Morgunblaðið - 09.04.2019, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. APRÍL 2019
9 DAGA HAUSTFERÐIR
TAMPA
ÚRVAL ÚTSÝN | HLÍÐASMÁRA 19 | 201 KÓPAVOGI | 585 4000 | UU.IS
VERÐ FRÁ 196.900 KR.
INNIFALIÐ: FLUG, GISTING & MORGUNVERÐUR
NÁNAR Á UU.IS
SÉRTILBOÐ!
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Innleiðing með frestskilyrði
Utanríkisráðherra mælti fyrir þriðja orkupakkanum Fjórir fræðimenn unnu
álitsgerðir Yfirlýsing ekki lagalega bindandi en hefur ákveðna lagalega þýðingu
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra
mælti í gær fyrir þingsályktunartillögu um þriðja
orkupakkann. Síðan fór fram fyrri umræða.
Tillagan inniheldur fyrirvara um að sá hluti er
snýr að flutningi raforku yfir landamæri, t.d. með
sæstreng, komi ekki til framkvæmda nema með
aðkomu Alþingis á nýjan leik. „Fyrirvarinn bygg-
ist á því að við erum ekki tengd raforkumarkaði
ESB og það myndi eingöngu gerast ef sæstreng-
ur yrði lagður,“ sagði Guðlaugur Þór á þingi í
gær. Í greinargerð kemur fram að utanríkisráðu-
neytið leitaði til fjögurra íslenskra fræðimanna
um álit á stjórnskipulegum álitaefnum sem
kynnu að vera uppi við innleiðingu og upptöku
þriðja orkupakkans í íslenskan rétt.
Stefán Már Stefánsson prófessor og Friðrik
Árni Friðriksson Hirst, framkvæmdastjóri Laga-
stofnunar HÍ, unnu álitsgerð um álitamál tengd
framsali ríkisvalds til stofnana ESB/EFTA vegna
þriðja orkupakkans, einkum 8. grein reglugerðar
(EB) nr. 713/2009 sem er hluti af þriðja orku-
pakkanum. Hún felur Samstarfsstofnun eftirlits-
aðila á orkumarkaði (ACER) m.a. valdheimildir
til að taka vissar ákvarðanir varðandi flutnings-
virki sem flytja raforku milli ríkja sem mynda
sameiginlegan raforkumarkað ESB.
„Við innleiðum tilskipunina en frestum gild-
istökunni. Alþingi lofar sjálfu sér því að ef grunn-
virki [sæstrengur] verða áformuð þá fari þetta í
ferli og þar með í stjórnarskrárferli. Gildistök-
unni er einfaldlega frestað,“ sagði Stefán Már í
samtali við Morgunblaðið. En stenst þetta
ákvæði stjórnarskrána? „Við teljum það af því að
þetta er innleitt en lögin koma ekki til fram-
kvæmdar fyrr en ef tekin verður ákvörðun um að
leggja sæstreng. Við erum í rauninni að fresta
ákvarðanatökunni, þar með talið því sem lýtur að
stjórnarskránni.“
Stefán Már bendir á að utanríkisráðherra telji
að innleiðing með frestskilyrði standist þjóðrétt-
arlega, meðal annars á grundvelli yfirlýsingar frá
framkvæmdastjóra orkumála Evrópusambands-
ins sem fylgir með þingsályktunartillögunni.
Stefán Már segir að yfirlýsingin sé ekki lagalega
bindandi en hafi þó ákveðna lagalega þýðingu.
Yfirlýsing um sameiginlegan skilning Guðlaugs
Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra og Miguels
Arias Canetes, framkvæmdastjóra orkumála í
framkvæmdastjórn ESB, á gildi þriðja orkupakk-
ans gagnvart Íslandi var gefin út í mars síðast-
liðnum.
Á 75 ára afmæli lýðveldisins 17. júní
næstkomandi verður haldinn sér-
stakur þingfundur barna og ung-
menna í Alþingishúsinu. Fundurinn
verður þegar í kjölfar hefðbundinnar
morgunathafnar á Austurvelli.
Þetta kemur fram í svari forsætis-
ráðuneytisins við fyrirspurn Morg-
unblaðsins.
Alþingishúsið verður jafnframt
opið almenningi síðdegis þjóðhátíð-
ardaginn, að afloknum þingfundi
barna og ungmenna. Till skoðunar er
að hafa fleiri lykilstofnanir en Al-
þingi opnar almenningi þennan dag,
svo sem dómstóla og ráðuneyti. Þá
hefur einnig verið rætt um að hafa
hafrannsóknaskip opið almenningi.
