Morgunblaðið - 11.04.2019, Side 42
42 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 2019
Ljósmyndir Rutar og Silju
Skipholti 31 • 105 Reykjavík • Sími 568 0150
Opið virka daga 10-17 • www.rut.is • Ljósmyndir Rutar og Silju
Fyrir ökuskírteinið,
passann, ferilskrána o.fl.
Góð passamynd
skiptir máli
Engar tímapantanir
Skjót
og hröð
þjónusta
HURÐIR
Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is
• Stuttur afhendingartími
• Hágæða íslensk
framleiðsla
• Val um fjölda lita í
RAL-litakerfinu
• Vindstyrktar hurðir
Bílskúrs- og iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir með gönguhurð
Bílskúrshurðir
Hurðir í trékarma
Tvískiptar hurðir
Smíðað eftir máli
Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf
Já, af hverju sit ég
hér, gamall sjálfstæðis-
jálkur, í slagtogi með
örlagakommum og
stríðöldum framsókn-
armönnum, á baráttu-
fundi um orkumál?
Fundi, sem Ögmundur
Jónasson, fyrrverandi
þingmaður og ráð-
herra, boðaði til um
orkuauðlindir Íslands
og hvar ráðstöfunar-
vald yfir þessum dýrmætu auðlindum
á að liggja. Reyndar er ég ekki ein úr
mínum flokki sem sit þennan fund,
mörg kunnugleg andlit má sjá í hópn-
um í bland við allt hið pólitíska litróf
sem skreytir þetta land. Jafnvel gam-
all krataforingi lætur sig ekki vanta
og virðist ekkert fyrirverða sig fyrir
félagsskapinn; er meira að segja til í
að leggja sitt lóð á vogarskál málefn-
isins. „Öðruvísi mér áður brá“ gæti
nú einhver sagt.
Þetta og ýmislegt fleira fór í gegn-
um huga minn þar sem ég sat í lessal
gamla Landsbókasafnsins sem nú
hefur verið endurskírt því flatneskju-
lega nafni Safnahús, í anda nútíma
krafna um hlutleysi. Þjóðmenning-
arhús þótti jú svo forneskjulegt, enda
fallið til að minna fólk á að þjóðin hafi
eitt sinn átt sér einstaka menningu,
þegar koma þarf því inn hjá þjóðinni
að engin menning sé annarri fremri.
Fundurinn var einmitt til að minna á
að við værum þjóð sem kysi að vera
það áfram án yfirþjóðlegra afskipta
af óumdeildri eign, en nú liggur fyrir
Alþingi þingsályktunartillaga um
framsal valds yfir orkuauðlindunum
sem í dag eru að 90% hluta í eigu
þjóðarinnar. Ég sat fundinn vegna
þess að þrátt fyrir fjálglegar yfirlýs-
ingar um undanþágur og fyrirvara
við samninginn, frá flokksforustu
Sjálfstæðisflokksins, þá einfaldlega
trúi ég ekki að fyrirvararnir haldi.
Orkupakki 3 er hluti af langtíma
áætlun um orkumál Evrópusam-
bandsins. Allur pakkinn tekur mið af
orkuþörf ESB – ekki Íslands. Og þó
svo að forsvarsmenn þessara mála
hér á landi skeyti ætíð við varnagl-
anum „að ACER-stofnunin fái ekkert
vald hér á meðan enginn sæstrengur
tengir okkur við meginlandið“ þá vit-
um við að sú tenging er rétt handan
við hornið. Leyfisbeiðnirnar bíða í
bunum. Án þessarar tengingar er
pakkinn okkur óviðkomandi, því eins
og staðan er í dag þá falla auðlindir
þjóðarinnar utan EES-samningsins.
Ef, hins vegar, við samþykkjum
pakkann jafngildir það afsali valds yf-
ir orkuauðlindunum, því um leið og
sæstrengur er lagður (og hann verð-
ur lagður), þá höfum við glatað tæki-
færinu til að gera okkar eigin samn-
inga á eigin forsendum. Þá hefur
valdið yfir auðlindinni, hvort sem er
löggjafar-, ríkis eða dómsvald, verið
flutt til ESB og við sitj-
um eftir sem hrávöru-
framleiðandi, svo geðs-
legt sem það nú er.
