Morgunblaðið - 11.04.2019, Page 8

Morgunblaðið - 11.04.2019, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 2019 PÁSKATILBOÐ 20% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM INNRÉTTINGUM TIL PÁSKA Fríform ehf. Askalind 3, 201 Kópavogur. 562–1500 Friform.is Úrslit kosninga í Ísrael sl.þriðjudag voru tvísýn og út- gönguspár reyndust villandi.    Fyrstu niður-stöður þeirra voru að Netanyahu forsætisráðherra hefði tapað fyrir lítt þekktum and- stæðingi.    Nú er talið aðNetanyahu hafi marið sigur og með stuðningi ann- arra tryggt meiri- hluta stjórnar sinn- ar. Á liðnu ári hefur batnandi samband Ísraels við Sádi-Arabíu vakið athygli en andstaða beggja ríkja við Íran réð mestu um það. Þá er eftir því tekið að Netan- yahu hefur ræktað samband sitt við Pútín forseta Rússlands þrátt fyrir að hann réði úrslitum um að Assad forseti hélt áfram völdum í Damaskus.    Vafalítið er að þétt samstarfforsætisráðherrans við for- seta Bandaríkjanna hefur komið sér mjög vel fyrir forsætisráð- herrann, enda er stuðningur Bandaríkjanna ennþá það sem mestu máli skiptir fyrir öryggis- stefnu stjórnar Ísraels.    Haldi stjórn hans velli út kjör-tímabilið verður Netanyahu sá forsætisráðherra Ísraels sem lengst hefur gegnt því embætti.    Nýliðnar kosningar og hörðandstaða við forsætisráð- herrann og opinberar ásakanir í hans garð gætu þó hugsanlega komið stjórn hans í uppnám þótt síðar yrði og stytt veru hans í stól forsætisráðherra. Benjamin Netanyahu Seigur leiðtogi STAKSTEINAR Donald Trump Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Á vegum forsætisráðuneytisins starfa nú 38 ólíkir starfshópar. Þar á meðal eru ýmsar nefndir, ráð og stýrihópar. Kostnaður ráðuneytisins vegna þess- ara hópa nam um 43 milljónum króna á síðasta ári. Þar með er ekki talinn kostnaður vegna vinnu annars fastra starfsmanna ráðuneytisins tengdrar starfi hópanna. Í átta hópum fá með- limir greitt fyrir störfin. Þetta kemur fram í svari Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra við fyr- irspurn Ingu Sæland, þingmanns og formanns Flokks fólksins, um starfs- hópa á vegum ráðuneytisins. Þar segir einnig að í eftirfarandi hópum fái með- limir, einn eða fleiri, laun fyrir unnin störf: í kærunefnd jafnréttismála, í nefnd til að leiða viðræður um sáttaum- leitanir við fyrrverandi sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, í nefnd um framtíðarstarfsemi á Hrafnseyri, í óbyggðanefnd, í úrskurð- arnefnd um upplýsingamál, í Jafnrétt- issjóði Íslands, í nefnd um umbætur á löggjöf á sviði tjáningar-, fjölmiðla- og upplýsingafrelsis og loks fá þeir sem eru í verkefnisstjórn um peninga- stefnu, þjóðhagsvarúð og fjármálaeft- irlit, greitt fyrir stjórnarsetuna. Katrín sagði ekki markmið í sjálfu sér að draga úr nefndarstarfi af þess- um toga heldur ylti fjöldi nefnda á um- fangi verkefna hverju sinni. 38 hópar undir forsætisráðuneyti  Átta meðlimir fá laun  43 m.kr. á ári  Ekki markmið að draga úr umsvifum Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Ráðuneytið 38 hópar starfa undir ráðuneyti Katrínar Jakobsdóttur. Björgvin Guðmunds- son viðskiptafræðingur lést í gær, 86 ára að aldri. Hann fæddist í Reykjavík 13. sept- ember 1932. Foreldrar hans voru Guðmundur Marel Kjartansson verkamaður og kona hans Katrín Jónsdóttir húsmóðir. Björgvin varð stúdent frá MR 1953 og viðskiptafræð- ingur frá Háskóla Ís- lands 1958. Hann var blaðamaður og frétta- ritstjóri við Alþýðu- blaðið 1953-1963 og á Vísi 1963- 1964. Björgvin var einn af umsjón- armönnum þáttarins Efst á baugi í Ríkisútvarpinu í tíu ár. Hann var forstjóri Bæjarútgerðar Reykjavík- ur (BÚR) í tvö ár, framkvæmda- stjóri Íslensks nýfisks í níu ár, starfsmaður stjórnarráðsins í 28 ár, skrifstofustjóri í viðskiptaráðuneyt- inu og sendifulltrúi í utanríkis- ráðuneytinu. Björgvin var borgarfulltrúi og borgarráðsmaður fyrir Alþýðuflokkinn í tólf ár, frá 1970-1982, Þá var hann formaður borgarráðs í eitt ár. Björgvin var for- maður stúdentaráðs 1955-1956, formaður Sambands ungra jafn- aðarmanna 1956-1962 og í flokksstjórn Al- þýðuflokksins 1956- 1990. Hann var for- maður fulltrúaráðs Al- þýðuflokksfélaganna í Reykjavík 1984-1986. Þá var Björg- vin formaður verðlagsráðs 1971- 1982 og gjaldeyrisnefndar bank- anna 1964-1982. Kona Björgvins var Dagrún Þor- valdsdóttir. Hún lést 2015. Þau áttu sex börn, Þorvald (f. 1953), Guð- mund (f. 1954), Björgvin (f. 1955), Þóri (f. 1957), Rúnar (f. 1959) og Hilmar (f. 1963). Andlát Björgvin Guðmundsson Atvinna

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.