Afmælisins verður einnig minnst
með dagskrá á Hrafnseyri, fæðing-
arstað Jóns Sigurðssonar forseta, og
í hverjum landshluta.
Hinn 21. desember sl. samþykkti
ríkisstjórnin að settur yrði á fót
óformlegur vinnuhópur til þess að
fjalla um það hvernig þess verði
minnst að 17. júní á þessu ári eru 75
ár liðin frá stofnun lýðveldis á Ís-
landi.
Þar kom fram að tilvalið væri að
virkja börn og ungmenni til víðtækr-
ar þátttöku í hátíðarhöldum. Til
dæmis mætti efna til fræðslu í skól-
um sem tengist lýðræði og lýðveldi
og fyrirhugað Barnaþing á árinu
2019 gæti að hluta verið helgað sömu
málefnum. Söfn landsins gætu efnt
til viðburða og sýninga og háskólar
verið með dagskrá tengda lýðveldis-
afmælinu. Með ýmsum hætti mætti
einnig virkja íþróttafélög og æsku-
lýðssamtök til að fagna afmælinu.
„Horft er til ýmissa fleiri verkefna
með fleiri aðilum sem unnt verður að
greina frekar frá á næstu vikum,“
segir í svari forsætisráðuneytisins.
gudmundur@mbl.is
Þing barna og ungmenna
Tilefnið er 75
ára afmæli lýðveld-
isins 17. júní
Ljósmynd/Úr safni
Afmæli Mannfjöldi við stofnun lýð-
veldis á Þingvöllum 1944.
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Ís-
lands, tekur síðdegis í dag þátt í
pallborðsumræðum á norðurslóða-
ráðstefnu, International Arctic
Forum, í Pétursborg í Rússlandi
ásamt Vladimír Pútín, forseta
Rússlands, Sauli Niinistö, forseta
Finnlands, Ernu Solberg, for-
sætisráðherra Noregs, og Stefan
Löfven, forsætisráðherra Svíþjóð-
ar. Málstofan ber yfirskriftina
„Norðurslóðir – hafsjór tækifæra“,
að því er segir í tilkynningu frá
skrifstofu forsetans.
Á morgun mun Guðni eiga fund
með Pútín, en þann fund situr
einnig Kristján Þór Júlíusson,
sjávarútvegs- og landbúnaðar-
ráðherra. Dagskrá forseta Íslands
í fyrramálið hefst með heimsókn í
Ríkisháskólann í Pétursborg.
Hann mun eiga fund með rektor
og flytja síðan opinberan fyrir-
lestur sem ber heitið „Við mót-
mælum öll! Fjölbreytni, gagnrýni
og frelsi sem kjarni sagnfræði-
rannsókna“.
Guðni hittir
Pútín í
Pétursborg
Guðni Th.
Jóhannesson
Sækir norðurslóða-
ráðstefnu í borginni
Vladimír
Pútín
„Það er ekki búið að taka endanlega
ákvörðun. Við höfum óskað eftir
fjölda lóða hjá umhverfis- og skipu-
lagssviði borgarinnar því við þurfum
að byggja upp húsnæði fyrir á annað
hundrað fatlaða einstaklinga á
næstu 10 árum,“ segir Regína Ás-
valdsdóttir, sviðsstjóri velferðar-
sviðs Reykjavíkurborgar. Kurr er
meðal íbúa Seljahverfis í Breiðholti
vegna fyrirhugaðrar byggingar
íbúðakjarna fyrir fatlað fólk í Haga-
seli.
Þegar hafa 800 manns skrifað
undir mótmælalista gegn íbúða-
kjarna fyrir fólk í þjónustuflokki III.
Frestur til að senda inn athuga-
semdir er til 16. apríl.
Ekki búið að
taka ákvörðun
VR kynnti nýgerða kjarasamninga fyrir félags-
mönnum á fundi á Hilton Reykjavík Nordica í
gærkvöldi. Fundinum var einnig streymt á Mín-
um síðum félagsmanna. Fundurinn var haldinn á
íslensku og túlkaður á ensku.
Rafræn atkvæðagreiðsla félagsmanna VR um
kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins og Fé-
lag atvinnurekenda hefst að morgni 11. apríl og
lýkur á hádegi hinn 15. apríl.
Kynning og rafræn atkvæðagreiðsla
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Nýir kjarasamningar VR við SA og FA kynntir félagsmönnum