Morgunblaðið - 08.04.2019, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.04.2019, Blaðsíða 12
Fjölbreytni Börnin velta hér fyrir sér mismunandi húðlit jarðarbúa með því að mála hendur sínar. Gaman saman Börnin gróðursetja hér og að vinna með jafnrétti. Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Þetta hefur heppnast rosa-lega vel enda eru börnmjög áhugasöm um um-hverfi sitt og þau eru fljót að tileinka sér nýjungar og annan hugsunarhátt. Börnin hér í leikskólanum eru opin og virk og með Jarðarorminum hafa þau kennt foreldrum sínum nýjar að- ferðir og nýja hugsun. Það er mik- ilvægt að kenna börnum sem allra fyrst að ganga vel um landið og hvað þau geti gert til að vernda auðlindir jarðar. Á leikskólastig- inu hefur áhersla á sjálfbærni- menntun stöðugt farið vaxandi og aukin vitund er um að því fyrr sem börn fá fræðslu því meiri lík- ur eru á að þau tileinki sér ákveð- in gildi sem fullorðnir ein- staklingar,“ segir Björg Helga Geirsdóttir leikskólastjóri á Lundabóli í Garðabæ, en leikskól- inn vinnur að alþjóðlegu verkefni, Jarðarorminum, Earthworm: One Earth, One World; The Meta- morphosis of Sustainability Education in the Early Childhood Education and Care. Ásamt Ís- landi tóku þrjú önnur lönd þátt í verkefninu, Spánn, Litháen og Rúmenía. „Hún Maricris Castillo de Luna, er prímus mótor í þessu, en hún er grunnskólakennari og starfar hjá okkur við kennslu elstu barnanna. Þetta á allt upphaf sitt í því að Maricris fór í meistaranám í Háskóla Íslands fyrir fjórum ár- um og þar valdi hún að taka fyrir sjálfbærni. Hún fræddi okkur samkennara sína heilmikið um hlýnun jarðar og fleira sem ekki var komið svo mikið í umræðuna þá. Hún sá að við yrðum að kenna börnunum hugmyndafræði sjálf- bærni og hún fór því fljótlega að gera ýmis verkefni með börn- unum. Hún bjó til dæmis til lítinn sjó í stórum bala, lét börnin setja ýmislegt í sjóinn til að sjá með eigin augum hvað gerist. Þau sáu að mold sökk til dæmis til botns og vatnið varð þá aftur hreint, en olía settist ofan á sjóinn og hana var erfitt að hreinsa. Plast flaut líka ofan á og eyddist ekki í sjón- um,“ segir Björg og bætir við að í framhaldinu af allri þessari vakn- ingu hafi Lundaborg sótt um og fengið styrk fyrir jarðarorms- verkefninu hjá þróunarsjóði leik- skóla Garðabæjar. „Við fengum líka Erasmus- ferðastyrk en með þessu verkefni er áhersla á að kenna leik- skólakennurum, fræða þá um sjálfbærni svo þeir geti komið þessu inni í kennsluna hjá sér.“ Fótgangandi í búðina til að kaupa íslenskt grænmeti En hver er þessu jarðar- ormur? „Hann er heimatilbúinn orm- ur sem ferðast á milli heimila leikskólabarnanna í Garðabæ ásamt bók með fróðleik um hvern- ig fjölskyldur geti tekið þátt með því að fara í einfaldar sjálf- bærniaðgerðir á heimilinu. Við bjuggum til stóran orm úr af- gangssokkum, því flestir eiga jú helling af stökum sokkum. Krökk- unum fannst þetta mjög gaman og þau kölluðu þá táfýlusokka sem þau og við starfsfólkið lögðum til í orminn. Á því heimili sem orm- urinn er staddur hverju sinni á heimilisfólkið að gera eitthvað saman sem er innlegg í sjálf- bærni. Leikskólabarnið er þá í raun að fræða foreldra sína, til dæmis stakk eitt barnið upp á því við foreldra sína að þau færu fót- gangandi saman út í búð að kaupa íslenska tómata. Þannig læra börnin að allt sem við gerum í rétta átt skiptir máli. Bók fylgir með jarðarorminum þar sem fólk skráir hvað það gerir, hvort sem það tekur strætó frekar en að ferðast á einkabílnum á milli staða, kaupir íslensk jarðarber en ekki þau sem flutt eru hingað yfir hálfan heiminn, og fleira hvetjandi Gulla kokkur Fer hér yfir ruslaflokkunarmál með börnunum. Jarðarormur Barn afhendir næsta barni orminn góða. Kennari les upp fyrir börnin hvað jarmur gerði heima hjá drengnum. Jarðarormur flakkar milli heimila Krakkarnir í leikskól- anum Lundabóli í Garðabæ hafa lært mikið um umhverfismálin, enda er framtíðin þeirra. Því fyrr sem börn fá fræðslu því meiri líkur eru á að þau tileinki sér ákveðin gildi sem full- orðnir einstaklingar. Þau bjuggu til orm úr göml- um táfýlusokkum. Útikennsla Hér læra börnin á Lundabóli um gróður jarðar, en þeim finnst virkilega gamana að læra um móður jörð þegar þau eru út í náttúrunni. Samstarf við önnur lönd Maricris og Björg í Rúmeníu með viðurkenn- ingu fyrir Íslandskynningu sína. 12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. APRÍL 2019 Stangarhyl 1 | 110 Reykjavík | Sími 570 8600 Smyril Line Seyðisfjörður 470 2808 | info@smyril-line.is | www.smyrilline.is Heimsæktu Færeyjar eða Danmörku með Norrænu Bókaðu núna og tryggðu þér pláss Innifalið: Sigling með Norrænu fram og til baka, flutningur á bíl og gisting í 2m klefa án glugga. Verð miðast gengi DKK 2. apríl 2019 og getur breyst. DANMÖRK FÆREYJAR Lágannatímabil verð á mann ISK 58.000 Miðannartímabil verð á mann ISK 77.000 Háannatímabil verð á mann ISK 150.000 Lágannatímabil verð á mann ISK37.250 Miðannartímabil verð á mann ISK57.900 Háannatímabil verð á mann ISK88.800

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.