Morgunblaðið - 08.04.2019, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 08.04.2019, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. APRÍL 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Fyrir helgivoru kynnt-ar tillögur í húsnæðismálum í tengslum við ný- gerða kjarasamn- inga. Verkalýðshreyfingin hefur lagt mikla áherslu á að ráðist sé í úrbætur í húsnæðismálum enda eigi þeir sem lægri hafa launin, þar með talinn verulegur hluti ungs fólks, erfitt með að koma sér þaki yfir höfuðið, hvort sem er á leigumarkaði eða að eignast eigið húsnæði. Hér á landi hefur í gegnum tíðina verið lögð áhersla á að fólk geti eignast eigið húsnæði enda vilja flestir landsmenn búa í eigin húsnæði. Í skýrslu starfs- hóps sem Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra skipaði í desember sl. til að vinna að þeim tillögum sem nú liggja fyrir, má til að mynda lesa að 86% þeirra sem eru á leigu- markaði myndu vilja búa í eigin húsnæði. Aðeins 8% vilja frekar vera á leigumarkaði. Það er þess vegna augljóst að aðgerðir til að auðvelda fólki að koma sér þaki yfir höfuðið hljóta fyrst og fremst að miðast við að auð- velda fólki að eignast eigið hús- næði. Og helsti kosturinn við til- lögur starfshóps félagsmála- ráðherra er einmitt sú áhersla sem lögð er á að auðvelda fólki að eignast eigið húsnæði, þó að aðrar aðgerðir séu það einnig nefndar. Félagsmálaráðherra segir í sambandi við Morgunblaðið að unnið verði að útfærslu tveggja af þeim fjórtán tillögum sem starfshópurinn hafi sett fram og hinar verði áfram til umræðu. Þessar tvær tillögur séu að taka upp svokölluðu eiginfjárlán fyr- ir þá sem skortir fé til útborg- unar, en athuganir á fast- eignamarkaðnum og aukin aðstoð aðstandenda við fyrstu kaupendur á liðnum árum, benda til að æ erfiðara hafi orðið fyrir fólk, einkum fyrstu kaup- endur, að standast kröfur um útborgun. Hin tillagan sem ráð- herrann hyggst láta vinna að felur í sér aukið svigrúm fyrir fólk til að nýta skattfrjálsan líf- eyrissparnað til húsnæðis- kaupa. Á síðasta rúma áratug hefur sú þróun orðið, þvert á vilja al- mennings, að hlutfallsleg fjölg- un hefur orðið á leigumarkaði og þar með samsvarandi fækk- un fólks sem býr í eigin hús- næði. Þetta á einkum við um þá sem eru með lægri tekjur, en keppikefli ætti að vera að allir landsmenn, einnig þeir sem lægri tekjur hafa, geti notið þess öryggis og lífsgæða sem felst í því að búa í eigin húsnæði. Í þessu sambandi er ástæða til að nefna að ein þeirra tillagna sem fram hafa komið í tengslum við nýgerða kjarasamninga, að heimila ekki lengri verðtryggð lán en til 25 ára, vinnur vita- skuld gegn því markmiði að auð- velda ungu fólki og tekjulágum að eign- ast eigið húsnæði. Sú tillaga er þess vegna ekki heppileg og æski- legra væri að leyfa fólki áfram að eiga val um lánstíma og láns- form, til dæmis hvort lánið er verðtryggt eða óverðtryggt. Þá þarf að hafa í huga þegar slíkar aðgerðir eru ræddar að jafnan er hætta á þegar gripið er til aðgerða á eftirspurn- arhliðinni eins og hagfræðingar kalla það, það er að segja þegar stutt er við kaupendur, að af- leiðingarnar verði hækkun á húsnæðisverði. Þetta er nokkuð sem reyna þarf að koma í veg fyrir, en er óhjákvæmilegt að einhverju leyti. Eitt af því sem unnið getur gegn slíkum áhrifum eru að- gerðir á hinni hliðinni, það er að segja á framboðshliðinni. Og raunar er það svo að almennt er æskilegra að grípa til aðgerða á þeirri hlið, í það minnsta sam- hliða aðgerðum á eftirspurn- arhliðinni. Skilningur hefur komið fram á þessu í tengslum við þær tillögur sem kynntar hafa verið til úrbóta í húsnæðis- málum á síðustu dögum og er það afar jákvætt. Í því sambandi er nauðsyn- legt að hafa í huga að vandinn sem nú er verið að takast