Morgunblaðið - 11.04.2019, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 11.04.2019, Blaðsíða 36
36 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 2019 VIÐTAL Veronika Stein.Magnúsdóttir veronika@mbl.is Skák undirbýr nemendur fyrir lífsins þrautir og er jafngild almennri menntun að sögn armenska stór- meistarans og föður skákkennsl- unnar í Armeníu, Smbats Lputians. Hann hefur, fyrir hönd skákkennslu- nefndar FIDE, lýst yfir áhuga á því að styðja við skákkennslu í grunn- skólum á Íslandi. Smbat var í forsvari fyrir innleið- ingu skákar í menntakerfi Armeníu, þar sem skák hefur verið skyldufag í grunnskólum frá árinu 2011. Fjögur ár tók að koma á fót skákkennslu í hverjum einasta skóla í borgum, bæj- um og afskekktum sveitum Armeníu en á Íslandi gæti ferlið tekið styttri tíma vegna smæðar þjóðarinnar að sögn Smbats. Nú vinnur hann að því að miðla reynslu Armena af verkefn- inu og talar fyrir því að skák verði innleidd í menntakerfi allra ríkja. „Stundum spyr ég fyrrverandi at- vinnuskákmenn hvort skákkunnátta þeirra hjálpi þeim í vinnunni og allir svara því játandi. Skákmenn nálgast verkefnin nefnilega með aðeins öðr- um hætti en aðrir,“ sagði Smbat í samtali við Morgunblaðið á meðan umferð í Reykjavíkurskákmótinu stóð yfir í Hörpu. Ávinningur skákkunnáttu er mjög mikill og skilar sér inn í samfélagið með jákvæðum afleiðingum að sögn Smbats en í því samhengi nefnir hann fyrst af öllu sanngirni og rétt- sýni. Ábyrgð á mistökum „Börn sem tefla frá unga aldri læra mjög snemma að vinna eða tapa á sanngjarnan hátt. Þau taka ábyrgð á mistökum sínum og geta ekki kennt neinum öðrum um að tapa. Þá þurfa þau að horfast í augu við að þau gerðu mistök og þurfa að standa sig betur í framtíðinni. Alls staðar í sam- félaginu er mikilvægt að fólk taki ábyrgð á mistökum sínum,“ segir Smbat og bætir við að skák sé mikil- vægur undirbúningur fyrir þátttöku í samfélaginu. Í öðru lagi nefnir hann að ef börn byrja ung að tefla læri þau fljótt að leysa vandamál og taka ákvarðanir á sjálfstæðan hátt. „Skák snýst um að leysa vandamál og hver leikur er ákvörðun. Í skák þurfa börn að leysa vandamál sín á sjálfstæðan hátt og taka eigin ákvarðanir og foreldrar eru ekki á staðnum til að segja þeim til,“ segir Smbat og leggur áherslu á að það sé góður undirbúningur fyrir lífið sjálft. Í þriðja lagi þurfi skákmenn að greina aðstæður og rýna í stöðuna eftir hvern einasta leik. Þeir þurfi að finna rétta leið í skák og í lífinu sjálfu en einnig breytist staðan eftir hvern leik sem leikinn er á borðinu. Það reyni á aðlögunarhæfni, sem er fjórði ávinningur skákkennslu sem Smbat nefnir. Skák krefst gríðarlegrar ein- beitingar og jafnframt sköpunargáfu, skjótrar hugsunar og þolinmæði, að sögn Smbats. „Hvers vegna ganga börn í skóla, hvað er menntun? Öll þessi atriði og allur þessi ávinningur af skák telst til alvörumenntunar,“ segir Smbat. Stemmi stigu við snjalltækjanotkun Með tilkomu snjalltækja stendur menntakerfið frammi fyrir nýjum áskorunum að sögn Smbats. Stjórn- völd víða um heim standi frammi fyr- ir sameiginlegu vandamáli; einbeit- ingarskorti nemenda vegna snjall- tækja. Smbat sótti ráðstefnu í London á dögunum þar sem menntamála- ráðherrar frá 120 löndum komu sam- an en þar var rætt um nýjar áskor- anir í menntakerfinu vegna þessa. „Nú er það risavandamál í skólum að börnin einbeita sér ekki. Á meðan staðan á skákborðinu er sífellt að breytast krefst skákin þess að iðk- endur einbeiti sér. Þegar við teflum má ekkert áreiti vera – það má ekk- ert trufla einbeitinguna,“ segir Smbat að endingu. Skák eigi heima í menntakerfinu  Alþjóðaskáksambandið vill styðja við skákkennslu í skólum á Íslandi  Smbat Lputian, formaður nefndar FIDE um skákkennslumál, segir að skák geri börn sanngjarnari, réttsýnni og þolinmóðari Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Skákkennsla Stórmeistarinn og faðir skákkennslunnar í Armeníu, Smbat Lputian, segir að skák undirbúi einstaklinginn fyrir áskoranir lífsins. Í heimalandi hans, Armeníu, hefur skák verið skyldufag frá árinu 2011. Skák í skólum » Árið 2011 varð skák að skyldufagi í grunnskólum Armeníu í 1.