Morgunblaðið - 11.04.2019, Síða 31
fyrir borgarana og fyrirtækin.
Hættan er að ríkið hafi vinninginn í
málarekstrinum,“ segir Bauden-
bacher og víkur að tveimur megin-
línum í evrópskum stjórnmálum.
Tveir meginstraumar í Evrópu
„Ég hef í bók minni kafla um tvær
sálir í Evrópu. Færi þar rök fyrir
því að það hafi alltaf verið tvenns
konar líkön fyrir samruna. Við höfð-
um hið stjórnmálalega líkan sem á
rætur í Frakklandi og Þýskalandi.
Síðan er önnur sál sem stefnir að
efnahagslegum samruna en ekki
stjórnmálalegum. Þau ríki vilja
halda í pólitískt sjálfstæði sitt en
fallast í grundvallaratriðum á að
vera hluti hins sameiginlega mark-
aðar. Að mínu áliti á þetta við EES/
EFTA ríkin þrjú, Ísland, Noreg og
Liechtenstein og nú sennilega Bret-
land ef Bretar ganga úr Evrópu-
sambandinu og svo Sviss.“
Ríkin væru öflugri saman
„Ef þessi fimm ríki taka ekki
höndum saman mun Evrópusam-
bandið fást við þau hvert og eitt en
ef þau sameina krafta sína gætu þau
orðið mótvægi. Þetta eru enda ríkar
þjóðir með skilvirk hagkerfi …
Hugmynd mín er sú að þau ættu á
einn eða annan hátt að vinna saman.
Og ég verð að bæta einu við: Ís-
lenskir stjórnmálamenn hafa alltaf
séð þetta. Þeir voru ætíð fylgjandi
því að bjóða Bretum [að ganga í
EES/EFTA] en Norðmenn voru
meira hikandi,“ segir Baudenbac-
her.
Sem kunnugt er kvað EFTA-
dómstóllinn upp dóm í Icesave-mál-
inu í janúar 2013. Baudenbacher
segir þetta eitt stærsta, ef ekki
stærsta málið, sem kom til kasta
réttarins.
Þá hafi mál sem varðaði flugfélag-
ið WOW air og aðgang að flugstæð-
um verið athyglisvert. Þetta séu mál
sem vitnað verði til.
31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 2019
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Norska ríkisstjórnin hefur frá árinu
2002 átta sinnum vikið frá tilnefn-
ingum á dómaraefnum.
Þetta staðfestir
Arnfinn Agnalt,
formaður val-
nefndar um dóm-
ara í Noregi, sem
á norsku nefnist
innstillingsrådet
for dommere.
Nefndin var
sett á legg 1. nóv-
ember 2002 í kjöl-
far breytinga á
umgjörð dómstóla
í Noregi. Með því var hin stjórn-
skipulega ábyrgð á málefnum dóm-
stóla flutt frá dómsmálaráðuneytinu
til yfirstjórnar dómstóla (n. domstol-
administrasjonen). Nefndin tilnefnir
dómara á öllum dómstigum, þ.m.t. í
héraðsdómstóla, lögmannsréttinn
(áfrýjunardómstól) og hæstarétt. Þá
leggur nefndin til dómaraefni í sér-
dómstóla.
Um 640 dómarar skipaðir
Agnalt segir aðspurður að frá
stofnun nefndarinnar árið 2002 hafi
verið skipaðir 637 dómarar í Noregi
til og með 31. desember 2018.
Hann segir ríkisstjórnina skipa
dómara á ríkisstjórnarfundi. Norska
Stórþingið komi þar ekki að málum.
Nefndin láti dómsmálaráðuneytið fá
lista með þremur tilnefningum fyrir
hverja lausa stöðu. Er þeim raðað í
hæfnisröð. Síðan undirbúi ráðu-
neytið rökstuðning fyrir dómara-
valinu fyrir ríkisstjórnina.
