Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.03.2019, Side 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.03.2019, Side 17
3.3. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17 samstarfsaðili í þessu öllu saman, enda getum við ekki ætlast til þess að þau komi út úr þessu ferli sem gagnrýnin, skapandi og sjálfstæð, ef þau hafa ekki fengið að vaxa og dafna í um- hverfi sem gefur þeim svigrúm til þess. Mín tilfinning er sú að það sé mun meiri áhersla á fjölbreyttari kennsluhætti í dag og að nemendur fái að hafa aðkomu að eigin námi. Þá er félags- og frístundastarf orðið mun öfl- ugra innan skóla, bæði á frístundaheimilum og félagsmiðstöðvum. Það er mjög jákvætt hversu mikil áhersla er lögð á listgreinar, sköpun og félagslega þátt- inn í íslensku skólastarfi og ég finn það þegar ég fæ til dæmis gesti frá Bandaríkjunum, hvað þeir eru hissa á því að við höfum náð að halda vel utan um þann þátt. Víða vestanhafs hefur það nær horfið úr skólastarfinu með ofur- áherslu á bóklega þáttinn. Við getum líka verið virkilega stolt af því að geta boðið upp á skóla- og frístundastarf án aðgreiningar, en verk- efnin eru sannarlega ærin.“ Skólastarf dagsins í dag hefur ekki aðeins tekið breytingum með nýjum áherslum heldur hefur sá tími sem varið er í skóla lengst til muna. Kolbrún bendir á að þar sem nemendur í dag verji bróðurparti dagsins innan skóla og frístundastofnana, allt að níu tímum á dag, sé enn mikilvægara að hafa í huga að skólarnir sjái ekki eingöngu um að kenna börnunum að lesa, skrifa og reikna heldur snúist starfið um ótal þætti svo sem félagshæfni, gildi, sam- félagslega ábyrgð, heilbrigði og andlega vel- ferð. En til að halda utan um börnin og menntun þeirra þarf góðan mann- skap, ekki síst þegar það fólk er jafnvel meira með börnunum en for- eldrarnir sjálfir og meiri kröfur eru gerðar í dag um þekkingu kennara og færni. Og þá kemur að því áhyggjuefni að fá ekki fagfólk í störfin. Erum við að fara að geta mannað kennara- stöður framtíðarinnar? „Við þurfum sannar- lega að fá fleiri í þessi störf. Sem betur fer hef- ur starfsumhverfi kennara, meðal annars launakjör, styrkst töluvert frá því sem var. Kennaramenntunin sjálf var lengd úr þremur árum í fimm þannig að nú er krafist meist- araprófs. Ég held það hafi verið djarft og framsækið skref en þessi lenging náms var lið- ur í því að efla starfsstéttina og fagmennsku hennar. Aðsókn dalaði þegar þessi breyting var gerð en við erum byrjuð að sjá aðsókn- artölurnar fara aftur í rétta átt. Engu að síður er staðan alvarleg og til dæm- is er innan við þriðjungur starfsfólks leikskóla á landsvísu menntaðir leikskólakennarar. Við erum ekki komin á þann stað í grunnskólunum en engu að síður sjáum við fram á kennara- skort ef þessari þróun verður ekki snúið við. Það verður að treysta grunnstoðir skóla- kerfisins, tryggja öllum nemendum og kenn- urum framúrskarandi og hvetjandi starfsum- hverfi. Það er margt sem við getum verið stolt af í íslensku skólakerfi en verkefnið er gríðar- stórt og því lýkur aldrei.