Morgunblaðið - 08.04.2019, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.04.2019, Blaðsíða 1
M Á N U D A G U R 8. A P R Í L 2 0 1 9 Stofnað 1913  83. tölublað  107. árgangur  ÍSLENSKI DANSINN ORÐINN ÚTFLUTN- INGSVARA JARÐARORMUR MIKIL FJÖL- BREYTNI FRÆÐAST UM UMHVERFISVERND 12 MÚSÍKTILRAUNIR 29DANSFLOKKURINN 26 Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Við höfum þurft að borga alla meðferð sonar okkar úr eigin vasa og líka ferðakostnað, en við búum í Vestmannaeyjum,“ sagði Ragn- heiður Sveinþórsdóttir, móðir Æg- is Guðna Sigurðssonar sem er níu ára. Hún segir að Sjúkratrygging- ar Íslands (SÍ) neiti enn greiðslu- þátttöku vegna aðgerða til að laga alvarlegan fæðingargalla barna sem fæðast með skarð í gómi. Ragnheiður veit um fjögur íslensk börn sem þurfa meðferð vegna sama fæðingargalla en njóta ekki greiðsluþátttöku SÍ. Hún sagði að tannréttingameð- ferð barnanna tæki alls um tíu ár og lyki þegar þau hafa tekið út vöxt við 16-18 ára aldur. Töluvert var fjallað um mál Ægis Guðna og neitun Sjúkratrygginga í fyrra. Málið rataði inn á Alþingi og var greint frá því í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Ragnheiður sagði að sér virtist SÍ ganga þvert gegn vilja Svandísar Svavarsdótt- ur, heilbrigðisráðherra. Hún hefði lýst því yfir á Alþingi 17. sept- ember 2018 að hún vildi leiðrétta það að börnum væri mismunað eft- ir því hvort þau fæðast með skarð í vör og/eða gómi. Ráðherrann kvaðst hafa óskað sérstaklega eftir því í ráðuneytinu að gerð yrði breyting á reglugerð í því skyni. Daginn eftir birtist svo frétt á vef ráðuneytisins um endurskoðun reglugerðar til að jafna rétt barna. Ragnheiður sagði að þrátt fyrir það hefði SÍ ekki séð sér fært að taka þátt í lækniskostnaði vegna Ægis Guðna. „Þetta er farið að horfa þannig við mér að það sé einfaldlega þrjóska og þvermóðska hjá Sjúkra- tryggingum sem ræður. Þeir hafi ákveðið að þessi börn eigi ekki að vera með vegna þess að það séu ekki öll börn með tannvandamál sem fái greiðsluþátttöku, án tillits til þess hvernig tannvandinn sé til kominn,“ sagði Ragnheiður. Neita greiðsluþátttöku  Foreldrar drengs sem fæddist með skarð í gómi borga meðferð úr eigin vasa  Sjúkratryggingar neita óskum um greiðsluþátttöku vegna þessa fæðingargalla MBera kostnaðinn… »10 Mikill kostnaður » Gert var ráð fyrir að tann- réttingakostnaður Ægis Guðna yrði um 550.000 kr. fyrir fyrsta hluta meðferðarinnar. Hann er nú kominn í 1.026.000 krónur. » Áætlað er að ferðakostn- aður sé kominn í um 750.000 krónur til viðbótar þótt alltaf sé ferðast á ódýrasta máta. „Þrátt fyrir góða veðurspá og gott færi var ásókn í brekkurnar mun minni en við bjuggumst við,“ sagði Magnús Árnason, framkvæmdastjóri Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins, í samtali við Morgunblaðið, en hann taldi líklegt að fjöldi ferminga hefði þessi áhrif á skíðafólk. Þeir sem mættu í brekkurnar fengu hins veg- ar sannkallaðan draumadag í fjallinu og var þessi hópur skíðakrakka á meðal þeirra sem urðu á vegi ljósmyndara í Kóngsgili í gær. Aðspurður sagði Magnús að hann og hans fólk krosslegði nú fingur í von um að skíðatímabilið teygði sig yfir komandi páskahátíð. „Ef við náum páskunum þá erum við bara nokkuð ánægð.“ Skíðafólk á Norðurlandi lét einnig til sín taka um helgina en flennifæri var í Hlíð- arfjalli á Akureyri í gær. „Það var mjög góð stemning og alveg stórkostlegt veður,“ sagði Ágúst Örn Pálsson, svæðisstjóri í Hlíðarfjalli, og hvatti jafnframt allt skíðafólk til þess að nýta síðustu vikur vetrarins í blíðviðrinu í fjallinu. Morgunblaðið/Hari Færri fóru í brekkur Bláfjalla en búist var við „Verkið sækist nokkuð vel og er á áætlun. Við stefnum á að klára fyrir nýtt skólaár,“ sagði Kristján Sig- urgeirsson, verkefnastjóri, um fram- kvæmdir við Fossvogsskóla. „Þetta lítur miklu betur út en rannsóknir sem gerðar voru gáfu til kynna. Það er okkur í hag.“ Myglu- skemmdir í skólahúsinu reyndust minni en talið var í upphafi. Töluvert mikið hafði lekið með gluggum á austurhlið austasta húss skólans, þar sem bókasafnið er. Glerið var illa þétt en gluggarnir í góðu standi og enginn fúi í þeim. Þar er verið að glerja upp á nýtt og er verkið um það bil hálfnað. Kennsla 2.-7. bekkjar fer fram í Laugardal og sjá sex rútur um að flytja nemendurna til og frá skóla. 1. bekk er kennt í færanlegum skóla- stofum við skólann. »4 Morgunblaðið/Eggert Fossvogsskóli Ástandið var ekki eins slæmt og rannsókn benti til. Minni myglu- skemmdir  Íbúar í Selja- hverfi eru ósátt- ir við vinnu- brögð Reykjavíkur- borgar vegna áætlana um byggingu bú- setukjarna í hverfinu, án alls samráðs við íbúa. Þá finnst þeim ekki hlustað á þau rök að annað bú- setuúrræði við Rangársel, sem meðal annars hýsi öryggisvistun fyrir fanga, er staðsett í beinni sjónlínu við fyrirhugaðar fram- kvæmdir við Hagasel. Traust íbúa í garð borgarinnar sé hrunið vegna ákvarðana sem eru sagðar teknar í skjóli nætur. »11 Gagnrýna borgina fyrir samráðsleysi  Það að flytja inn ferskt ófrosið kjöt með allri þeirri sýkla- lyfjaónæmu flóru sem þá kæmi á færibandi er álíka viturleg ákvörð- un og að segja handþvott á spítöl- um óþarfan, að mati Vilhjálms Ara Arasonar læknis. Í Morgunblaðinu í dag segir hann að kjöt og kjúkling- ar geti í allt að helmingi tilvika ver- ið smituð af sýklalyfjaónæmum flórubakteríum; það er í öðrum hverjum kjötbita eða kjúklingi. »6 Bakteríur í öðrum hverjum kjötbita

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.