Morgunblaðið - 09.04.2019, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. APRÍL 2019
✝ GunnlaugurValdimarsson
fæddist í Flatey á
Breiðafirði 20. maí
1927. Hann lést á
St. Fransiskus-
sjúkrahúsinu í
Stykkishólmi 27.
mars 2019.
Foreldrar hans
voru Ingigerður
Sigurbrandsdóttir
frá Skáleyjum,
Breiðafirði, f. 22. ágúst 1901, d.
26. janúar 1994, og Valdimar
Sigurðsson frá Hvítanesi í Ög-
urhreppi, f. 25. júní 1898, d. 26.
september 1970. Alsystkini
Gunnlaugs eru:
Guðlaug, f. 14. nóvember
1919, d. 2016, Karitas Svanhild-
f. 16. maí 1942, d. 25. ágúst
2018, og Kristín Jóhanna, f. 5.
ágúst 1943, d. 3. mars 2018.
Hálfsystkini samfeðra eru:
Guðmundína Lilja, f. 24. febr-
úar 1948, Ólöf Sigmars, f. 24.
júní 1949, Helgi, f. 16. júlí 1950,
og Guðmundur, f. 20. nóvember
1951, d. 21. janúar 1977.
Hálfsystir sammæðra er Elín
Breiðfjörð, f. 18. júlí 1945.
Sambýliskona Gunnlaugs var
Oddbjörg Sonja Einarsdóttir, f.
18. desember 1920, d. 17. febr-
úar 1995.
Synir þeirra eru: 1) Einar
D.G., f. 13. nóvember 1946,
kvæntur Þóru Margréti Sigurð-
ardóttur, f. 29. október 1950. 2)
Yngvinn Valdimar, f. 27. sept-
ember 1951, kvæntur Jóhönnu
Þorleifsdóttur, f. 19. júlí 1952.
Gunnlaugur var kvæntur
Sigrúnu Sigurgeirsdóttur, f. 23.
apríl 1935 á Ísafirði.
Gunnlaugur verður jarðsung-
inn frá Ísafjarðarkirkju í dag,
9. apríl 2019, klukkan 14.
ur, f. 30. mars
1924, d. 14. desem-
ber 1925, Ingi-
björg, f. 29. júní
1925, d. 26. janúar
2013, Gunnar Haf-
steinn, f. 21. júní
1928, d. 14. febrúar
1996, Jón Þorberg,
f. 16. nóvember
1929, d. 12. októ-
ber 2018, Sigurður
Óli, f. 11. janúar
1931, Kristinn Sigvaldi, f. 2.
júní 1932, d. 20. október 2001,
Ingvar Einar, f. 21. desember
1933, d. 17. janúar 2019, Fífill
Héðinn, f. 19. október 1935,
Svanhildur Theodóra, f. 4. sept-
ember 1937, Guðbrandur, f. 5.
desember 1940, Kristrún Inga.
Sæll, sonur sæll.
Ég er á mjög fallegum stað
sem ég má ekki segja þér hver er.
Hér sól og blíða og mér líður vel
og allt er í góðu lagi.
Þannig byrjaði símtal við föður
minn fyrir mörgum árum þegar
hann var háseti á varðskipi Land-
helgigæslunnar. Varðskipsmenn
máttu ekki segja hvar þeir voru
niðurkomnir þegar þeir höfðu
samband við ættingja símleiðis.
Grunur minn er sá að hann hafi
verið í Stykkishólmi við Breiða-
fjörð. Þannig myndi sennilega
hljóma símtal frá föður mínum í
dag því hann er kominn á fallegan
stað þar sem honum líður vel og
vel er tekið á móti honum og sér-
staklega að afastráknum sem
honum var svo kær, honum Jóa
okkar.
