Morgunblaðið - 11.04.2019, Blaðsíða 34
Magn og verðmæti losunarheimilda frá 2013 til 2023
30
25
20
15
10
5
0
Verð á losunarheimildum á EUA* síðustu fimm ár, evrur/tonn CO2
201920182017201620152014
Losunarheimildir íslenskra flugrekenda
Flugrekandi
Heildarmagn losunarheim-
ilda 2013-2023 (tonn CO2)
Heildarverðmæti m.v.
gengi EUA* í gær (kr.)
Bluebird cargo** 75.816 256.015.469
WOW air** 821.814 2.775.101.515
Flugfélag Íslands 86.409 291.785.911
Icelandair 2.010.164 6.787.921.795
*EUA = sameiginlegur markaður með losunarheimildir innan Evrópska efnahagssvæðisins
**Úthlutun losundarheimilda til Bluebird og WOW air hófst ekki fyrr en á árinu 2017
Heimild: businessinsider.com, European Union Transaction Log og Umhverfisstofnun
gær nam gengið 25,2 evrum. Virði
186.364 eininga Icelandair árið 2013
var því aðeins 75 milljónir króna árið
2013 samanborið við 629 milljónir
króna árið 2019 og hefur því rúmlega
áttfaldast.
85% úthlutað endurgjaldslaust
Á vef Umhverfisstofnunar kemur
fram að stærstum hluta losunarheim-
ilda í kerfinu sé úthlutað endurgjalds-
laust til flugrekenda, eða um 85%. Af-
gangurinn er seldur á uppboði. Vegna
koltvísýringslosunar sinnar þurfa flug-
rekendur að afla losunarheimilda í
samræmi við hana. Þurfa því þeir flug-
rekendur sem vilja auka umsvif sín að
kaupa til sín heimildir. Að sama skapi
geta þau fyrirtæki sem hyggjast draga
úr umsvifum sínum átt inni heimildir
sínar sem hægt er að losa um innan út-
hlutunartímans.
Á vef Umhverfisstofnunnar segir
einnig að endurgjaldslaus úthlutun til
einstakra flugrekenda ráðist „af svo-
kölluðu árangursviðmiði sem tekur
mið af því hversu mikið koldíoxíð flug-
rekandi losar í samanburði við aðra
flugrekendur í kerfinu“. Er þannig
flugrekendum sem reka sparneytnar
flugvélar ívilnað á kostnað þeirra sem
losa hlutfallslega meira magn koltví-
sýrings út í andrúmsloftið. Losunar-
BAKSVIÐ
Pétur Hreinsson
peturh@mbl.is
Flugfélagið Icelandair hefur fengið út-
hlutaðar endurgjaldslausar losunar-
heimildir (EUA) upp á 186.364 eining-
ar á hverju ári frá árinu 2013 til ársins
2020 en lengra ná tölur frá Evrópu-
sambandinu ekki. Hver eining jafn-
gildir losun eins tonns af koltvísýringi
(CO2) en sameiginlegur markaður um
losunarmörk gildir fyrir Evrópska
efnahagssvæðið (EES).
Miðað við gengi gærdagsins á los-
unarheimildum nemur virði losunar-
heimilda Icelandair á árinu 2019 um
629,3 milljónum króna. Til samanburð-
ar hafði hinu gjaldþrota WOW air ver-
ið úthlutað 152.382 einingum, að and-
virði 515 milljónir króna miðað við
sama gengi, en líkt og fram kom í Við-
skiptaMogganum í gær seldi WOW air
frá sér umtalsverðan hluta þeirra los-
unarheimilda sem því hafði verið út-
hlutað árið 2019 til þess að bæta
þrönga lausafjárstöðu félagsins.
