Morgunblaðið - 11.04.2019, Qupperneq 47
MINNINGAR 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 2019
Með fáeinum
orðum vil ég kveðja
góðan samferða-
mann til margra
ára. Ég kynntist Guðbrandi
fyrst þegar hann starfaði sem
afgreiðslumaður í pakkhúsi
Kaupfélags Hvammsfjarðar í
Búðardal.
Hann var alltaf í góðu skapi,
brosmildur og þjónustulipur.
Ég var honum samferða í
bændaferð fyrir mörgum árum
og þar kom hann okkur ferða-
félögunum rækilega á óvart.
Hann kunni ókjör af vísum og
kvæðum og gat farið með heilu
kvæðin án þess að ruglast nokk-
urn tímann. Hann reyndist líka
ótrúlega fróður um menn og
málefni. Ferðafélögum þótti
þetta hin besta skemmtun, því
fæst kvæðin höfðum við heyrt
áður.
Á síðustu árum höfðum við
Guðbrandur enn meiri sam-
skipti, þegar ég starfaði sem
formaður Félags eldri borgara í
nokkur ár. Þá stjórnaði hann
jafnan félagsvistinni hjá okkur
og stóð sig þar með mestu
prýði. Enn lumaði hann á kvæð-
um og vísum sem hann gaukaði
að okkur.
Öll börn Guðbrands og
Mörtu gengu í grunnskólann í
Búðardal þar sem ég starfaði
sem kennari og síðar skóla-
stjóri. Þau eru öll myndarfólk
og stóðu sig vel.
Guðbrandur var hlédrægur
og tranaði sér aldrei fram, góð-
ur félagi og alltaf léttur í bragði
og hafði gaman af spaugilegum
hliðum tilverunnar. Hann setti
sinn svip á samfélag okkar og
Guðbrandur
Þórðarson
✝ GuðbrandurÞórðarson
fæddist 24. október
1933. Hann lést 27.
mars 2019.
Útför Guðbrands
fór fram 9. apríl
2019.
ég held að öllum
hafi líkað vel við
hann. Ég og Jóna
Valgerður, systir
mín, viljum þakka
honum góð kynni
og samstarf í Fé-
lagi eldri borgara í
Dalabyggð og
Reykhólahreppi.
Við sendum Mörtu
konu hans og börn-
um þeirra og fjöl-
skyldunni allri innilegar samúð-
arkveðjur. Minningin lifir um
góðan mann.
Þrúður Kristjánsdóttir.
Elsku þróttmikli, einlægi,
góði og eirðarlausi afi minn er
farinn. Afi var röskasti og dug-
legasti maður sem ég hef þekkt.
Margir þekkja afa að því að
kunna ekki að fiska í hálft kar.
Honum fannst það þurfa að vera
fullt. Það er mér í fersku minni
veiðitúr frá Flatey þegar Emma
mín var komin 4-5 mánuði á leið
að frumburðinum okkar. Báts-
ferðir eru almennt ekki auðveld-
ar fyrir hana en það var gott
veður og hún ákvað að harka af
sér og koma með okkur og veiða
í soðið. Það fiskaðist lítið. Velt-
ingur fór að aukast og ógleðin
fór að segja til sín.
Það var nú samt þannig að
afa þótti ómögulegt var að fara
strax í land þegar karið var
svona hálftómt. Tveim til þrem
klukkutímum síðar lét afi þó til
leiðast enda þrýstingur orðinn
allmikill, með hálft kar og við
snerum heim í Flatey.
Þegar heim var komið var
gengið frá fiskinum þannig að
hægt væri að gera að honum
morguninn eftir. Héldum við.
Afi gat þó ekki hamið sig og
krafturinn smitaði út frá sér svo
menn fóru aftur af stað og verk-
ið var búið fyrir miðnætti. Ég
held að flestir eigi einhverja
svona sögu af afa.
Afi var nýjungagjarn og mik-
ið fyrir spil og tafl. Ein minning
er þegar ég var væntanlega sex
til sjö ára og við fórum í Bóka-
búð Braga við Hlemm því afi
var að kaupa sér tölvu. Þetta
var svo gott sem fyrir tíma
tölva! Fyrir valinu var Amst-
rad-tölva með fullt af leikjum. Í
mörg ár var þetta eina tölvan í
fjölskyldunni og alltaf gaman
fyrir lítinn gutta að koma
vestur.
Við fjölskyldan, ásamt vinum
og frændum, fórum vestur til að
smala Haukadalsfjall mörg ár í
röð og þá var rekið í réttina við
Jörva.
