Morgunblaðið - 11.04.2019, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 11.04.2019, Blaðsíða 38
38 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 2019 IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is Nánari upplýsingar ib.is Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB Bílar á lager Sími 4 80 80 80 2019 Chrysler Pacifica Hybrid Limited Glæsilegur 7 manna bíll. Einn með öllu, t.d. hita/ kæling í sætum, glerþak, leðursæti, bakkmyndavél, Dvd spilari, Harman Kardon hljómflutningskerfi o.fl o.fl. 3,6 L Hybrid. VERÐ 8.490.000 m.vsk 2019 GMC 3500 Sierra SLT, 35” Litur: Summit white, svartur að innan. 6.6L Duramax Diesel, 445 HÖ, 2019 Módel, 35 breyttur. Vel útbúinn bíll t.d. upphitað stýri, sóllúga, BOSE hátalarakerfi, dual alternators, upphituð og loftkæld sæti, Z71-pakki heithúðaður pallur og kúla í palli (5th wheel pakki) og fleira. VERÐ 11.640.000 m.vsk 2018 RAM 3500 Laramie Litur: Svartur (brilliant black), dökk grár að innan. Black apperance pakki. 35” dekk. Ekinn 17.000 km. 6,7L Cummins, Aisin sjálfskipting, loftpúðafjöðrun, heithúðaður pallur, fjarstart, 5th wheel towing pakki. VERÐ 8.530.000 m.vsk 2018 Ford F-150 Lariat Litur: Hvítur og brúnn / brúnn að innan. Einnig til í Ruby red. Mojave leður sæti, bakkmyndavél, heithúðaður pallur, sóllúga, fjarstart, 20 felgur o.fl. 3,5 L Ecoboost (V6), 10-gíra, 375 hestöfl, 470 lb-ft of torque. VERÐ 10.990.000 m.vsk Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Benjamin Netanyahu, forsætisráð- herra Ísraels, er talinn líklegur til að mynda nýja ríkisstjórn þótt lítill munur sé á fylgi flokks hans, Likud, og nýs bandalags miðjumanna í þingkosningum í fyrradag. Netanyahu hefur verið forsætis- ráðherra í þrjú kjörtímabil í röð frá 2009 og gegndi embættinu einnig á árunum 1996 til 1999. Myndi hann nýja ríkisstjórn verður hann þaul- sætnasti forsætisráðherrann í sögu Ísraels síðar á árinu og slær met þess fyrsta, Davids Ben-Gurions, sem gegndi embættinu í rúm þrettán ár. Líklegt er að Netanyahu verði ennfremur fyrsti sitjandi forsætis- ráðherrann til að verða ákærður fyr- ir lögbrot. Trúarflokkar efldust Samkvæmt síðustu kjörtölum í gær fékk Likud álíka mikið fylgi og nýtt bandalag sem kennir sig við fánaliti Ísraels, blátt og hvítt. Likud fékk 30 þingsæti í síðustu kosningum árið 2015 en honum var spáð 35 sæt- um, álíka mörgum og nýja bandalag- inu, í gær þegar eftir var að telja um 3% atkvæðanna, m.a. atkvæði her- manna. Gert er ráð fyrir að úrslit kosninganna liggi fyrir síðdegis í dag. Kjörtölurnar bentu til þess að Lik- ud og samstarfsflokkar hans fengju alls 65 sæti af 120 og gætu því mynd- að nýja meirihlutastjórn. Líklegt er því að Reuven Rivlin, forseti Ísraels, veiti Netanyahu umboð til stjórnar- myndunar og viðræðurnar geta stað- ið í allt að 42 daga. Tveir flokkar strangtrúaðra gyðinga fengu 16 sæti samtals, þremur fleiri en í síðustu kosningum, og búist er við að áhrif þeirra aukist í stjórninni. Netanyahu sagði að úrslitin væru „glæsilegur sigur“ fyrir Likud og samstarfsflokka hans. „Þetta verður hægristjórn en ég verð forsætisráð- herra allra,“ sagði hann. „Ég ætla að verða forsætisráðherra allra borg- ara Ísraels, hægrimanna, vinstri- manna, gyðinga, þeirra sem eru ekki gyðingar.