Morgunblaðið - 11.04.2019, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 11.04.2019, Qupperneq 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 2019 *F or se nd ur áb yr gð ar er u re gl ul eg t þj ón us tu ef tir lit se m ka up an di be r ko st na ð af .L es tu m ei ra um áb yr gð in a á w w w .k ia .c om /a by rg d. *G re id d he ild ar fjá rh æ ð á 7 ár um er 5. 38 3. 13 9 kr .Á rle g hl ut fa lls ta la ko st na ða r er 9, 19 % Fylgdu straumnum 36.777 kr.M.v. 50% innborgun eða bíl í uppítökuog lán til 84 mánaða. Vextir 7,7 %. Afborgun á mánuði: ASKJA · Krókhálsi 11–13 · 110 Reykjavík · 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Kia á Íslandi. Fylgdu okkur á Facebook. facebook.com/kiamotorsisland Fjölhæfur fjölskyldubíll með allt að 64 km rafdrægni Nýr Kia Optima Plug-in Hybrid er vel búinn og umhverfismildur fjölskyldubíll. Hann hefur 440 lítra farangursrými og er því afar rúmgóður, með allt að 64 km rafdrægni og yfir 1.000 km heildardrægni á eldsneyti og rafmagni. Optima PHEV er bæði fáanlegur í Sportswagon og Sedan útgáfu. Komdu og reynsluaktu Kia Optima PHEV. Við tökum vel á móti þér. 4.590.777 kr. Optima PHEV EX á verði frá: Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Undirbúningur stendur nú yfir við að breyta Laugavegi í göngugötu til frambúðar. Morgunblaðið greindi frá því í gær að lögð hefur verið fram tillaga um áfangaskiptingu und- irbúnings þessa innan skipulags- og samgönguráðs. Þar kom fram að í sumar verður göngugatan stytt og umferð beint upp Laugaveginn á kaflanum frá Klapparstíg að Frakkastíg. Fréttir af þessum breytingum komu flatt upp á marga. „Ég er svekkt að þurfa að horfa upp á bílaröð fyrir utan búðina mína í sumar en ekki gangandi vegfar- endur,“ segir Tinna Brá Baldvins- dóttir, eigandi verslunarinnar Hrím við Laugaveg. Hún kveðst jákvæð fyrir göngugötum í miðborginni en er ósátt við að göngugötusvæðið skuli stytt í ár. Tinna telur að hafi flöskuháls myndast við Vatnsstíg áð- ur muni hann bara myndast við Klapparstíg nú. Hún vonast til að þessar breyt- ingar verði til þess að bílar geti ekki þverað göngugötuna eins og verið hefur. „Það er stórhættulegt. Það er tímaspursmál hvenær alvarlegt slys verður.“ Hvað umferð upp kafla Laugaveg- arins varðar kveðst Tinna ekki sjá tilganginn. „Það verður örugglega eitthvað kjánalegt. Fólk á eftir að verða hissa og finnast þetta skrítið. Fólk mun flauta og vera með læti held ég. Ég myndi gjarnan vilja fá betri skýringar á þessum hug- myndum borgarinnar.“ Óttast að þetta rugli fólk Sólveig Grétarsdóttir, rekstrar- stjóri Verslunar Guðsteins Eyjólfs- sonar, segist vera fylgjandi sumar- götum, jafnvel þó kúnnahópur verslunarinnar sé ekki endilega sama sinnis. „En ég held að það verði bara til að rugla fólk að breyta umferðinni svona. Margir nenna ekki lengur í miðbæinn út af þessum breytingum. Ég mun að sjálfsögðu reyna að tækla þetta og vona að Ís- lendingar haldi áfram að mæta á Laugaveginn.“ Björn G. Sæbjörns- son, verslunarstjóri í Brynju, segir að tíðindi af akstri upp Laugaveginn hafi komið sér mjög á óvart. „Það er vissulega ánægjulegt að það verður umferð fyrir framan verslunina hjá okkur, sem hefur ekki verið síðustu sjö eða átta ár. En ég skil ekki til- ganginn með þessu. Þeim hefur nú dottið ýmislegt skrítið í hug en að keyra upp Laugaveginn til að bílar mætist við Frakkastíg er stór- furðulegt. Og útskýringin er sú að þetta liðki til fyrir umferð. Þetta er algerlega ofar mínum skilningi.“ Spennandi tímar fram undan „Það stendur til að gera Lauga- veginn að göngugötu til frambúðar og ég held að þessi breyting á akst- ursstefnu sé skemmtileg leið til að breyta venjum fólks. Það er fínt að hrista aðeins upp í okkur og fá okkur til að breyta rútínunni,“ segir Guð- rún Jóhannesdóttir, framkvæmda- stjóri Kokku. Hún segir að umferðinni sé breytt vegna götuframkvæmda sem Veitur þurfa að ráðast í og séu hugsaðar til að tryggja sem best umferðarflæði. „Á tímum samkeppni við netið er lykilatriði að skapa skemmtilegt um- hverfi og ég held að það séu spenn- andi tímar fram undan í bænum.