Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.03.2019, Qupperneq 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.03.2019, Qupperneq 24
Úlfar hafði gaman af alls kyns furðufiskum. Hér má sjá þá feðga og kokkanem- ann Einar Björn Halldórsson með stórum mánafiski. Ég byrjaði í uppvaskinu þrett-án ára gamall og var aðsniglast í kringum karlinn alla tíð,“ segir yfirkokkurinn Stefán Úlfarsson, sonur matreiðslumeist- arans Úlfars Eysteinssonar heitins sem opnaði Þrjá Frakka 1. mars, 1989. Í tilefni afmælisins verður í vikunni allur matur á 30% afslætti og lítill bjór á krana á tilboði, en þess má geta að staðurinn var opn- aður sama dag og bjórinn var leyfður. Stefán hefur staðið vaktina nán- ast í öll þrjátíu árin fyrir utan þrjú ár í kringum aldamótin. Hann fet- aði snemma í fótspor föður síns. „Ég fór í kokkinn sautján ára,“ segir Stefán og segir fiskinn ætíð hafa verið í fyrirrúmi hjá þeim feðgum. „Pabbi byrjaði snemma að sér- hæfa sig í fiski. Í gamla daga vildi fólk sem fór út að borða fá sér kjöt, en útlendingarnir vildu fisk. Okkur Íslendingum fannst fiskur bara hversdagsmatur. Við vorum dálítið á undan okkar samtíð með það. Pabbi vildi smakka alla fiska og hingað var stundum komið með alls kyns furðufiska. Karfi var t.d. einn af fiskunum sem var hent í gamla daga. Svo þótti þorskurinn ekki fínn. Reyndar var hann allur fluttur út þá, en nú kaupum við bara þorsk en ekki ýsu,“ segir Stefán. „Pabbi var frumkvöðull í fiskn- um; þorði að synda á móti straum- num og trúði á okkar ferska hrá- efni.“ Hvalkjötið vekur athygli „Þegar við byrjuðum með Þrjá Frakka voru að koma tvö hundruð þúsund ferðamenn hingað árlega. Nú eru þeir orðnir tvær til þrjár milljónir. Við fengum strax marga útlendinga en líka Íslendinga en þeir koma sérstaklega í hádeginu,“ segir hann. Nú er veitingabransinn erfiður og þið hafið lifað af í 30 ár, hver er galdurinn á bak við það? „Við höfum svolitla sérstöðu; við höfum alltaf verið með íslenskan mat; fisk, hrossalundir, lamb, hval, svartfugl og lunda. Við erum búnir að sérhæfa okkur og markaðssetja okkur í þrjátíu ár sem íslenskur staður með góðu íslensku hráefni,“ segir Stefán en viðurkennir að vet- urnir hafi verið erfiðir til að byrja með, enda var þá lítið um túrista sem sóttu Ísland heim yfir vetrar- tímann. „Við fundum þá upp á ýmsu; kæsta skatan okkar hífir upp des- embermánuð. En þetta var mjög erfitt framan af,“ segir Stefán. „Hingað koma líka margir sér- staklega til að smakka hvalkjötið en líklega forðast sumir staðinn einmitt þess vegna. En miklu fleiri koma til þess að borða það.“ Allt búið til frá grunni Stefán segist aldrei fá leiða á vinnunni. „Mér finnst voða gaman að vinna og verka fiskinn og geta svo eldað hann á pönnu fyrir hvern og einn,“ segir hann og bætir við að honum þyki gaman að prófa nýj- ar aðferðir við eldamennskuna. „Við erum mikið að leika okkur hér; höfum prófað sous-vide, erum að grafa og búa til paté. Við búum allt til frá grunni. Okkur finnst gaman að framleiða og gera góða hluti. Við erum með fasta rétti á matseðlinum en prófum alltaf eitt- hvað nýtt líka. Nú ætla ég til dæm- is að setja karfa aftur á matseð- ilinn. En það er mikilvægt fyrir fastakúnnana að geta alltaf gengið að sínum réttum og að þeir séu alltaf eins. Plokkfiskurinn á alltaf að vera eins. Líka gratíneruðu gell- urnar. Alveg sama þótt líði tíu ár. Við erum með marga fastakúnna en þyrftum að yngja þá aðeins Þrír Frakkar hjá Úlfari hefur lítið breyst á þrjátíu árum og kúnnarnir vita að hverju þeir ganga. Stef- án Úlfarsson yfirkokkur hefur staðið vaktina nán- ast öll þrjátíu árin og finnst alltaf gaman í vinnunni. Ýmsir frægir hafa borðað á Þremur Frökkum. Hinn heimsfrægi breski kokkur, Jamie Oliver, heimsótti Þrjá Frakka og fékk Stefán eina sjálfu með honum. Úlfar Eysteinsson og sonur hans Stefán bregða á leik í eldhúsinu. Þeir feðgar voru ætíð góðir vinir og unnu vel saman. Úlfar lést á síðasta ári. Þrír Frakkar hjá Úlfari átti þrjátíu ára afmæli 1. mars og verður því fagnað út vikuna. Stað- urinn hefur lítið breyst enda kunna viðskipta- vinir vel að meta að geta gengið að sínum uppáhaldsréttum og ferðamenn vilja íslenska fiskinn og hvalkjöt. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Ef veggirnir gætu bara talað! upp,“ segir Stefán og hlær. Frægir smakka fiskinn Á þrjátíu árum hafa margir gestir snætt og rætt málin á Þremur Frökkum. „Ef veggirnir gætu bara talað! Hingað hefur komið fjöldinn allur af frægu fólki. Svíakonungur borð- aði hér og Shimon Peres og leyni- þjónustumenn hans gengu hér um allt. Hér kom einu sinni Kris Krist- offerson og líka Jamie Oliver og Anthony Bourdain, en ég eldaði plokkfisk fyrir hann. Og svo hafa ýmsir þekktir leikarar komið hing- að. Bobby Fischer var hér fasta- gestur.“ Stefán segir hafa verið gott að vinna með föður sínum og voru þeir miklir vinir. Úlfar mætti dag- lega til vinnu alveg til dauðadags þrátt fyrir að vera hættur formlega að vinna, en hann lést í fyrra 71 árs að aldri. „Hann átti líka inni 16 ár í sumarfríi,“ segir hann og hlær. Aðspurður hver gæti svo tekið við og haldið staðnum opnum næstu þrjátíu árin svarar Stefán: „Sonur minn Úlfar er kokkur og hann vinnur hér líka,“ segir hann og hlær. Morgunblaðið/Ásdís 24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.3. 2019 MATUR

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.