Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.03.2019, Side 27
3.3. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27
Auðvelt er að komast í dags-
siglingar frá eyjunni og um að
gera að nýta sér að vera stadd-
ur á eyju og geta hoppað í bát
og skoðað fleiri grískar eyjar.
Vinsælt er að sigla til Santor-
ini en hún er 100 kílómetra
norðan við Krít.
Santorini er eldfjallaeyja, leif-
ar af eldfjalli sem sprakk, og
einstök í mikilfengleika sínum.
Einn fallegasti staðurinn á eyj-
unni er bærinn Oía, staðurinn
sem margir þekkja af myndum
og úr bíómyndum; með hvítu
húsunum sem byggð eru inn í
klettana, bláu þökunum, kirkj-
unum og stórkostlegu útsýni.
Annars eru mörg þorp á
Santorini til að skoða og hvert
með sinn sérstaka stíl. Höfuð-
staðurinn, Fira, og borgin
Mykonos eru líflegar, með
verslunum og börum, og í Fira
er hægt að fara með kláfi til að
njóta útsýnisins.
SANTORINI
Sigldu annað
Í þorpinu Ano Vovues, ekki
svo fjarri Chania, er að
finna ólífutré sem talið er
það elsta í heiminum.
Ómögulegt er að vita ná-
kvæman aldur þess. Í það
minnsta er það 2000 ára
gamalt en vísindamenn á
Krít halda því fram að það
sé 4.000 ára gamalt þar
sem fornir kirkjugarðar eru
nærri trénu og eru þeir það
gamlir.
Enn þann dag í dag vaxa
ólífur á trénu.
Í litlu þorpi ólífutrésins er
líka safn um ólífurækt Krít-
verja og svo er einkar fal-
legt að keyra um sveitirnar
í kring svo það má gera ým-
islegt fleira í ferðinni en
skoða þetta merka tré.
ANO VOUVES
Elsta ólífutré heims
Samaria-gljúfrið er í raun þjóðgarður og býður
upp á náttúru sem er mjög ólík þeirri sem sést
á hinum grískum eyjunum. Frá Chania er rúm-
lega klukkutímakeyrsla að þjóðgarðinum en
gljúfrið klýfur Hvítufjöllin, annan hæsta fjall-
garð á Krít.
Gangan getur verið nokkuð erfið á köflum, í
bröttum hlutum og stundum er slóðinn mjög
grýttur, en hvíldarstaðir dúkka með reglulegu
millibili upp þar sem boðið er upp á vatn. Fyrir
þá fótfráu er útsýnið og náttúran þess virði,
með 2000 ára gömlum trjám víða, lindum,
fossum, sjaldgæfum plöntum. Það tekur um sex
til átta klukkustundir að fara í gegnum gljúfrið
og á endastöð tekur við hafið og falleg strönd
þar sem gott er að kæla sig. Í þessa ferð þarf
að vera vel skóaður, með plástra og muna að
gljúfrið er sannarlega ekki hættulaust og at-
hyglin þarf að vera hundrað prósent í göng-
unni.
DAGSGANGA Í HRIKALEGRI FEGURÐ
Samaria-gljúfrið
Það er hagstætt að leigja bíla á Krít
og þægilegt og gaman að keyra og
heimsækja lítil þorp. Eitt af þeim fal-
legri er þó ekki hægt að komast nærri
nema með bát, sumir reyndar fara í
göngu yfir fjöllin, en þetta er þorpið
Loutro.
Loutro er lítið fiskiþorp sem hefur
nánast staðið í stað svo þarna fá
ferðalangar í æð „gömlu, gömlu“ Krít
þar sem þorpið virðist ekki hafa tekið
breytingum í aldir og þess má ekki
vænta að þjónusta við ferðamenn sé
mikil. Þegar þangað er komið er um
að gera að slaka á, njóta þess að virða
fyrir sér útsýnið og mannlífið.
LOUTRO
Falinn demantur
Settu þína
ráðstefnu
í Hörpu
Taktu næstu stóru ákvörðun hjá okkur
Nánar á harpa.is/radstefnur
VELDU ÚR MEÐ SÁL
www.gilbert.is