Morgunblaðið - 08.04.2019, Page 7
FRÉTTIR 7Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. APRÍL 2019
Borgartún 29 · 105 Reykjavík · Sími 510 7400 · www.sl.is
Ársfundur 2019
1. Fundur settur
2. Skýrsla stjórnar
3. Gerð grein fyrir ársreikningi
4. Tryggingafræðileg úttekt
5. Fjárfestingarstefna sjóðsins kynnt
6. Önnur mál
Ársfundur SL lífeyrissjóðs verður haldinn mánudaginn 8. apríl 2019 kl. 16.30,
að Grand Hótel Reykjavík, Sigtúni 38, Reykjavík.
Allir sjóðfélagar, jafnt greiðandi sem lífeyrisþegar, eiga rétt til fundarsetu á ársfundinum.
Sjóðfélagar eru hvattir til að mæta á fundinn.
DAGSKRÁ
Reykjavík 19. 03. 2019
Stjórn SL lífeyrissjóðs
Framkvæmdir eru hafnar við
byggingu þjóðgarðsmiðstöðvar á
Hellissandi. Þar verða sýningar,
skrifstofur og önnur aðstaða Þjóð-
garðsins Snæfellsjökuls og er þess
vænst að húsið, sem verður 720
fermetrar að flatarmáli, sé komið í
gagnið eftir tvö til þrjú ár, að
sögn Jóns Björnssonar þjóðgarðs-
varðar. Grunnur og plata að hús-
inu eiga að vera tilbúin í júní
næstkomandi og þá verður byrjað
að reisa sjálft húsið og burðarvirki
þess. Þá er fólk búið að setja fram
drög að sýningunni í gestastof-
unni, hvar verður meðal annars
sagt frá þeim sögnum og kynngi-
kröftum sem á svæðinu eru.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
umhverfisráðherra var á svæðinu
fyrir helgi og kynnti sér aðstæður.
Þar var einnig Sigrún Magnús-
dóttir, fyrrverandi umhverfis-
ráðherra, en í embættistíð sinni
fyrir nokkrum árum tók hún
fyrstu skóflustunguna að mann-
virki þessu. Kostnaðaráætlun
vegna byggingar þjóðgarðs-
miðstöðvarinnar hljóðar upp á 582
milljónir króna
Við þetta er því að bæta að á
dögunum var alls 230 milljónum
króna úthlutað til ýmissa verkefna
í þjóðgarðinum, sem unnin verða á
næstu þremur árum. Má þar
nefna gerð útsýnispalla, salernis-
aðstöðu, bílastæða og göngustíga
– við Arnarstapa, Malarrif, Djúpa-
lónssand og á Öndverðarnesi en
fjöldi ferðamanna kemur á þessa
staði og er aðsóknin alltaf að
aukast. sbs@mbl.is
Ljósmynd/Jón Björnsson
Upphaf Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra við skurðgröfu
þegar framkvæmdir við þjóðgarðsmiðstöð á Hellissandi hófust fyrir helgi.
Framkvæmdir í þjóðgarði
Gestastofa og göngustígar Fjölsóttir ferðamannastaðir
Þrjár milljónir kostar á dag að hafa
frítt í Strætó, að sögn Guðmundar
Heiðars Helgasonar, upplýsingafull-
trúa Strætó, en í dag munu íbúar á
höfuðborgarsvæðinu geta nýtt sér
frían dagsmiða í Strætóappinu
vegna vísbendinga um svifryks-
mengun. Ákvörðunin er tekin ein-
hliða af Strætó, en ekki hefur verið
mótaður ferill eða skipulag þannig
að ávallt verði frítt í Strætó þegar
ógn stendur af svifryki í borginni.
Spurður hvort Strætó búist við
mikilli fjölgun farþega í dag kveðst
Guðmundur vonast til fjölgunar.
„Við verðum með einhverja í flot-
anum á bakvakt. Ef það verður mik-
ið álag á ákveðnum leiðum getum við
þá sent aukabíla. Það hefur oft
reynst vel. Við erum að gera þetta í
fyrsta sinn og vitum í raun ekki
hverju búast má við,“ segir hann.
Verða að nota Strætóappið
Borið hefur á gagnrýni vegna þess
fyrirkomulags Strætó að þeir sem
vilji taka strætó frítt á gráum dögum
þurfi að ná í Strætóappið og virkja
inni í því frímiða sem gildir út dag-
inn. „Fólk hefur spurt hvort það sé
ekki einfaldara að hafa bara frítt fyr-
ir alla. Ástæðan fyrir því að við ger-
um þetta svona er að við viljum geta
mælt það vel hve margir nýta sér
þetta og virkja þá miðann. Síðan vilj-
um við líka gefa fleirum færi á því að
prófa appið og vita hvernig það virk-
ar. Það er hugsunin,“ segir hann.
Spurður hver kostnaðurinn við að
hafa frítt í strætó í heilan dag sé,
segir Guðmundur að miðað við
venjulegan dag yrði kostnaðurinn
u.þ.b. þrjár milljónir króna. „Ég veit
ekki hver endanlegur kostnaður af
þessu verður á morgun, það fer eftir
því hve margir munu nota þennan
miða í staðinn fyrir hefðbundin far-
gjöld í rauninni,“ segir Guðmundur.
Ákvörðunin um að hafa frítt í
strætó er tekin af Strætó, en ekki af
þeim sveitarfélögum sem eru eig-
endur félagsins. Ekki liggur fyrir
ferill eða skipulag þannig að ávallt
verði frítt í strætó á svonefndum
„gráum dögum“. jbe@mbl.is
Morgunblaðið/Júlíus
Svifryk Þegar ekki er sópað í borg-
inni eykst mengun og er því spáð.
Hver dag-
ur kostar
3 milljónir
Strætó verður án
endurgjalds í dag