Morgunblaðið - 09.04.2019, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. APRÍL 2019 21
Aðalfundur
Skinneyjar - Þinganess hf.
Aðalfundur Skinneyjar - Þinganess hf. fyrir
árið 2019 verður haldinn á skrifstofu
félagsins að Krossey, Hornafirði, föstudaginn
23. apríl 2019 og hefst hann stundvíslega
kl. 13.30.
Á dagskrá fundarins verða:
1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt 14.
grein í samþykktum félagsins.
2. Önnur mál, löglega fram borin.
Framboðum til stjórnar skal skila til félagsins
eigi síðar en fimm dögum fyrir aðalfundinn
með þeim upplýsingum sem fram koma í
2. mgr. 63. gr. a í lögum um hlutafélög.
Aðgöngumiðar, atkvæðaseðlar og önnur
fundargögn verða afhent á fundarstað.
Hluthafar eru hvattir til að mæta tímanlega
til að taka við fundargögnum.
Hornafirði, 8. apríl 2019,
stjórn Skinneyjar - Þinganess hf.
Um er að ræða umsjónarkennslu á unglingastigi,
stærðfræði, náttúrufræði, íþróttir, textílmennt og
heimilisfræði.
Hæfniskröfur:
• Kennsluréttindi á grunnskólastigi.
• Jákvæðni og sveigjanleiki í samskiptum.
• Góðir skipulagshæfileikar.
• Ábyrgð og stundvísi.
• Faglegur metnaður.
• Áhugi á að vinna með börnum og unglingum.
Í Reykjahlíðarskóla eru 43 nemendur í 1.-10. bekk og
er samkennsla árganga.
Í skólanum er góður starfsandi þar sem leitast er við
að haga skólastarfinu í sem fyllstu samræmi við þarfir
nemenda og stuðla að alhliða þroska hvers og eins.
Skólinn er að innleiða Heilsueflandi grunnskóla,
Jákvæðan aga og flaggar Grænfánanum fyrir
umhverfisstefnu.
Í Mývatnssveit búa um 500 manns. Í metnaðarfullri
mannauðsstefnu sveitarfélagsins kemur m.a. fram að
boðið er upp á flutningsstyrk, heilsustyrk, launað frí
fyrir barnshafandi konur síðasta mánuð meðgöngu,
starfsaldurstengdar greiðslur o.fl. fyrir starfsfólk.
Við erum fjölskylduvænt samfélag þar sem er öflugt
leikskóla- og grunnskólastarf, boðið er upp á ókeypis
skólamáltíðir fyrir börn og ókeypis frístund. Við erum
heilsueflandi samfélag.
Upplýsingar um Reykjahlíðarskóla eru á:
http://www.skutustadahreppur.is/skolinn
Umsóknarfrestur er til 23. apríl 2019.
Frekari upplýsingar gefur Sólveig Jónsdóttir
skólastjóri.
Tölvupóstur: reykjahlidarskoli@reykjahlidarskoli
Grunnskólakennarar
Lausar eru til umsóknar kennarastöður
við Reykjahlíðarskóla í Mývatnssveit frá 1. ágúst 2019.
Tilboð/Útboð
Auglýsing um útgáfu framkvæmdaleyfis
Sveitarstjórn Skútustaðahrepps samþykkti þann 27. mars 2019 útgáfu framkvæmdaleyfis til Landsvirkjunar
vegna lagningar Þeistareykjavegar innan sveitarfélagsmarka Skútustaðahrepps.
Skipulagslegar forsendur framkvæmdaleyfisins:
• Aðalskipulag Skútustaðahrepps 2011-2023.
• Svæðisskipulags háhitasvæða í Þingeyjarsýslum 2007-2025.
• Aðalskipulag Þingeyjarsveitar 2010-2022.
• Framkvæmdaleyfið er gefið út á grundvelli sérstaks mats um framkvæmdina;
Háspennulínur (220 kV) frá Kröflu og Þeistareykjum að Bakka við Húsavík, Skútustaðahreppi, Aðaldæla-
hreppi, Þingeyjarsveit og Norðurþingi, og sameiginlegs mats á umhverfisáhrifum álvers á Bakka við Húsavík,
Þeistareykjavirkjunar, Kröfluvirkjunar II og háspennulínu frá Kröflu og Þeistareykjum að Bakka.
Álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum frá 24. nóvember 2010 má finna á eftirfarandi vefslóð:
Vegna sameiginlega umhverfismatsins:
http://www.skipulagsstofnun.is/media/attachments/Umhverfismat/821/2010020001.pdf
Vegna umhverfismats fyrirhugaðrar framkvæmdar:
http://www.skipulag.is/media/attachments/Umhverfismat/820/2009040031.pdf
Skilyrði Skipulagsstofnunar og Skútustaðahrepps fyrir leyfisveitingu:
Samkvæmt áliti Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum frá 24. nóvember 2010 telur hún að við leyfis-
veitingar þurfi að setja eftirfarandi skilyrði:
1. Tryggja þarf að framkvæmdir auki ekki eyðingu gróðurs á svæði sem nú er eitt virkasta rofsvæði landsins.
2. Ef votlendi verður raskað þarf að endurheimta a.m.k. jafnstórt votlendissvæði og það sem raskast.
Nánari upplýsingar um útgáfu framkvæmdaleyfisins og forsendur þess er að finna á heimasíðu Skútu-
staðahrepps, www.skutustadahreppur.is, undir flipanum skipulagsauglýsingar efst á forsíðu.
Vakin er athygli á því að niðurstaða sveitarstjórnar er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlinda-
mála sbr. 4. gr. laga nr. 130/2011. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar.
Guðjón Vésteinsson,
skipulagsfulltrúi.
