Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.03.2019, Síða 34
Þær hafa aldrei á ævinni fengið verð-launagrip. Hvorug. Fyrr en núna. Ogþá ekki fyrir eigin afrek heldur ann-
arra, aðallega í íþróttum. Vöruhönnuðirnir
Birta Rós Brynjólfsdóttir og Hrefna
Sigurðardóttir fengu þá hugmynd að vinna
verkefni með verðlaunagripi í öndvegi þeg-
ar þær á haustdögum voru að vafra um í
Góða hirðinum og ráku augun í nokkra
slíka. Þær eru hönnunartvíeykið á bak við
Fléttu, útskrifaðar frá Listaháskóla Íslands
2016 og 2017 og þeim dettur oft ýmislegt
skrýtið í hug.
„Við höfum flutt vinnustofuna okkar tíma-
bundið í Gryfjuna í Ásmundarsal, þar sem
við vinnum að þessu nýjasta verkefni okkar,
Trophy, fyrir allra safngesta augum og
spjöllum við þá í leiðinni ef svo ber undir.
Verkefnið snýst um að „afbyggja“ verð-
launagripi og setja þá í nýtt samhengi með
því að skapa úr þeim annars konar hluti,
oftast skúlptúra. Við höfum þó líka búið til
nytjahluti eins og borð, lampa og fleira,“
segir Hrefna.
Að þessu sögðu tekur hún fram að hug-
myndin sé þó ekki fyrst og fremst að
endurnýta hlutina til þess að koma í veg
fyrir sóun. Svo margir verðlaunagripir séu
enda ekki á hillunum í Góða hirðinum eða á
glámbekk hér og þar að umhverfinu stafi
ógn af. „Við erum ekki að boða eitt né neitt.
Ef markmiðið hefði verið að leysa vandamál
til þess að bjarga heiminum hefðum við val-
ið okkur annars konar verkefni. Þetta verk-
efni sprettur af áhuga á hlutunum sjálfum,
sögunni sem býr að baki, hráefnunum og
því sem gerist þegar þeir eru settir í nýtt
samhengi,“ útskýrir Hrefna.
Topplyklar og hendurnar
„Sem vöruhönnuðir byrjuðum við einfald-
lega að pæla í efniviðnum, sem er yfirleitt
marmari, plast og málmur í þessum
bikurum. Okkur finnst þau hvert um
sig áhugaverð hráefni
en kannski sér-
staklega hvernig
þau eru notuð sam-
an. Við hófumst handa við að skrúfa
gripina í sundur og setja hlutana síðan
saman með öðrum hætti og okkar lagi
þannig að úr varð nýr gripur. Við notum
oftast einingar úr mörgum gripum í einn
hlut, til dæmis í lítið sófaborð, sem við
settum síðan glerplötu ofan á. Einu verk-
færi okkar eru topplyklar og svo hend-
urnar,“ segja þær um verklagið og hráefn-
ið.
Um liðna helgi efndu þær til viðburð-
arins Samtal um sigra og verðlaunaaf-
hending í Ásmundarsal. Tilgangurinn var
að bjóða sigurvegurum að koma í heim-
sókn til þess að deila sögum af af-
rekum sínum eða leggja til verk-
efnisins verðlaunabikara svo þeir
mættu öðlast nýtt líf. Heimtur
voru góðar.
Minningar um gleði og sigra
Hugmyndafræðilegur þáttur verkefnisins
hverfist að sögn þeirra Birtu Rósar og
Hrefnu um spurningar á borð við hvað
það sé við hluti og/eða hönnun sem laði
fólk að þeim. Efnið eða formið? Hvernig
tengist fólk hlutum, hvaða hluti vill það
hafa í kringum sig og hvers vegna?
Í framhaldi af þessum pælingum segja
þær að vel megi spyrja sig
hvaða hlutir, sem við erum
með í stofunni heima hjá okk-
ur, séu verðlaunagripir í ein-
hverjum skilningi þegar
öllu er á botninn hvolft.
„Þótt okkur hafi ekki
áskotnast neinar Eddu- eða
Grímustyttur, heldur mest-
megnis verðlaunabikarar,
sem margir hverjir söfn-
uðu bara ryki hjá
íþróttafélögunum
eða heima hjá
fólki, vekja þeir
ákveðnar tilfinn-
ingar. Verðlauna-
gripir eru ein-
staklega áhugaverðir
hlutir. Þeir eru vitn-
isburður um afrek og ár-
angur og minningar um
stóru stundirnar, gleði
og sigra í lífinu. Að
baki þeim er saga um
ótal vinnustundir og
þrotlausar æfingar,“ seg-
ir Hrefna og bætir við að gripirnir séu
táknrænir frekar en að hægt sé að meta
þá til fjár.
Afraksturinn á Hönnunarmars
Allar þessar tilfinningar skoða þær stöllur í
umbreytingarferlinu þar sem þær bogra
yfir verkunum með sínum fábreyttu verk-
færum í Gryfjunni. Þær viðurkenna for-
dóma með því að gera svolítinn greinarmun
á verðlaunagripunum. Í þeirra augum eru
þeir nefnilega ekki allir jafnir. „Við notum
bara bikara sem hafa verið notaðir sem
verðlaun og lyft í sigurvímu,“ segja þær.
Hrefna og Birta Rós stofnuðu Fléttu fyr-
ir rúmu ári, en hafa um fimm ára skeið
unnið saman að ýmsum fjölbreyttum verk-
efnum. Í fyrra sýndu þær á Hönnunarmars
kertastjaka úr leir, sem þær mótuðu á einni
mínútu, og teppi búið til úr gallabuxum sem
þær fengu í Rauða krossinum og ætla að
sýna aftur í Norr11 á Hönnunarmars 2019,
sem haldinn verður dagana 28.-31. mars.
Annars verður afraksturinn af vinnunni
með verðlaunagripina helsta skrautfjöðrin á
þeim vettvangi og eins og nú til sýnis í
Gryfjunni í Ásmundarsal.
Vöruhönnuðirnir Birta Rós Brynj-
ólfsdóttir og Hrefna Sigurðardóttir
hafa loksins fengið verðlaunagripi.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Verðlaun fá nýtt líf í annarri mynd
Sófaborð samansett úr
mörgum verðlauna-
gripum að viðbættri
hringlaga glerplötu.
Eru hlutirnir sem við erum með í stofunni heima hjá okkur verðlaunagripir í einhverjum skilningi? Vöruhönnuðirnir Birta
Rós Brynjólfsdóttir og Hrefna Sigurðardóttir í Fléttu safna gömlum verðlaunabikurum og setja í nýtt samhengi.
Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is
’Verðlaunagripir eru ein-staklega áhugaverðir hlut-ir. Þeir eru vitnisburður um af-rek og árangur og minningar
um stóru stundirnar, gleði og
sigra í lífinu. Að baki þeim er
saga um ótal vinnustundir og
þrotlausar æfingar.
34 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.3. 2019
LESBÓK