Morgunblaðið - 08.04.2019, Page 6

Morgunblaðið - 08.04.2019, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. APRÍL 2019 Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi - Sími: 555-1212 - handverkshusid.is Opið frá kl. 8 - 18 virka daga og 12 - 16 laugardaga TORMEK T-4 Vinsæla brýnsluvélin Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Frjáls innflutningur á fersku ófrosnu kjöti er öruggasta leiðin til að fjölga í stórum stíl lyfja- ónæmum sýklum sem til landsins koma,“ segir doktor Vilhjálmur Ari Arason læknir. „Fyrirhugaðar mótstöðuaðgerðir ná ekki til slíkra sýkla nema að litlu leyti. Á Íslandi höfum við verið að mestu laus við þær flórubakteríur sem eru orðnar ónæmar fyrir algeng- ustu sýklalyfjunum erlendis. Slík- ar bakteríur valda algengustu sýkingum í fólki, svo sem í þvag- færum, í görn og gallvegum, sár- um, húð, beinum og svo fram- vegis. Augljóst má vera hvert vandamálið verður ef lyfin virka ekki lengur á algengustu tilfall- andi sýkingar.“ Mengar þúsund sinnum meira Sjávarútvegs- og landbún- aðarráðherra hefur á Alþingi lagt fram frumvarp til laga sem heim- ila myndi frjálsan innflutning á fersku ófrosnu kjöti og ýmsu ný- meti. Yrði slíkt að uppfylltum ýmsum skilyrðum um heilnæmi og öruggan uppruna. Þessar ráða- gerðir eru umdeildar og sjón- armið um aukna sjúkdómahættu vega þungt. Þegar er hrátt kjöt flutt til landsins í stórum stíl sem frystivara og það segir Vilhjálmur Ari veita ákveðna vörn fyrir miklu smiti flórubaktería í flutningi og verslunum. En á fyrri stigum, þegar dýri er slátrað, mengast kjötið í flestum tilvikum af flóru dýrsins úr görn. Í sumum tilvikum einnig úr öndunarvegi þess og af yfirborði skrokks. „Frostið heftir vöxtinn og hindrar leka úr kjötinu í umhverfi og í aðrar vörur. Ég hef sagt að ófrosið kjöt geti smitað þúsund sinnum meira en frosið. Ef mark- mið er að hindra smit flórubakt- ería, sem að stórum hluta eru sýklalyfjaónæmar, ættum við að flytja kjötið frosið alla leið til neytandans.Þannig eru minni lík- ur á að kjötið smiti í kringum sig. Slíkt gerist auðveldlega við snert- ingu og hugsanlega lekar umbúð- ir: smit úr vökva af kjöti sem seytlað getur í nærliggjandi um- hverfi og vörur. Þess vegna í inn- kaupapokann og loks með fingr- unum ofan í okkur,“ segir Vilhjálmur Megum ekki taka áhættu Undanfarið hafa þau sjónar- mið komið fram, til dæmis frá dýralæknum, að öllu sé óhætt; svo öflugt sé matvælaeftirlit í Evrópu, hvaðan kjötið kemur til Íslands. Um þetta sjónarmið segir Vil- hjálmur að eftirlitið nái fyrst og fremst til matareitrunarsýkla eins og kamfýlóbakters og salmonellu. Kjöt og kjúklingar geti í allt að helmingi tilvika verið smitað af sýklalyfjaónæmum flórubakt- eríum; það er í öðrum hverjum kjötbita eða kjúklingi. Í sumum löndum þykir slíkt ekki tiltöku- mál. Dæmi séu um svona ástand í nágrannalöndum okkar, svo sem í Svíþjóð og Danmörku. Almennt sé raunin þessi, viðloðandi í flestum löndum og fari vandinn vaxandi, að sögn Vilhjálms. „Sýklalyfjaónæmi skapast fyrst og fremst af dreifingu ónæmra stofna sem hafa orðið til löngu áður með stökkbreyttum af- brigðum og jafnvel genflutningi milli tegunda og stofna sýklinga sem sýklalyf vinna ekki á. Raun- veruleikinn er allt annar á Íslandi, að við tölum ekki um landbún- aðinn þar sýklalyfjanotkun er mjög lítil og minni en hjá flestum öðrum þjóðum.Við megum því ekki taka áhættuna; að flytja inn ferskt ófrosið kjöt með allri þeirri sýklalyfjaónæmu flóru sem þá kæmi nánast á færibandi. Það er álíka viturleg ákvörðun að heim- ila innflutning á hráu ófrosnu kjöti og að segja handþvott á spít- ölum óþarfan sem og aðrar skyn- samlegar smitvarnir,“ segir Vil- hjálmur og bætir við: „Lýsa má vaxandi ónæmi fyr- ir sýklalyfjum sem einni mestu og ógnvænlegustu heilbrigðisvá 21. aldarinnar. Alvarlegar sýkingar sem hefur mátt meðhöndla og lækna með kraftaverkalyfjum 20. aldar verða aftur algengar og lífs- hættulegar. Pólitíkin í dag virðist stefna í þá átt að frjáls innflutn- ingur meðal annars á hráu ófrosnu kjöti verði heimilaður sem gengur gegn þeim meg- inmarkmiðum Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunarinnar WHO að hefta með öllum skynsamlegum ráðum útbreiðslu sýklalyfja- ónæmis.