Morgunblaðið - 11.04.2019, Síða 44

Morgunblaðið - 11.04.2019, Síða 44
44 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 2019 Nýverið var flug- félagið Wow úrskurð- að gjaldþrota. Það er miður. Flugfélagið flutti milljónir farþega til landsins og átti, ásamt Icelandair, stærstan þátt í því að efnahagur landsins reis úr öskustó efna- hagshrunsins sem hófst haustið 2008. Mistök voru vissulega gerð í rekstri Wow en af fréttum að dæma var félagið endurskipulagt og vantaði aðeins herslumun til að því tækist að sigla lygnari sjó. Það sætir furðu að ríkið skyldi ekki aðstoða Wow að komast yfir erfiðasta hjall- ann. Nægur tími var til að meta og sjá að það voru meiri hagsmunir en minni að hjálpa Wow frekar en að láta félagið falla. Katrín Jakobs- dóttir hélt því fram að „sérfræð- ingar“ ríkisstjórnarinnar hefðu mælt gegn inngripi og Bjarni Bene- diktsson sagði að „skattfé“ yrði ekki notað til að koma fyrirtækinu til að- stoðar. Hvaða „sérfræðingar“ voru það sem ráðlögðu ríkisstjórninni varðandi málefni Wow? Varðandi rá- stöfun á „skattfé“ má minna á aðstoð ríkisins við Sjóvá og Sparisjóð Keflavíkur eftir hrun. Hér má einnig minna á framlag ríkisins og ívilnanir við stóriðju á Bakka. Ennfremur má rifja upp aðstoð ríkisins við Flug- leiðir með „skattfé“. Svokölluðum „sérfræðingum“ ríkisstjórnarinnar væri hollt að skoða vel heppnaðan stuðning bandarískra yfirvalda við þarlendar bílasmiðj- ur árin 2008 til 2010 með „skattfé“ almenn- ings. Var það virkilega eftirsóknarverðara að 1.100 manns misstu vinnuna fyrir utan þær afleiðingar sem gjald- þrotið mun hafa næsta árið? Í stað skatt- greiðslna sem 1.100 starfsmenn hefðu innt af hendi (ásamt starfsfólki annarra fyrir- tækja sem gjaldþrotið mun bitna á) þarf ríkið nú að stórauka framlög í Atvinnuleysistryggingasjóð ásamt öðrum aðgerðum til aðstoðar þeim sem misstu vinnuna og munu missa vinnuna. Hvaða reikniformúlum beittu „sérfræðingarnir“ eiginlega? Hvaða hagsmunir voru í húfi þegar tekin var ákvörðun um að láta Wow falla? Það voru kaldar kveðjur sem stjórnvöld sendu fyrirtæki í neyð sem átti stóran þátt í að reisa við efnahag Íslands úr rústum efna- hagshrunsins. Um gjald- þrot Wow air Eftir Ingólf Bruun Ingólfur Bruun »Hvaða „sérfræð- ingar“ voru það sem ráðlögðu ríkisstjórninni varðandi málefni Wow? Höfundur er leiðsögumaður. Innan Reykjavíkur- borgar er starfandi nefnd sem fer með aðgengismál – að- gengis- og samráðs- nefnd í málefnum fatlaðs fólks (áður ferlinefnd fatlaðs fólks). Hlutverk hennar er meðal ann- ars að fara með eftir- lit með aðgengis- málum í borgarlandinu. Þá fer nefndin enn fremur með stefnu- markandi hlutverk fyrir önnur fagráð borgarinnar í tengslum við aðgengismál og málaflokk fatlaðs fólks. Eitt af fyrstu verkefnum mínum í nefndinni var að óska eftir tölu- legum upplýsingum um aðgengis- mál í borginni. Fyrirspurnin sneri að fjölda undanþága fyrir aðgengi fatlaðra sem Reykjavíkurborg hef- ur veitt vegna atvinnuhúsnæðis í Reykjavík á síðustu árum. Svörin sem fengust gáfu til kynna að ekkert eftirlit sé með veitingu undanþága en í svarinu stóð orð- rétt: „Vegna alls þessa fjölda mála yrði það mjög tímafrek vinna að fara í gegnum öll skjöl og finna út úr því sérstaklega hvar gefin hef- ur verið undanþága, en erindi og samþykktir þar sem þannig háttar eru ekki skráð sérstaklega í gagnagrunn embættis byggingar- fulltrúa.“ Aðgengi fatlaðra er sjálfsögð mann- réttindi Án tölulegra upp- lýsinga er ekki hægt að öðlast heildarsýn á fjölda undanþága sem veittar eru. Á meðan ekki er haldið utan um fjölda undan- þáguveitinga vegna aðgengismála er stað- an því óljós. Aðgengi fatlaðra er sjálfsögð mannréttindi en án eftirlits er vel hægt að spyrja sig hvort verið sé að gefa afslátt af mannréttindum fatlaðs fólks. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks tók gildi á Íslandi í september 2016. Þar er kveðið á um aðgengismál og segir meðal annars í 9. grein samnings- ins að gera þurfi „… viðeigandi ráðstafanir í því skyni að gera fötluðu fólki kleift að lifa sjálf- stæðu lífi og taka fullan þátt í mannlífinu á öllum sviðum, þ.e. ráðstafanir sem miða að því að tryggja fötluðu fólki aðgang, til jafns við aðra, að hinu efnislega umhverfi“. Sveitarfélögin fara með skipu- lagsvaldið í landinu. Þannig eru aðgengismál – í langflestum til- vikum – á ábyrgð þeirra. Mikil- vægt er að halda vel utan um alla málaflokka sem tengjast rétt- indabaráttu fatlaðs fólks. Það er með öllu ólíðandi að ekki sé haldið utan um þessi gögn hjá borginni. Verði haldið utan um fjölda undanþága fæst betri yfir- sýn yfir þau húsakynni sem eru óaðgengileg fyrir hreyfihamlaða. Í kjölfarið er mjög áríðandi að setja fram mælanleg markmið sem færa okkur nær því að þróa Reykjavík- urborg í átt til betri vegar í að- gengismálum. Við getum gert betur. Ég mun leggja fram tillögur til úrbóta að þessu verklagi á vettvangi fyrr- nefndrar aðgengis- og samráðs- nefndar Reykjavíkurborgar. Trúi ég því að meirihlutinn í borginni taki vel í þær, enda á aðgengi fatl- aðra að vera sjálfsagt mál í nútímasamfélagi. Þá mun ég fara fram á að þess- ari einföldu fyrirspurn verði svar- að – því nauðsynlegt er að hafa vitneskju um hvar sé verið að veita undanþágu. Borgin veitir afslátt af mannréttindum fatlaðs fólks Eftir Egil Þór Jónsson » Aðgengi fatlaðra er sjálfsögð mannrétt- indi en án eftirlits er vel hægt að spyrja sig hvort verið sé að gefa afslátt af mannréttindum fatl- aðs fólks. Egill Þór Jónsson Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. egill.thor.jonsson@reykjavik.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.