Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.03.2019, Side 37

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.03.2019, Side 37
búist við einvígi Friðriks Ómars og Hatara útilokar Sigurður alls ekki hin lögin þrjú. „Ég held til dæmis að Kristína Bærendsen hafi burði til að koma úr launsátri. Hún er „wild car- dið“ að þessu sinni og á að mínum dómi mikið inni. Hún syngur á ensku núna, sem hentar henni bet- ur, og hefur sagt að hún muni gjör- breyta atriðinu. Þetta hafi ekki verið hún síðast. Lagið hefur líka fengið mikla spilun í útvarpi og er með vindinn í bakið.“ Sigurður er hrifinn af bæði Heru Björk og Töru Mobee en telur möguleika þeirra á sigri heldur minni en hinna. „Hera er Hera; fag- maður fram í fingurgóma og frábær söngkona. Ég held hins vegar að þetta sé ekki lagið að þessu sinni. Það er þó klárt mál að hún myndi standa sig vel ytra.“ Engin leið að „velja rangt“ Töru segir hann hafa stimplað sig hressilega inn í íslenskt tónlistarlíf með þátttöku sinni í keppninni í ár og lagið hennar hafi alla burði til að lifa vel og lengi – enda þótt það fari ekki með sigur af hólmi. „Tara á eft- ir að gera frábæra hluti í framtíð- inni.“ Þegar þrýst er á Sigurð að upp- lýsa hvaða lag hann telji líklegast til að fara með sigur af hólmi svar- ar hann: „Sjaldan hefur verið erfiðara að spá um úrslit en þekki ég þjóðina rétt verður það Friðrik Ómar. Hann verður sterkur hjá dómnefndinni og á eftir að sigla þessu heim af fagmennsku og ör- yggi. Þjóðin mun setja öryggið á oddinn.“ Að áliti Sigurðar er þó engin leið að „velja rangt“ eða verða fyr- ir vonbrigðum að þessu sinni enda eigi öll lögin erindi til Ísraels. „Það er ekkert uppfyllingarefni í þessari keppni, sem gerir hana óvenju skemmtilega og spenn- andi.“ Spurður hvar hann komi til með að horfa á keppnina sjálfur færist bros yfir varir Sigurðar. „Ég er rosalega leiðinlegur í sambandi við þessa keppni; það mega bara vera vel valdir í kringum mig og þá með því skilyrði að þeir tali ekki á meðan. Ég þarf gott næði enda skrifa ég mikið hjá mér með- an á keppninni stendur. Ég hef farið út á keppnina sem blaðamað- ur og það var virkilega gaman en best þykir mér samt að vera heima í stofu með snakkið og voga- ídýfuna.“ Kristína Bærendsen: Mama Said. Tara Mobee: Fighting For Love. MÁLMUR Lzzy Hale, söngkona bandaríska málmbandsins Halestorm, upplýsir í viðtali við ástralska tímaritið Keen Eye 4 Concerts að hún hafi aldrei tekið bílpróf. Hale, sem er 35 ára, kveðst í tvígang hafa fengið æfingaleyfi en aldrei látið vaða í prófið sjálft. Hún kann enga sérstaka skýringu á þessu; verkefnið hafi bara færst neðar og neðar á for- gangslistanum eftir því sem árin líða. „Þannig að lagið sem ég samdi, Don’t Know How To Stop, fjallar því meira um feril minn en bifreiðar,“ segir hún létt í bragði. Einn augljós kostur er þó við prófleysið, að sögn Hale: Hún þarf ekki að skutla vinum og vanda- mönnum heim af djamminu þegar þeir hafa fengið sér í tána. „Því miður segi ég þá bara; ég er ekki með bílpróf og get ekki skutlað þér!“ Skutlar engum heim Lzzy Hale í banastuði. AFP 3.3. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37 ROKK Ekki féll á hina fornfrægu bresku rokkhljómsveit Queen á Óskarsverðlaunahá- tíðinni um liðna helgi. Kvikmyndin um sögu sveitarinnar, Bohemian Rhapsody, gerði vel og bandið hóf dagskrána með trukki og dýfu. Ekki nóg með það, sjónvarpsstöðin ABC mun í apríl frumsýna nýja heimildarmynd um seinasta áratuginn í lífi Queen með áherslu á nýja söngvarann, Adam Lambert, sem Queen-liðar hittu fyrst í hæfileikaþættinum American Idol. Myndin heitir einfaldlega: The Show Must Go On: The Queen + Adam Lambert Story. Þá heldur Queen í tónleika- ferð í sumar og eru miðar þegar uppseldir. Gömlu brýnin á Queenandi siglingu Brian May og Adam Lambert á Óskarnum. AFP Það var „déjà vu“ hjá leikkonunum Glenn Close og Amy Adams þegar þær héldu heim af Ósk- arsverðlaunahátíðinni um síðustu helgi – tóm- hentar. Close hefur nú verið tilnefnd sjö sinnum án þess að vinna styttuna eftirsóttu og Adams sex sinnum. Aðeins einn maður stendur raunar Close „framar“ á þessum ágæta lista, Peter O’Toole var tilnefndur átta sinnum til Óskarsverðlauna án þess að hreppa hnossið. Hann vann ekki einu sinni fyrir Arabíu-Lárens. Close deilir nú silfrinu með öðrum stórleikara af gamla skólanum, Richard Burton. Hann þótti líklegur fyrir bæði The Spy Who Came in from the Cold og Who’s Afraid of Virginia Woolf? en greip í tómt í bæði skiptin. Deborah Kerr, sem var upp á sitt besta um miðja síðustu öld, var til- nefnd sex sinnum án þess að vinna og sama máli gegnir um skapgerð- arleikkonuna Thelmu Ritter. Þær eru báðar látnar, líkt og O’Toole og Bur- ton, þannig að Close og Adams tróna á toppnum þegar horft er til núlifandi leikara sem Óskarinn hefur ítrekað dregið til sín en kastað jafnharðan frá sér aftur. Flestir spáðu því að bið Close væri loks á enda að þessu sinni en Olivia Colman smeygði sér fram fyrir hana á lokametrunum – og skamm- aðist sín hálfpartinn fyrir það. Á níunda ára- tugnum náði Close þeim ótrúlega árangri að vera tilnefnd fimm sinnum á sjö árum, meðal annars fyrir tálkvendið ógurlega Alex Forrest í spennutryllinum Fatal Att- raction. Close er orðin 71 árs og tækifærum til að fá Óskarinn fer nú mögulega fækkandi. Amy Adams er á hinn bóginn aðeins 44 ára og heldur væntanlega í vonina. Svo gæti hún auðvitað átt eftir að renna sér upp fyrir O’Toole. Glenn Close á rauða dreglinum um liðna helgi. Hún bar sig vel þrátt fyrir augljós vonbrigði með niðurstöðuna. AFP SEINHEPPNIR LEIKARAR Óskar ekki nærverunnar Peter O’Toole. Arun Nevader/WireImage.com

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.