Morgunblaðið - 11.04.2019, Page 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 2019
Fylgist með á facebook • Skoðið laxdal.is
Skipholti 29b • S. 551 4422
Ferðajakkar - Gallabuxur
Nýttu tímann - Laxdal er í leiðinni
Bæjarlind 6 | sími 554 7030
Við erum á facebook
Stakir jakkar
Kr. 8.900
Str. S-XXL
Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | VersluninBelladonna
Netverslun á www.belladonna.is
Str.
38-58
Flott föt, fyrir flottar konur
Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Stjórn hjúkrunar- og dvalarheimilis-
ins Brákarhlíðar í Borgarnesi skorar
á Svandísi Svavarsdóttur heilbrigð-
isráðherra að endurskoða við undir-
búning fjárlaga komandi árs, afstöðu
sína til tillagna um fjölgun hjúkrun-
arrýma innan núverandi húsnæðis
heimilisins. Þá eru þingmenn kjör-
dæmisins hvattir til að leggja málinu
lið, samfélaginu til heilla.
Stjórn Brákarhlíðar hefur á und-
anförnum vikum og mánuðum talað
fyrir óskum um fjölgun hjúkrunar-
rýma sem hún telur unnt að útbúa
innan núverandi húsnæðis. Hefur
heilbrigðisráðuneytið hafnað þeim,
meðal annars vegna skorts á fjár-
heimildum.
Ósamræmi í málflutningi
Annars vegar er um að ræða að
nota vannýtt rými til að bæta við fjór-
um herbergjum fyrir hjúkrunarrými
sem standast alla staðla varðandi
gerð og aðbúnað. Það telja stjórnend-
ur heimilisins að hægt sé að gera fyr-
ir verð eins en taka jafnframt fram að
ekki sé farið fram á að ráðuneytið
taki þátt í þeim kostnaði. Ríkið greið-
ir hins vegar dvalarkostnað heimilis-
fólks.
„Við höfum ítrekað fengið þau svör
að ekki séu til peningar á fjárlögum
fyrir þessari fjölgun og ekki fengið
neinn ádrátt um að óskað yrði eftir
fjármunum á komandi fjárlagaári.
Okkur finnst ekki samræmi í mál-
flutningi þegar rætt er um fjölgun
hjúkrunarrýma í landinu með bygg-
ingu nýrra heimila að fá þessi svör,“
segir Björn Bjarki Þorsteinsson,
framkvæmdastjóri Brákarhlíðar.
Hann segir jafnframt að þau rök
ráðuneytisins að vísa til góðrar stöðu
í heilbrigðisumdæmi Vesturlands
standist ekki skoðun því langur bið-
listi sé hjá Brákarhlíð og staðan ann-
ars staðar jafni ekki út biðlistana.
„Einstaklingar úr öðrum heilbrigðis-
umdæmum sækjast eftir því að búa í
Brákarhlíð og með tilkomu færni- og
heilsumatsnefnda á sínum tíma var
vistun hjúkrunarrýma ekki bundin
við íbúa hvers umdæmis fyrir sig. Því
er mikilvægt að geta virt vilja hvers
einstaklings, hvort sem hann kemur
af höfuðborgarsvæði eða annars
staðar frá,“ segir í ályktun stjórnar-
innar.
Full hjúkrun í dvalarrýmum
Hins vegar snúa óskir stjórnar
Brákarhlíðar að því að breyta dval-
arrýmum í hjúkrunarrými. Dvalar-
rýmum hefur fækkað mikið á landinu
og nú er svo komið að óvenju hátt
hlutfall dvalarrýma er í Brákarhlíð,
eða 17 af 52 varanlegum rýmum. Sjö
af þessum sautján einstaklingum eru
raunar með hjúkrunarrýmismat og
fá þjónustu í samræmi við það, þótt
heimilið fái ekki dvalarkostnað
greiddan sem því nemur. Ráðuneytið
hefur boðist til að skipta út tveimur
dvalarrýmum fyrir hvert hjúkrunar-
rými. Það telur stjórnin óásættan-
legt, ekki aðeins fyrir heimilið heldur
fyrir samfélagið allt, því eftir stæðu
auð rými.
Samkvæmt upplýsingum frá
Bjarka kostar rekstur á fjórum nýj-
um hjúkrunarrýmum rúmlega 45
milljónir á ári. Ef leyfi fengist til að
breyta þeim 7 dvalarrýmum sem nú
eru notuð fyrir einstaklinga sem
komnir eru með hjúkrunarrýmismat
og fá alla hjúkrunarþjónustu og
umönnun myndi það kosta ríkið
aukalega 42 milljónir á ári.
Bjarki ítrekar að sjálfseignar-
stofnunin myndi sjálf og í samstarfi
við sveitarfélögin kosta breytingar á
húsnæði og ekki leita eftir stuðningi
Framkvæmdasjóðs aldraðra eða
annarra opinberra sjóða í því efni.
Skora á ráðherra að
endurskoða afstöðu
Stjórn Brákarhlíðar býður upp á hagkvæma stækkun
Morgunblaðið/Theodór Kristinn Þórðarson
Brákarhlíð Hjúkrunar- og dvalarheimilið er sjálfseignarstofnun. Sveitar-
félögin og Samband borgfirskra kvenna eru aðalbakhjarlar þess.
„Hæ, ég heiti Gréta Thunberg. Ég
er loftslagsaðgerðasinni frá Svíþjóð.
Mér þykir fyrir því að hafa ekki get-
að verið með ykkur í dag. Þar sem ég
flýg ekki komst ég ekki. Mig langaði
bara að segja að við unga fólkið er-
um framtíðin. Nú blasir við okkur til-
vistarkreppa, loftslagsváin. Við unga
fólkið berum ekki ábyrgð á þessu
ástandi, við fæddumst bara inn í það.
Við erum engu að síður þau sem
munum líða mest fyrir þaðog það er
ekki sanngjarnt. Því þurfum við að
draga eldri kynslóðirnar til ábyrgðar
fyrir það sem þau eru búin að gera
og það sem þau halda áfram að gera.
Til þess þurfum við að bregðast við,
því að hver dagur sem líður án að-
gerða eru mistök og hvert ár sem líð-
ur án aðgerða er hörmulegt stórslys.
Við þurfum að gera eitthvað. Núna.“
Svona komst Gréta Thunberg að
orði í ávarpi sínu á ungmenna-
ráðstefnu um sjálfbæran lífsstíl í
Hörpu í gær, unglingsstúlkan sem
hefur vakið heimsathygli undan-
farið, síðast fyrir að vera tilnefnd til
friðarverðlauna Nóbels fyrir fram-
lag sitt til umhverfismála. Ávarpið
var að vísu í myndbandslíki, enda
gat Thunberg ekki mætt sjálf á
svæðið: hún flýgur ekki vegna meng-
unarinnar sem af hlýst.
Neitar að fljúga og
sendi því myndskeið
Gréta Thunberg ávarpaði gesti í Hörpu
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Rafræn boðskipti Loftslagshetjan
hvatti ráðstefnugesti til aðgerða.