Gengi EUA-losunarheimilda hefur
hækkað gríðarlega frá ársbyrjun 2018,
en frá árinu 2012 til byrjun ársins 2018
hefur gengið verið 8,86 evrur einingin
niður í tæpar þrjár evrur í apríl 2013. Í
heimildir Icelandair dragast saman
þrjú ár í röð, frá 2021 til 2023. Það er
einnig tilfellið hjá öðrum flugrekend-
um. Að því er fram kemur á vef Um-
hverfisstofnunar nemur magn losunar-
heimilda félagsins 182.264 einingum
árið 2021, 174.244 árið 2022 og 162.744
árið 2023. Það má einnig rekja til inn-
leiðingar línulegs lækkunarstuðuls fyr-
ir heildarúthlutun losunarheimilda til
EES.
6,8 milljarða virði í dag
Frá árinu 2013 hefur Flugfélagi Ís-
lands verið úthlutað 8.011 einingum á
ári sem nemur 27 milljónum króna á
gengi dagsins í dag. Frá árinu 2017
hefur fraktflugfélaginu Bluebird
Cargo verið úthlutað 14.058 einingum
á ári, sem nemur 47,5 milljónum króna.
Samanlagðar losunarheimildir Blue-
bird Cargo frá 2017 til 2023 nema
75.816 einingum eða um 256 milljónum
króna. Samanlagðar losunarheimildir
WOW air á sama tímabili hefðu verið
821.814 einingar, sem nemur 2,8 millj-
örðum króna. Frá árinu 2013 nema
samanlagðar losunarheimildir Flug-
félags Íslands 86.409 einingum, eða 292
milljónum króna. Samanlagðar losun-
arheimildir Icelandair nema tveimur
milljónum eininga, eða um 6,8 milljörð-
um króna á gengi dagsins í dag.
Gengi á losunarheim-
ildum hefur áttfaldast
Virði losunarheimilda Icelandair nemur 629 milljónum á ári
34 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 2019
Flugfélagið Icelandair mun fella
niður 3,6% af flugferðum sínum á
tímabilinu 1. apríl – 15. júní nk.
vegna kyrrsetningar Boeing 737
MAX flugvéla félagsins. Þetta sam-
svarar rúmlega 100 ferðum á tíma-
bilinu, samkvæmt fréttatilkynningu
frá félaginu. Þá segir að flugvél-
arnar sem um ræðir verði kyrr-
settar til 16. júní nk. „Með þeim
mótvægisaðgerðum sem gripið hef-
ur verið til með því að bæta leigu-
vélum við flota félagsins hefur tek-
ist að takmarka áhrifin á leiðakerfið
verulega. Félagið gekk frá leigu á
tveimur Boeing 767 breiðþotum
sem tilkynnt var um þann 1. apríl
síðastliðinn. Í dag gekk félagið frá
leigu á þriðju vélinni en hún er af
gerðinni Boeing 757-200 og er 184
sæta. Hún verður í rekstri frá 15.
maí fram í lok september 2019,“
segir í tilkynningunni.
Þá kemur fram að í flestum til-
fellum sé um að ræða flug til
áfangastaða þar sem fleiri en eitt
flug eru í boði sama dag. Sætafram-
boð félagsins helst nánast óbreytt
þrátt fyrir þessar ráðstafanir, sam-
kvæmt tilkynningunni, þar sem not-
ast verður við Boeing 767 flugvélar
sem eru stærri en Boeing 737 MAX
vélarnar. Af þeim sökum sé gert
ráð fyrir óverulegum áhrifum á
heildarfjölda fluttra farþega á tíma-
bilinu.
Hlutabréfin lækkuðu
Elvar Ingi Möller hlutabréfa-
greinandi hjá Arion banka segir í
samtali við Viðskiptapúls Við-
skiptaMoggans að í fréttunum felist
talsverð vonbrigði þar sem vonir
hafi staðið til að Icelandair gæti
fyllt talsvert í það skarð sem mynd-
aðist á markaðinum í kjölfar gjald-
þrots WOW air.