Spurður hversu oft ríkisstjórnin
hafi vikið frá röð tilnefndra dómara-
efna segir Agnalt það hafa gerst átta
sinnum í tíð nefndarinnar.
„Ríkisstjórnin getur valið milli
þessara þriggja tilnefndu dómara-
efna en fylgja þarf sérstöku ferli
þegar hún vill meta dómaraefni sem
ekki er tilnefnt. Á tímabilinu frá
2002 til 2008 hvikaði ríkisstjórnin frá
lista tilnefndra dómaraefna í átta
skipti. Í öll skiptin hefur ríkis-
stjórnin skipt út karli fyrir konu á
listanum. Frá árinu 2009 og til þessa
dags hefur ríkisstjórnin fylgt til-
nefningum valnefndarinnar,“ segir
Agnalt um ferlið við dómaravalið.
Leituðu til umboðsmanns
Hann segir aðspurður að fjögur af
þeim átta dómaraefnum sem voru
ekki skipuð samkvæmt lista nefnd-
arinnar hafi vísað máli sínu til um-
boðsmanns sem taki fyrir mál er
varða jafnrétti og mismunun (LDO).
„Fjögur af þessum átta dómara-
efnum hafa farið fram á bætur eða
efnt til dómsmáls vegna þess að þau
voru ekki skipuð, þrátt fyrir að vera
metin ofar á lista nefndarinnar en sá
sem var skipaður dómari. Þau hafa
leitað til umboðsmannsins. Eitt
dómaraefnanna fékk bætur frá
dómsmálaráðuneytinu,“ segir Agn-
alt og vísar til Rune Bård Hansen.
Fram kemur á vef umboðsmanns-
ins að embættið var stofnað 1. jan-
úar 2006 til að stuðla m.a. að kynja-
jafnrétti og berjast gegn mismunun.
Meðal annars fylgi embættið eftir
lagasetningu um jafnrétti kynjanna.
Hann segir aðspurður að ekki hafi
komið til afsagnar ráðherra í Noregi
vegna þessara kærumála. Þá hafi
ekkert umræddra dómaraefna vísað
máli sínu til alþjóðlegs dómstóls.
Hefur takmarkað svigrúm
Spurður hvort það sé almennt
viðurkennt ferli í norskum stjórn-
málum að víkja þannig frá lista til-
nefndra dómara segir Agnalt að
norska dómsmálaráðuneytið hafi
takmarkað svigrúm hvað varðar til-
nefningar valnefndarinnar. Nefndin
sé frjáls og sjálfstæð og vanalega
muni ríkisstjórnin skipa dómara
sem hún hefur tilnefnt. „Valið á
dómara, og samskiptin milli nefnd-
arinnar og dómsmálaráðuneytisins
hafa ekki verið tilefni mikillar opin-
berrar umræðu,“ segir Agnalt.
Hann segir mest 10 dómara hafa
verið skipaða í einni lotu. Hins vegar
hafi sérstök tilnefning fylgt hverjum
og einum þeirra.
Hafa vikið frá tilnefningu
á dómurum og valið konur
Norska ríkisstjórnin hefur átta sinnum hvikað frá lista valnefndar um dómara
Ljósmynd/Norska Stórþingið/Birt með leyfi
Stórþingið Ríkisstjórnin í Noregi skipar dómara skv. tilnefningum.
Arnfinn
Agnalt
HEYRNARSTÖ‹INKringlunni • Sími 568 7777 • heyra.is
Hlustaðu
á hjartað þitt
Beltone Trust™ heyrnartækin gera þér kleift að heyra jafnvel minnstu smáatriði
– sem stundum reynast þau mikilvægustu. Við hjá Heyrnarstöðinni leggjum allan
okkar metnað í að veita góða þjónustu og bjóða upp á hágæða heyrnartæki.
Komdu í ókeypis heyrnarmælingu og fáðu heyrnartæki lánuð til reynslu.
Beltone Trust
™