Morgunblaðið - 08.04.2019, Page 13

Morgunblaðið - 08.04.2019, Page 13
Úti í skógi Náttúruskoðun barnanna og varðeldur. Þau búa svo vel að hafa lítinn skóg við leikskólann Lundaból sem gaman er að fara í og læra um. fyrir næstu foreldra sem fá orm- inn og bókina heim til sín.“ Börnin skrifuðu bæjarstjór- anum bréf vegna rúðunnar Björg segir að þar sem fram- tíðin sé í höndum leikskólabarna þá sé áríðandi að gera þau með- vituð nógu fljótt um að jarðarbúar þurfa að breyta sínum lífsháttum. „Þau fræðast líka í útikennslu um plönturnar og lífríkið. Þau fengu gefins plöntur sem þau gróðursettu og tóku ábyrgð á að vökva og halda þeim á lífi. Þau lærðu að flokka rusl og endurnýta, en við höfum lagt áherslu á að gera við og laga leikföngin í leik- skólanum, í stað þess að henda og kaupa ný. Við fræddum þau líka um sameignir okkar í samfélaginu, hvernig við berum ábyrgð á þeim. Krakkarnir höfðu til dæmis miklar áhyggjur af því þegar við fórum í strætó að þá var oftar en einu sinni búið að brjóta rúðu í strætó- skýli sem við þurftum að bíða í. Þau veltu fyrir sér hverjir gerðu svonalagað, skemmdu hluti sem áttu að skýla okkur fyrir vindi og regni. Þau skrifuðu bæjarstjór- anum bréf um þetta, létu sig málið varða. Við fórum í leik með þeim til að kenna þeim hvernig allir leggja í púkk svo hægt sé að kaupa sameiginlega hluti í bæjar- samfélaginu okkar. Við bjuggum til peninga og settum þau í hlut- verk: Foreldrar fara í vinnuna og fá pening að launum. Einn pen- ingur fer í að kaupa mat, annar fer í að fara í sund, en sá þriðji fer í stóra verkið, sem heitir Garðabær. Allir setja þennan þriðja pening í stóru budduna og þannig verður til sjóður. Og fyrir þann pening eru keyptir ljósa- staurar, byggðir leikskólar, bekk- ir, ruslatunnur og strætóskýli. Við eigum þetta því öll saman, mömmur, pabbar og börnin sem búa í Garðabæ. Þetta virkaði mjög vel og þau lærðu að ganga vel um leikskólann sinn, bæinn og heim- ilið sitt. Ég skal hundur heita ef þessir krakkar kveikja í bekkjum eða sprengja ruslatunnur í fram- tíðinni,“ segir Björg og hlær. Misjafn húðlitur jarðarbúa Björg segir að verkefnið hafi einnig snúist um að kenna börn- unum um fjölbreytileika mann- fólksins á jörðinni sem við byggj- um saman. „Við fræddum þau um að þó svo að börnin í Garðabæ séu flest ljós á hörund og búi í steyptum húsum, þá sé það ekki allsstaðar þannig. Sumstaðar á jörðinni eru börnin dökk á hörund og búa ekki í steinhúsum. En þó margt geti verið ólíkt þá kenndum við börn- unum að horfa frekar til þess sem er líkt með öllum börnum jarðar. Þau verða til dæmis öll glöð á sama hátt og flest hræðast þau sömu hluti, öll gráta þau eins og hlæja, og flestum krökkum þykir ís góður.“ Björg segir að ekki sé nóg að fræða leikskólabörn og kveikja hjá þeim meðvitund um samfélagslega ábyrgð, hvort sem hún snýr að bæjarfélaginu eða umhverfis- málum á heimsvísu, heldur þurfi þetta að halda áfram á næsta skólastigi, grunnskólanum. „Í grunnskólanum þarf að bæta við enn meiri þekkingu um þessi mál, sjálfbærni og umhverf- isvernd. Um næstu áramót eða haustið 2020, þegar Maricris kem- ur úr námsleyfi, ætlum við að fylgja þessum hóp eftir í grunn- skólanum, halda áfram með þessa vinnu í samstarfi við grunnskól- ann. Hér í leikskólanum erum við til dæmis með Svanga Manga, fötu sem gleypir alla matarafganga, og börnin sjá um að fara með hann út og tæma. Þegar krökkunum var boðið í hádegismat í grunnskól- anum voru þau alveg gáttuð á því að þar var enginn Svangi Mangi, heldur fór maturinn saman við hitt ruslið,“ segir Björg og hlær. „Þau eiga eftir að kenna mörgum, þessir krakkar, það er ég viss um. Þau eru virkir þátt- takendur, sérstaklega elstu börnin í leikskólanum.“ DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. APRÍL 2019 Ég verð að geta unnið og lifað. Laus við verki. Fyrir góða líðan nota ég Gold, Active og gelið. Erna Geirlaug Árnadóttir – innanhússarkitekt Á morgun, þriðjudag 9. apríl, verður opn- uð sýningin Þau vilja lifa, í bókasafninu í Spönginni í Reykjavík. Þar má sjá afrakst- ur nemenda Brúarskóla sem hafa unnið þemavinnu í vetur um dýr í útrýmingar- hættu. „Börnin nýttu sköpunarkraftinn og veltu fyrir sér samspili dýraríkisins og okkar sjálfra. Þau uppgötvuðu margar áhugaverðar staðreyndir og fróðleik um fjölbreytileika náttúrunnar. Til að vekja at- hygli á ástandi margra dýra sem eru í út- rýmingarhættu hafa þau sett fram, í myndum og máli, staðreyndir sem varpa ljósi á þá hættu sem við okkur blasir,“ segir í tilkynningu. Sýning á dagskrá barnamenningarhátíðar í Reykjavík Dýrin vilja lifa Ísbjörn Þeir eru í útrýmingarhættu. Eitt af verkum nemenda Brúarskóla.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.