Morgunblaðið - 11.04.2019, Síða 22

Morgunblaðið - 11.04.2019, Síða 22
en það eru 20 ár síðan við gengum til liðs við það. Sú ákvörðun var draum- ur margra í Póllandi um langan tíma,“ segir Czaputowicz og bendir á að einnig séu þrjátíu ár liðin frá því að járntjaldið féll. Þá hafi Pól- verjar viljað auka samskipti sín við Evrópu og taka þátt í Atlantshafs- bandalaginu og segir Czaputowicz að báðar þær ákvarðanir hafi reynst þess virði fyrir Pólverja. Vilja efla pólskukennslu Samskipti Íslands og Póllands hafa farið mjög vaxandi á síðustu ár- um, en það má ekki síst rekja til þess að um 20.000 Pólverjar hafa hér fasta búsetu, og eru þeir fjöl- mennastir erlendra ríkisborgara hér á landi. Czaputowicz segir góð sam- skipti ríkjanna forgangsmál og nefn- ir sem dæmi þá staðreynd að Pól- land sé eitt af fimmtán ríkjum sem starfræki hér sendiráð. Hann segir að eitt af því sem hann hafi rætt við Guðlaug Þór utanrík- isráðherra á fundinum hafi verið kennsla fyrir pólskumælandi börn á móðurmáli þeirra. „Sumir skólar bjóða upp á þann möguleika að nem- endur fái kennslu á pólsku,“ segir Czaputowicz, og nefnir Selfoss sem dæmi, þar sem 45 pólskir nemendur njóti aðgangs að pólskumælandi kennurum. „Önnur lausn sem skólar geta boðið upp á er að hafa tíma á laugardögum, sem er ekki jafngóð lausn,“ segir Czaputowicz en bætir við að þessi kennsla sé nú frekar einskorðuð við minni sveitarfélögin. „Við myndum vilja sjá að einn eða tveir skólar á höfuðborgarsvæðinu gætu boðið pólskum nemendum upp á kennslu á móðurmáli þeirra,“ segir ráðherrann en bætir við að það fari eftir vilja sveitarfélagsins. Mörg viðskiptafæri í boði Þá segir Czaputowicz að utanrík- isverslun milli ríkjanna hafi farið vaxandi á síðustu árum og að hún geti enn aukist í framtíðinni. Hann nefnir sem dæmi hina miklu þekk- ingu sem Íslendingar hafi upp á að bjóða í nýtingu jarðvarma. Þá séu útflutningsgreinar Pólverja fjöl- breyttar, ekki síst í landbúnaði. „Sem dæmi þá flytjum við út epli til flestra ríkja Evrópusambandsins, en ekki til Íslands,“ segir Czaputowicz. Þá sé ferðamennska sífellt mikil- vægari þáttur í samskiptum ríkjanna. Ráðherrann bendir á að hingað til lands komi um 70.000 Pól- verjar á ári hverju, sem sé mjög hátt hlutfall, og að á móti hafi Íslend- ingar um langt skeið getað flogið beint til fjögurra borga í Póllandi, og sú fimmta, Kraká, sé að bætast við í sumar. Það sé mikilvægt, því að aukin samskipti af þessu tagi séu lykillinn að góðu samstarfi ríkjanna. Morgunblaðið/Eggert Pólland Jacek Czaputowicz, utanríkisráðherra Póllands, segir góð samskipti við Ísland skipta miklu máli. Mörg tækifæri í boði  Utanríkisráðherra Póllands heimsótti landið um helgina  Vilja auka móðurmálskennslu fyrir pólsk börn hérlendis VIÐTAL Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is „Það er margt líkt með þjóðum okk- ar,“ segir Jacek Czaputowicz, utan- ríkisráðherra Póllands, en hann var staddur hér á landi um síðustu helgi og fundaði þá meðal annars með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkis- ráðherra og Guðna Th. Jóhannes- syni, forseta Íslands. Czaputowicz var þá á heimleið af fundi utanríkisráðherra Atlants- hafsbandalagsins í Washington, en þar var þess minnst að 70 ár eru lið- in frá undirritun Atlantshafssátt- málans. Hann tekur fram að þar hafi ekki bara verið um afmælisfögnuð að ræða heldur hafi þetta einnig verið hefðbundinn ráðherrafundur banda- lagsins. „Við ræddum þar þær ógnir sem steðja að bandalaginu. Þær eru í raun svipaðar og þær sem voru þegar bandalagið var stofnað þar sem hin árásargjarna stefna Rúss- lands er meginógnin,“ segir Czap- utowicz. Hann vísar þar sérstaklega til hegðunar Rússa í Úkraínu og Sýrlandi, sem og þess þrýstings sem