Morgunblaðið - 11.04.2019, Síða 24
24 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 2019
BAKSVIÐ
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Vinnuvika nemenda í Mennta-
skólanum við Hamrahlíð (MH) er
milli 40 og 50 klukkustundir að sögn
Bóasar Valdórssonar, sálfræðings
við skólann. Þetta er að teknu tilliti
til mætingar í kennslustundir,
heimanáms, launaðrar vinnu og
skipulagðra æfinga vegna tónlistar-
náms, íþróttaiðkunar o.fl. Þá segjast
50% nemenda
skólans ekki hafa
verið útsofnir síð-
ustu þrjátíu
daga.
Bóas var einn
málshefjenda á
ráðstefnu Guð-
brandsstofnunar
á Hólum í Hjalta-
dal um kvíða sem
fram fór sl. helgi.
Landlæknisemb-
ættið, Geðhjálp, Háskólinn í
Reykjavík, Háskólinn á Akureyri og
Félag íslenskra músíkþerapista
komu að ráðstefnunni. Farið var um
víðan völl og örfyrirlestrum, svo-
nefndum kveikjum, skipt í fjórar
lotur sem höfðu yfirskriftirnar líf í
snjöllum heimi, lífskapphlaupið, líf
og lýðheilsa og ráð við kvíða. Meðal
annars var fjallað um svefn og
kvíða, loftslagsmál og kvíða, niður-
stöður úr verkefninu Áfallasögur
kvenna og kulnun.
Flókið tímabil ævinnar
Bóas fjallaði um kvíða út frá sjón-
arhóli framhaldsskólanema. Boðið
hefur verið upp á sálfræðiþjónustu í
MH í þrjú ár og víðar í framhalds-
skólum. „Ég velti því upp um
helgina hvaða væntingar og kröfur
við gerum til unga fólksins,“ segir
Bóas í samtali við Morgunblaðið.
„Mér finnst við oft gleyma því að
það hefur alltaf verið flókið að vera
ungur, það er eðlilegt að því fylgi
ákveðnar krísur. Það er eðlilegt að
eiga í erfiðleikum þegar maður er
að reyna að finna sína fjöl í lífinu,
upplifa nýjar aðstæður í fyrsta
skipti og takast á við þær. Þetta
getur verið ruglingslegt tímabil,“
segir hann. „Á sama tíma er þetta
tímabil ótrúlega þroskandi og mik-
ilvægt er að unga fólkið fái tækifæri
til að taka út þann þroska sem
fylgir, við getum ekki verndað fólk
fyrir lífinu,“ segir Bóas.
Fleira valdi en snjallsímarnir
Spurður hvort umræða um
„kvíðafaraldur“ hér á landi sé þá
mögulega tilkomin vegna meiri um-
ræðu um slíka kvilla kveður Bóas já
við. „Ég freistast til að nálgast mál-
ið þannig, já. Það eru ekki sterkar
vísbendingar um að kvíðaraskanir
séu að aukast. Það eru ákveðnir list-
ar yfir einkenni sem hækka og
lækka milli ára sem gefa okkur vís-
bendingar um að ungt fólk þekki
kannski betur tilfinningalíf sitt. Að
ungt fólk sé meðvitaðra og nefni
hlutina réttum nöfnum,“ segir Bóas
Samfélagsmiðlar og snjallsímar
eru gjarnan ofarlega á baugi þegar
rætt er um orsakir kvíða. Bóas seg-
ir að fleiri hlutir valdi álagi og kvíða
heldur en snjallsímar, en hann hef-
ur skoðað málið í víðara samhengi.
Hann segir að t.d. séu merki þess í
MH að nemendur skólans sofi ekki
nægilega mikið.
„Um 50% nemenda í mínum skóla
segjast aldrei hafa verið útsofin síð-
ustu þrjátíu daga og þetta er ítrek-
að nokkur ár aftur í tímann. Það er
ekki ólíklegt að þetta hafi bein áhrif
á það hvernig fólk tekst á við mót-
læti og tekst á við dagleg verkefni.
