Morgunblaðið - 08.04.2019, Side 26

Morgunblaðið - 08.04.2019, Side 26
26 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. APRÍL 2019 Hljóðlistardúóið Edition# efndi til sýningarinnar Edition#1 A Soft Fall um miðjan mars í 35 metra háum vatnsturni í Brønshøj, úthverfi Kaup- mannahafnar, en sýningin miðar að því að nýta hljóðeiginleika turnsins. Upplifun gesta sem ganga um í gamla vatnsturninum svipar til falls, að sögn hljóð- og tónlistarmannsins Rúnars Magnússonar, en dúóið Edi- tion# samanstendur af honum og tónlistarmanninum Yann Coppier. Um er að ræða opnunarsýningu fyrir hljóðlistarrýmið Urum – Institut for Efterklang sem er til húsa í gamla vatnsturninum í Kaupmannahöfn. Sýningin er nú opin fimmtudaga og föstudaga, frá klukkan eitt til fimm, fram í ágúst en auk þess verður verk- ið gefið út á vínilplötu á sýningar- tímabilinu. Stöðugar endurtekningar „Þetta er svipað og að detta,“ sagði Rúnar, spurður um hvaða tilfinningar kynnu að vakna hjá gestum sem koma til með að ganga um turninn á opnunarsýningunni. Í turninum heyr- ast stöðugar endurtekningar á hljóð- um með smávægilegum breytingum. Rúnar og Yann spila á turninn með því að slá á og skrapa ýmsa fleti og rör inni í hon- um. „Þegar hljóðin eru tekin upp með hljóðnema eru þau í sinni upp- runalegu mynd; þurr, leiðinleg og einföld. En síðan tökum við þau inn í ákveðið ferli og vörpum þeim inn í turninn aftur og þá magnast þau upp á sérstakan hátt. „Þessi turn er makalaus, hljómheimurinn inni í hon- um er stórfurðulegur og magnaður,“ segir Rúnar og lýsir því að bergmálið geti komið í veg fyrir að hægt sé að tala saman inni í turninum, enda býr hann yfir 40 sekúndna endurómun. „Ef ég og Yann stóðum langt hvor frá öðrum í turninum þurftum við að nota síma til að tala saman. Hljóðið leysist upp vegna bergmálsins,“ segir hann. Undirbúningur verksins hefur tek- ið um það bil ár og hafa Rúnar og Yann skoðað turninn og hljómheim hans gaumgæfilega með fremstu hljóðfræðingum Danmerkur. Nú vinna þeir að þrívíddarútgáfu af turn- Spila á turninn í Kaupmannahöfn  Nýta sér hljóðeiginleika turnsins Rúnar Magnússon ir segir Hlynur að eitt brýnasta langtímamarkmið danslistafólks á Íslandi sé að dansinn eignist sitt eig- ið hús. „Nú er risið veglegt tónlist- arhús í Reykjavík og menningarhús víða um land; söfnin og galleríin hafa sinn samastað sem og tvö stór leikhús í Reykjavík og fjöldi minni leikhúsa um allt land. Allar list- greinarnar hafa einhvers konar at- hvarf, nema dansinn.“ Íslenski dansflokkurinn hefur fengið inni hjá Borgarleikhúsinu undanfarin tuttugu ár, og segir Hlynur að ekki sé hægt að kvarta yfir sambúðinni. Myndi samt breyta miklu ef flokkurinn, og dansinn, eignaðist sitt eigið húsnæði. „Í fyrsta lagi væri það mikilvægt fyrir ímynd dansins að eiga hús út af fyrir sig. Í dag má t.d. hvergi sjá merki Íslenska dansflokksins utan á Borg- arleikhúsbyggingunni, og margir sem hreinlega vita ekki hvar ÍD starfar og sýnir. Að eiga hús þar sem ÍD og aðrir danshópar ættu heima myndi líka gefa okkur betri stjórn á sýningarárinu: hvenær við höldum sýningar, og á hvaða dögum vikunnar,“ segir Hlynur en leggur samt á það áherslu að ÍD og Borgar- leikhúsið eigi í eins góðu samstarfi og aðstæður leyfa, þegar kemur að því að skipuleggja nýtingu á þeirri aðstöðu sem stendur til boða. „En uppröðunin getur verið æði flókið púsluspil þegar margir eru um hit- una, og þegar dreifa þarf verkefn- unum þannig að starfskraftar allra nýtist sem best.