“ Bláhvíta bandalagið var stofnað fyrir kosningarnar og er undir for- ystu fyrrverandi herforingja, Benn- ys Gantz, sem var forseti ísraelska herráðsins í fjögur ár frá 2011. Á meðal annarra forystumanna banda- lagsins eru tveir aðrir fyrrverandi herforingjar og Yair Lapid, fyrrver- andi fjármálaráðherra og formaður miðflokksins Yesh Atid sem fékk ell- efu þingsæti í síðustu kosningum. Gantz lýsti úrslitunum sem „sögu- legu afreki“ og sigri fyrir bláhvíta bandalagið og sagði að aldrei áður hefði stjórnmálaflokkur í Ísrael fengið svo mikið fylgi svo skömmu eftir að hann var stofnaður. Vinstriflokkar guldu afhroð Bláhvíta bandalagið getur þó ekki myndað meirihlutastjórn vegna þess að hugsanlegir samstarfsflokkar þess á vinstrivængnum og flokkar araba biðu mikinn ósigur. T.a.m. fékk Verkamannaflokkurinn aðeins sex þingsæti skv. síðustu kjörtölum, en hann og miðflokkurinn Hatnuah buðu fram saman í síðustu kosning- um og fengu þá 24 sæti. Ríkissaksóknari Ísraels hefur sagt að hann hyggist ákæra Net- anyahu fyrir mútuþægni, svik og trúnaðarbrot í embætti forsætisráð- herra. Lagalega ber Netanyahu ekki skylda til að segja af sér verði hann ákærður, aðeins ef hann hefur verið dæmdur fyrir lögbrot. Netanyahu heldur völdunum  Verður að öllum líkindum þaulsætnasti forsætisráðherrann í sögu Ísraels og fyrstur til að verða ákærður í embættinu  Likud og strangtrúarflokkar styrktu stöðu sína en vinstriflokkar töpuðu Meretz (vinstriflokkur) Bláhvíta banda- lagið (miðflokkur) UTJ (flokkur strang- trúaðra gyðinga) Sameinaðir hægrimenn (bandalag trúarflokka) Shas (strangtrúarfl.) Verkamanna- flokkurinn (mið og vinstrifl.) Kulanu (miðflokkur) Likud (hægriflokkur) Israel Beitenu (þjóðernisflokkur) Þingið (Knesset) Hadash-Taal (veraldlegur flokkur araba) Balad-Raam (bandalag trúar- flokka araba) Þingkosningar í Ísrael Skipting þingsæta skv. síðustu kjörtölum í gær (97% atkvæðanna talin) 6 4 4 6 35 8 35 5 5sæti 120 4 8 AFP Sigraði Netanyahu kveðst verða forsætisráðherra allra Ísraela. Stjörnufræðingar birtu í gær fyrstu myndina, sem hefur verið tekin af svartholi, og hún er af risasvartholi sem er í 55 milljón ljósára fjarlægð frá jörðinni. Svartholið er í miðju Messier 87, risasporvöluvetrarbrautar í miðju Meyjarþyrpingarinnar, og er 6,5 milljörðum sinnum massameira en sólin okkar. Svartholið er 40 millj- arðar kílómetra í þvermál sem er eins og sjöföld fjarlægðin á milli sólarinnar og Plútós, að sögn Sæv- ars Helga Bragasonar, fulltrúa Ís- lands hjá Stjörnustöð Evrópulanda á suðurhveli, í viðtali við mbl.is. „Það sem við sjáum er stærra en allt sólkerfið okkar,“ hefur fréttavefur breska ríkisútvarpsins eftir Heino Falcke, þýskum pró- fessor í útvarpsstjörnufræði og sérfræðingi í svartholum. „Þetta er eitt þyngsta svarthol sem við teljum að fyrirfinnist í alheim- inum.“ Svarthol er eitt af furðum ver- aldar, með svo mikinn þyngdar- kraft að ekkert efni sem fellur þar inn sleppur þaðan aftur. Myndin var tekin með því að nota röð samtengdra útvarpssjónauka. Sjónaukum beint að svartholum Ljósmynd AFP/Martin Bernetti Suðurpólsstöðin, Suðurskautslandinu Chajnantor-sléttan, Chile Pico Veleta, SpániMaunakea, Havaí, Bandaríkjunum Sierra Negra, Mexíkó Graham-fjall, Arizona, Bandaríkjunum Sjónaukar á sex stöðum í heiminum hafa verið notaðir til að taka myndir af svartholum Stjörnustöð í Atacama-eyðimörkinni í Chile, með 59 útvarpssjónauka, tekur þátt í verkefninu Fyrsta myndin af svartholi  Risasvarthol í 55 milljón ljósára fjarlægð frá jörðinni  Er með 6,5 milljörðum sinnum meiri massa en sólin AFP Fyrsta svartholsmyndin Umhverfis risasvartholið, sem er í miðjunni, er skær „eldhringur“ sem myndast þegar ofurheitt gas fellur inn í það.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.