Morgunblaðið - 08.04.2019, Side 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. APRÍL 2019
Smáratorgi 1, 201 Kóp., s. 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is
Verkfæralagerinn
Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17
Kolibri trönur
í miklu úrvali, gæða-
vara á góðu verði
Kolibri penslar
Handgerðir þýskir penslar
í hæsta gæðaflokki
á afar hagstæðu verði
Ennþá meira úrval af
listavörum
WorkPlus
Strigar frá kr. 195
8. apríl 2019
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 118.68 119.24 118.96
Sterlingspund 155.13 155.89 155.51
Kanadadalur 88.72 89.24 88.98
Dönsk króna 17.846 17.95 17.898
Norsk króna 13.793 13.875 13.834
Sænsk króna 12.778 12.852 12.815
Svissn. franki 118.57 119.23 118.9
Japanskt jen 1.0616 1.0678 1.0647
SDR 164.52 165.5 165.01
Evra 133.23 133.97 133.6
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 168.7987
Hrávöruverð
Gull 1288.9 ($/únsa)
Ál 1871.0 ($/tonn) LME
Hráolía 69.13 ($/fatið) Brent
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Stjórnvöld í Kína
hafa ákveðið að freista
þess að örva hagkerfið
með því að lækka bindi-
skyldu banka enn frek-
ar. Standa vonir til að
með þessu takist að
liðka fyrir lánveit-
ingum til smárra og
meðalstórra fyrirtækja,
sem þykja einn mik-
ilvægasti drifkraftur
hagvaxtar í landinu. Reuters greinir frá þessu og
hefur eftir ríkisfréttastofunni Xinhua.
Lækkun bindiskyldu er í samræmi við vænt-
ingar markaðsgreinenda en framboð á lánsfé
dregst iðulega saman í apríl þegar kínversk
fyrirtæki þurfa að standa skil á sköttum af
rekstri fyrsta ársfjórðungs.
Bindiskylda kínverskra banka hefur farið
lækkandi jafnt og þétt og var minnkuð fimm
sinnum á síðasta ári. ai@mbl.is
Aðgerðir Áfram lækk-
ar bindiskyldan.
Kína lækkar bindiskyldu
STUTT
Þótti mörgum handtakan, og
gæsluvarðhald Ghosns í 108 daga,
ekki í samræmi við alvarleika brot-
anna, og bendir núna margt til að
um nokkurs konar brellu hafi verið
að ræða svo að meiri tími gæfist til
að rannsaka enn alvarlegri brot.
Grunsamleg flétta
Bloomberg segir saksóknara
hafa nýtt tímann til að rýna í
flókna peningafléttu sem teygir
anga sína til Ómans, Sádi-Arabíu
og Líbanons. Ku Ghosn hafa látið
Nissan senda jafnvirði u.þ.b. 15
milljóna dala til samstarfsfyrir-
tækja bílaframleiðandans í Mið-
Austurlöndum á tímabilinu 2015-
2018 og stungið um fimm millj-
ónum þar af í eigin vasa.
Á Ghosn að hafa látið senda
aðra eins upphæð til Mið-Austur-
landa árin þrjú þar á undan.
Ghosn neitar áfram allri sök og
kveðst ekki ætla að láta buga sig.
Skömmu áður en hann var hand-
tekinn að nýju hafði Ghosn sent
frá sér tíst þar sem hann boðaði til
blaðamannafundar 11. apríl og
sagðist ætla að „segja sannleikann
um það sem er að gerast“. Segir
Japan Times að þá hafi þegar ver-
ið orðrómur á kreiki um að sak-
sóknari væri að undirbúa nýja
ákæru.
Boðað hefur verið til hluthafa-
fundar hjá Nissan í dag þar sem
Ghosn verður formlega kosinn úr
stjórn félagsins.
FT greinir frá að Carole Ghosn,
eiginkona Carlosar, hafi flogið frá
Japan til Parísar daginn eftir
handtöku eiginmanns síns, og að
hún hyggist þrýsta á frönsk
stjórnvöld um að beita sér í mál-
inu.
Slóðin liggur til Mið-Austurlanda
AFP
Flækjur Carlos Ghosn (fyrir miðju) og kona hans Carole (t.v.) smokra sér
framhjá fréttamönnum á miðvikudag. Ghosn heldur enn fram sakleysi sínu.
