Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.03.2019, Page 36

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.03.2019, Page 36
36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.3. 2019 LESBÓK ÚTHALD Söngkonan Joan Baez segir aldurinn ekki lengur trufla sig en hún er orðin 78 ára og á kveðjutúr um heiminn. „Fyrir um tveimur árum hugsaði ég með mér: Guð minn góður, ég fer að verða áttræð. Það varð til þess að ég gekk um gólf heima segjandi við sjálfa mig í um mánuð: Ég fer að verða áttræð. En í dag skiptir þetta mig engu máli,“ segir Baez í viðtali við breska blaðið The Guardian. Hún viðurkennir að samhengið skipti máli en móðir hennar heitin náði hundrað ára aldri og faðir hennar lést þegar hann var 94 ára – þétt- hærður og fulltenntur. „Ég á ennþá langt í land [að ná þeim],“ segir söngkonan sem fer vel með sig, stundar Gokhale-æfingar, jóga, pílates og hugleiðslu enda þótt henni hafi alltaf þótt það síðastnefnda frekar leiðinlegt. Baez ber aldurinn vel Joan Baez á yngri árum. Ljósmynd/Ron Kroon MÁLMUR Duff McKagan, bassaleikari Guns N’ Roses, gaf vangaveltum þess efnis að hið goðsagnakenna band komi til með að hlaða í nýja breiðskífu í framtíðinni byr undir báða vængi í samtali við rokkútvarpið SiriusXM í Bandaríkjunum á dögunum. „Ég hef heyrt magnað stöff sem Axl hefur verið að vinna að. Þannig að ég er mjög spenntur fyrir þess- um möguleika án þess að vilja skrúfa vænt- ingarnar upp úr öllu valdi. Þetta mun gerast þegar það gerist,“ sagði hann um nýja plötu. McKagan ræddi einnig um heimstúrinn, sem skilaði GNR m.a. upp á Íslandsstrendur, og kvaðst óendanlega þakklátur fyrir viðtökur. Ný plata kemur þegar hún kemur Slash og Axl í essinu sínu á Laugardalsvelli. Morgunblaðið/Valli Frá tökum á Ófærð 2 á síðasta ári. Meiri Ófærð RÚV Enda þótt önnur sería Ófærð- ar sé búin er hún samt ekki búin, því á sunnudagskvöldið verður sýndur heimildarþátturinn Ófærð – á bak við tjöldin. Tíu þátta fram- haldssería er ekki hrist fram úr erminni og ófá handtökin á bak við efnið sem á endanum rataði á skjái landsmanna. Í heimildarþættinum er skyggnst bak við tjöldin og rætt við aðstandendur. Þjóðin fær því mögulega að sjá hann Ásgeir sinn einu sinni enn. Sprelllifandi. SJÓNVARP SÍM- ANS Aðdáendur bandarísku sjón- varpsþáttanna This Is Us og Law and Order: Special Victims Unit kom- ust margir hverjir í uppnám um liðna helgi þegar þátt- unum var fyrir- varalaust og án skýringa kippt af sunnudagsdagskránni. Þeir hinir sömu geta nú tekið gleði sína á ný enda eru báðir þættir komnir á ný á dagskrá þessa helgina. Stöðin lætur ekki þar við sitja því spennu- þátturinn The Truth About the Harry Quebert Affair er á sínum stað, auk þess sem harðjaxlinn Ray Donovan er kominn á kreik á ný. Uppnámi afstýrt Mariska Har- gitay í SVU. STÖÐ 2 Viltu í alvöru deyja? kall- ast þáttaröð úr smiðju Lóu Pind sem hefur göngu sína á sunnudags- kvöldið. Þar ræðir Lóa við foreldra, systkini, maka og börn þeirra sem hafa svipt sig lífi. Einnig kynnumst við ungri konu sem var í sjálfsvígs- hættu fyrir fáeinum mánuðum. Tugir Íslendinga svipta sig lífi á hverju ári. Dýrmætt líf tapast og eftir sitja sorgmæddir ástvinir. Lóa Pind stjórnar þættinum. Viltu deyja? Ég held að það sé mikil spennafyrir kvöldinu, standardinn íkeppninni er mjög hár og öll lögin fimm í raun þess verðug að vera fulltrúi Íslands í Eurovision- keppninni í Tel Aviv í vor,“ segir Sigurður Þorri Gunnarsson, dag- skrárstjóri útvarpsstöðvarinnar K100, spurður hvaða tilfinningu hann