Morgunblaðið - 11.04.2019, Blaðsíða 1
Stúdentsefni Menntaskólans í Reykjavík voru
kát að sjá þegar ljósmyndari Morgunblaðsins
náði þeim á ferð um bæinn. Svokölluð dimm-
entar nutu vonandi dagsins áður en þau þurfa
að setjast aftur við skrifborðið að læra fyrir
komandi stúdentspróf.
itering hjá stúdentsefnum fór fram í gær og
voru þau því hefðinni samkvæmt klædd
skrautlegum búningum. Tilvonandi stúd-
Morgunblaðið/Hari
Stúdentsefni kætast meðan kostur er í borginni
Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi
forsætisráðherra, segir Guðlaug
Þór Þórðarson utanríkisráðherra
beita blekkingum í kynningu sinni
á þriðja orkupakkanum. Þetta
kemur fram í pistli Þorsteins á
vefnum Hringbraut. „En því er á
þetta minnst að Guðlaugur Þór
Þórðarson utanríkisráðherra
þurfti að grípa til kúnstar af þessu
tagi til þess að geta lagt þriðja
orkupakkann fyrir Alþingi. Og satt
best að segja á hann fullt lof skilið
fyrir vikið,“ ritar
Þorsteinn. Hann
segir þriðja
orkupakkann
hluta af reglu-
verki Evrópu-
sambandsins
sem okkur beri
að innleiða í ís-
lenskan rétt
samkvæmt
samningnum um Evrópska efna-
hagssvæðið (EES). Stór hluti
þingmanna Sjálfstæðisflokksins
stöðvaði framgöngu málsins með
fullyrðingum um að pakkinn skerti
fullveldi Íslands. „Björn Bjarna-
son, sem er formaður nefndar sem
metur ávinning af aðild Íslands að
innri markaði Evrópusambands-
ins, sýndi ítrekað fram á með
skýrum og gildum rökum að eng-
inn málefnalegur fótur var fyrir
fullyrðingum þingmannanna um
aðför að fullveldinu,“ ritar Þor-
steinn. »40
Þorsteinn
Pálsson
Kúnstir að baki orkupakka
„Lofsverðar blekkingar“ ráðherra segir Þorsteinn Pálsson
F I M M T U D A G U R 1 1. A P R Í L 2 0 1 9
Stofnað 1913 86. tölublað 107. árgangur
Síðumúla 30 Reykjavík | Sími 533 3500
Hofsbót 4 - Akureyri | Sími 462 3504
-
30%
AFSLÁTTUR
AF FERMINGARRÚMUM
Engholm sængurver að
eigin vali fylgir með hverju
seldu fermingarrúmi.
Falleg
fermingarrúm
ATVINNUBLAÐ
MORGUN-
BLAÐSINS
SKÁK ER UNDIR-
BÚNINGUR
FYRIR LÍFIÐ
TVENN VERÐLAUN
TÓNLISTARTÍMA-
RITSINS BBC
REYKJAVÍKURSKÁKMÓT 22 OG 36 VÍKINGUR HEIÐAR 67FINNA VINNU 12 SÍÐUR
Norska ríkisstjórnin vék á síðasta
áratug átta sinnum frá tilnefn-
ingum valnefndar um dómara og
valdi konur í stað karla.
Fjögur af þessum átta dómara-
efnum leituðu til umboðsmanns sem
fer með jafnréttismál. Þar af fékk
eitt þeirra dæmdar bætur frá dóms-
málaráðuneytinu í Noregi.
Arnfinn Agnalt, formaður val-
nefndarinnar, segir engan ráð-
herra hafa sagt af sér vegna slíkra
kærumála. Þá hafi ekkert um-
ræddra dómaraefna vísað máli sínu
til alþjóðlegs dómstóls. Vanalega
skipi ríkisstjórnin dómara sem
nefndin tilnefnir. »30-31
Ljósmynd/Hæstiréttur Noregs
Dómstóll Hæstiréttur Noregs er í Ósló.
Viku frá dómaralista og völdu konur
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Löng vinnuvika margra framhaldsskólanema
er uppskrift að streitu. Þetta segir Bóas Val-
dórsson, sálfræðingur í Menntaskólanum við
Hamrahlíð. Hann
fjallaði um kvíða frá
sjónarhóli nemenda á
ráðstefnu á Hólum í
Hjaltadal um síðustu
helgi.
Bóas segir að vinnu-
vika nemenda í MH sé
á milli 40 og 50 klukku-
stundir á viku. Hann
hefur þá í huga mæt-
ingu í kennslustundir,
heimanám, launaða
vinnu og skipulagðar
æfingar vegna tónlistarnáms, íþróttaiðkana og
fleira.
Um 50% nemenda í MH segjast ekki hafa
verið útsofin síðustu þrjátíu daga. Bóas segir
þetta gera ungmennin tilfinninganæmari en
ella og hafa áhrif á hvernig þau takast á við
mótlæti og dagleg verkefni. Hann telur vinnu-
viku nemenda of langa. „Þetta er uppskrift að
streitu og er líklegt til að valda álags-
einkennum sem gætu líkst kvíða en eiga frekar
uppruna í álagi en að þau séu tilkomin vegna
geðsjúkdóma,“ segir hann.
Vinnuálag
veldur
streitu
50% nemenda í MH
segjast ekki sofa nóg
MVinnuálagið uppskrift að streitu »24
Streita
» Helmingur
nemenda í MH
fær ekki nægan
svefn.
» Sálfræðingur
skólans telur
vinnuviku nem-
enda of langa.