Skútustaðahreppur
Félagslíf
EDDA 6019040919 III
Raðauglýsingar 569 1100
Atvinnuauglýsingar
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9-12.30. Gönguhópur kl. 10.15.
Tálgað í tré kl. 13. Postulínsmálun kl. 13 með leiðbeinanda. Vatnslitun
kl. 13 með leiðbeinanda og kostar ekkert. Bíó í miðrými kl. 13. Kaffi kl.
14.30-15.20.
Áskirkja Spilum félagsvist í kvöld kl. 20 í Dal, neðra safnaðarheimili
kirkjunnar. Allir velkomnir, Safnaðarfélag Áskirkju, Vesturbrún 30.
Bólstaðarhlíð 43 Opin handverksstofa kl. 9-16. Yngingar jóga með
hláturívafi kl. 9-9.50. Leshringur kl. 10.15. Morgunkaffi kl. 10-10.30.
Botsía kl. 10.40-11.20. Bónusrútan kemur kl. 14.40. Leshópur kl. 13.
Kaffibrúsakarlar kl. 13. Opið kaffihús kl. 14.30-15.15.
Fella- og Hólakirkja Kyrrðarstund kl. 12. Súpa og brauð eftir stund-
ina. Bíósýning kl. 13. Hefðbundin dagur að öðru leyti, við spilum,
spjöllum og eigum gott samfélag saman. Allir eru velkomnir.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffisjall og blöðin við hring-
borðið kl. 8.50. Myndlistarnámskeið Margrétar kl. 9-12. Thai chi kl. 9-
10. Leikfimi kl. 10-10.45. Spekingar og spaugarar kl. 10.45-11.45.
Hádegismatur kl. 11.30. Kríurnar myndlistarhópur kl. 13. Brids kl. 13-
16. Enskunámskeið kl. 13-15. Síðdegiskaffi kl. 14.30. U3A kl. 17.
Garðabær Vatnsleikfimi Sjálandi 7.30 / 15. Qi gong Sjálandi kl. 9.
Karlaleikfimi Ásgarði kl. 12. Botsía Ásgarði kl. 12.45. Gönguhópur fer
frá Jónshúsi kl. 10. Bónusrúta fer frá Jónshúsi kl. 14.45. Línudans í
Kirkjuhvoli kl. 13.30/14.30. Tréskurður / smíði í Smiðju kl. 9 / 13.
Gerðuberg 3-5 Opin handavinnustofa kl. 8.30-16. Keramikmálun kl.
9-12. Glervinnustofa með leiðbeinanda kl. 13-16. Jóga kl. 10.30-11.30.
Leikfimi gönguhóps kl. 10-10.30. Gönguhópur um hverfið kl. 10.30.
Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 9.45 stólaleikfimi, kl. 13 handavinna,
kl. 13 hreyfi- og jafnvægisæfingar, kl. 13.30 alkort, kl. 14 hreyfi- og
jafnvægisæfingar.
Grafarvogskirkja Opið hús fyrir eldri borgara er í Grafarvogskirkju
kl. 13 til 16 alla þriðjudaga. Fyrir opna húsið er helgi- og fyrirbæna-
stund klukkan 12, þar sem öllum er frjálst að mæta í og er súpa og
brauð í boði fyrir vægt gjald þar á eftir. Hér er fjölbreytt dagskrá þar
sem allir ættu að geta fundið eitthvað við hæfi.
Grensaskirkja Kyrrðar- og bænastund kl. 12.
Gullsmári Myndlistarhópur kl. 9. Botsía kl. 9.30. Málm-/silfursmiði /
kanasta kl. 13.
Hraunsel Kl. 9 dansleikfimi, kl. 10 qi-gong, kl. 13 brids Sólvangsvegi
1, kl. 9 handmennt Hjallabraut 33, kl. 13 Fjölstofan.
Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá kl. 8-16, blöðin og
púsl liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, útvarpsleikfimi kl. 9.45
og hádegismatur kl. 11.30. Brids í handavinnustofu kl. 13 og eftirmið-
dagskaffi kl. 14.30.
Korpúlfar Listmálun kl. 9 í Borgum. Botsía í dag í Borgum kl. 10 og
kl. 16. Helgistund kl. 10.30, leikfimishópur í Egilshöll kl. 11. Ársæll
leiðbeinir. Sundleikfimi í Grafarvogssundlaug kl. 13.30 og heima-
námskennsla í Borgum kl. 16.30 í dag.
Seltjarnarnes Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 7.10. Kaffispjall í
króknum kl. 10.30. Pútt í Risinu Eiðistorgi kl. 10.30. Kvennaleikfimi í
Hreyfilandi kl. 11.30. Brids í Eiðismýri 30, kl. 13.30. Helgistund á
Skólabraut kl. 13.30. Karlakaffi í safnaðarheimili kirkjunnar kl. 14.
Munið kynningu Öryggismiðstöðvarinnar í salnum á Skólabraut
fimmtudaginn 11. apríl kl. 13-14. Allir velkomnir.
Stangarhylur 4 Skák kl. 13, allir velkomnir í hópinn.
Fundir/Mannfagnaðir
ses.xd.is
Samtök eldri
sjálfstæðismanna, SES
Hádegisfundur SES
Ísland í NATO í 70 ár
Björn Bjarnason, formaður Varðbergs og
fyrrverandi ráðherra, verður gestur á
hádegisfundi SES á morgun, miðvikudaginn
10. apríl kl. 12:00, í Valhöll, Háaleitisbraut 1.
Húsið opnað kl. 11:30.
Boðið verður upp á súpu
gegn vægu gjaldi,
1000 krónur.
Allir velkomnir.
Stjórnin
1
ATVINNA
í boði hjá Kópavogsbæ
Sjá nánar á kopavogur.is
Smáauglýsingar
sími 569 1100