Morgunblaðið - 09.04.2019, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 09.04.2019, Qupperneq 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. APRÍL 2019 Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is Einstök gæði frá 40 ár á Íslandi Sterkir og notendavænir sláttutraktorar Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Hersveitir stríðsherrans Khalifa Haftar héldu í gær áfram sókn sinni að Trípólí, höfuðborg Líbíu, þrátt fyrir að öryggisráð Samein- uðu þjóðanna hefði kallað eftir vopnahléi um helgina. Sameinuðu þjóðirnar greindu frá því að þús- undir manna væru nú á flótta frá Trípólí vegna átakanna. Federica Mogherini, utanríkis- málastjóri Evrópusambandsins, hvatti í gær leiðtoga stríðandi fylk- inga í Líbíu, og Haftar sérstaklega, til þess að bera klæði á vopnin og snúa aftur að samningaborðinu til þess að finna lausn á deilunum. Aðalflugvöllur höfuðborgarinnar, Mitiga, varð fyrir loftárás í gær- morgun sem varð til þess að hon- um var lokað, en aðrir flugvellir í nágrenni borgarinnar höfðu þá þegar orðið fyrir árásum. Hvorug fylkingin lýsti yfir ábyrgð á árás- inni á flugvöllinn, en enginn lést í henni. Átökum verði hætt þegar í stað Bandaríkjastjórn hvatti um helgina til þess að öllum hernaðar- aðgerðum í Líbíu yrði hætt „þegar í stað“ og öryggisráð Sameinuðu þjóðanna tók í svipaðan streng. Rússar, sem hafa stutt við bakið á Haftar, komu hins vegar í veg fyrir formlega ályktun öryggisráðsins, þar sem kallað var eftir að hann hætti áhlaupi sínu á höfuðborgina. Ítrekuðu stjórnvöld í Moskvu þá afstöðu sína í gær að allir deilu- aðilar yrðu að forðast aðgerðir sem gætu leitt til þess að óbreyttir borgarar létu lífið. Ótti við frekari átök Heilbrigðisráðuneyti Líbíu áætl- aði í gær að um 35 hefðu látist í átökunum um helgina og 50 til við- bótar særst. Sögðu talsmenn Haft- ar að þeir hefðu misst 14 manns í sókn sinni til þessa. Maria Ribeiro, mannréttinda- fulltrúi Sameinuðu þjóðanna í Líb- íu, sagði í gær að um 2.800 manns væru nú á vergangi eftir átökin, og að bardagarnir hefðu einnig komið í veg fyrir að hjálparsveitir kæm- ust til þeirra sem hefðu særst, sem og til viðgerða á rafmagnslínum í nágrenni Trípólí. Vildi hún að gert yrði tímabund- ið vopnahlé svo hægt yrði að koma fólki til aðstoðar, en tilraunir til þess að koma slíku hléi á um helgina runnu allar út í sandinn. Ghassan Salame, erindreki Sam- einuðu þjóðanna, sem hefur það hlutverk að reyna að stilla til friðar í landinu, sagði að samtökin væru staðráðin í að halda áfram með friðarráðstefnu, sem átti að fara fram dagana 14.-16. apríl næst- komandi, en þar átti meðal annars að skipuleggja kosningar sem gætu orðið grunnur að sátt milli stríð- andi fylkinga. Fundaði Salame með Fayez al Sarraj, forsætisráðherra Líbíu, í gær til þess að ræða hvernig alþjóðasamtökin gætu greitt úr þeirri stöðu sem komin væri upp. Sókninni haldið áfram  Allir flugvellir í nágrenni Trípólí lokaðir eftir loftárásir  Evrópusambandið hvetur Haftar til að stöðva áhlaupið  Fjöldi fólks á vergangi eftir átökin TRÍPÓLÍ 