Morgunblaðið - 11.04.2019, Side 29
FRÉTTIR 29Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 2019
Erlendar einkaþotur lenda reglu-
lega á Akureyrarflugvelli. Aðallega
hefur þetta verið á vorin og sumrin
en undanfarin ár hefur þessi umferð
aukist að vetri til. Nákvæmar tölur
um fjölda þessara véla lágu ekki fyr-
ir hjá Isavia.
Um síðustu helgi voru þrjár þotur
á vellinum og viðmælendur blaðsins
töldu líklegt að farþegarnir hefðu
flestir komið hingað til að fara á
skíði á Tröllaskaga, en nokkur fyrir-
tæki bjóða upp á slíka þjónustu
norðan heiða.
Þannig er nokkuð algengt að gest-
ir lúxushótelsins að Deplum í Fljót-
um komi hingað til lands á einkaþot-
um og lendi á Akureyri. Þaðan hefur
farþegum vélanna ýmist verið flogið
í þyrlum á áfangastað í Fljótum, eða
verið flogið með litlum flugvélum
sem hafa lent á Siglufirði. Einnig
hafa gestir hótelsins farið akandi í
Fljótin frá Akureyri.
Að sögn Hauks Sigmarssonar,
framkvæmdastjóra Eleven Experi-
ence á Íslandi, sem rekur hótelið á
Deplum, koma gestir hótelsins þó
flestir í áætlunarflugi norður til Ak-
ureyrar.
Einkaþotur algengar
á Akureyrarflugvelli
Morgunblaðið/Björn Jóhann
Akureyrarflugvöllur Um síðustu helgi voru þrjár einkaþotur á vellinum, nokkuð sem telst orðið algeng sjón.
Skilvís erlendur
ferðamaður kom
á lögreglustöð-
ina á Selfossi í
gær með peninga
sem hann fann
við Hörpu og
óskaði eftir að-
stoð lögreglu við
að finna eiganda
þeirra.
Frá þessu var
sagt á facebooksíðu lögreglunnar á
Selfossi. Þar segir að eigandi pen-
inganna, eða sá sem hefur upplýs-
ingar um eigandann, skuli hafa
samband við lögregluna á Suður-
landi.
Þar er ennfremur tekið fram að
eigandi peninganna verði að geta
gert grein fyrir eignarhaldi sínu á
þeim.
Lögreglan leitar eig-
anda peninga sem
fundust við Hörpu
Fé Eigandi beðinn
um að vitja þess.
Læknaráð Landspítala hvetur yfir-
völd, innflutningsaðila og markaðs-
leyfishafa til að tryggja öryggi
sjúklinga með því að koma í veg
fyrir lyfjaskort í landinu.
Í ályktun sem ráðið samþykkti
síðasta föstudag segir að það hafi
alltof oft gerst á undanförnum ár-
um að lífsnauðsynleg lyf séu ekki
fáanleg hér á landi. Það valdi ekki
bara óþægindum læknunum sem
ávísa lyfjunum, heldur geti það
einnig reynst sjúklingunum lífs-
hættulegt. Tilgreint sé í fyrstu
grein lyfjalaga frá 1994 að mark-
mið laganna sé að tryggja lands-
mönnum nægt framboð af lyfjum.
„Ástæður lyfjaskorts eru marg-
víslegar eins og framleiðsluvandi,
flutningur lyfja til landsins, of fá
samheitalyf, afskráning lyfja eða
kröfur um lágmarksmagn í pöntun
á lyfjum. Ábyrðin er á höndum
markaðsleyfishafa, innflutnings-
aðila og yfirvalda.
Læknaráð Landspítala hvetur
alla hlutaðeigandi, sérstaklega yfir-
völd, til að tryggja öryggi sjúklinga
með því að koma í veg fyrir lyfja-
skort í landinu. Taka þurfi höndum
saman í þessu skyni.
Vilja að komið verði
í veg fyrir lyfjaskort
Göngudeild SÁÁ
á Akureyri var
opnuð aftur síð-
astliðinn mánu-
dag, 8. apríl.
Henni hafði verið
lokað 1. mars
vegna fjárskorts
því ekki höfðu
náðst samningar
á milli Sjúkra-
trygginga Ís-
lands og SÁÁ um göngudeildar-
þjónustu á Akureyri. Nýverið
náðust samningar um þessa þjón-
ustu og því var deildin opnuð aftur.
Í þeim felst að ríkið kaupir þjón-
ustu af SÁÁ á Akureyri og í
Reykjavík fyrir 100 milljónir króna.
Göngudeild SÁÁ
nyrðra opnuð á ný
Akureyri Göngu-
deild SÁÁ opin á ný.
Endursöluaðilar á landsbyggðinni: Jötunn vélar Selfossi, Akureyri og Egilsstöðum - Bike Tours Grindavík