Morgunblaðið - 11.04.2019, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 2019
Vertu með í
páskaleik Góu
á goa is!.
Vilja að skattabreytingar komi fyrr
Formenn verkalýðsfélaga segja jákvæð viðbrögð við Lífskjarasamningnum á
kynningarfundum Helst gagnrýnt að bíða þurfi eftir skattalækkunum til 2020
Freyr Bjarnason
Ómar Friðriksson
Nýgerðir kjarasamningar falla í góð-
an jarðveg meðal félagsmanna stétt-
arfélaga ef marka má fyrstu við-
brögð á kynningarfundum sem
standa yfir þessa dagana að sögn for-
ystumanna verkalýðsfélaga. Í frétt á
vefsíðu VerkVest á Vestfjörðum seg-
ir að Lífskjarasamningurinn hafi
fengið góðar undirtektir á fundi
trúnaðarráðs og trúnaðarmanna.
,,Þó svo almenn ánægja hafi verið
með aðkomu stjórnvalda lýstu fund-
armenn óánægju sinni með að
skattabreytingar skuli ekki koma
fram fyrr en á næsta ári og því muni
of hátt hlutfall af taxtahækkunum og
uppbótargreiðslum fara í skattinn,“
segir þar.
Vilhjálmur Birgisson, formaður
Verkalýðsfélags Akraness, segir eft-
ir kynningarfund í Ísfiski í gærmorg-
un að undirtektir hafi verið góðar.
,,Því meira sem ég hugsa um þennan
kjarasamning, þeim mun sannfærð-
ari er ég um að hann er risastór tíma-
mótasamningur fyrir íslenskt verka-
fólk. Ef ég lít aftur í tímann þá er
þetta einn besti kjarasamningur sem
gerður hefur verið fyrir verkafólk
sem tekur laun eftir launatöxtum í
marga áratugi,“ segir hann.
Spurður hvort hann verði var við
óanægju með að of langt sé í skatta-
breytingar stjórnvalda sem eru ekki
fyrirhugaðar fyrr en á fjárlögum
næsta árs segir Vilhjálmur rétt að
helsta gagnrýnin sem komið hafi
fram sé á þetta atriði. „Við erum að
bíða eftir nánari útfærslu stjórn-
valda á því hvort sé hægt að láta
þetta trappast inn með hraðari hætti
en fyrirhugað er. Við myndum fagna
því ef það yrði gert,“ segir hann.
„Ég heyri ekki annað en menn séu
bara nokkuð sáttir með þetta og
menn eru mjög jákvæðir gagnvart
þeirri nýbreytni að tengja launa-
breytingar við
hagvöxtinn og
finnst bæði
spennandi og
sanngjarnt að
samið sé um að ef
hagvöxturinn vex
skipti menn því á
milli sín,“ segir
Björn Snæ-
björnsson, for-
maður SGS og
Einingar-Iðju. Aðgerðir stjórnvalda
mælist líka vel fyrir, sérstaklega
breytingarnar í skatta- og húsnæð-
ismálum og lenging fæðingarorlofs-
ins sem lengi hafi verið barist fyrir.
Aðspurður segir hann það rétt að
menn hefðu viljað sjá skattalækkan-
irnar koma fyrr til framkvæmda.
„En þetta kemur.“
Spurt um styttingu vinnutíma
Mikið var spurt um styttingu
vinnuvikunnar þegar nýr kjara-
samningur VR við SA var kynntur
sl. mánudagskvöld. Í lífskjarasamn-
ingnum var samið um 45 mínútna
styttingu á vinnutíma á viku frá og
með 1. janúar 2020. Útfærsla stytt-
ingarinnar er í höndum hvers vinnu-
staðar fyrir sig. Að sögn Ragnars
Þórs Ingólfssonar, formanns VR,
var húsfyllir á fundinum, allt gekk
vel fyrir sig og mikið var spurt. „Það
sem brann svolítið á fólki var út-
færslan á styttingu vinnuvikunnar.
Þetta hljómar ekki mikið, níu mín-
útur á dag, en ef aðrir möguleikar
eru teknir sem standa fólki til boða,
m.a. að breyta vinnufyrirkomulag-
inu og kaffitímunum, þá er þetta um-
talsvert mikil stytting,“ sagði hann.
Ragnar nefnir að eitt af því sem er
óljóst eftir undirritun kjarasamn-
ingsins sé að á síðustu metrunum
var samið um að ríkið myndi auka
skattalækkanir á milli- og lægri
tekjuhópa úr sjö þúsund kr. í 10 þús-
und og einnig taka út frystingu á
persónuafslætti. Ekki gafst tími til
að útfæra nákvæma leið hvað þetta
varðar. „Við töldum bara skynsam-
legra að ná samningnum sem fyrst
þannig að hækkanirnar taki gildi
sem fyrst. Það er gríðarlegt hags-
munamál líka fyrir okkar félags-
menn að þetta komi til framkvæmda
sem allra fyrst og launafulltrúar fyr-
irtækja hafi eins mikinn tíma og
hægt er til að ganga frá þessu öllu
saman.“
Vilhjálmur
Birgisson
Björn
Snæbjörnsson
Ragnar Þór
Ingólfsson
Ekki liggur fyrir hvaða sveitarfélög
munu taka þátt í útboði Strætó og
Reykjavíkurborgar á akstursþjón-
ustu fatlaðra fyrir næstu ár. Hafn-
arfjarðarbær dró sig út úr sam-
starfi sveitarfélaganna vegna
kostnaðar og Kópavogsbær hefur
ekki tekið þátt.
Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri
í Mosfellsbæ, segir að ákveðið hafi
verið að fulltrúar nokkurra sveitar-
félaga og Strætó muni hittast til að
fara yfir málin á næstunni og meta
hvaða leiðir séu skynsamlegastar.
Aukinn kostnaður
Kostnaður hefur aukist mikið.
Samkvæmt nýju kostnaðarmati
nálgast kostnaður Mosfellsbæjar
100 milljónir á ári en hann var 40
milljónir við upphaf samstarfsins.
Haraldur segir að þótt íbúum hafi
fjölgað og þjónusta verið aukin sé
þetta samt mikil hækkun kostn-
aðar.
Núverandi samningur við verk-
taka rennur út um næstu áramót.
Þótt unnið hafi verið að undirbún-
ingi útboðs hefur ekki verið ákveðið
hvaða sveitarfélög standa að því.
Mosfellsbær, Garðabær og Sel-
tjarnarnes eru að velta því fyrir sér
hvernig best sé að standa að mál-
um. Haraldur segir hugsanlegt að
leita þurfi eftir framlengingu samn-
inga við núverandi verktaka um
nokkra mánuði til að nægur tími
gefist til undirbúnings nýju útboði.
helgi@mbl.is
Velta fyrir sér þátttöku í út-
boði akstursþjónustu fatlaðra
Óvissa í kjölfar
útgöngu Hafnar-
fjarðarbæjar
Morgunblaðið/Kristinn
Ferðaþjónusta Ekki liggur fyrir
hvaða sveitarfélög verða með.
Styrkur svifryks
var verulegur í
Reykjavík í gær.
Ástæðan er sand-
fok frá söndunum
á Suðurlandi.
Samkvæmt
upplýsingum frá
Veðurstofunni er
gert ráð fyrir
svipuðum veður-
farsaðstæðum í
dag og því mögulegt að styrkur svif-
ryks verði hár áfram af sömu orsök-
um.
Sólarhringsheilsuverndarmörkin
fyrir svifryk eru 50 míkrógrömm á
rúmmetra. Síðdegis í gær voru
klukkustundargildi svifryks við
Grensásveg 295 míkrógrömm á
rúmmetra. Við Njörvasund/Sæbraut
voru þau 303 míkrógrömm á rúm-
metra, í Fjölskyldu- og húsdýra-
garðinum 139 míkrógrömm á rúm-
metra og í mælistöðinni við Fossa-
leyni/Víkurveg 343 míkrógrömm á
rúmmetra.
Svifryk frá
söndunum á
Suðurlandi
Mengun Mikið
svifryk í Reykjavík.
Gæti haldið áfram
Nýjum Páli Jónssyni GK var
hleypt af stokkunum hjá Al-
kor-skipasmíðastöðinni í Pól-
landi í vikunni. Skipið er
smíðað fyrir Vísi hf. í Grinda-
vík og er fyrsta nýsmíði fyrir-
tækisins á skipi af þessari
stærðargráðu í rúmlega
hálfrar aldar sögu þess. Skip-
ið er sérhannað til línuveiða
og er væntanlegt til heima-
hafnar í Grindavík í haust.
Nýja skipið er 45 metra langt
og 10,5 metra breitt.
Að sögn Péturs H. Páls-
sonar, framkvæmdastjóra
Vísis, hefur smíði skipsins
gengið vel. Sömuleiðis sam-
skiptin við pólsku skipa-
smíðastöðina sem áður hefur
unnið ýmis verkefni fyrir Vísi
við endurnýjun á skipum
fyrirtækisins. Nýr Páll Jóns-
son GK leysir af hólmi eldra
skip með sama nafni.
Væntan-
legur til
Grindavík-
ur í haust
Ljósmynd/Kjartan Viðarsson
Nýjum Páli Jónssyni GK hleypt af stokkunum í Póllandi
Sáttafundur
var í kjara-
deilu sam-
flots iðn-
aðarmanna
og SA í gær
og eru fundir
boðaðir í dag
og á morgun.
Spurður
hvort byggt
verði á lífs-
kjarasamningnum í viðræðunum
sagði Kristján Þórður Snæbjarn-
arson, formaður Rafiðnaðar-
sambandsins, að ekkert hafi verið
farið efnislega í það. „Við erum
með í kröfugerð okkar að ná fram
auknum kaupmætti launa fyrir
iðnaðarmenn og reyna að leita
leiða til að stytta vinnuvikuna.
Það er margt sem er búið að
vinna með sem okkur hugnast al-
veg en það þarf að klára ýmis mál
þessu tengd án þess að ég geti
farið dýpra ofan í það.“
Ná auknum
kaupmætti
IÐNAÐARMENN OG SA
Kristján Þórður
Snæbjarnarson