á við á að verulegu leyti rætur að rekja til rangrar stefnu í skipulags- málum á höfuðborgarsvæðinu. Við þessu hefur ítrekað verið varað en borgaryfirvöld hafa í engu sinnt slíkum aðvörunar- orðum. Afleiðingin hefur orðið sú að borgaryfirvöld hafa keyrt áfram af mikilli hörku stefnu sína um þéttingu byggðar og reynt að koma í veg fyrir upp- byggingu á óbyggðu landi fjær miðborginni. Þeir sem byggja hafa þess vegna lagt áherslu á dýrari íbúðir á dýrari svæðum með tilheyrandi skorti á ódýrari íbúðum á ódýrari svæðum. Vandinn er þess vegna ekki svokallaður markaðsbrestur, heldur miklu frekar eitthvað sem kallast mætti borgar- brestur. Og að hluta til rík- isbrestur vegna óþarflega íþyngjandi reglna um bygg- ingar. Ekkert bendir til að borgar- yfirvöld séu reiðubúin til að víkja frá einstrengingslegri stefnu sinni og taka upp aðra sem styður við möguleika ungs fólks og tekjulágra til að koma sér þaki yfir höfuðið og eignast eigið húsnæði. Þetta er verulegt vandamál, en mikilvægt er að ríkisvaldið skuli við þessar að- stæður hafa vilja til að grípa til aðgerða sem vonandi verða til að bæta ástandið þar til for- sendur breytast í Reykjavík og eðlileg skilyrði geta skapast á framboðshliðinni á húsnæðis- markaði. Ríkið þarf að grípa til aðgerða vegna borgarbrests} Jákvæðar aðgerðir Í fjárlögum þessa árs kemur fram að 840 milljónum verði ráðstafað á árinu til að stytta bið sjúklinga eft- ir mikilvægum aðgerðum. Um er að ræða liðskiptaaðgerðir, auga- steinsaðgerðir, tilteknar kvenlíffæraaðgerð- ir og brennsluaðgerðir vegna gáttatifs. Þetta eru sömu aðgerðaflokkarnir og settir voru í forgang í sérstöku biðlist- aátaki til þriggja ára sem lauk á síðasta ári. Átakið skilaði umtalsverðum árangri og tókst að stytta biðtíma eftir öllum þeim að- gerðum sem um ræðir. Gott aðgengi að heilbrigðisþjónustu er einn af hornsteinum góðs heilbrigðiskerfis. Fyrr á árinu mælti ég fyrir þingsályktun- artillögu um heilbrigðisstefnu til ársins 2030 sem nú er til meðferðar á vettvangi þingsins. Þar er aðgengi að heilbrigðisþjónustu skil- greint sem einn af lykilþáttum við mat á árangri heil- brigðisþjónustunnar. Undirstrikar það mikilvægi þess að halda áfram á sömu braut svo biðtíminn lengist ekki á ný. Sérstaklega er mikilvægt að framkvæma eins margar liðskiptaaðgerðir og kostur er þar sem þörf fyrir slíkar aðgerðir eykst jafnt og þétt. Líkt og undanfarin þrjú ár munu Landspítalinn, Sjúkrahúsið á Akureyri og Heilbrigðisstofnun Vest- urlands taka að sér að framkvæma umtals- vert fleiri aðgerðir en þær myndu gera alla jafna og hafa þær lagt fram áætlanir um ráðstöfun fjármagnsins. Alls munu stofnanirnar þrjár framkvæma um 570 við- bótarliðskiptaaðgerðir sem er fjölgun um tæplega 50 aðgerðir frá því í átakinu í fyrra. Augasteinsaðgerðir verða 1.300 fleiri en ella. Þá verður völdum aðgerðum á grindarbotnslíffærum kvenna fjölgað um tæplega 140 á árinu og að lokum verða framkvæmdar brennsluaðgerðir vegna gáttatifs fyrir svipaða upphæð og varið var til þræðinga og kransæðavíkkana í átaki síðsta árs. Á heildina litið hefur biðlistaátak síðustu ára skilað miklum árangri. Aðgerðum hef- ur fjölgað mikið og biðtími hefur styst þrátt fyrir að enn megi gera betur. Samvinna heilbrigðisstofnana og aukið fjármagn hefur lagt grunninn að þessum góða árangri sem mikilvægt er að byggja á og við- halda til að stuðla að auknu aðgengi og þar með bættri heilbrigðisþjónustu fyrir alla. Svandís Svavarsdóttir Pistill Styttum biðlista Höfundur er heilbrigðisráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Hverra manna er sá eðasú? Spurningin er al-geng og ættfræðin erÍslendingum hugleikin, samanber að gefnar eru út þykkar bækur hvar ættir eru raktar aftur í aldir og tilgreint hverjir tengist