“ Aukin hætta á sýklalyfjaónæmi með innflutningi á fersku kjöti Morgunblaðið/Sigurður Bogi Læknir Fyrirhugaðar mótstöðuaðgerðir ná ekki til ónæmra sýkla nema að litlu leyti, segir Vilhjálmur Ari. Ógnvænleg heilbrigðisvá  Vilhjálmur Ari Arason fædd- ist árið 1956 og ólst upp í Reykjavík. Heimilislæknir frá læknadeild HÍ 1991, en starfar nú á slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá 2006 og klínískur dósent við Heilsu- gæslu höfuðborgarsvæðisins 2009-2015. Situr í Sóttvarnaráði sem fulltrúi Læknafélags Íslands, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013. Hver er hann? Í Morgunblaðinu á laugardag mátti sjá auglýsingu frá embætti land- læknis sem óskaði eftir því að taka á leigu skrifstofuhúsnæði á höfuðborg- arsvæðinu til tíu ára, fullbúið til notkunar. Í fréttum RÚV í gærkvöld var svo greint frá því að embættið þyrfti að flytja vegna myglu í núver- andi húsakynnum, sem eru í gömlu heilsuverndarstöðinni við Baróns- stíg. Ágreiningur er milli landlæknis- embættisins og eiganda hússins um orsakir myglunnar. Óháður mats- maður skilaði áliti sínu í síðustu viku, en áður hafði álit tveggja matsaðila stangast á. Þeir höfðu rannsakað húsnæðið fyrir hönd eiganda hússins annars vegar og embættis landlækn- is hins vegar. Eigandi hússins hefur sakað landlæknisembættið um van- rækslu sem leitt hafi til myglu og skemmda í húsnæðinu. Því hafnar landlæknir. Þriðjungur starfsmanna land- læknisembættisins hefur fundið fyr- ir áhrifum myglu í húsnæðinu að Barónsstíg. Embættið hefur verið þar til húsa í átta ár. Ekki náðist í Ölmu D. Möller, landlækni, við vinnslu fréttarinnar í gærkvöldi og þá sagðist Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, ekki ætla að tjá sig um málið að svo stöddu. jbe@mbl.is Landlæknir flýr myglu  Ágreiningur milli eiganda og embættisins um orsakirnar Morgunblaðið/Brynjar Gauti Mygla Hús embættis landlæknis. Andri Yrkill Valsson yrkill@mbl.is Áætlað er að rafræn atkvæða- greiðsla Starfsgreinasambandsins og aðildarfélaga þess um nýjan kjarasamning, svokallaðan lífskjara- samning, hefjist í lok vikunnar. End- anleg útfærsla er ekki ljós en verður að öllum líkindum ákveðin í dag. Fram að atkvæðagreiðslu munu fé- lögin halda kynningarfundi um allt land. Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir að ekki verði um sameiginlega at- kvæðagreiðslu allra aðildarfélaga að ræða. Greidd séu atkvæði í hverju félagi fyrir sig og niðurstöður kynnt- ar í hverju félagi, en unnið sé í sam- einingu að undirbúningi og útfærslu atkvæðagreiðslunnar sem er nokkuð umfangsmikil vinna. Björn segist reikna með að atkvæðagreiðslan hefjist klukkan 13, föstudaginn 12. apríl, og standi yfir til klukkan 16 þriðjudaginn 23. apríl. Viðar Þorsteinsson, framkvæmda- stjóri Eflingar, segir að félagið muni vinna þétt með Starfsgreinasam- bandinu varðandi útfærslu atkvæða- greiðslunnar. Félagið hefur boðað þrjá kynningarfundi um samninginn í vikunni á þremur tungumálum; ís- lensku, ensku og pólsku. „Það er mikilvægt að þessi gögn séu þýdd og við höfum rutt brautina í verkalýðshreyfingunni um að þýða allt á ensku og pólsku. Við leggjum áherslu á það,“ segir Viðar, en auk þess sem samningurinn verður kynntur fram að atkvæðagreiðslu verður ýmiskonar kynningarefni framleitt fyrir félagsmenn. Ekki öll félög í samfloti Ekki eru þó öll félög sem verða í samfloti varðandi atkvæðagreiðsl- una. Ragnar Þór Ingólfsson, formað- ur VR, segir að atkvæðagreiðsla fé- lagsins og Landssambands verlsunarmanna muni líklega hefjast aðeins fyrr, eða á fimmtudag. Út- færsluatriði verði ákveðin í dag. „Ég á von á því að niðurstöðurnar verði kynntar á svipuðum tíma, þó dagsetning atkvæðagreiðslu verði ekki sú sama hjá félögunum,“ segir Ragnar við Morgunblaðið. Samning- urinn verður kynntur formönnum deilda verslunarmannafélaganna klukkan 11 í dag og þá mun VR kynna samninginn á almennum kynningarfundi félagsins í kvöld. „Við skynjum almenna ánægju og að sama skapi ákveðinn létti að samningar hafi náðst. Það mun örugglega taka tíma fyrir fólk að átta sig á umfanginu og hvað er í húfi í samningunum,“ segir Ragnar Þór. Samningur í dóm félaga  Atkvæðagreiðslur hefjast í vikunni Morgunblaðið/Hari Atkvæðagreiðsla Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, við undirskrift kjarsamningsins. Lífskjarasamningur » Undirritaður á miðvikudags- kvöld af tæplega 30 stéttar- félögum eftir langar viðræður við Samtök atvinnulífsins. » Fer nú í dóm félagsmanna í rafrænni atkvæðagreiðslu sem skal vera lokið 24. apríl. » Atkvæðagreiðslan ekki sameiginleg og niðurstöður verða kynntar í hverju félagi fyrir sig.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.