nágrannar Rússlands finni fyrir í sí- auknum mæli. „Árið í ár er einnig visst afmælis- ár fyrir Pólland innan bandalagsins, 22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 2019 VIÐ TENGJUMÞIG KORTA býður uppá örugga greiðsluþjónustu og hagkvæm uppgjör. Posar, greiðslusíður, áskriftagreiðslur eða boðgreiðslur. Greiðslumiðlun er okkar fag. Suðurlandsbraut 30, 108 Reykjavík, 558 8000 / korta@korta.is / korta.is Fjölmargir íslenskir skák-menn höfðu náð góðumúrslitum í fyrstu þremurumferðum Reykjavíkur- skákmótsins sem hófst í Hörpu á mánudaginn. Má þar nefna sigur hins 15 ára gamla Stephans Briem í 1. umferð yfir bandaríska stór- meistaranum Andrew Tang og sig- ur Braga Þorfinnssonar á Indverj- anum Abhijeet Gupta, sem vann Reykjavíkurskákmótið 2016. Eftir þriðju umferð voru fimm skák- menn með fullt hús vinninga og þekktastir þeirra Armenarnir Movsesian og Hovhannisjan, 26 skákmenn voru með 2½ vinning, þ.á m. Hannes Hlífar Stefánsson, Bragi Þorfinnsson, Sigurbjörn Björnsson, Tinna Kristín Finn- bogadóttir og Pétur Pálmi Harðar- son. Röðunarkerfið í fyrstu fimm um- ferðunum virkar þannig að þeir sem liggja á svipuðu stigabili tefla saman. Mótshaldarinn vill með þessum hætti koma til móts við það sjónarmið að erfitt sé að sækja titiláfanga þegar mikill stigamunur er á keppendum. Um nánari úrslit er hægt að benda á skak.is og góða heimasíðu mótsins. Sigurbjörn Björnsson hefur teflt nokkrar af skemmtilegustu skák- um mótsins. Hann átti unnið tafl gegn Brasilíumanninum Fier í 2. umferð, samdi of snemma en sýndi klærnar í 3. umferð, sem fram fór samdægurs, en þá tefldi hann við Djukic frá Svartfjallalandi. Sá valdi hið hvassa drekaafbrigði Sikileyjarvarnar – kínversku leið- ina, en kom ekki að tómum kofun- um því að Sigurbjörn Björnsson hafði teflt þetta áður á Gestamóti Goðans í Stúkunni á Kópavogsvelli fyrir nokkrum árum. Skákir þess móts voru ekki birtar opinberlega en það liggur fyrir að Sigurbjörn lagði út í þá baráttu með „nýja“ vitneskju um helstu galla „Kín- verska drekans“. Hann tekur óhik- að slaginn í vinsælum byrjunum og heldur vonandi áfram á sömu braut: Sigurbjörn Björnsson – Nikola Djukic Sikileyjarvörn 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 g6 6. Be3 Bg7 7. f3 0-0 8. Bc4 Rc6 9. Dd2 Bd7 10. 0-0-0 Hb8 Upphafsleikur „Kínverska drek- ans“. Algengara er 10. … Hc8. 11. Bb3 Ra5 12. h4 b5 13. h5 Rc4 14. De1!? Ekkert er nýtt undir sólinni, svipuð hugmynd sást í skák Fisc- hers við Gligoric fyrir 60 árum! Hvítur heldur í b3-biskupinn, sem á svo sannarlega eftir að koma við sögu. 14. … Rxe3 15. Dxe3 b4 Hann má vara sig á 15. … a5 vegna 16. h6! Bh8 17. e5 dxe5 18. Rc6 o.s.frv. 16. Rce2 Da5?! Krítíski leikurinn er 16. … e5 sem hvítur verður að svara með 17. Rf5 gxf5 18. h6 með miklum flækj- um. 17. g4 Dc5 18. Kb1 Hfc8 19. hxg6 hxg6 20. Rf4 Dg5? Ekki góður reitur fyrir drottn- inguna. Hann varð að leika 20. … e6. 21. Rf5! gxf5 22. gxf5 Rg4 Reynir að loka g-línunni en árás- in kemur úr annarri átt. 23. Bxf7+! Kxf7 24. Db3+ Kf8 25. Rg6+ Dxg6 26. fxg6 Re5 27. De3 Be8 28. Hh7 Bxg6 Reynir að berjast með þrjá létta fyrir drottningu en Sigurbjörn gef- ur engin grið. 29. Hxg7! Kxg7 30. f4 Rc4 31. Dd4+ e5 32. Dxa7+ Kf8 33. Hh1 Bf7 34. Hh7 Rd2+ 35. Kc1 – og svartur gafst upp. Fjórða umferð hófst í gær kl. 17. en þá tefldi Bragi Þorfinnsson við Norðmanninn Johan-Sebastian Christiansen, Hannes Hlífar við Frakkann Alashtar Aasef, Jóhann Hjartarson við Vigni Vatnar Stef- ánsson og Sigurbjörn Björnsson við Vladimir Potkin. Helstu úrslit lágu ekki fyrir þegar blaðið fór í prentun. GAMMA er stærsti styrktaraðili Reykjavíkurskákmóts- ins. Að ráða niðurlögum „kínverska drekans“ Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.