Morgunblaðið - 11.04.2019, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 11.04.2019, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 2019 PÁSKATILBOÐ 20% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM INNRÉTTINGUM TIL PÁSKA Fríform ehf. Askalind 3, 201 Kópavogur. 562–1500 Friform.is Úrslit kosninga í Ísrael sl.þriðjudag voru tvísýn og út- gönguspár reyndust villandi.    Fyrstu niður-stöður þeirra voru að Netanyahu forsætisráðherra hefði tapað fyrir lítt þekktum and- stæðingi.    Nú er talið aðNetanyahu hafi marið sigur og með stuðningi ann- arra tryggt meiri- hluta stjórnar sinn- ar. Á liðnu ári hefur batnandi samband Ísraels við Sádi-Arabíu vakið athygli en andstaða beggja ríkja við Íran réð mestu um það. Þá er eftir því tekið að Netan- yahu hefur ræktað samband sitt við Pútín forseta Rússlands þrátt fyrir að hann réði úrslitum um að Assad forseti hélt áfram völdum í Damaskus.    Vafalítið er að þétt samstarfforsætisráðherrans við for- seta Bandaríkjanna hefur komið sér mjög vel fyrir forsætisráð- herrann, enda er stuðningur Bandaríkjanna ennþá það sem mestu máli skiptir fyrir öryggis- stefnu stjórnar Ísraels.    Haldi stjórn hans velli út kjör-tímabilið verður Netanyahu sá forsætisráðherra Ísraels sem lengst hefur gegnt því embætti.    Nýliðnar kosningar og hörðandstaða við forsætisráð- herrann og opinberar ásakanir í hans garð gætu þó hugsanlega komið stjórn hans í uppnám þótt síðar yrði og stytt veru hans í stól forsætisráðherra. Benjamin Netanyahu Seigur leiðtogi STAKSTEINAR Donald Trump Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Á vegum forsætisráðuneytisins starfa nú 38 ólíkir starfshópar. Þar á meðal eru ýmsar nefndir, ráð og stýrihópar. Kostnaður ráðuneytisins vegna þess- ara hópa nam um 43 milljónum króna á síðasta ári. Þar með er ekki talinn kostnaður vegna vinnu annars fastra starfsmanna ráðuneytisins tengdrar starfi hópanna. Í átta hópum fá með- limir greitt fyrir störfin. Þetta kemur fram í svari Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra við fyr- irspurn Ingu Sæland, þingmanns og formanns Flokks fólksins, um starfs- hópa á vegum ráðuneytisins. Þar segir einnig að í eftirfarandi hópum fái með- limir, einn eða fleiri, laun fyrir unnin störf: í kærunefnd jafnréttismála, í nefnd til að leiða viðræður um sáttaum- leitanir við fyrrverandi sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, í nefnd um framtíðarstarfsemi á Hrafnseyri, í óbyggðanefnd, í úrskurð- arnefnd um upplýsingamál, í Jafnrétt- issjóði Íslands, í nefnd um umbætur á löggjöf á sviði tjáningar-, fjölmiðla- og upplýsingafrelsis og loks fá þeir sem eru í verkefnisstjórn um peninga- stefnu, þjóðhagsvarúð og fjármálaeft- irlit, greitt fyrir stjórnarsetuna. Katrín sagði ekki markmið í sjálfu sér að draga úr nefndarstarfi af þess- um toga heldur ylti fjöldi nefnda á um- fangi verkefna hverju sinni. 38 hópar undir forsætisráðuneyti  Átta meðlimir fá laun  43 m.kr. á ári  Ekki markmið að draga úr umsvifum Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Ráðuneytið 38 hópar starfa undir ráðuneyti Katrínar Jakobsdóttur. Björgvin Guðmunds- son viðskiptafræðingur lést í gær, 86 ára að aldri. Hann fæddist í Reykjavík 13. sept- ember 1932. Foreldrar hans voru Guðmundur Marel Kjartansson verkamaður og kona hans Katrín Jónsdóttir húsmóðir. Björgvin varð stúdent frá MR 1953 og viðskiptafræð- ingur frá Háskóla Ís- lands 1958. Hann var blaðamaður og frétta- ritstjóri við Alþýðu- blaðið 1953-1963 og á Vísi 1963- 1964. Björgvin var einn af umsjón- armönnum þáttarins Efst á baugi í Ríkisútvarpinu í tíu ár. Hann var forstjóri Bæjarútgerðar Reykjavík- ur (BÚR) í tvö ár, framkvæmda- stjóri Íslensks nýfisks í níu ár, starfsmaður stjórnarráðsins í 28 ár, skrifstofustjóri í viðskiptaráðuneyt- inu og sendifulltrúi í utanríkis- ráðuneytinu. Björgvin var borgarfulltrúi og borgarráðsmaður fyrir Alþýðuflokkinn í tólf ár, frá 1970-1982, Þá var hann formaður borgarráðs í eitt ár. Björgvin var for- maður stúdentaráðs 1955-1956, formaður Sambands ungra jafn- aðarmanna 1956-1962 og í flokksstjórn Al- þýðuflokksins 1956- 1990. Hann var for- maður fulltrúaráðs Al- þýðuflokksfélaganna í Reykjavík 1984-1986. Þá var Björg- vin formaður verðlagsráðs 1971- 1982 og gjaldeyrisnefndar bank- anna 1964-1982. Kona Björgvins var Dagrún Þor- valdsdóttir. Hún lést 2015. Þau áttu sex börn, Þorvald (f. 1953), Guð- mund (f. 1954), Björgvin (f. 1955), Þóri (f. 1957), Rúnar (f. 1959) og Hilmar (f. 1963). Andlát Björgvin Guðmundsson Atvinna
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.