hverjum. Eru þá í upptalningu all- ir í ættboganum og gjarnan til- tekið hver starfi fólks sé, búseta og fleira slíkt. Einnig er sagt frá maka og oftar en ekki hans helsta frændgarði. Má í þessu nafni nefna rit eins og Engeyjarætt, Arnar- dalsætt og Longætt. Einnig hafa verið gefin út stéttartöl, svo sem um lögregluþjóna, lækna, rafvirkja og presta með helstu upplýsingum um fólk, þótt ekki sé farið jafn djúpt í ættfræðina þar. Svo má til- taka yfirlitsrit um til dæmis stúd- enta frá Menntaskólanum á Akur- eyri og í sveitum landsins hefur svo tíðkast að gefin séu út byggða- töl; með upplýsingum um ábú- endur á bæjum. En er nú svo kom- ið að ættfræðinni séu settar skorður? Hvað segja persónu- verndarlögin? Nær ekki til menningar og vísinda „Almennt talað ná persónu- verndarlögin ekki til menningar- og vísindastarfs heldur öðru frem- ur þess að upplýsingar um fólk séu ekki notaðar í viðskiptalegum til- gangi eða viðkvæmar persónulegar upplýsingar birtar. Á þessu eru auðvitað ýmsar undantekningar og sjónarmiðin eru mörg,“ segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Per- sónuverndar. „Vissulega getur fólk óskað eftir áliti eða úrskurði Per- sónuverndar um hvort það geti beðist undan skráningu í stéttar- og ættartöl og þá yrðu mál hér yf- irfarin og óskað upplýsinga frá skrásetjurum. Þeir yrðu þá að svara því til á hvaða heimildum í persónuverndarlögum útgáfan er byggð. En svona almennt talað þá breytir ný löggjöf ekki miklu um ættfræði, sem er um margt sér- íslenskt fyrirbæri, því reglur á þessu sviði hafa verið nær óbreytt- ar frá árinu 2000. Ég tek þó fram að álitamál um þetta hafa ekki komið til skoðunar hér eftir gildis- töku nýrra persónuverndarlaga,“ segir Helga. Sinn er siður í landi hverju Gagngrunnurinn Íslendinga- bók þar sem þjóðin öll er ættfærð, verður áfram með sama sniði og verið hefur. „Hverra manna fólk er telst almennt ekki viðkvæmar persónu- legar upplýsingar. Hins vegar þarf að fara að með meiri gát en áður því hvað eru viðkvæmar persónu- legar upplýsingar er skilgreint mjög rúmt í Evrópureglum og þar er enginn greinarmunur gerður á því að sinn er siður í landi hverju,“ segir Friðrik Skúlason, hjá Íslend- ingabók. Hann getur þess að í þeim persónuverndarlögum sem fyrir voru á Íslandi hafi verið sérstakt undanþáguákvæði fyrir ættfræði og æviskrárritun. Þegar Íslend- ingar tóku svo upp evrópsku per- sónuvernarlöggjöfina hafi þetta ákvæði verið fellt út. „Í sumum löndum er virk þátt- taka í starfi verkalýðsfélaga ekki litin neitt sérstaklega jákvæðum augum. Að fólks sé getið á þeim forsendum getur þá jafnvel talist miðlun viðkvæmra persónulegra upplýsinga enda vitnar þessi þátt- taka þá um pólitísk viðhorf. Í fram- tíðinni gæti því jafnvel orkað tví- mælis í ættarskrám eða slíkum bókum að geta þess að Ragnar Þór Ingólfsson og Sólveig Anna Jóns- dóttir hefðu verið formenn í stétt- arfélögum árið 2019,“ segir Friðrik og heldur áfram: Viðkvæmar upplýsingar „Þá má hafa í huga að í kirkju- bókum er oft sagt frá dánarorsök fólks, hvort börnin hafi verið getin utan hjónabands og svo framvegis. Allt slíkt teljast nú vera við- kvæmar upplýsingar og breytir þá engu þótt viðkomandi fólk sé horfið yfir móðuna miklu fyrir öldum. Vissulega er langsótt að einhver fari að gera sér rellu yfir slíku. Þetta segir okkur þó samt að ætt- fræðingar og skrásetjarar þurfa í dag að fara mjög varlega svo þeir lendi ekki á lagalega gráum reit- um.“ Ættfræðingarnir þurfa að fara varlega Morgunblaðið/Rósa Braga Mannfjöldi Að vita deili á náunganum og þekkja ættboga fólks er nánast þjóðaríþrótt á Íslandi og ná persónuverndarlög ekki til þeirra fræða allra. Helga Þórisdóttir Friðrik Skúlason

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.