Verð hlutabréfa Icelandair lækk-
aði um rúm 2,3 prósent í kauphöll
Íslans í gær í kjölfar fréttanna, og
stóð gengi bréfanna 9,69 krónum á
hlut í lok dags í gær. tobj@mbl.is
Flug Boeing 737 MAX vélar eru
kyrrsettar vegna tæknilegra galla.
Icelandair fellir niður
100 ferðir vegna Max
Sérfræðingur
Arion segir tíð-
indin vonbrigði
Hulda Ragnheiður Árnadóttir,
stjórnarmaður Félags kvenna í at-
vinnulífinu og framkvæmdastjóri
Náttúruhamfaratrygginga Íslands,
staðfestir að hún muni sækjast eftir
kjöri í embætti formanns félagsins
á aðalfundi þess 15. maí. Rakel
Sveinsdóttir, meðeigandi GFK
Lindarbæjar ehf., er formaður fé-
lagsins og hefur setið í eitt kjör-
tímabil, en heimilt er að gegna
embættinu í tvö. Stefnir því í for-
mannskosningar á fundinum.
Hulda Ragnheiður segist vilja
nálgast starfið frá nýjum sjónar-
hóli. „Þetta snýst mikið um hvernig
við nálgumst verkefnin og hvernig
við finnum leiðir til þess að leyfa
grasrótinni að hafa meiri áhrif á
stefnumótun, þetta er náttúrlega
gríðarlega stórt félag,“ útskýrir
hún og bendir á að 1.100-1.200 kon-
ur séu í félaginu. Frambjóðandinn
segir jafnframt að mikil hreyfing sé
á þessum konum inn og út úr félag-
inu og hún vilji sjá hvað hægt sé að
gera betur til þess að fleiri endist
lengur í félaginu. gso@mbl.is
Kosningar í FKA
Í framboð gegn sitjandi formanni
Hulda R.
Árnadóttir
Rakel
Sveinsdóttir
LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800
SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646
11. apríl 2019
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 118.42 118.98 118.7
Sterlingspund 154.86 155.62 155.24
Kanadadalur 88.97 89.49 89.23
Dönsk króna 17.871 17.975 17.923
Norsk króna 13.874 13.956 13.915
Sænsk króna 12.803 12.879 12.841
Svissn. franki 118.41 119.07 118.74
Japanskt jen 1.0631 1.0693 1.0662
SDR 164.42 165.4 164.91
Evra 133.43 134.17 133.8
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 163.6577
Hrávöruverð
Gull 1301.85 ($/únsa)
Ál 1858.0 ($/tonn) LME
Hráolía 71.19 ($/fatið) Brent
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
Veitingafyrirtækið Lagardère
Travel Retail á Íslandi, sem á og
rekur veitinga- og kaffistaði í Flug-
stöð Leifs Eiríkssonar, og fyrir-
tækið Central Pay, sem býður upp á
leiðir til þess að taka við greiðslum
frá AliPay og WeChat Pay, hafa
komist að samkomulagi um notkun
á greiðslu- og markaðslausnunum
Alipay og WeChat Pay á veitinga-
og kaffistöðum Lagardère Travel
Retail. Í tilkynningu segir að með
þessu komi Lagardère Travel Re-
tail á Íslandi til móts við ört stækk-
andi hóp kínverskra ferðamanna
sem koma til landsins með viðkomu
í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
WeChat Pay eru farsíma-
greiðslur sem eru innbyggðar í
WeChat-samfélagsmiðilinn, sem er
í tilkynningunni sagður einn vin-
sælasti samfélagsmiðill í heimi með
yfir milljarð notenda. Alipay, sem
er í fararbroddi á sínu sviði í heim-
inum, er farsímagreiðsluþjónusta,
sem er notuð af yfir 700 milljónum í
Kína, samkvæmt tilkynningunni.
Koma til móts við
kínverska ferðamenn
Greiðslur Nord í Leifsstöð er rekið
af Lagardère Travel Retail.