýsingar: islandshotel.is/fundir Bókanir: fundir@islandshotel.is Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.