Morgunblaðið - 29.03.2019, Side 33
slátt, söng og íslenska texta.
Hljómsveit fólksins er valin í síma-
kosningu. Einnig eru veitt verðlaun
fyrir Rafheila Músíktilrauna. Nýj-
ung þetta ár er svonefndur Hita-
kassi, sem stendur þeim hljóm-
sveitium til boða sem komast í
úrslit, en það er nýliðanámskeið í
hljómsveitaiðju haldið í samvinnu
við Útón og Tónlistarborgina
Reykjavík.
Á hverju undankvöldi velur salur
eina hljómsveit áfram í úrslit og
dómnefnd eina, en dómnefnd getur
svo bætt í úrslit hljómsveitum úr
undankeppninni sýnist henni svo. Á
úrslitakvöldi velur dómnefnd vinn-
ingssveitir. Dómnefndina 2019
skipa ofanritaður og Arnar Eggert
Thoroddsen, Hildur Guðný Þór-
hallsdóttir, Kristján Kristjánsson,
Lovísa Rut Kristjánsdóttir, Ragn-
heiður Eiríksdóttir og Steinunn
Sigþrúðardóttir Jónsdóttir.
Árni Matthíasson
arnim@mbl.is
Músíktilraunir hefjast í Norður-
ljósasal Hörpu annað kvöld þegar
níu hljómsveitir keppa um sæti í
úrslitum. Undankeppnin verður
haldin á fjórum kvöldum, laug-
ardagskvöld og síðan sunnudags-
kvöld, mánudagskvöld og þriðju-
dagskvöld. Úrslitin fara svo fram á
sama stað laugardaginn 6. apríl.
Eins og getið er keppa níu hljóm-
sveitir á laugardagskvöldið: Amor,
Barrrok, Caravan Kids, Darrii,
Flammeus, Hugarró, Meistarar
dauðans, Morgunroði og Gráni og
Soffía Ósk. Alls taka 35 hljóm-
sveitir þátt í keppninni að þessu
sinni. Keppnin hefst kl. 19.30 öll
kvöldin.
Verðlaun á Músíktilraunum eru
veitt fyrir 1., 2. og 3. sæti, en einnig
eru veitt verðlaun fyrir hljóðfæra-
Caravan Kids
Garðbæingarnir Hrannar Ingi Benediktsson, Kara Rós Valþórsdóttir, Theo-
dór Árni Ásbjarnarson, Sara Ósk Þorsteinsdóttir og Sveinbjörn Rúnarsson
kalla sig Caravan Kids. Hrannar leikur á bassa, Theodór og Sara á gítara,
Sveinbjörn á trommur og Kara syngur. Þau komu saman í desember 2018 til
að spila í brúðkaupi og féll samstarfið svo vel að þau ákváðu að stofna
hljómsveit og spila eigin lög.
Amor
Reykvíska kvintettinn Amor skipa Hrannar Ingi Arnarsson hljómborðsleik-
ari, Eydís Ýr Jóhannsdóttir söngkona, Gunnar Franz Árnason bassaleikari,
Guðmundur Hermann Lárusson gítarleikari og Árni Björn Þórisson
trommuleikari. Þau eru á aldrinum 15 til 17 ára. Hljómsveitin var stofnuð í
Árbænum haustið 2017 og starfaði lengst af sem SIF en tók nýverið upp
heitið Amor. Tónlistin er fönkað popp með djassívafi.
Meistarar dauðans
Þótt Meistarar dauðans séu ungir að árum hafa þeir þegar gefið út tvær
breiðskífur. Sveitin er úr Reykjavík, skipuð þeim Ásþóri Loka Rúnarssyni
gítarleikara og söngvara, sem er 19 ára, Alberti Elíasi Arasyni, bassaleik-
ara og bakraddasöngvara, sem er 18 ára, Þórarni Þey Rúnarssyni trommu-
leikara og bakraddasöngvara, sem er 15 ára, og Frey Hlynssyni hljóm-
borðsleikara og bakraddasöngvara, sem er 18 ára. Sveitin hefur starfað í
níu ár og þótt grunnurinn sé þungarokk krydda þeir meðal annars með
djassi og fönki.
Hljómsveita-
keppni í Hörpu
Músíktilraunir hefjast annað kvöld
Barrrok
Barrrok er úr Reykjavík, tríó þeirra
Margrétar Helgu Snorradóttur,
sem leikur á gítar, ukulele og man-
dólín, Matthíasar Löve, sem leikur á
fiðlu, og Elínar Bryndísar Snorra-
dóttur, sem leikur á trommu. Þau
eru 17 til 19 ára og tóku upp sam-
starf í byrjun árs. Þau segja tónlist-
ina fjölbreytta og erfitt að skil-
greina hana.
Darrii
Hafnfirðingurinn Darri Tryggva-
son snýr aftur en hann var valinn
rafheili tilraunanna í fyrra og hefur
fengist við tónlist í nokkur ár, vélar
um tölvur og rappar.
Morgunroði og Gráni
Dagur Logi Ingimarsson og Árni Jónsson nefna sig Morgunroða og Grána.