hafi fyrir úrslitum Söngva- keppninnar í Laugardalshöllinni í kvöld, laugardagskvöld. „Til að byrja með heyrðust þessar klassísku úrtöluraddir um að lögin í keppninni í ár væru ekki nógu góð en núna þegar á hólminn er komið stöndum við eftir með fimm mjög góð lög. Keppnin er að mínu mati mun sterkari en í fyrra og með því sterkasta í mörg ár. Breiddin er til dæmis meiri en oftast áður; reynt fólk í bland við ungt og bráðefnilegt og atriðin mjög ólík innbyrðis. Allt getur gerst,“ segir hann. Hatari gegn Friðriki Ómari Sigurður segir óvenju erfitt að segja fyrir um sigurvegara. „Það hefur verið mikil stemning í þjóðfélaginu fyrir Hatara og umræðan aðallega snúist um það hver verði með þeim í einvíginu í lokin.“ – Og hver verður það? „Mér finnst líklegast að það verði Friðrik Ómar. Hann er reynslumik- ill fagmaður og lagið hans er bæði frambærilegt hér heima og fyrir keppnina úti. Hann ætlar að syngja á íslensku sem gefur laginu sérstöðu innan um allar ballöðurnar sem verða í keppninni í ár. Það hefur áð- ur gefist vel að syngja ballöðu á ís- lensku; skemmst er að minnast Ey- þórs Inga sem flaug upp úr for- keppninni á sínum tíma. Maður finnur líka að þetta lag skiptir höf- undinn miklu máli; textinn er per- sónulegur og Friðrik fer alltaf alla leið, hvort sem hann er að syngja sjálfur eða setja upp sýningu í Hörpu eða á Fiskideginum mikla. Hann er orðinn Herra „sjóvbiss“ Ís- lands. Friðrik mun koma með sprengju í Höllinni og gaman yrði að sjá hann þróa atriðið áfram í Euro- vision-keppninni.“ Framkoman verið spes Sigurði þykir lag Hatara einnig mjög gott; atriðið sjónrænt og flutn- ingur góður, ekki síst hjá forsöngv- urunum. „Þeir eru báðir mjög góðir og barkasöngvarinn á hæsta getu- stigi.“ Fyrir liggi þó að þjóðin tæki meiri áhættu með að velja Hatara en Frið- rik Ómar. „Fram- koma þeirra í við- tölum hefur verið spes og þeim tekist að strjúka ein- hverjum á röng- unni. Það er ákveðin áhætta fólg- in í því að fara með svona „leik- ið“ atriði út sem er pródúserað langt út fyrir sviðið; við munum hvernig fór fyrir Sylvíu Nótt á sínum tíma. Hættan er sú að Hatari fari yfir strikið úti og floppi. Mín tilfinning er raunar sú að fari Hatari út verði lagið annaðhvort í topp fimm eða algjörlega á botninum. Þetta er ekki þrettánda-sætis- lag.“ Enda þótt hann Friðrik Ómar: Hvað ef ég get ekki elskað? Styr hefur staðið um þátt- töku Íslands í Eurovision að þessu sinni vegna meintra mannréttinda- brota Ísraelsstjórnar. Sigurði þykir óheppi- legt að keppnin fari fram þar um slóðir en er þó ósammála því að sniðganga eigi hana; betra sé að mæta til leiks og nota tækifærið til að láta gott af sér leiða. „Annars er Euro- vision auðvitað ekki pólitísk- ur viðburður og öllum ráð- um beitt til að halda pólitík fyrir utan keppnina,“ segir hann. Þó hafi það ekki alltaf tekist; eins og þegar Úkra- ínumenn meinuðu þátttak- anda Rússlands að vera með um árið. „Eurovision var stofnuð á sínum tíma til að hjálpa til við að stuðla að friði í Evrópu. Gleymum ekki því markmiði og verum með í gleðinni.“ Verum með í gleðinni Sigurður Þorri Gunnarsson Öryggið sett á oddinn Úrslitin ráðast í Söngvakeppninni í Laugar- dalshöllinni í kvöld, laugardagskvöld. Fimm lög berjast um að verja heiður Íslands í sjálfri Eurovision-keppninni í Tel Aviv í vor og þykja öll eiga möguleika á sigri. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Hera Björk: Moving On. Hatari: Hatrið mun sigra. Ljósmyndir/Mummi Lú

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.