“ Látum okkur ekkert óviðkomandi Kolbrún segist fagna þeim aðgerðum sem séu í bígerð hjá stjórnvöldum þar sem meðal annars er horft til þess að veita námsstyrki til þeirra sem fara í kennaranám. Þá er undirbúningur hafinn að launuðu starfsnámi á lokaári kenn- aranáms frá og með næsta hausti. „Þetta eru gríðarlega fjölbreytt og skemmtileg störf sem er gaman að taka þátt í, ekki síst þegar samfélagið er að breytast eins og það er að gera, verða fjölbreyttara, fjöl- menningarlegra og spennandi tækni sem við erum að taka í okkar þjónustu. Við bjóðum upp á mjög fjölbreyttar námsleiðir til að koma til móts við ólíkan bakgrunn og áhugasvið nem- enda en Menntavísindasvið sér um að mennta leik-, grunn- og framhaldsskólakennara, tóm- stunda- og félagsmálafræðinga, uppeldis- og menntunarfræðinga, íþrótta- og heilsufræð- inga og íþróttakennara og þroskaþjálfa. Menntun kennara og annarra fagstétta, sem starfa innan menntakerfisins er vissulega samstarfsverkefni þótt ábyrgð okkar innan há- skólans sé mikil. Okkar hlutverk er að leggja til sterkan grunn, en síðan tekur við starfsþró- un og ævilöng menntun fagmannsins. Fólk kemur ekki í háskóla í dag eingöngu til að afla sér þekkingar eða upplýsinga, þú getur gert það hvar sem er. Fólk verður að finna að í náminu eflist það sem einstaklingar og fag- manneskjur enda vitum við að það sem mun skipta mestu máli í framtíðinni er samskipta- hæfni; að geta unnið í teymum, aflað sér upp- lýsinga, greint og unnið úr gögnum, beita skapandi hugsun og hugsa út fyrir boxið. Auðvitað þurfum við líka að læra af reynsl- unni og sögunni til að vita hvert við erum að fara en við leitumst eftir að nesta fólk héðan með margvíslega hæfni og þekkingu til að nýta í það sem það er að fara að fást við.“ Nemendahópur Menntavísindasviðs er breiður og fjölbreyttur og það er vaxandi hóp- ur fólks, sem hefur annan grunn, allt frá prófi í viðskiptafræði upp í listir, sem sækir í fram- haldsnám til sviðsins. „Það er fjölbreytt reynsla innan nemenda- hópsins og hér er fólk á öllum aldri sem stefnir á að starfa á sviði menntunar eða starfar þar nú þegar. Vegna skorts á kennurum eru nem- endur okkar eftirsóttir starfskraftar, til að mynda starfar meirihluti leikskólakennara- nema á leikskóla og það sama er að gerast á meðal grunnskólakennaranema, en á lokaári grunnskólakennaranáms starfar meirihluti nemenda við kennslu samhliða námi. Þá koma kennarar og annað fag- fólk til okkar í fram- haldsnám og sækja ým- is konar námskeið.“ Rannsóknarstarf Menntavísindasviðs er líka umfangsmikið en Kolbrún segir lykil- atriðið, og það eigi við um rannsóknir jafnt sem kennslu, að það sé svigrúm fyrir fjöl- breyttar aðferðir og fræðileg sjónarhorn. „Við látum okkur eig- inlega ekkert óviðkom- andi í rannsóknarstarfinu. Það er verið að skoða fjölmenningu, jafnrétti kynjanna, heilsu og velferð ungmenna, menntun án aðgrein- ingar, upplýsingatækni, þróun skólastarfs, og ótal fleiri atriði enda er margt sem við þurfum að skilja betur til að varpa ljósi á hvernig nám og þroski á sér stað. Menntun er flókin og á sér víða stað, þess vegna þurfum við að nálgast viðfangsefnin frá ólíkum sjónarhornum, hvort sem um er að ræða kennslu í stærðfræði eða það að efla félagsfærni barna. Við getum ekki kennt okkar nemendum að það sé einhver ein nálgun rétt, heldur þurfum við að ræða við þá um þær ólíku leiðir sem hægt er að fara, efla sjálfstæða og gagnrýna hugsun þeirra og hæfni til að þróa aðferðir og lausnir í samstarfi við aðra.