-4. bekk. » Lögin tóku gildi þegar for- seti Armeníu, Serzh Sargsyan, var jafnframt forseti armenska skáksambandsins. » Skák verður áfram skyldu- fag í Armeníu, að sögn Smbats. » Armenar hafa þrisvar unnið ólympíuskákmót; 2006, 2008 og 2012. » Íbúafjöldi Armeníu er tæpar þrjár milljónir. FIDE vinnur nú að undirbúningi á rafrænum kennslugagnagrunni fyrir skákkennara á heimsvísu en áætlaður undirbúningstími hans er 4 ár. Smbat segir mikilvægt að virkja kennara til að verða skákkennarar, í stað þess að gera þá að skákmönnum. Þá mun skákkennslunefnd FIDE efna til ráðstefnu í maí og fjalla þar um skákkennslu í skólakerfinu. Smbat hefur framkvæmt ýmsar rann- sóknir á skákkennslu í skólum þar sem ýmislegt áhugavert hefur komið fram. Hyggst Smbat miðla reynslu sinni í málaflokknum á ráðstefnunni, þar sem forsetar fjölda skáksambanda og fulltrúar menntamálaráðuneyta koma saman, en forseti Skáksambands Íslands, Gunnar Björnsson, hyggst sækja ráðstefnuna ásamt fulltrúa menntamálaráðuneytisins. Undirbúa rafræn kennslugögn MIÐLA REYNSLU ARMENA Á RÁÐSTEFNU A U G N V Í T A M Í N Fæst í öllum helstu apótekum www.provision.is Viteyes augnvítamínin er nauðsynleg augum sérstaklega þeim sem glíma við augnþurrk eða aldursbundina augnbotnahrörnun. Nýtt Nýtt Geðhjálp og Bergið standa á morgun fyrir málþingi þar sem fjallað verður um geðheilbrigði ungs fólks og upp- byggingu Bergsins, lágþröskulda- þjónustu fyrir ungt fólk sem ætlunin er að setja á fót á Íslandi að forskrift Headspace í Ástralíu. Aðalgestur málþingsins verður Patrick McGorry, stofnandi Heads- pace, en einnig verður fjallað um starfsemi Headspace í Danmörku og uppbyggingu þjónustunnar á Íslandi. Sigurþóra Bergsdóttir, formaður Bergsins, segir að Headspace-mód- elið taki á sig mismunandi myndir milli landa og samfélaga en megin- þræðirnir séu áhersla á gott aðgengi fyrir ungmenni að þjónustu og sú grunnsýn, að allir eigi rétt á að hafa einhvern sem hlustar á forsendum ungs fólks. Lögð sé áhersla á sam- starf milli kerfa svo hægt sé að nýta úrræði sem til eru og aðstoða ung- menni við að finna úrræði við hæfi. Headspace á uppruna sinn í Ástr- alíu og segir Sigurþóra að yfir 100 miðstöðvar þar í landi kenni sig við Headspace. Þjónustan sem þar er veitt sé nokkuð víðtæk; allt frá heil- brigðisþjónustu og geðmeðferðum til virkniúrræða, þ.e. stuðnings við nám og starf. Í Danmörku eru 18 Headspace- miðstöðvar og er aðaláherslan þar lögð á að veita viðtalsþjónustu. Að sögn Sigur- þóru eru sjálf- boðaliðar hryggj- arstykkið í starfseminni þar en verið sé að víkka þjónustuna út með stuðningi danska ríkisins. Sigurþóra segir að á Íslandi sé gert ráð fyrir að fara einhvern milli- veg. „Við leggjum áherslu á að við er- um ekki með meðferðir heldur þjón- ustu þar sem ungmenni geta fengið ráðgjöf hjá fagfólki en einnig gerum við ráð fyrir að fara meira út í hóp- astarf og fræðslustarf auk náms- og starfsráðgjafar. Okkar sérstaða er fyrst og fremst gott aðgengi, í gegn- um síma og vefspjall auk lítils bið- tíma eftir viðtali. Ekki verður þörf á tilvísunum eða greiningum. Einnig leggjum við áherslu á gott utanum- hald um ungmenni þótt þau fari inn í önnur úrræði líka.“ Málþingið er haldið á Grand hóteli og hefst kl. 8:30 með ávarpi Ásmund- ar Einars Daðasonar félagsmálaráð- herra. Fjallað um lág- þröskuldaþjónustu  Málþing um geðheilbrigði ungs fólks Patrick McGorry
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.