“ Undir þetta tekur Hörður Ágústs- son, eigandi Maclands: „Fólki mun kannski finnast þetta skrítið en ég sé bara tækifæri. Sjálfur hefði ég viljað hafa göngugötu fyrir utan hjá mér en þarna er komið til móts við marga og ég held að þetta sé góð lausn heilt yfir. Leiðindatími framkvæmda er að verða búinn og miðbærinn er að verða geggjaður.“ „Fólk mun flauta og vera með læti“  Skiptar skoðanir verslunarfólks við Laugaveg á ákvörðun um að snúa umferð þar við á kafla í sumar  Á að bæta umferðarflæði vegna framkvæmda  Varanlegar göngugötur undirbúnar Morgunblaðið/Hari Laugavegur Umferð verður beint upp Laugaveginn frá þessu horni Klapp- arstígs að Frakkastíg í sumar. Það er gert vegna framkvæmda í miðbænum. Varanlegar göngugötur » Í sumar verður göngugötu- svæðið minna en verið hefur, eða frá Ingólfsstræti að Klapp- arstíg. » Ekið verður upp Laugaveg frá Klapparstíg að Frakkastíg. » Eftir 1. október er vonast til að framkvæmdir geti hafist við að gera fyrsta áfanga að varanlegri göngugötu. Eins og kom fram í Morgunblaðinu í gær var umferð í báðar áttir um Bankastræti á stríðsárunum. Vitað er að ekið var í báðar áttir um Laugaveg fyrr á tíð enda var hann því sem næst eina leiðin inn og út úr bænum frá því hann var full- gerður undir lok nítjándu aldar. Blaðið hefur ekki upplýsingar um hvenær nákvæmlega Laugavegi var breytt í einstefnugötu en með hjálp Guðjóns Friðrikssonar sagn- fræðings tókst í gær að þrengja hringinn verulega. Í Vísi var að finna eftirfarandi klausu í sept- ember árið 1932. „Nú er í lögum það ákvæði, að skylt er að halda allri umferð um vegi á vinstra helmingi þeirra. Hvert mannsbarn í landinu veit, að þetta ákvæði er sett til þess að gera umferð greiðari og til þess að afstýra slysum. Nú hefir það ákvæði verið sett í umferðarreglur í Reykjavík, að aðeins megi aka inn Hverfisgötu og niður Laugaveg.“ Það er því ljóst að einstefnu- umferð hefur verið um Laugaveg í 87 ár, hið minnsta, þar til því verð- ur breytt 1. maí næstkomandi. Á herjeppa á leið austur Í gegnum tíðina hafa af og til birst frásagnir af því að ekið hafi verið upp Laugaveginn. Á seinni árum hefur sennilega verið al- gengast að um ungt fólk sé að ræða sem vill kanna hvort það komist upp með slíkt. Fyrr á tíð var það oftar fyrir misgáning. Þannig munu einhver dæmi um að her- menn úr hernámsliðum hafi talið að umferð væri í báðar áttir um Laugaveg. Og svo voru það þeir sem komu utan af landi og þekktu ekki til í borginni sem var að byggjast upp. Eftirfarandi sögu sagði Sigurður Hreiðar ritstjóri þegar Morgunblaðið leitaði til hans: „Það var bifreiðaeftirlitsmaður á Austurlandi sem fór í bæinn fyrir einhverja Austfirðinga til að ná í herjeppa. Það var farið að selja Ís- lendingum þá á árunum 1945-46. Blessaður karlinn áttaði sig ekki á því hvernig fyrirkomulagið var í Reykjavík. Hann kom upp Klappar- stíginn af Hverfisgötu og ætlaði svo að aka inn úr. Á þessum tíma voru umferðarlögregluþjónar á hverju strái og hann komst ekki langt áður en einn slíkur stökk í veg fyrir hann. „Hvað ert þú að fara maður minn? Heldurðu að þú getir bara keyrt upp Laugaveg- inn?“ spurði lögregluþjónninn. „Það er nú bara svoleiðis „venur“ að það er alveg ótrúlegt hvað hægt er að komast á þessum bílum. Þeir eru með „dref“ á öllum hjólum!“ Um 90 ár frá því síðast var ekið í báðar áttir um Laugaveg BLAÐ BROTIÐ Í SAMGÖNGUSÖGU BORGARINNAR Einstefna Auglýsing frá 1940 þar sem ítrekað er að einstefna sé á Laugavegi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.