Þetta gátu verið langir og
strembnir laugardagar. Oftast
endaði svo dagurinn með heim-
sókn í vídeóleiguna hjá Krist-
jáni í Búðardal því enn önnur
tækni sem afi var einn af þeim
fyrstu að innleiða var VHS-
tæki. Svo reyndum við félagarn-
ir að halda okkur vakandi því
ekki dugði neitt minna en a.m.k.
að horfa á hverja mynd tvisvar,
helst þrisvar.
Ég veit til þess að hann tefldi
og spilaði mikið bridds í tölv-
unni, sem hefur örugglega verið
gott fyrir hann enda eflaust fáir
með sömu þörf fyrir útrás fyrir
spilaþörfina. Ég hugsa mjög oft
til afa og spilagleðinnar hans en
þessi eiginleiki hefur aldeilis
skilað sér niður ættartréð til
okkar, svo ekki sé meira sagt.
Þegar ég kláraði 10. bekkinn
fór ég vestur í Búðardal. Þar
fór ég í róður með Jóa frænda
og Guðbrandi afa í heila viku.
Veiddum grásleppu. Við keyrð-
um hvern morgun frá Búðardal
klukkan sjö. Alltaf var afi búinn
að borða hafragrautinn og tilbú-
inn að leggja í hann þegar ung-
lingurinn drattaðist fram úr
korteri fyrir brottför. Þetta var
skemmtileg reynsla en einnig
prófgráða úr skóla samvisku-
semi og dugnaðar.
Mér finnst ennþá magnað að
hugsa til þess að þegar hann
þurfti að láta af störfum á
bensínstöðinni, sökum aldurs,
hófst nýr ferill sem skógar-
bóndi. Orkan var slík.
Afi tók alltaf á móti manni
með brosi. Hann talaði ekki af
sér. Lét verkin tala. Það var
alltaf gott að vera í kringum
afa.
Bjarki Elvar Stefánsson.
Þegar ég var 18 ára gömul
varð ég þess heiðurs aðnjótandi
að eignast fósturfjölskyldu í
Búðardal. Þessi fjölskylda sam-
anstóð af þeim Guðbrandi og
Mörtu ásamt börnum þeirra
fimm. Árið 1969 bjó ég hjá fjöl-
skyldunni þar sem ég vann í
Búðardal og var mér tekið eins
og einni af börnunum og var
stundum kynnt sem fósturdótt-
ir þeirra. Væntumþykjan sem
ég fékk frá þeim hjónum var
mér ómetanleg. Hefur væntum-
þykjan haldist allar götur síðan
þó svo að heimsóknunum á
Sunnubrautina hafi því miður
fækkað síðari ár. Guðbrandur
var einlægur, hlýr, barngóður
og dásamlegur maður. Fannst
mér Guðbrandur oft vera eins
og afi sona minna og lýsir það
vel þeirri hlýju sem hann hafði
að geyma í minn garð. Guð-
brandur var hörkuduglegur
maður og ósérhlífinn og setti
fjölskylduna alltaf í fyrsta sæti
og var hann mjög hreykinn af
börnum sínum og barnabörn-
um. Það var ósjaldan sem hann
bauð mér með í ferðir út í Flat-
ey en því miður varð aldrei úr
því að við færum saman en hef
ég nokkrum sínum farið með
dætrum hans og tengdasonum.
Þær voru ófáar stundirnar sem
áttum við eldhúsborðið á
Sunnubrautinni og ræddum allt
á milli himins og jarðar og
hryggir það mig mjög að vita til
þess að þær stundir verða ekki
fleiri.
Elsku Guðbrandur, takk fyr-
ir allar þær samverustundir
sem við áttum saman og alla þá
hlýju til mín og minnar fjöl-
skyldu. Þú munt alltaf eiga
stóran hlut í mínu hjarta og
minningar sem ég á um þig
mun ég geyma til æviloka.
Elsku Marta, börn, tengda-
börn og barnabörn mína inni-
legustu samúðarkveðjur.
Guð geymi þig, elsku Guð-
brandur minn,
Hulda Sigurðardóttir.
Fjóla Unnur
Halldórsdóttir var
yndisleg mann-
eskja. Hún er það
enn og mun ávallt
lifa í minningum mínum, systk-
ina minna og fjölskyldna okkar
allra.
Fjóla var nánasta vinkona
móður minnar, Petrínu Krist-
ínar Steindórsdóttur, en hún
lést í janúar á síðastliðnu ári.
Alltaf hef ég þekkt Fjólu.