“ Kolbrún segist sannfærð um að menntun sé lykillinn að góðu samfélagi. „Þá hef ég ekki aðeins í huga þá hæfni til að leysa lífsins verkefni og þróa hugvit og tækni, heldur einnig það að menntun á að hafa sið- ferðislegt inntak. Að menntun verði til þess að við veltum fyrir okkur hvað það merkir að vera manneskja, ígrunda og vera meðvitaður um þau gildi sem skipta máli í lífinu. Þetta er eitthvað sem mér finnst við stund- um gleyma að ræða; hvert markmið mennt- unar er. Ef við ræðum það ekki getum við ekki verið að ræða einstök afmörkuð atriði, eins og hvað eigi að einkenna góðan skóla eða hvernig nemendur standa sig í tilteknum prófum. Menntun snýst um það hvernig samfélagi við viljum búa í. Í gegnum menntakerfið er hægt að breyta samfélaginu og hver einstaklingur getur breytt sínu lífi í gegnum menntun, og þá er ég að tala um menntun í víðum skilningi, formlega og óformlega. Það eru mikil forrétt- indi að fá að starfa með öflugum hópi kennara og starfsfólks Menntavísindasviðs sem og fag- fólki og sérfræðingum úr samfélaginu að því að þróa og efla menntakerfið,“ segir Kolbrún að lokum. Morgunblaðið/Eggert ’Þá hef ég ekki aðeins íhuga þá hæfni til að leysalífsins verkefni og þróa hugvitog tækni, heldur einnig það að menntun á að hafa siðferð- islegt inntak. Að menntun verði til þess að við veltum fyrir okkur hvað það merkir að vera manneskja, ígrunda og vera meðvitaður um þau gildi sem skipta máli í lífinu. Þetta er svo mikilvægur vettvangur og ekki síst fyrir þá sem eiga erfitt með að mæta þeim bóklegu kröfum sem skólinn gerir.“ Gríðarstórt verkefni Þegar þú hugsar um skólakerfið eins og það var þegar þú varst ung og eins og það er í dag; hvaða breytingar sérðu sem þér finnast já- kvæðar? „Mínar minningar úr skóla eru almennt já- kvæðar en þó man ég að manni leiddist stund- um, og þá sérstaklega að hafa lítið sem ekkert að segja um það sem var í gangi. Ég upplifði dálítið tilgangsleysi og að vald hinna fullorðnu væri algert yfir okkar nemendum. Mér finnst sú breyting mjög jákvæð að í dag er miklu meira horft til þess að virkja börnin til þátttöku, höfða til þeirra áhugasviðs og þau geti haft áhrif á það sem þau eru að fást við hverju sinni. Við þurfum öll einhvern veginn að fá að vera þátttakendur í því sem gerist í kringum okkur; finna tilgang með lífi okkar, annars er hætt við að ungt fólk upplifi skólaleiða. Í dag er litið meira til þess að börnin séu þýðingarmikill eiga að fylgja og það skref, sem var tekið 2016, var mikil viðurkenning fyrir þetta starf. Það eru vissulega fjölmörg tækifæri til að efla þetta starf enn frekar og á Mennta- vísindasviði menntum við m.a. tómstunda- og félagsmálafræðinga sem eru að fara í auknum mæli til starfa bæði á félagsmiðstöðvar og frí- stundaheimilin. Ég hef verið og er mjög upptekin af því hvernig við lítum heildstætt á menntun, hvern- ig kerfi og svið spila saman við að styðja við ungt fólk og nemendur - að við horfum ekki bara til þess sem gerist innan skólans heldur hvað það er sem gerist eftir að skóla lýkur.“ Telurðu að það sé aukin meðvitund um að þessi tími eftir formlega skólastarfið skiptir máli; hvernig honum er varið? „Já, mín tilfinning er sú að fólk sé að átta sig betur á hversu mikilvægt óformlega námið er. Þegar fólk er að segja frá lífi sínu og hvað hef- ur mótað það eru það ósjaldan frásagnir af ein- hverju sem gerðist utan skólans, í tómstunda- starfinu þar sem ungt fólk fékk tækifæri til að velja hvernig það varði tíma sínum, hvort sem það var íþróttin, listin, félagslífið eða annað.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.