Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.03.2019, Síða 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.03.2019, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.3. 2019 Þ að fer ekki á milli mála að flugfélagið WOW á í vök að verjast núna. Það eru vond tíðindi en ekki alveg ný. Margir hafa horft á ævintýralegan vöxt félagsins með undrun og stolti í senn og það hefur óneitanlega verið í augum þeirra eins konar táknmynd fyrir frískleika, hugmyndaauðgi og áræðni. Þegar slær í baksegl hættir okkur til að horfa til annarra atriða, sem eru spegilmynd þeirra sem nefnd voru. Skort hafi eðlilega varfærni, áhættufælni þurfi að vera í bland við djörfung og hikleysi og margt af þessu tagi er tínt til. En þær athugasemdir flokkast óneitanlega að nokkru leyti undir handhæga eftiráspeki, sem allir gera sig einhvern tíma seka um. Ekki fer vel á því að bréfritari setji sig í stellingar þess sem sé upplagðari en aðrir til að skipa sæti próf- dómara í atvinnulífinu og nú í flugrekstri sérstaklega. Öll hans verklega reynsla á því sviði er orðin 60 ára gömul og stafar frá flugdrekarekstri á Klambratúni sem endaði með brotlendingu. En honum ætti þó að vera óhætt að minna á það, sem aðrir óvitar þekkja einnig, að flugrekstur lýtur sérstökum lögmálum eða kannski öllu heldur er iðu- lega á skjön við viðurkennd lögmál í viðskiptarekstri. Warren Buffet er sagður þriðji ríkasti maður í heimi á eftir Jóakim frænda og einhverjum þriðja manni sem bréfritari man ekki í augnablikinu hver er. Haft er fyrir satt að Buffet hafi orðið svona ríkur af því að hann hafi svo mikið nef fyrir viðskiptum. Leiðtogar alþjóðlegrar jafnaðarstefnu hafa ekki enn krafist þess að þeir sem hafa slík nef framan í andlitinu á sér skuli settir í lýtaaðgerðir, niðurgreidd- ar af hinu opinbera, svo að þeirra nef taki ekki öðrum nösum fram eftir það. Það er þó óþarfi að naggast út í kratahugsuði fyrir að hafa ekki í önnum sínum komið þeirri kröfu á for- gangslista. Þeir eru jú upp fyrir haus í öðrum hug- myndum sem eru ekki síður vitlausar en þessi og því nokkur vorkunn. Aðeins vængstýfð félög En Buffet, sem er 88 ára gamall og því með augljóst forskot á unglinga í greininni, var lengi með við- skiptalega fordóma gegn öllum flugrekstri. Jafnvel með sjúklegt ofnæmi fyrir honum. Buffet sagði að finna mætti afsökun fyrir því að festa fé sitt í nánast hvaða rekstri sem væri, en þó aldrei í flugrekstri. Warren Buffet undirstrikaði óbeit Heimilisbölin eru verst ’ Þegar skæruverkföll, sem augljóslega stangast á við lagaumhverfið svo ekki sé talað um anda þess, bætast svo við geta vart verið verri skilyrði til þess að bjarga megi flugfélagi og þúsund starfsmönnum þess og enn fleiri tengdum og afleiddum störfum. Þessi heimatilbúningur skellur nú eins og vondur vellingur í andlit þeirra sem í varn- arbaráttunni standa. Reykjavíkurbréf01.03.19

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.