Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.03.2019, Page 18
Helga tók hlé mitt í löngu og
ströngu námi og ákvað að láta einn
gamlan draum rætast; að fara að
læra að sauma, baka, elda og þrífa í
Hústjórnarskólanum í Reykjavík.
Morgunblaðið/Eggert
Helga tekur á móti blaðamanni í and-dyri Landspítalans í Fossvogi ogarkar hratt á undan upp sex hæðir.
Hún blæs ekki úr nös enda íþróttamanneskja,
komin af miklu frjálsíþróttafólki og æfði bæði
hástökk og 400 metra hlaup þegar hún var
yngri. Blaðamaður hins vegar byrjar viðtalið
aðeins andstuttur en nær sér fljótt á strik.
Þessi 29 ára unglæknir hefur mörg áhugamál
og mitt í löngu og ströngu námi ákvað hún að
láta einn gamlan draum rætast; að fara að
læra að sauma, baka, elda og þrífa í Hús-
stjórnarskólanum í Reykjavík.
Lét æskudrauminn rætast
Helga var mikill námsmaður í grunnskóla og
segir að læknisfræðin hafi svo heillað. „Mér
hefur alltaf fundist gaman í skóla og haft
breitt áhugasvið. Það sem heillaði mig við
læknisfræðina var að mér finnst það vera
sambland af vísindavinnu og því að vinna með
fólki. Þetta er ákveðin list í bland við vísindi,“
segir Helga og útskýrir að dagarnir á spít-
alanum séu ekki allir eins.
„Yfirleitt mæti ég hálf átta og tek á móti
sjúklingum sem eru að fara í aðgerð. Svo geng
ég líka vaktir. Inn á milli tek ég vikutímabil á
gjörgæslu. Það er mismikið að gera og oft
mjög mikið. Og svo er auðvitað misjafnt
hversu erfið tilfellin eru,“ segir Helga og segir
hún þau vera vel undirbúin andlega undir erf-
iðleika og dauðsföll. „Það er eitthvað sem
maður lærir að takast á við.“
Hvað kom til að þú fórst í Hússtjórnarskól-
ann?
„Mig var búið að langa lengi að fara í Húsó.
Það hefur verið draumur frá því að ég var
krakki en hafði aldrei fundið tíma fyrir það.
Ég var að hugsa um að fara beint eftir
menntó en valdi frekar að fara í Lýðháskóla í
Danmörku,“ segir hún og bætir við að í fyrra
haust hafi verið kjörinn tími til að stíga út fyr-
ir þægindarammann. Hún geymdi sumarfríið
fram á haust og lengdi í því til að geta látið
þennan gamla draum rætast en námið er ein
önn.
Fannst þér ekkert gamaldags að fara í
svona skóla?
„Mér finnst þetta mjög gagnlegt og ekkert
minna núna og jafnvel meira en áður því
þarna er kennd færni sem var inni á heimilum
hér áður fyrr og hefur að mörgu leyti gleymst.
Þarna er samansafn af þekkingu sem er ekki
til á svo mörgum heimilum lengur,“ segir hún.
„Amma hafði farið í svona skóla þegar hún
var ung og svo þekkti ég eina sem fór í þenn-
an skóla og þá uppgötvaði ég að þessi skóli
væri enn til,“ segir Helga og segir að sér hafi
alltaf þótt gaman að heimilisstörfum og
bakstri sem lítil stúlka.
„Ég var mikið að dunda mér að baka og svo
var ég mikið í handavinnu. Pabbi er mjög
flinkur að teikna og báðar ömmur mínar mikl-
ar handavinnukonur, en mamma mín alls
ekki,“ segir Helga og hlær.
Fín handavinna í læknisfræðinni
Helga segir fjölskyldu sína og samferðarfólk
hafa tekið vel í þessa hugmynd og fannst
mörgum þetta spennandi. Fólk spurði hana
mikið hvað hún væri að læra og gera í skól-
anum.
Og hvað lærðir þú í skólanum?
„Það var svo rosalega margt. Þetta var svo
skemmtilegt. Það er kennd undirstaðan í öll-
um handavinnugreinunum, þannig að maður
getur bjargað sér í þeim öllum. Svo voru
kennd undirstöðuatriði í vefnaði og fatasaumi.
Það var líka stíft prógram í eldhúsinu og mað-
ur vandist að elda fyrir marga og vera skipu-
lagður. Það voru líka kennd þrif og það var
mjög skemmtilegt að læra hvernig á að þrífa
mismunandi hluti og gera sér auðveldara fyr-
ir. Nokkuð sem maður hafði ekki hugsað út í
fyrr. Áður gat maður bjargað sér en fór lík-
lega miklu lengri leið. Nú hugsa ég hlutina
öðruvísi og skipulegg mig betur,“ segir hún.
Nú er Helga aftur komin til starfa á Land-
spítalanum í Fossvogi og segist ekki hafa mik-
inn tíma fyrir saumaskap. „Ég er líka að vinna
í mastersritgerð minni sem ég skila í vor,
samhliða vinnunni,“ segir hún en bætir við að
hún sé duglegri að elda en áður en hún fór í
námið.
„Í skólanum var kennt að búa til gömlu
góðu íslensku réttina; steikta ýsu í raspi,
hvernig á að þykkja sósur og súpur og baka
kleinur, formkökur og hjónabandssælu,“ segir
hún.
Hefðirðu ekki átt að fara út í lýtalækningar
þar sem þú hefðir fengið að sauma meira?
„Tja, það er líka fín handavinna í svæf-
ingalækningum. Ég er oft að setja upp æða-
leggi í grannar æðar eða setja miðlæga æða-
leggi sem þarf að sauma í fólk.“
Aðspurð hvort hún telji að eitthvað úr Hús-
stjórnarskólanum muni nýtast í læknisfræði
svarar Helga: „Mér finnst mikilvægt að gera
ekki bara eitthvað eitt í lífinu. Maður verður
að hafa einhver áhugamál utan vinnu. Það er
gott fyrir mann að sjá hlutina frá öðru sjón-
arhorni og fara út fyrir þægindarammann.
Maður kemur þá ferskari til baka með
breiðari sjóndeildarhring.“
Kann að baka kleinur og
setja upp æðalegg
Helga saumaði þennan fallega kjól í náminu.
Helga Þráinsdóttir er læknir í sérnámi í svæfinga- og gjörgæslulækningum. Síðasta haust tók hún hlé frá lækningum og lagði
stund á nám í Hússtjórnarskólanum. Hún segir þar kennda færni sem hefur gleymst í gegnum árin.
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
’Mér finnst þetta mjög gagn-legt og ekkert minna núna ogjafnvel meira en áður því þarnaer kennd færni sem var inni á
heimilum hér áður fyrr og hefur
að mörgu leyti gleymst.
KÚVENDING
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.3. 2019