Mamma sagði mér að þær
hefðu kynnst á Þingvöllum en
báðar voru þær í vinnu og vist
hjá Bíla-Steindóri og hans fjöl-
skyldu sem ungar stúlkur. Upp
frá þeirri tíð voru þær bestu
vinkonur og aldrei bar skugga á
þann vinskap. Þær stofnuðu síð-
an eigin fjölskyldur og ávallt
var mikill samgangur þar á
milli.
Við systkinin minnumst Fjólu
með mikilli hlýju en þær vin-
konur, mamma og hún, fylgdust
náið með lífi og störfum barna
sinna í gegnum árin. Fjóla var
einnig helsti sálusorgari
mömmu þegar eitthvað bjátaði
á og alltaf tókst Fjólu að láta
mömmu líta bjartari augum á
Fjóla Unnur
Halldórsdóttir
✝ Fjóla UnnurHalldórsdóttir
fæddist 24. október
1922. Hún lést 16.
mars 2019.
Útförin fór fram
5. apríl 2019.
vandamálin sem
upp komu. Allaf
var stutt í glens og
gaman og Fjóla var
einstaklega lagin
við að koma manni
í gott skap og hún
var ávallt svo fynd-
in og skemmtileg.
Þegar ég byrjaði
að eignast mín
börn kom ekki ann-
að til greina en að
bjóða Fjólu í öll barnaafmælin
og einnig man ég að hún kom
með í ungbarnasund elstu dótt-
ur minnar.
Mamma og Fjóla samglödd-
ust mér og manni mínum svo
innilega þegar við eignuðumst
börnin okkar þrjú að þau voru
strax nefnd „englarnir hennar
Rósu“. Hvað er að frétta af
englunum þínum, Rósa? spurðu
þær mig ávallt, mamma og
Fjóla.
Eftir að mamma lést í janúar
2018 var einstakt að heimsækja
Fjólu. Fjóla gekk mér nánast í
móðurstað, svo mikil hlýja og
kærleikur geislaði af henni að
hjartnæmt var að sjá svona fal-
lega 95 ára konu hugsa svona
fallega til manns.
Höfðu þökk fyrir alla vinátt-
una, ráðleggingarnar og hlýjuna
gegnum áratugina, elsku Fjóla
okkar.
Fjölskyldunni allri sendi ég
mínar innilegustu samúðar-
kveðjur. Minningin um einstaka
perlu lifir. Guð styrki og veri
með ykkur öllum.
Hún var einstök perla.
Afar fágæt perla,
skreytt fegurstu gimsteinum
sem glitraði á
og gerðu líf samferðamanna hennar
innihaldsríkara og fegurra.
Fáar perlur eru svo ríkulega búnar,
gæddar svo mörgum af dýrmætustu
gjöfum Guðs.
Hún hafði ásjónu engils
sem frá stafaði ilmur
umhyggju og vináttu,
ástar og kærleika.
Hún var farvegur kærleika Guðs,
kærleika sem ekki krafðist endur-
gjalds.
Hún var vitnisburður
um bestu gjafir Guðs,
trúna, vonina, kærleikann og lífið.
Blessuð sé minning einstakrar perlu.
(Sigurbjörn Þorkelsson)
Rósa Jóhannesdóttir.
Láttu nú ljósið þitt
loga við rúmið mitt.
Hafðu þar sess og sæti,
signaði Jesús mæti.
(Höf. ók.)
Í dag kveðjum við elsku
hjartans ömmu Fjólu í hinsta
sinn. Amma var einstök og
dásamleg kona, alltaf jákvæð og
ekta í einu og öllu.
Á hugann leita ótal minning-
ar; þegar ég var í pössun hjá
henni, öll afmælissímtölin, þeg-
ar ég sem unglingur endurnýj-
aði kynnin okkar, ferðalögin
okkar saman til útlanda, þegar
við hittumst í útlandinu og í
seinni tíð heimsóknirnar og allt
spjallið. Hún spurði mig ætíð
hvenær ég ætlaði að flytja aftur
til Íslands og vildi alltaf vita ná-
kvæmlega hvenær ég kæmi aft-
ur þegar að kveðjustund kom.
Amma fylgdist mjög vel með
öllum sínum afkomendum og
mundi alla afmælisdaga og aldr-
ei kom maður að tómum kof-
unum hjá henni varðandi fréttir
af skyldfólkinu.
Ég verð ævinlega þakklát
fyrir að hafa haft tækifæri til að
koma til landsins og eiga með
henni hennar síðustu stundir og
vera til staðar þegar hún sofn-
aði svefninum langa í faðmi fjöl-
skyldu og ástvina.