Þeir eru úr Reykjavík, Dagur 23 ára og Ári 25 ára. Dagur rappar og Árni
einnig, en hann vélar að auki um hljóðsmala. Þeir segja framlag byggjast á
innihaldsríkri textasmíði og töktum „sem leika við eyru eins og blaut tunga,
ásamt fullri körfu af brakandi ferskum ávöxtum fyrir sálarlíf almúgans“.
Soffía Ósk
Tónlistarkonan Soffía Ósk Krist-
insdóttir er ættuð frá Eskifirði, en
bjó um hríð erlendis. Hún sendi frá
sér breiðskífuna In Two í desember
síðastliðnum. Soffía er 25 ára göm-
ul, leikur á ukulele og syngur.
MENNING 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. MARS 2019
Valgerður Þ. Jónsdóttir
vjon@mbl.is
Blágresistónleikar (bluegrass) eru
ekki daglegur viðburður á Íslandi, en
nú bregður svo við að kl. 15 á morg-
un, laugardag, sameina tvær blágres-
ishljómsveitir krafta sína á tónleikum
í Kaldalóni í Hörpu. Önnur er ný-
stofnuð og kemur frá London. Hljóm-
sveitina skipa Bragi Þór Ólafsson,
sem leikur á gítar og syngur, Evan
Davies, mandólín og söngur, Kieran
Towers, fiðla og söngur, og Sam
Rose, kontrabassi og söngur. Hin
hljómsveitin er Illgresi, sem á sér níu
ára sögu, og er skipuð þeim Eiríki
Hlöðverssyni, kontrabassa, Guð-
mundi Atla Péturssyni, mandólín, og
Vigni Pálssyni, banjó. Bragi Þór úr
sveitinni frá London hleypur reyndar
í skarðið og spilar á gítar fyrir fjórða
liðsmann Illgresis, Arnbjörn Sóli-
mann Sigurðsson, sem er úti á sjó.
Kynntist blágresi í London
„Fyrirkomulagið á tónleikunum er
þannig að fyrst spilar Illgresi, síðan
við og loks spila hljómsveitirnar sam-
an. Tónleikarnir verða sannkölluð
ensk-íslensk bluegrassveisla og um
leið tækifæri til þess að kynna þessa
tónlistarstefnu fyrir Íslendingum, en
hún er ekki mjög þekkt hér á landi
nema í ákveðnum kreðsum,“ segir
Bragi Þór.
Blágresistónlist er undirtegund
kántrítónlistar og á mest upp á pall-
borðið í Bandaríkjunum þar sem hún
er upprunnin. Nánar tiltekið í Ken-
tucky-ríki árið 1939 þegar ungur
mandólínleikari og söngvari stofnaði
hljómsveit með sínu nafni, Bill
Monroe and his Blue Grass Boys.
Þeir spiluðu og sungu lög um lífið í
sveitum og fjallabyggðum suðurríkj-
anna og nutu mikilla vinsælda.
Bragi Þór kynntist blágresi fyrir
rúmu ári í London þar sem hann hef-
ur starfað sem tónlistarmaður síðast-
liðin þrjú ár. „Bluegrass-tónlistar-
senan í London er ekkert rosalega
stór, en á Bretlandi öllu eru þó haldn-
ar um tíu bluegrass-hátíðir á hverju
ári og þjóðlagahefðin er býsna sterk.“
Tónleikarnir í Kaldalóni verður
fyrsta „gigg“ Braga Þórs og hinna
bresku félaga hans. Þeir eru ekki
komnir svo langt að finna hljómsveit-
inni nafn. „Hálfgert tilrauna-
verkefni,“ segir hann um tónleikana
og er bjartsýnn á að þeir fái nóg að
gera í blágresinu þegar þeir snúa aft-
ur til í London að þeim loknum.
Sígilt blágresi og frumsamið
„Tónlistin er svo fjörug, jákvæð og
hressandi, stundum jafnvel svolítið
blúsuð og textarnir reyndar líka,“
svarar hann spurður hvað heilli hann
mest við blágresi. „Mér finnst líka
fínt að ekki er hægt að skrúfa upp í
gítarnum, heldur þarf maður að hafa
fyrir tónlistinni,“ bætir hann við og
vísar til þess að í blágresi er eingöngu
spilað á órafmögnuð strengja-
hljóðfæri. „Auk þess að leika sígild
bluegrass-lög ætlum við að flytja
frumsamið efni og mögulega slæðist
eitthvað íslenskt með.“
Við blágresistónlist er hefð fyrir
ákveðinni gerð af steppdansi, „flat fo-
oting“, en Bragi Þór á ekki von á að
liðsmenn sveitanna sýni fótafimi sína
mikið á sviðinu. Hann býst heldur
ekki við að þeir verði í kúrekastíg-
vélum, mögulega þó einhverjir í köfl-
óttum sveitaskyrtum og ekki sé loku
fyrir það skotið að einn eða tveir
skarti kúrekahatti.
Ensk-íslensk blágresisveisla
Tvær hljómsveitir sameina krafta sína á tónleikum í Kaldalóni í Hörpu kl. 15 á morgun, laugardag
Blágresissveit frá London Bragi Þór Ólafsson fyrir miðju, fyrir aftan hann standa f.v. Kieran Towers, Evan
Davies og Sam Rose. Ásamt Illgresi ætla þeir að leika sígild blágresislög sem og frumsamið efni á tónleikunum.