Faðir minn var alinn upp í Rúf-
eyjum í Breiðafirði í hópi margra
systkina. Vann hann ýmis bústörf
til sjós og lands. Veiddi fisk, fugl
og sel, tíndi egg og dún. Virkjaði
hönd og huga við veiðar, báta-
smíði og vélaviðgerðir. Vand-
virkni, hugulsemi og atorka fylgdi
föður mínum í hverju verki.
Snemma ýtti faðir minn bát úr
vör og lagði í ölduna. Sjómennska
var honum allt hvort sem var á
trillum, minni bátum, varðskipum
eða millilandaskipum. Stundum
var mikil mótbára sem hann
sigldi einfaldlega í gegnum af
kunnáttu og rósemi með sjó-
mannsbænina á vörum sér. Þær
voru ófáar sjóferðirnar okkar
pabba.
Minningar streyma fram.
Bæði innanlands og utan. Hvort
það var á stærri bátum eða trill-
um úti á Faxaflóa eða frá Hólm-
inum út á Breiðafjörðinn til að ná
í fisk í soðið eða sigling um skerin
og eyjarnar sem hann gat nefnt
allar með nafni og fannst fallegar.
Og þegar í land var komið þótti
honum ekkert skemmtilegra en
að dytta að bátnum. Þó að það
þyrfti að skipta um hvert borð og
nagla í bátnum var það unnið af
föður mínum af natni og vand-
virkni.
Ófáar stundirnar áttum við
saman í hesthúsinu og hestaferð-
irnar okkar voru þvílík ævintýri
að minningar um þær gleymast
ekki. Föður mínum þótti heldur
ekki leiðinlegt að ferðast um land-
ið sitt fagra og margar ævintýra-
ferðir fórum við um landið þar
sem hann kenndi mér veiðiskap
og að búa til te úr blómum og jurt-
um.
Ketilkaffið hans var það besta í
heimi. Hann kenndi mér að nýta
alla veidda bráð hvort sem það
var fiskur, fugl eða jafnvel selur.
Æska landsins var honum kær en
faðir minn starfaði um tíma sem
skátaforingi í skátahreyfingunni..
Starfssvið föður míns var í mörg
ár verkamannavinna og sjó-
mennska og þá helst við vélgæslu
bæði á fiskiskipum og farskipum.
Faðir minn vann hjá Vatns-
veitu Reykjavíkur sem verkstjóri
og lagerstarfsmaður þar sem
hann lauk starfævi sinni. Eftir
andlát sambýliskonu sinnar
kynntist hann eftirlifandi eigin-
konu sinni, Sigrúnu Sigurgeirs-
dóttur frá Ísafirði. Þau hófu bú-
skap á Ísafirði en fluttu þaðan í
Stykkishólm þar sem þau bjuggu
saman síðan.
Nú syrgir tengdadóttir
tengdaföður sinn, dætur mínar
góðan afa og barnabarnabörnin
langafa sin. Gulli afi kom fram við
þau af kærleika og ástúð. Við biðj-
um góðan Guð að blessa Sigrúnu í
söknuði hennar og gefa henni
styrk. Hvíl í friði, pabbi minn.
Yngvinn.
Gunnlaugur
Valdimarsson
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Byggingavörur
Harðviður til húsabygginga
Sjá nánar á www.vidur.is
Vatnsklæðning, panill, pallaefni,
parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu
verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð-
viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía.
Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
660 0230 og 561 1122.
Bátar
Hjólbarðar
Bridgestone 4 sumardekk til sölu
Notuð aðeins síðasta sumar.
16 tommu. 195/50 R 16
Verð aðeins 50 þús.
Upplýsingar í síma 698-2598
Ný Bridgstone ónotuð 4
sumardekk til sölu
18 tommu, 225/40 R 18,
Verð aðeins 70 þús.
Upplýsingar í síma 698-2598.
