Morgunblaðið - 11.04.2019, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 11.04.2019, Qupperneq 29
FRÉTTIR 29Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 2019 Erlendar einkaþotur lenda reglu- lega á Akureyrarflugvelli. Aðallega hefur þetta verið á vorin og sumrin en undanfarin ár hefur þessi umferð aukist að vetri til. Nákvæmar tölur um fjölda þessara véla lágu ekki fyr- ir hjá Isavia. Um síðustu helgi voru þrjár þotur á vellinum og viðmælendur blaðsins töldu líklegt að farþegarnir hefðu flestir komið hingað til að fara á skíði á Tröllaskaga, en nokkur fyrir- tæki bjóða upp á slíka þjónustu norðan heiða. Þannig er nokkuð algengt að gest- ir lúxushótelsins að Deplum í Fljót- um komi hingað til lands á einkaþot- um og lendi á Akureyri. Þaðan hefur farþegum vélanna ýmist verið flogið í þyrlum á áfangastað í Fljótum, eða verið flogið með litlum flugvélum sem hafa lent á Siglufirði. Einnig hafa gestir hótelsins farið akandi í Fljótin frá Akureyri. Að sögn Hauks Sigmarssonar, framkvæmdastjóra Eleven Experi- ence á Íslandi, sem rekur hótelið á Deplum, koma gestir hótelsins þó flestir í áætlunarflugi norður til Ak- ureyrar. Einkaþotur algengar á Akureyrarflugvelli Morgunblaðið/Björn Jóhann Akureyrarflugvöllur Um síðustu helgi voru þrjár einkaþotur á vellinum, nokkuð sem telst orðið algeng sjón. Skilvís erlendur ferðamaður kom á lögreglustöð- ina á Selfossi í gær með peninga sem hann fann við Hörpu og óskaði eftir að- stoð lögreglu við að finna eiganda þeirra. Frá þessu var sagt á facebooksíðu lögreglunnar á Selfossi. Þar segir að eigandi pen- inganna, eða sá sem hefur upplýs- ingar um eigandann, skuli hafa samband við lögregluna á Suður- landi. Þar er ennfremur tekið fram að eigandi peninganna verði að geta gert grein fyrir eignarhaldi sínu á þeim. Lögreglan leitar eig- anda peninga sem fundust við Hörpu Fé Eigandi beðinn um að vitja þess. Læknaráð Landspítala hvetur yfir- völd, innflutningsaðila og markaðs- leyfishafa til að tryggja öryggi sjúklinga með því að koma í veg fyrir lyfjaskort í landinu. Í ályktun sem ráðið samþykkti síðasta föstudag segir að það hafi alltof oft gerst á undanförnum ár- um að lífsnauðsynleg lyf séu ekki fáanleg hér á landi. Það valdi ekki bara óþægindum læknunum sem ávísa lyfjunum, heldur geti það einnig reynst sjúklingunum lífs- hættulegt. Tilgreint sé í fyrstu grein lyfjalaga frá 1994 að mark- mið laganna sé að tryggja lands- mönnum nægt framboð af lyfjum. „Ástæður lyfjaskorts eru marg- víslegar eins og framleiðsluvandi, flutningur lyfja til landsins, of fá samheitalyf, afskráning lyfja eða kröfur um lágmarksmagn í pöntun á lyfjum. Ábyrðin er á höndum markaðsleyfishafa, innflutnings- aðila og yfirvalda. Læknaráð Landspítala hvetur alla hlutaðeigandi, sérstaklega yfir- völd, til að tryggja öryggi sjúklinga með því að koma í veg fyrir lyfja- skort í landinu. Taka þurfi höndum saman í þessu skyni. Vilja að komið verði í veg fyrir lyfjaskort Göngudeild SÁÁ á Akureyri var opnuð aftur síð- astliðinn mánu- dag, 8. apríl. Henni hafði verið lokað 1. mars vegna fjárskorts því ekki höfðu náðst samningar á milli Sjúkra- trygginga Ís- lands og SÁÁ um göngudeildar- þjónustu á Akureyri. Nýverið náðust samningar um þessa þjón- ustu og því var deildin opnuð aftur. Í þeim felst að ríkið kaupir þjón- ustu af SÁÁ á Akureyri og í Reykjavík fyrir 100 milljónir króna. Göngudeild SÁÁ nyrðra opnuð á ný Akureyri Göngu- deild SÁÁ opin á ný. Endursöluaðilar á landsbyggðinni: Jötunn vélar Selfossi, Akureyri og Egilsstöðum - Bike Tours Grindavík
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.