Engin rök, sem haldið
geta vatni, liggja fyrir
um nauðsyn þess að
samþykkja þessi mál
sem nú eru til umræðu á
Alþingi. Loforð um stór-
lega bættan hag neyt-
enda byggjast á arð-
greiðslum í sjóði sem
ráðamenn geta ausið úr
að geðþótta – og kallast
sjóðasukk. Neytandinn, í það minnsta
hinn íslenski, borgar bara hærra verð
fyrir sitt rafmagn sem jafnvel fæst þá
skammtað. Loforð um þriggja fasa
rafmagn á hvert byggt ból og „orku-
öryggi“ hljómar eins og páskaegg til
forstjóra Góu. Ríkt land sem býr yfir
gullnámu eins og Landsvirkjun þarf
ekki á slíkri ölmusu að halda. Þeir
sem vilja virkja hverja sprænu þurfa
hins vegar á hinu yfirþjóðlega valdi
að halda til að fá framkvæmdaleyfin
sem fást með því að skrúbba græna
litinn af umhverfissinnum. Allir sem á
annað borð hafa fylgst með sam-
skiptum þjóða við ESB gera sér grein
fyrir að fyrirvarar halda ekki. Við
stöndum núna frammi fyrir glötuðum
fyrirvörum varðandi landbúnaðar-
málin rétt eins og bresku sjómenn-
irnir sem trúðu á fyrirvara varðandi
fiskveiðirétt sinn. Og Brexit-deilan,
sem nú tröllríður heimsfréttunum,
snýr að stærstum hluta um vantrú á
fyrirvörum.
Það ríkir vantrú á loforð stjórn-
málamanna allra flokka. Þessi vantrú
speglast í þeirri gríðarmiklu mætingu
á fundinn sem haldinn var þann 6.
apríl í Þjóðmenningarhúsinu. Sam-
kvæmt glæru, sem brugðið var upp á
fundinum um niðurstöðu ársgamallar
skoðanakönnunar Gallup, þá eru
80,5% almennings á Íslandi á móti því
að afsala sér valdi yfir orkumálum
þjóðarinnar, þ.e. horft til allra flokka.
Og til að bæta um betur þá eru 88,8%
stuðningsmanna ríkisstjórnarinnar,
sem ætlar að þröngva þessu máli í
gegn, á móti þessu afsali. Það liggur
því beinast við að spyrja – í umboði
hvers starfar ríkisstjórn Íslands? Og í
framhaldinu – í umboði hvers var
þetta mál sett á dagskrá?
Gjáin milli þings og þjóðar getur
tæpast orðið dýpri.
Af hverju ég?
Eftir Ragnhildi
Kolka
Ragnhildur Kolka
» Þegar 80,5% almenn-
ings á Íslandi eru
andsnúin afsali valds yf-
ir orkumálum þjóðar-
innar, má spyrja – í um-
boði hvers var þetta mál
sett á dagskrá?
Höfundur er lífeindafræðingur.
rjk9@simnet.is
Lítið áberandi frétt
bar fyrir augu í dag-
blöðunum fyrir
skemmstu, þar sem
greint var frá sam-
þykktum nýafstaðins
kirkjuþings í Rvík. Þar
var samþykkt samein-
ing prestakalla bæði á
Vestfjörðum og Aust-
urlandi. Samt er svo að
skilja, að prestum eigi
ekki að fækka og þeir
eigi áfram að þjóna sínum gömlu
prestaköllum. Kirkjurnar verða líka
áfram á sínum stað og þeim þarf að
þjóna og eins að hirða. Í hverju verð-
ur þá sparnaðurinn fólginn? Er ekki
hægt að auka samstarf presta án
þess að sameina? En svo kemur rús-
ínan í pylsuendanum. Saurbæjar-
prestakall í Hvalfjarðarsveit á að
leggja niður. Það er nú svo. Í mínum
huga og líklega fjölmargra lands-
manna hefur Saurbær ákveðna sér-
stöðu sem hið forna prestakall
sálmaskáldsins, sr. Hallgríms Pét-
urssonar. Í Saurbæ var hann prest-
ur frá 1651 til starfsloka 1667. Þar
átti hann líklega sín bestu ár, þar
orti hann Passíusálm-
ana og margt fleira af
sínum besta kveðskap,
andlegum og verald-
legum sem þjóðin hefur
varðveitt sem hinn dýr-
asta arf. Að afleggja
prestakall Hallgríms er
svolítið eins og gefa í
skyn, að minning hans
skipti orðið minna máli.