Húsviðhald
FLÍSALAGNIR - MÚRVERK
FLOTUN - SANDSPARSL
MÁLUN - TRÉVERK
Ásamt öllu almennu viðhaldi
fasteigna
Áratuga reynsla og þekking
skilar fagmennsku og gæðum
Tímavinna eða tilboð
Strúctor
byggingaþjónusta ehf.
S. 893 6994
Hreinsa
þakrennur
og tek að mér
ýmis smærri
verkefni
Uppl. í síma 847 8704
manninn@hotmail.com
Nudd Nudd Nudd
Whole body massage
S. 7660348, Alena
Nudd
Vantar þig
fagmann?
FINNA.is
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
TÓMAS ÞÓRIR GARÐARSSON,
Heiðargerði 20,
Akranesi,
lést á sjúkrahúsi Akraness þriðjudaginn
2. apríl.
Útför hans fer fram frá Akraneskirkju þriðjudaginn 16. apríl
klukkan 13.
Lára Valgerður Jóhannesdóttir
Róbert Steinar Tómasson Ragna Björg Guðmundsdóttir
Jóhannes Ásgeir Eiríksson
Garðar Örn Tómasson Berglind Erla Engilbertsdóttir
Guðjón Birgir Tómasson Margrét Egilsdóttir
Elín Guðrún Tómasdóttir Fannar Þór Eyþórsson
og barnabörn
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát ástkærrar eiginkonu,
móður, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
ÖNNU MARÍU HALLSDÓTTUR,
Strikinu 12, Garðabæ,
sem lést 28. febrúar.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Heiðmerkur á
hjúkrunaheimilinu Ísafold fyrir einstaka umönnun og hlýju.
Baldur Ágústsson
Halla Elín Baldursdóttir
Helga Guðbjörg Baldursd. Gísli Baldur Garðarsson
Ágúst Baldursson
Sigurlín Baldursdóttir Guðjón Ómar Davíðsson
barnabörn og langömmubörn
Við þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við
andlát og útför móður okkar,
HELGU ARADÓTTUR
lyfjafræðings,
áður til heimilis í Árskógum 8,
sem lést á Hrafnistu, Reykjavík, 10. mars.
Starfsfólki Hrafnistu eru færðar sérstakar þakkir fyrir umönnun.
Anna Vigdís Eggertsdóttir
Sveinn Eggertsson
Ari Eggertsson
og aðrir aðstandendur
Áskær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
INGIBERG J. HANNESSON,
fyrrv. prófastur og alþingismaður,
lést á Hjúkrunarheimilinu Sóltúni
sunnudagin 7. apríl.
Útför hans fer fram frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði mánudaginn
15. apríl klukkan 13.
Helga Steinarsdóttir
Birkir Ingibergsson Sigurveig Þóra Guðjónsdóttir
Þorsteinn H. Ingibergsson Marelie Nacilla Rubio
Bragi J. Ingibergsson Stefanía Ólafsdóttir
Sólrún Helga Ingibergsdóttir Pétur Fannar Hjaltason
barnabörn og barnabarnabörn
SIGRÍÐUR LAUFEY
GUÐMUNDSDÓTTIR
frá Siglufirði
lést á Hrafnistu laugardaginn 23. mars.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Jarðsett var að sið ásatrúarmanna.
Ásgeir G. Daníelsson Jórunn Daníelsdótir
Daníel Á. Daníelsson Áslaug H. Daníelsdóttir
makar, barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær bróðir okkar og stjúpfaðir,
FINNUR STEFÁN GUÐMUNDSSON,
Bekansstöðum,
sem lést á Sjúkrahúsi Akraness
sunnudaginn 31. mars, verður jarðsunginn
frá Akraneskirkju fimmtudaginn 11. apríl
klukkan 13.
Fyrir hönd aðstandenda,
Tómas Guðmundsson
Jón Valgeir Viggósson
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og
viðeigandi liður, „Senda inn
minningargrein,“ valinn úr felli-
glugganum. Einnig er hægt að
slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Minningargreinar