Morgunblaðið - 08.04.2019, Page 22
22 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. APRÍL 2019
Jafnhliða annasömu starfi er mikilvægt að hreyfa sig reglulega;öðruvísi þrífst ég varla,“ segir Ingveldur Sæmundsdóttir, að-stoðarmaður samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sem er 49
ára í dag. „Ég fer vonandi út að skokka þegar vinnudegi lýkur; reyni
að hlaupa þrisvar til fjórum sinnum í viku og þá samanlagt 45 til 70
kílómetra í viku. Ég reyni líka að fara einu sinni í viku á Esjuna. Mér
finnst þetta nauðsynlegt og þá er mikilvægt að hafa markmið. Svo
kynnist maður mörgu frábæru fólki á hlaupum.“
Ingveldur er frá bænum Bjólu í Rangárþingi ytra. „Foreldrar mínir
ráku stórt bú og ég vandist því sem barn að ganga í öll störf. Tengsl
mín við sveitina eru sterk og þangað fer ég oft,“ segir Ingveldur sem
er viðskiptafræðingur að mennt. Hún vann lengi hjá Pennanum en
sneri sér að pólitíkinni árið 2013. Var fyrst kosningastjóri Framsókn-
arflokksins í Reykjavík fyrir alþingiskosningar það ár en varð seinna
aðstoðarmaður ráðherra.
„Hlutverk aðstoðarmanns er meðal annars að skapa pólitíska teng-
ingu ráðherrans við faglegt starf í ráðuneytinu. Einnig að vera í
tengslum við fólk og fjölmiðla, fylgjast með fréttum, bregðast við
erindum og sjá til þess að allt í daglegu starfi ráðherrans gangi upp.
Þetta er mjög skemmtilegt,“ segir Ingveldur sem er gift Guðmundi
Smára Ólafssyni. Þau eiga tvær dætur, Lilju Björk, 22 ára nema í
skartgripahönnun, og Svanborgu Maríu, 26 ára stjórnamálafræðing
og flugfreyju, sem er í sambúð og á eitt barn.
„Ég býð fólkinu mínu heim í kvöldmat, tilkynnist hér með, og hendi
kannski í eina köku fyrir vinnufélagana. Geng svo að því vísu að eigin-
maðurinn komi mér á óvart,“ segir Ingveldur. sbs@mbl.is
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Rangæingur Vandist því sem barn að ganga í öll störf, segir Ingveldur.
Esjan í hverri viku
Ingveldur Sæmundsdóttir er 49 ára í dag
H
jördís Geirsdóttir
fæddist 8. apríl 1944 í
Byggðarhorni í Flóa.
„Ég ólst upp við al-
menn sveitastörf á
stóru sveitaheimili hjá ástríkum for-
eldrum.“ Hjördís gekk í barna- og
unglingaskóla Selfoss og fór eftir
skólagöngu að vinna verslunarstörf á
Selfossi hjá Kaupfélaginu Höfn og
síðan Kaupfélagi Árnesinga. Hún
lauk námi frá Húsmæðraskóla Suður-
lands á Laugarvatni vorið 1962.
Hún fór 15 ára að syngja með
hljómsveit Gissurar bróður síns,
Tónabræðrum, og söng síðan jafn-
hliða vinnu og námi með annarri
hljómsveit bróður síns, Caroll Quint-
et, og síðan Safírsextett, sem voru
skipaðir ungum mönnum af Suður-
landi. Hún flutti til Reykjavíkur og
vann við verslunarstörf og söng dans-
og dægurlög með ýmsum hljóm-
sveitum, m.a. Hljómsveit Karls Lil-
lendahl, Hljómsveit Jóns Sigurðs-
sonar, stórsveitinni Perlubandinu
undir stjórn Karls Jónatanssonar,
Hljómsveit Harmonikkuunnenda
með ýmsum harmonikkuleikurum og
Rokksveit Ólafs Þórarinssonar
(Labba) á Selfossi. „Ég var í mörg ár
svokölluð „freelance“ söngkona og
söng og stjórnaði síðan eigin hljóm-
sveit í áratug. Ég syng með Stórsveit
Íslands við ýmis tækifæri.“
Hjördís lauk sjúkraliða- og snyrti-
fræðinámi frá Fjölbrautaskólanum í
Breiðholti 1991 og starfaði á ýmsum
deildum Landspítalans í Fossvogi og
á snyrtistofunni Okkar á Hótel Esju.
Hún starfaði jafnhliða sem skemmt-
anastjóri fyrir íslenskar ferðaskrif-
stofur erlendis.
Hjördís hefur gert tvær hljóm-
plötur, sú fyrri er Paradís á jörð, frá
1990. Þar léku undir félagar úr
Mezzoforte ásamt fleirum. Sú seinni
er Hjördís Geirsdóttir ásamt göml-
um og glöðum félögum, frá 2001.
„Þar spiluðu með mér 17 tónlistar-
menn sem höfðu spilað með mér mis-
lengi gegnum ferilinn. Aldurs-
takmarkið var 50 ára og eldri nema
bakraddirnar fengu undanþágu en
þær voru dóttir mín Hera Björk og
Kristjana Stefánsdóttir.“ Hjördís
söng með Árnesingakórnum í
Reykjavík og var formaður hans um
Hjördís Geirsdóttir söngsnyrtiliði – 75 ára
Söngkonur Hjördís ásamt dóttur sinni, Heru Björk, og dóttur Heru Bjarkar, Þórdísi Petru Ólafsdóttur.
Söngfugl úr Flóanum
Söngvin Afmælisbarnið Hjördís.
Akranes Alma Ýr
fæddist 8. ágúst
2018 kl. 20.45 á
Akranesi. Hún var
2.830 g og 47 cm
löng. Foreldrar
hennar eru Hulda
Þórey Halldórs-
dóttir og Ellert
Ingi Ellertsson.
Nýr borgari
Íslendingar Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
Norðlingabraut 8
110 Reykjavík
S: 530-2005
Bíldshöfði 16
110 Reykjavík
S: 530-2002
Tryggvabraut 24
600 Akureyri
S: 461-4800
&530 2000
www.wurth.is
Verkfæri – Festingar – Fatnaður – Persónuhlífar – Efnavara – Bílaperur – Rafmagnsvörur
Léttur dúnjakki
• 90% dúnn/10% fiður, þéttvafið nylon efni
• Einstaklega þægilegir, hlýir og léttir,
ferðapoki fylgir hverjum dúnjakka
• 5 mismunandi litir
• Stærðir: XS - 4XL – henta báðum kynjum
Vnr: 1899 707
Verð: 13.480 kr.