Gruna Carlos Ghosn um að hafa dregið sér a.m.k. fimm milljónir dala í gegnum viðskipti við
samstarfsaðila Nissan Eiginkona hans er komin til Parísar til að biðja stjórnvöld um aðstoð
FRÉTTASKÝRING
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Síðastliðinn fimmtudag, aðeins
nokkrum vikum eftir að hafa verið
sleppt lausum úr gæsluvarðhaldi,
var Carlos Ghosn, fyrrverandi for-
stjóri Renault og Nissan og stjórn-
arformaður Mitsubishi, handtekinn
á ný að beiðni saksóknara í Tókýó.
Eins og greint hefur verið frá
var Ghosn hnepptur í varðhald í
nóvember á síðasta ári vegna ásak-
ana um að hafa ekki greitt skatta
af öllum launum sínum, og að hafa
nýtt fjármuni Nissan til að leysa úr
skuldavanda sem hann lenti í í kjöl-
far alþjóðlegu fjármálakreppunnar.
Stoðtækjaframleiðandinn Össur og hönn-
unarstofan KD hlutu á dögunum vöru-
hönnunarverðlaun Red Dot fyrir gervi-
hnéð Rheo Knee XC. Þýsku Red Dot
verðlaunin hafa verið veitt frá árinu 1991
og eru um 18.000 vörur og verkefni til-
nefnd til verðlauna ár hvert. Meðal ann-
arra sigurvegara í ár má nefna Google,
Pfaff, Lenovo og LG.
Össur hlaut áður Red Dot verðlaun árið
2011 fyrir snjall-stoðtækið Proprio Foot,
og spelkuna Rebound Air Walker.
Að því er segir í tilkynningu frá Össuri
notar Rheo Knee XC skynjara til að
greina stöðu og stellingu notandans og
nýtir rafsegulkraft til að auka eða draga
úr viðnámi í hreyfingu. Er vélbúnaðurinn
hýstur í stílhreinni skel sem er slitsterk og
ver innvolsið gegn veðri og vindum.
Eru þetta ekki fyrstu hönnunarverð-
launin sem Rheo Knee XC hlýtur því í jan-
úar hlaut gervihnéð iF hönnunarverðlaun-
in í flokki heilsu- og lyfjavöru. ai@mbl.is
Viðurkenning Rheo Knee XC gervihnéð frá Össuri hefur
vakið athygli fyrir úthugsaða og vel heppnaða hönnun.
Össur hlýtur hönnunarverðlaun
Ítalska bílaveldið Fiat Chrysler
Automobiles, FCA, hefur komist
að samkomulagi við bandaríska
rafbílaframleiðandann Tesla um að
fá að telja Tesla-bifreiðar sem
hluta af framleiðslu FCA. Er þetta
gert til að fullnægja reglum ESB
sem kveða á um að framleiðendur
sæti sektum ef meðal-útblásturs-
gildi bifreiðanna sem þeir smíða
fer yfir tiltekið viðmið.
Reuters greinir frá þessu og
segir að FCA greiði Tesla hundruð
milljóna evra fyrir samninginn en
ekki hefur fengist uppgefið ná-
kvæmlega hversu há upphæð mun
skipta um hendur. Í tilkynningu
frá FCA segir að það að sameina
framleiðslutölur fyrirtækjanna
skapi félaginu meiri sveigjanleika
og sé hagkvæm leið til að full-
nægja útblásturskröfum.
Að sögn FT gerðu reglur ESB
þá kröfu til framleiðenda árið 2018
að bifreiðar þeirra losuðu að jafn-
aði ekki meira en 120,5 grömm af
koltvísýringi á hvern ekinn kíló-
metra en árið 2020 lækkar við-
miðið niður í 95 g/km. Samkvæmt
úttekt UBS var meðallosun bif-
reiða FCA 123 g/km á síðasta ári.
Stefndi í að FCA yrði 6,7 grömm-
um yfir viðmiðum ESB, og hefði
fyrirtækið getað vænst þess að
þurfa að greiða meira en 2 millj-
arða evra í sektir af þeim sökum.
Reglur Evrópusambandsins
leyfa bifreiðaframleiðendum að
flytja útblásturstölur á milli teg-
unda og nýtur t.d Volkswagen-
samsteypan góðs af að láta meðal-
útblástur VW og Skoda-bifreiða
vega upp á móti meðal-útblæstri
ökutækja frá Porsche og Audi.
ai@mbl.is
Fiat telur bíla
Tesla með sínum
Flytja útblástursmeðaltal á milli fram-
leiðenda til að sleppa við sektir ESB
AFP
Lausn Með samningnum við Tesla
sparar FCA sér háar sektir.