Við fjölskyldan, ég, Jón Páll,
Halldór og Sigríður, viljum
þakka ömmu Fjólu allt á liðnum
árum með eftirfarandi ljóði eftir
Ingibjörgu Sigurðardóttur:
Amma kær, ert horfin okkur hér,
en hlýjar bjartar minningar streyma
um hjörtu þau er heitast unnu þér,
og hafa mest að þakka, muna og
geyma.
Þú varst amma yndisleg og góð,
og allt hið besta gafst þú hverju
sinni,
þinn trausti faðmur okkur opinn
stóð,
og ungar sálir vafðir elsku þinni.
Þú gættir okkar, glöð við undum hjá,
þær góðu stundir blessun, amma
kæra.
Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá
í hljóðri sorg og ástarþakkir færa.
Hvíl í friði, elsku hjartans
amma Fjóla.
Björk, Jón Páll, Halldór
og Sigríður.
Elskuleg dóttir okkar, systir, mágkona
og föðursystir,
BJÖRG ARADÓTTIR
rafmagnsverkfræðingur og
tölvunarfræðingur,
andaðist á krabbameinsdeild Landspítalans
föstudaginn 5. apríl.
Útförin fer fram frá Kópavogskirkju föstudaginn 12. apríl
klukkan 15.
Díana Þ. Kristjánsdóttir Ari G. Þórðarson
Þórður Arason Elínborg G. Sigurjónsdóttir
Kristján M. Arason Andrea J. Mohr-Arason
Ari, Sigurjón, Bjarmi, Benjamín, Elías og Helgi
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar
og amma,
SÆDÍS VIGFÚSDÓTTIR,
sjúkraliði,
Strikinu 2, Garðabæ,
lést í faðmi fjölskyldu sinnar á
Landspítalanum við Hringbraut sunnudaginn 7. apríl.
Útför hennar fer fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ mánudaginn
15. apríl klukkan 15.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir.
Sveinn Frímannsson
Sveinn Lárus Sveinsson Dagbjört Ó. Njarðardóttir
Breki Sæberg Rökkvi Sævaldur
Vigdís Ó. Häsler Sveinsdóttir Gerald Häsler
Alice Emilía Kamilla Marín
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
STEINGRÍMUR GÍSLASON
frá Torfastöðum,
lést aðfaranótt mánudagsins 8. apríl á
hjúkrunarheimilinu Ljósheimum Selfossi.
Útförin fer fram frá Selfosskirkju
þriðjudaginn 16. apríl klukkan 13. Blóm og kransar
vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er
bent á Krabbameinsfélagið eða Vinafélag Ljósheima:
0152-26-60860, kt. 690216-0860.
Árný V. Steingrímsdóttir Friðgeir Jónsson
Jensína Sæunn Steingrd. Ægir Stefán Hilmarsson
Aðalh. Jóna Steingrímsdóttir Björn Magnússon
Gísli Steingrímsson Ragnheiður Sigmarsdóttir
Sigurður Þór Steingrímsson Guðbjörg Bergsveinsdóttir
Birgir Árdal Steingrímsson Margrét Jónsdóttir
Bergur Geir Guðmundsson Sigrún Óskarsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Hugheilar þakkir til allra þeirra sem sýnt
hafa okkur samúð og vináttu við andlát og
útför eiginkonu minnar, móður, stjúpmóður,
tengdamóður og ömmu,
SIGRÍÐAR MARÍU JÓNSDÓTTUR.
Einnig færum við öllum þeim sem önnuðust
Sigríði í veikindum hennar á kvennadeild
Landspítalans þakkir fyrir þeirra góðverk, umönnun og hjúkrun.
Ennfremur þökkum við þeim fjölmörgu sem sýndu Sigríði og
fjölskyldunni stuðning og umhyggju með hlýhug sínum og
fyrirbænum.
Árni Andersen
Pétur Már Ólafsson Nína Sif Pétursdóttir
Karvel Halldór Árnason Linda Sóley Halldórsdóttir
Margrét Árnadóttir
Eyþór Árnason Ása Óðinsdóttir
og barnabörn
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát elsku mömmu okkar,
tengdamömmu, ömmu og langömmu,
MARÍU GUÐVARÐARDÓTTUR,
sem lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni
11. mars og var jarðsungin föstudaginn
22. mars. Sérstakar þakkir fær starfsfólk á deild 2B á
hjúkrunarheimilinu Sóltúni fyrir faglega umönnun.
Magnea Gísladóttir Egill Heiðar Gíslason
Guðfinna G. Whittingham Roger Whittingham
Guðvarður Gíslason
Marinó Óskar Gíslason Agnes S. Eiríksdóttir
Róbert H. Sigurjónsson Helga J. Andrésdóttir
ömmubörn og langömmubörn