Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.03.2019, Qupperneq 31
sína á flugrekstri sem fjárfestingarkosti þegar hann
tók þátt í umræðu um dauðadóma, sem er vinsæl
þræta vestra. Buffet sagðist eindregið á móti því að
opinberir starfsmenn hefðu heimildir til að dæma
menn til dauða. Hann sagðist þó gera þá undantekn-
ingu að hann teldi ekki útilokað að það hefði mátt
réttlæta dauðadóma yfir Wright-bræðrum sem fyrir-
byggjandi aðgerð! Það voru jú þeir bræður sem eru
taldir upphafsmenn flugstarfseminnar, sem fuglar
himinsins og englar Paradísar höfðu einokað fram að
því.
Óþarft er að taka þetta kersknital Buffets of alvar-
lega enda voru þeir bræður prýðismenn, gáfaðir og
hæfileikaríkir. Ofmenntun skólakerfisins þjakaði
ekki þá bræður. Corville Wright lét þrjú ár í gagn-
fræðaskóla duga, en bróðir hans Wilbur Wright var
menntatröllið í fjölskyldunni eftir 4 ár í gaggó.
Þeir bræður hefðu sjálfsagt getað sagt eitthvað
svipað og Ronald Reagan sem útskrifaðist 21 árs með
gráðu í hagfræði og félagsfræði úr Eureka-mennta-/
háskólanum: „Ef mér hefði lánast að fara í merkari
skóla en Eureka hefði hugsanlega eitthvað getað orð-
ið úr mér,“ sagði forsetinn.
Tekur flugið
En við þessa viðskiptalegu fordóma Buffets ríka
bættist svo flughræðsla hans, því að hann var lengi
vel ófáanlegur til að stíga upp í flugvél, því hann ótt-
aðist að sömu lögmál giltu um flugið og hlutabréf
fyrirtækjanna um það að allt gæti tekið fyrirvara-
lausar dýfur og jafnvel fallið í grýtta jörð þegar
minnst varði. Á seinni árum lætur hann þó til leiðast
að fara í flugvél á milli staða enda minnkandi líkur á
því að hann muni ungur týna lífi í flugslysi.
En allt er þetta hjal augljósir órar og útúrdúrar frá
því sem opnað var á í upphafi.
Sannarlega hljóta menn að vonast til að Mogensen
og menn hans (bæði kynin talin) komist í gegnum
þennan mótvind þótt bál sé.
En það auðveldar svo sannarlega ekki þann leik að
lukkuriddarar hafi á versta tíma náð því að gerast
laumufarþegar í verkalýðshreyfingunni og hika ekki
við að beita aðferðum sem eru handan við þekkt og
viðurkennd mörk.
Mörg þúsund félagsmenn „fá“ nú að greiða atkvæði í
sendibíl, undir vökulu auga verkfallsboðenda, um að
senda 700 útlendinga í skæruverkföll gegn ungri grein
á vinnumarkaði.
Þegar mest liggur við
Það var sveigjanleiki og viðbragðshraði sjálfstæðrar
myntar sem lagði grunn að ferðaiðnaðinum sem burð-
aratvinnugrein hér eftir fall bankanna og annars sem
kjölsog þess tók.
Ferðaiðnaðurinn er ekki með gróinn grundvöll til
áratuga eins og er raunin í mörgum löndum sem við
erum tekin að keppa við, og eru þess vegna ekki eins
varnarlaus og við fyrir óvæntum sveiflum, svo ekki sé
talað um heimatilbúna eyðileggingarherferð.
Það er vart hægt að hugsa sér harðdrægari skilyrði
til þess að bjarga ungu framsæknu flugfélagi fyrir
horn en nú eru til þess þegar fallexi hangir yfir slíkum
rekstri. Og þá er ekki aðeins verið að tala um hinn
stórskaðlega skæruhernað sem boðaður hefur verið,
sem óneitanlega minnir meir á skemmdarverk gagn-
vart þjóðfélaginu í heild en á venjulega vinnudeilu síð-
ari áratuga.
Aðdragandinn einn og þær hótanir sem þá lágu í
loftinu eitruðu svo allt andrúmsloft að mjög hefur
dregið úr vilja og getu fyrirtækja á fjölmörgum svið-
um og veltan á markaði minnir helst á snigil sem hörf-
ar inn í kuðung sinn í nauðvörn.
Fólkið í landinu fælist frá fjárfestingum, stórum og
smáum með tilheyrandi afleiðingum. Ekki er til það
verkalýðsfélag í heiminum sem skapað hefur ný störf
fyrir almenning og er ekki gerð krafa til þess. En þeg-
ar starfaeyðir er komin efst á verkefnalista slíkra fé-
laga þá er illa komið.
Þegar skæruverkföll, sem augljóslega stangast á við
lagaumhverfið svo ekki sé talað um anda þess, bætast
svo við geta vart verið verri skilyrði til þess að bjarga
megi flugfélagi og þúsund starfsmönnum þess og enn
fleiri tengdum og afleiddum störfum.
Þessi heimatilbúningur skellur nú eins og vondur
vellingur í andlit þeirra sem í varnarbaráttunni
standa.
Kerfisbreytingar blasa við
Fá lönd í heiminum eru eins bundin í hagldir laun-
þegahreyfinga og enn er reyndin hér á landi. Í raun
eru það Samtök atvinnulífsins sem hafa rekið þau
trippi fyrir viðsemjendur sína. Það hefur orkað tví-
mælis lengi, svo ekki sé meira sagt. En forsenda þess
hefur verið sú að verkalýðshreyfingin misnoti ekki afl
sitt og stöðu í þjóðfélaginu og sverfi svo að fyrir-
tækjunum að þeim verði ómögulegt að halda rekstri
sínum gangandi í óbreyttri mynd. Þegar svo er komið
er verkalýðshreyfingin farin að gjalda sjálfri sér högg-
in en þó fyrst og síðast félagsmönnunum sem fæstir
kusu þessa „leiðtoga.“ Lengi mun svíða í þau sár.
Ekki kæmi á óvart þó að þá mundi myndast þrýst-
ingur frá almenningi í landinu um að hann yrði ekki
lengur skilinn eftir varnarlaus gagnvart þeim sem
ábyrgðarlausir og umboðslitlir grafa undan tilveru
hans, með markmið í öndvegi sem ekkert hafa að gera
með ábatasama tilveru félagsmanna sem eru þving-
aðir í þessi félög.
Fyrir löngu er orðið tímabært að nútímavæða þessa
skipan mála eins og aðra þætti þjóðfélagsins.
Morgunblaðið/Hari
3.3. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31