Nú veit ég ekki ná-
kvæmlega hverjir sitja
á hinu háa kirkjuþingi
um þessar mundir.
Vafalaust er það hið
ágætasta fólk, sem vill sinna kirkju
og kristni eftir bestu sannfæringu.
En mikið skelfing er metnaðarleysið
áberandi í þessum gjörningi kirkju-
þingsins. Hefur þjóðkirkjan ekki
skyldur að rækja við minningu
mesta sálmaskálds þjóðarinnar og
velgjörðamanns íslenskrar kristni?
Oft er kvartað undan peningaleysi í
kirkjunni og vafalaust með réttu. En
það hefur áður þurft að byggja upp
hús í Saurbæ. Sumarið 1662 brann
bærinn í Saurbæ. Þá orti Hallgrímur
hinn fagra sálm: Guð er minn Guð þó
geisi nauð. Sóknarmenn brugðust
við og reistu nýjan bæ, sem fjöl-
skyldan gat flust inn í strax næsta
vetur. Nú eru aðrir tímar, en erum
við verr sett nú en þá, með allan auð-
inn? Er hugsanlegt, að einhverjir,
t.d. stofnanir eða fyrirtæki vildu
styrkja byggingu nýs embættisbú-
staðar á Saurbæ í minningu skálds-
ins. Hefur það verið kannað? Það
snýst ekki allt um peninga, kannski
skortir fleira. Þjóðkirkjan ætti ekki
að vera stofnun, þar sem menn sitja
við skrifborðið og reikna út í pró-
sentum hagkvæmni stærðarinnar og
taka ákvarðanir út frá því. Kirkjan
er samfélag fólks, sem trúir á Jesúm
Krist, krossfestan og upprisinn, og
boðar fagnaðarerindi hans ein-
staklingum og þjóð til blessunar. Fá-
ir hafa sýnt Krist í skýrara ljósi en
sálmaskáldið í Saurbæ eða haft
dýpri áhrif á kristnina í landi okkar.
Fyrir það stöndum við sem þjóð í
þakkarskuld. Skuldin sú verður
aldrei ofgreidd.
Sr. Hallgrímur
Eftir Ólaf Hall-
grímsson, Mælifelli »Nú veit ég ekki ná-
kvæmlega hverjir
sitja á hinu háa kirkju-
þingi um þessar mundir.
Ólafur Þ.
Hallgrímsson
Höf. er pastor emeritus.
Það er æðioft sem ég
er spurður um það
hvort ég trúi því að
greinaskrif mín hafi
eitthvað að segja, æði-
oft líka í háðstón. Ég
svara því jafnan til að
rödd heilbrigðs lífernis
þurfi sannarlega að
heyrast , enda eru þau
samtök sem skrifað er
fyrir með þann boðskap
að lífsstíll hollra lífs-
hátta sé einn dýrmætasti þáttur
hamingjuríks lífs. Svo því sé enn
einu sinni haldið til haga þá eru
Bindindissamtökin arftaki Góð-
templarareglunnar og þau eiga því
sögu um farsælt umbótastarf í vel á
annað hundrað ára.
Góðtemplarar lyftu Grettistaki á
sínum fyrstu áratugum og fram eft-
ir allri tuttugustu öldinni var þetta
fjöldahreyfing og margt af því fólki
sem þar var í sveit framarlega í fé-
lagsmálum almennt. Og enn er fólk
í þessari hreyfingu sem varar við,
því þess er sannarlega þörf. Ekki
veldur sá er varar er oft sagt og
mættu fleiri vara við þessari vá.