“ Segir Hlynur að með danshúsi gæfist líka tækifæri til að fjölga sýn- ingum; ekki bara á vegum ÍD heldur á vegum alls kyns danshópa, stórra jafnt sem smárra. „Þetta hús yrði athvarf fyrir danslistina alla á Ís- landi: staður fyrir sýningar, sam- komur og æfingar.“ Með augastað á miðbænum En hversu langt er í að draum- urinn um hús danslistanna geti orðið að veruleika? Hlynur segir hjólin farin að snúast þótt ekkert sé fast í hendi, og ekki einu sinni ljóst hvar danshús ætti að rísa eða hvað fram- kvæmdin má kosta. „Reyndar var gerð hönnunarsamkeppni fyrir um- hverfið í kringum Borgarleikhúsið og gerði vinningstillagan ráð fyrir sérstakri byggingu fyrir sýningar á dansverkum á horni Listabrautar og Kringlumýrarbrautar.“ Sjálfum þætti Hlyni best ef dans- húsið risi í miðbænum, á svipuðum slóðum og Sinfóníuhljómsveitin, Ís- lenska óperan og Þjóðleikhúsið eiga heima. Miðbærinn henti m.a. vel af þeim sökum að þar megi gera dans- inn sýnilegri erlendum gestum sem geti notið þess að horfa á dansverk án þess að tungumálamúrar trufli upplifunina. „Það þarf ekki sal sem rúmar tvö þúsund gesti í sæti, en sviðið mætti vera djúpt og breitt og byggingin með góðri aðstöðu fyrir Dansinn orðinn útflutnin  Hróður íslenskra dansara og danshöfunda fer vaxandi víða um heim og áhugaverð verkefni í pípunum hjá Íslenska dansflokknum  Myndi efla danslistirnar ef þær ættu sitt eigið hús Morgunblaðið/Eggert Sýnileiki Hlynur segir að dansinn hefði gott af að eiga sitt eigið hús. „Í dag má t.d. hvergi sjá merki Íslenska dansflokksins utan á Borgarleikhúsbyggingunni og margir sem hreinlega vita ekki hvar ÍD starfar og sýnir.“ VIÐTAL Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Nýr framkvæmdastjóri Íslenska dansflokksins hefur komið víða við í listalífinu. Undanfarin ár hefur Hlynur Páll Pálsson starfað hjá Borgarleikhúsinu sem fræðslustjóri og aðstoðarleikstjóri, en hann hefur að auki tekið þátt í öllu frá leik- myndagerð og lýsingarhönnun yfir í að vera sjálfur á sviðinu með sviðs- listahópnum 16 elskendur. Það eina sem Hlynur virðist ekki hafa gert er að dansa á sviði: „En ég er samt góður dansari,“ bætir hann glettinn við. Í nýja starfinu verður Hlynur hægri hönd Ernu Ómarsdóttur list- dansstjóra, og líkir hann hlut- verkum þeirra við störf skipstjóra og stýrimanns. Hvílir það á herðum þeirra beggja að móta framtíð dans- flokksins og er Hlynur bjartsýnn á það sem koma skal. Hann bendir á að Íslenski dansflokkurinn hafi eflst mikið á undanförnum árum og er nú svo komið að sýningar hópsins eru orðnar útflutningsvara. „Dansflokk- urinn er duglegur að sýna erlendis og fær greitt fyrir, svo að þar mynd- ast dýrmætar sértekjur sem bæta fjárhaginn. Hver hátíð sem býður ÍD að flytja verk eykur hjá okkur veltuna,“ útskýrir Hlynur og nefnir að árið 2017 hafi hópurinn haldið ut- an í sex skipti. Á síðasta ári sýndi dansflokkurinn Black Marrow í Bilbao og Fórn í Aþenu, auk þess sem kvikmyndin Union of the North eftir Ernu Ómarsdóttur, Valdimar Jóhannsson og Matthew Barney, sem var hluti af listahátíðnni Fórn, var sýnd á þremur alþjóðlegum kvikmyndahátíðum. Tímabært að dansinn eignist sitt eigið Aðspurður um stærstu áskor- anirnar sem ÍD stendur frammi fyr-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.