Fólk verður tilfinninganæmara,“
segir hann.
Áhyggjur af mikilli vinnu
Vinnuálag nemenda er einnig of-
arlega í huga Bóasar, en hann hefur
kortlagt þessa hluti hjá nemendum
MH. Vinnuvika hjá nemendum í
MH er að jafnaði 40-50 klukku-
stundir. „Ég myndi segja að það sé í
meira lagi. Þetta gildir um þær
formlegu skyldur sem nemendurnir
hafa tekið að sér í venjulegri viku,
þ.e.a.s. mætingu í kennslustundir,
heimanám, launaða vinnu og form-
lega skipulagðar æfingar (tónlist,
íþróttir o.fl.),“ segir Bóas.
„Þetta er uppskrift að streitu og
er líklegt til að valda álags-
einkennum sem gætu líkst kvíða, en
eiga frekar uppruna í álagi heldur
en að þau séu tilkomin vegna geð-
sjúkdóma,“ segir Bóas sem fer jafn-
an markvisst yfir atriði tengd álagi
þegar nemendur leita til hans. „Ég
ræði það hvernig hægt er að draga
úr álaginu, samviskubit og hvernig
finna má klukkutíma til að komast
yfir hlutina,“ segir Bóas. „Stundum
þarf að forgangsraða með því að
sleppa hlutum á kostnað annarra.
Ef skólinn er í forgangi, þá gæti
þurft að draga úr á tómstundavett-
vanginum,“ segir hann og kveðst
einnig hugsi yfir því hve miklum
tíma nemendur verji á vinnumark-
aði í venjulegri skólaviku.
Vinnuálagið uppskrift að streitu
Vinnuvika nemenda í MH 40-50 klukkustundir Helmingur nemenda segist ekki sofa nóg
Erfiðleikar eðlilegir þegar ungt fólk finnur fjöl sína Guðbrandsstofnun hélt ráðstefnu um kvíða
Morgunblaðið/Hari
MH Sálfræðingur segir fleiri skýringar geta verið á kvíða en snjalltæki. Í þessu samhengi nefndir hann t.d. svefnleysi.
Bóas
Valdórsson
„Við höfum orð-
ið vör við kvíða í
samfélaginu á
mjög mörgum
sviðum. Bæði
hjá unga fólkinu
okkar, öryrkjum
og öldruðum svo
dæmi séu nefnd.
Á ráðstefnunni
voru til dæmis
erindi um fjármál öryrkja og aldr-
aðra. Það má segja að það sé
kvíði alls staðar í samfélaginu,“
segir Solveig Lára Guðmunds-
dóttir, vígslubiskup á Hólum í
Hjaltadal. Aðspurð segist hún þó
ekki finna fyrir miklum kvíða í
kirkjusamfélaginu. „Ein hliðin á
auknum kvíða er tengslaleysi
fólks við uppruna sinn. Þeir sem
eru í kirkjusamfélaginu og rækta
sitt samband við almættið standa
á traustari fótum. Það er mín
skoðun,“ segir hún. Aftur á móti
leita margir til kirkjunnar vegna
kvíða, að hennar sögn.
„Það er gríðarlega mikil sál-
gæsla sem unnin er af prestum í
samfélaginu. Þar kemur kvíði
mjög oft upp á yfirborðið,“ segir
hún.
Ræða um kvíða við presta
FRÁ SJÓNARHÓLI ÞJÓÐKIRKJUNNAR
Solveig Lára
Guðmundsdóttir
Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is
Höfum sérhæft okkur í Toyota viðgerðum síðan 1995
Fljót, örugg og persónuleg þjónusta
Allar almennar bílaviðgerðir
Bláu húsin v/Faxafen
Sími 553 7355 • www.selena.is • Selena
undirfataverslun • Næg bílastæði
Frábært
úrval af
sundfötum
Vantar þig pípara?
FINNA.is