Morgunblaðið - 11.04.2019, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 11.04.2019, Blaðsíða 31
fyrir borgarana og fyrirtækin. Hættan er að ríkið hafi vinninginn í málarekstrinum,“ segir Bauden- bacher og víkur að tveimur megin- línum í evrópskum stjórnmálum. Tveir meginstraumar í Evrópu „Ég hef í bók minni kafla um tvær sálir í Evrópu. Færi þar rök fyrir því að það hafi alltaf verið tvenns konar líkön fyrir samruna. Við höfð- um hið stjórnmálalega líkan sem á rætur í Frakklandi og Þýskalandi. Síðan er önnur sál sem stefnir að efnahagslegum samruna en ekki stjórnmálalegum. Þau ríki vilja halda í pólitískt sjálfstæði sitt en fallast í grundvallaratriðum á að vera hluti hins sameiginlega mark- aðar. Að mínu áliti á þetta við EES/ EFTA ríkin þrjú, Ísland, Noreg og Liechtenstein og nú sennilega Bret- land ef Bretar ganga úr Evrópu- sambandinu og svo Sviss.“ Ríkin væru öflugri saman „Ef þessi fimm ríki taka ekki höndum saman mun Evrópusam- bandið fást við þau hvert og eitt en ef þau sameina krafta sína gætu þau orðið mótvægi. Þetta eru enda ríkar þjóðir með skilvirk hagkerfi … Hugmynd mín er sú að þau ættu á einn eða annan hátt að vinna saman. Og ég verð að bæta einu við: Ís- lenskir stjórnmálamenn hafa alltaf séð þetta. Þeir voru ætíð fylgjandi því að bjóða Bretum [að ganga í EES/EFTA] en Norðmenn voru meira hikandi,“ segir Baudenbac- her. Sem kunnugt er kvað EFTA- dómstóllinn upp dóm í Icesave-mál- inu í janúar 2013. Baudenbacher segir þetta eitt stærsta, ef ekki stærsta málið, sem kom til kasta réttarins. Þá hafi mál sem varðaði flugfélag- ið WOW air og aðgang að flugstæð- um verið athyglisvert. Þetta séu mál sem vitnað verði til. 31 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 2019 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Norska ríkisstjórnin hefur frá árinu 2002 átta sinnum vikið frá tilnefn- ingum á dómaraefnum. Þetta staðfestir Arnfinn Agnalt, formaður val- nefndar um dóm- ara í Noregi, sem á norsku nefnist innstillingsrådet for dommere. Nefndin var sett á legg 1. nóv- ember 2002 í kjöl- far breytinga á umgjörð dómstóla í Noregi. Með því var hin stjórn- skipulega ábyrgð á málefnum dóm- stóla flutt frá dómsmálaráðuneytinu til yfirstjórnar dómstóla (n. domstol- administrasjonen). Nefndin tilnefnir dómara á öllum dómstigum, þ.m.t. í héraðsdómstóla, lögmannsréttinn (áfrýjunardómstól) og hæstarétt. Þá leggur nefndin til dómaraefni í sér- dómstóla. Um 640 dómarar skipaðir Agnalt segir aðspurður að frá stofnun nefndarinnar árið 2002 hafi verið skipaðir 637 dómarar í Noregi til og með 31. desember 2018. Hann segir ríkisstjórnina skipa dómara á ríkisstjórnarfundi. Norska Stórþingið komi þar ekki að málum. Nefndin láti dómsmálaráðuneytið fá lista með þremur tilnefningum fyrir hverja lausa stöðu. Er þeim raðað í hæfnisröð. Síðan undirbúi ráðu- neytið rökstuðning fyrir dómara- valinu fyrir ríkisstjórnina. Spurður hversu oft ríkisstjórnin hafi vikið frá röð tilnefndra dómara- efna segir Agnalt það hafa gerst átta sinnum í tíð nefndarinnar. „Ríkisstjórnin getur valið milli þessara þriggja tilnefndu dómara- efna en fylgja þarf sérstöku ferli þegar hún vill meta dómaraefni sem ekki er tilnefnt. Á tímabilinu frá 2002 til 2008 hvikaði ríkisstjórnin frá lista tilnefndra dómaraefna í átta skipti. Í öll skiptin hefur ríkis- stjórnin skipt út karli fyrir konu á listanum. Frá árinu 2009 og til þessa dags hefur ríkisstjórnin fylgt til- nefningum valnefndarinnar,“ segir Agnalt um ferlið við dómaravalið. Leituðu til umboðsmanns Hann segir aðspurður að fjögur af þeim átta dómaraefnum sem voru ekki skipuð samkvæmt lista nefnd- arinnar hafi vísað máli sínu til um- boðsmanns sem taki fyrir mál er varða jafnrétti og mismunun (LDO). „Fjögur af þessum átta dómara- efnum hafa farið fram á bætur eða efnt til dómsmáls vegna þess að þau voru ekki skipuð, þrátt fyrir að vera metin ofar á lista nefndarinnar en sá sem var skipaður dómari. Þau hafa leitað til umboðsmannsins. Eitt dómaraefnanna fékk bætur frá dómsmálaráðuneytinu,“ segir Agn- alt og vísar til Rune Bård Hansen. Fram kemur á vef umboðsmanns- ins að embættið var stofnað 1. jan- úar 2006 til að stuðla m.a. að kynja- jafnrétti og berjast gegn mismunun. Meðal annars fylgi embættið eftir lagasetningu um jafnrétti kynjanna. Hann segir aðspurður að ekki hafi komið til afsagnar ráðherra í Noregi vegna þessara kærumála. Þá hafi ekkert umræddra dómaraefna vísað máli sínu til alþjóðlegs dómstóls. Hefur takmarkað svigrúm Spurður hvort það sé almennt viðurkennt ferli í norskum stjórn- málum að víkja þannig frá lista til- nefndra dómara segir Agnalt að norska dómsmálaráðuneytið hafi takmarkað svigrúm hvað varðar til- nefningar valnefndarinnar. Nefndin sé frjáls og sjálfstæð og vanalega muni ríkisstjórnin skipa dómara sem hún hefur tilnefnt. „Valið á dómara, og samskiptin milli nefnd- arinnar og dómsmálaráðuneytisins hafa ekki verið tilefni mikillar opin- berrar umræðu,“ segir Agnalt. Hann segir mest 10 dómara hafa verið skipaða í einni lotu. Hins vegar hafi sérstök tilnefning fylgt hverjum og einum þeirra. Hafa vikið frá tilnefningu á dómurum og valið konur  Norska ríkisstjórnin hefur átta sinnum hvikað frá lista valnefndar um dómara Ljósmynd/Norska Stórþingið/Birt með leyfi Stórþingið Ríkisstjórnin í Noregi skipar dómara skv. tilnefningum. Arnfinn Agnalt HEYRNARSTÖ‹INKringlunni • Sími 568 7777 • heyra.is Hlustaðu á hjartað þitt Beltone Trust™ heyrnartækin gera þér kleift að heyra jafnvel minnstu smáatriði – sem stundum reynast þau mikilvægustu. Við hjá Heyrnarstöðinni leggjum allan okkar metnað í að veita góða þjónustu og bjóða upp á hágæða heyrnartæki. Komdu í ókeypis heyrnarmælingu og fáðu heyrnartæki lánuð til reynslu. Beltone Trust ™
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.