200 km NÍGER Tóbrúk Derna Sabha Murzuk Ajdabiya Bengasí Sirte Ben Jawad Zintan Misrata Zuwara Nalut Gharyan Al-Baida EG YP TA LA N D SÚ D AN Ras Lanuf Miðjarðarhaf TÚNIS ALSÍR TSJAD Þjóðarher Líbíu og bandamenn hans Ríki Íslams Tubu-ættbálkar og bandamenn Sabratha Heimild: Risk Intelligence, AFP Tuareg-ættbálkurinn Barist um yfirráð í Líbíu Ríkisstjórn landsins og bandamenn hennar Áhrifasvæði í strjálbýli Yfirráðasvæði Þessir belgísku hermenn tóku þátt í minningarathöfn í Kigali, höfuðborg Rúanda, í gær. Skoðuðu þeir tíu granítstólpa sem reistir voru í minningu tíu liðsfélaga þeirra sem létu lífið í þjóðarmorðunum í Rúanda, en þess var minnst um helgina að 25 ár eru liðin frá upp- hafi þeirra. Um 800.000 manns létu lífið í morðunum. AFP 25 ár frá þjóðarmorðunum í Rúanda Recep Tayyip Erdogan, Tyrk- landsforseti, sagði í gær að niðurstaða kosn- inganna í Ist- anbúl í síðasta mánuði væri „þjófnaður“, en AKP-flokkur hans tapaði borgarstjóra- embættinu bæði þar og í höfuð- borginni Ankara. Sagði Erdogan mögulegt að kjósa þyrfti aftur, þar sem 13-14.000 atkvæði væru of lítill munur til þess að öruggt væri að Mansur Yavas, frambjóðandi CHP- flokksins í Istanbúl, hefði farið með sigur af hólmi. Segir úrslitin í Istanbúl „þjófnað“ Recep Tayyip Erdogan TYRKLAND Mark Rutte, for- sætisráðherra Hollands, sagði í gær að hver ákvörðun Evr- ópusambandsins um að fram- lengja aftur þann tímafrest sem Bretar hafa til þess að ganga úr sambandinu myndi velta á því hvort Bretar gætu tryggt „samstarfs- vilja“ í málinu. Leiðtogar sam- bandsríkjanna munu ákveða á morgun hvort og þá hversu langan frest Bretar fá. Aukinn tímafrestur veltur á Bretum Mark Rutte BREXIT Bandaríkjastjórn tilkynnti í gær að íranski lýðveldisvörðurinn, sem inni- heldur helstu sérsveitir íranska hersins, hefði verið settur á lista með hryðjuverkasamtökum. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í sérstakri yfirlýsingu að ákvörðunin tæki mið af þeirri staðreynd að ekki bara styddi Íran við hryðjuverka- starfsemi, heldur tækju liðsmenn lýðveldisvarðarins virkan þátt í hryðjuverkum. „Lýðveldisvörðurinn er helsta leið írönsku ríkisstjórnarinnar til þess að stýra hinni al- þjóðlegu hryðju- verkaherferð sinni og fram- kvæma hana,“ sagði ennfremur í yfirlýsingu Trumps. Þetta er í fyrsta sinn sem Bandaríkjastjórn hefur sett opin- bera stofnun sem tilheyrir erlendu ríkisvaldi á lista sinn yfir hryðjuverkasamtök, en ákvörðunin gerir lýðveldisverðinum meðal annars erfiðara fyrir að eiga bankaviðskipti utan Írans. Benjamín Netanyahu, forsætis- ráðherra Ísraels, fagnaði ákvörðun Trumps mjög og sagði að hún myndi koma ríkjum heimshlutans til góða. Mohammad Javad Zarif, utanrík- isráðherra Írans, hvatti aftur á móti írönsk stjórnvöld til þess að gjalda líku líkt og setja bandarískar her- sveitir á lista Íransstjórnar yfir hryðjuverkasamtök en á þeim lista eru fyrir samtökin Ríki íslams. Sagðir styðja við hryðjuverk  Sérsveitir Írans settar á lista yfir hryðjuverkasamtök Donald Trump

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.