Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.03.2019, Qupperneq 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.03.2019, Qupperneq 2
Hvert er markmiðið með þessari ráð- stefnu? „Þetta er árleg ráðstefna um barnabækur og að henni standa ólík samtök sem bera hag barna- bókmennta fyrir brjósti. Tilgangurinn er einfald- lega að freista þess að auka veg barnabókmennta hér á landi.“ Mér skilst að sjónum verði sér- staklega beint að umræðu um gæði barnabóka sem fram fór á árinu sem leið. „Það er rétt. Okkar langar til að taka þá umræðu áfram en hún snerist ekki síst um það hversu litla gagnrýni barnabækur fá í fjölmiðlum. Þessi gagn- rýni var svo sem ekki mikil fyrir en hefur minnkað enn frekar. Mögulega tengist það versnandi hag fjölmiðla. Það er einn þáttur í sjónvarpi helgaður bók- um og þar fá barnabækur hlægilega lítið vægi; svo lítið raunar að betra væri líklega að sleppa því.“ Það endurspeglar sumsé ekki gildi þessara bóka? „Nei, barnabækur eru mikilvægustu bækur sem koma út og geta skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar. Sumir ganga jafnvel svo langt að halda því fram að barnabækur geti bjargað mannslífum.“ Rannsóknir sýna að lestur á undir högg að sækja, þetta tengist væntanlega? „Heldur betur. Lestur ungmenna hefur farið minnk- andi í langan tíma og um leið lesskilningur. Það er mjög alvarlegt mál og í þessu sambandi gegna barna- bókahöfundar lykilhlutverki. Það er synd að stuðning- urinn sé ekki meiri. Fróðlegt verður að hlusta á Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra á ráðstefnunni en hún hefur boðað frumvarp þar sem íslenskan verður sett í fyrsta sæti.“ Lastu sjálfur mikið sem barn? „Já, mjög mikið. Kláraði alla staflana heima og var byrjaður á Þórbergi 12 ára. Það var ekkert óvenju- legt á þeim tíma; mín kynslóð las mjög mikið. Ég hef fylgst með börnunum mínum og því miður eru þau líklegri til að velja bók á ensku en íslensku. Ég er líka orðinn afi og nú er sko lesið áður en farið er að sofa. Afastrákurinn minn er reyndar bara fjög- urra ára og skoðar bara myndirnar. En það er prýðileg byrjun.“ Morgunblaðið/Kristinn Magnússon ÁSMUNDUR HELGASON SITUR FYRIR SVÖRUM Geta bjargað mannslífum Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.3. 2019 Ritstjórn Árni Matthíasson arnim@mbl.is Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Þá eru menn hættir að myrða á Siglufirði. Í bili. Það stórsér á samfélag-inu þar nyrðra eftir þessar tvær fyrstu seríur af Ófærð og Gunnarbæjarstjóri Birgisson getur varla með góðri samvisku mælt af sínum alkunna þunga: Það er gott að búa á Siglufirði! Nema að hann sé þá að tala við Ted Bundy. En alltént. Fegnastur er ég Andra vegna. Hinn skeleggi rannsóknarlög- reglumaður var sem frægt er orðið farinn að þramma um eins og björn í til- vistarkreppu. Eða var það Björn? Eins vel og rannsókninni miðaði, miðað við aðstæður, þá seig sífellt á ógæfuhliðina í einkalífinu hjá aumingja karlinum. Konan skilin við hann og eldri dóttirin vildi helst ekki heyra á hann minnst. Maður beið bara eftir að hann næði sér í sviðakjamma í lúgusjoppu. Þeir borða ef til vill ekki kjamma þarna á Sigló. Þetta er svo sem ekkert einsdæmi þegar kemur að rannsóknarlög- reglumönnum í sjónvarpi. Hafið þið séð Marcellu hina bresku á Netflix? Hún er líka með allt lóðbeint niðrum sig í einkalífinu. Karlinn farinn frá henni og börnin vilja helst ekki deila með henni herbergi, hvað þá meira. Svo fer hún fyrirvaralaust í óminnis- ástand og er þá til alls líkleg. Í orðs- ins fyllstu merkingu, hún flytur lík milli hreppa. Án þess að muna. Svo er það DCI Luther, svalasti maður sjónvarpssögunnar. Hann og Kunta Kinte. Luther er að vísu barnlaus, að því er næst verður komist, en konan löngu skilin við hann og lífsneistinn slokknaður. Til að bæta gráu ofan á svart eltir sturluð kona hann á röndum og fretar á allt sem hreyfist með vélbyssu. Menn hafa bugast af minna tilefni. Hvað segir þetta okkur í hnotskurn? Jú, það er tómt vesen að vera rann- sóknarlögreglumaður og afleitt fyrir einkalífið. Einmitt þess vegna varpa ég fram þeirri frumlegu hugmynd að einhver handritshöfundur, til dæmis í svartnættinu hér á norðurslóðum, hendi í rann- sóknarlögreglumann sem er stríðgyrtur í brók, í leik og starfi. Tanaður og tattúveraður, hrókur alls fagnaðar á mannamótum og hendir í fimmur með fallegu börnunum sínum á morgnana áður en hann smellir einum renn- blautum á stórglæsilegu konuna sína sem er bankastjóri hjá ríkinu og fékk 83% launahækkun í gær. Og þið eigið kollgátuna; hún hefur engin áform um að skilja við karlinn. Engin. Hvorki í þessu lífi né því næsta. Ljósmynd/Lilja Jónsdóttir Það er gott að búa á Siglufirði! Pistill Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is ’Maður beið bara eftirað hann næði sér ísviðakjamma í lúgusjoppu.Þeir borða ef til vill ekki kjamma þarna á Sigló. Fannar Kristmundsson Ég er búsettur erlendis en eina sem ég kannast við er Hatari. SPURNING DAGSINS Hvaða lagi spáir þú sigri í Söngva- keppninni? Lara Stevensdóttir Hatari. Hilmar Þór Rúnarsson Friðrik Ómar. Hulda Axelsdóttir Ég held að Hatari vinni. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Forsíðumyndina tók Eggert Jóhannesson Ásmundur Helgason er einn skipuleggjenda ráðstefnunnar „Þetta er bara barnabók“ sem fram fer í Borgarbókasafninu Gerðubergi í dag, laugardag, kl. 10.30-13. Ráðstefnan er opin öllu áhugafólki um íslenskar barna- og unglingabókmenntir og er aðgangur ókeypis.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.