Og af hverju ertu að skrifa
þetta? Er þetta þá ekki fortíðin ein
og engin þörf á einhverjum, sem
vara við? Samt gjörum við bindind-
ismenn það og höfum
alltaf gjört og sækj-
um mál okkar í virt-
ustu vísindaniður-
stöður þeirra sem
gleggst vita. Og það
þarf engin vísindi til,
því dæmin dapurlegu
eru deginum ljósari
og áróður áfengisiðn-
aðarins augljós svo
alltof víða þar sem
eins mætti halda af
viðbrögðum ótrúleg-
ustu manna að hér
væri um hina ágætustu hollustu-
drykki að ræða. Það er líka hrópað
upp eða skráð feitasta letri að
drykkju fylgi menning og með
bjórnum hefði áfengismenning auk-
ist gífurlega, gott ef ekki einhverjir
skynskiptingar voru að tala um að
gera bjórdaginn að almennum há-
tíðisdegi svona eins og 17. júní eða
1. maí.
Þvílíkur hugsanagangur vitandi
um það þjóðarböl sem hvers konar
áfengisneyzla skapar. Þessir vind-
hanar dirfast að leika sér með
þetta eins og ekkert sé nema ham-
ingjan sem fylgir áfengisneyzlunni.
Hafa þeir aldrei heyrt um Vog og
það sem þar er sagt um þessa
menningarlegu hamingju ? Og til
að fyrirbyggja misskilning þá er
því miður lítil menningarleg reisn
yfir því blessaða fólki sem áfengið
hefur á einn eða annan hátt lagt að
velli eða eins og lýsing sem ég sá í
blaði nýlega um hamingju fólks
svohljóðandi orðrétt: „Á seinni stig-
um sjúkdómsins líður fólk miklar
kvalir, skömm og niðurbrot.“ Og
þarna er verið að tala um fólk í
fjötrum áfengisins og svo er hnykkt
á því að minna á fylginautana,
hvers konar vímuefni önnur sem
hafa komið í kjölfar áfengisneyzl-
unnar.
En þetta allt nær ekki til þeirra
sem setja bjórdaginn líklega ofar
páskum og jólum þegar þeir ná að
herleiða Alþingi með öllum þeim
draugum auðhyggjunnar sem þar
eru nú áferð.
Og svo á að gera betur. Lang-
holtskirkja hefur samkvæmt fregn-
um dagsins tímabundið leyfi til vín-
veitinga, og til hvers í ósköpunum?
Jú, svo kórfélagar kirkjunnar
geti svalað þorstanum á bjór á
meðan þeir syngja sálma. Þvílík
býsn segi ég nú bara, því þarna er
verið að gefa öllum heilbrigðissjón-
armiðum langt nef, því nú geta
sumir ekki sungið sálma Guði til
dýrðar öðruvísi en með bjór í
belgnum eða hvað?
Það er að vonum að þeim hitni í
hamsi sem horft hefur upp á svo
margar harmsögur tengdar áfeng-
inu og ein birtingarmynd síbylj-
unnar í áróðrinum er hin einstæða
dýrkun á þessum eiturgjafa og
þeim athöfnum þar sem bjórinn er í
öndvegi hafður og auðvitað aldrei
orð um þær hættur sem þarna fel-
ast, sérstaklega fyrir þá ungu sem
kynnu einmitt að ánetjast vegna
dýrðarljómans sem ótrúlegustu
menn bregða yfir bjórinn. Og rétt
enn einu sinni að upplýsa að inn-
leiðing bjórsins leiddi til enn meiri
neyzlu áfengis, með enn meiri af-
leiðingum, oft á versta veg svo sem
aukningu á lifrarbólgu svo dæmi sé
tekið. Það er nú öll menningin, gott
fólk.
Ekki veldur sá er varar
Eftir Helga Seljan » Það er líka hrópað
upp eða skráð feit-
asta letri að drykkju
fylgi menning og
með bjórnum hefði
áfengismenning
aukist gífurlega.
Helgi Seljan
Höfundur er formaður
fjölmiðlanefndar IOGT.