Morgunblaðið - 11.04.2019, Page 48

Morgunblaðið - 11.04.2019, Page 48
48 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 2019 Svanhildur var uppáhalds frænka okkar. Hún var glaðlynd, hress, sanngjörn og viðkunnanleg. Símanúmerið hennar var annað símanúmerið sem við lærðum í æsku og það var mikið notað, enda vildi hún allt fyrir okkur gera og var ávallt til staðar ef á þurfti að halda. Þegar við vorum stödd niðri í bæ á Króknum sem börn, lágu einhvern veginn allar leiðir að Hólaveginum og þar höfðum við okkar annað heimili. Þetta var bara gatan hennar og alltaf gaman að sjá hvíta bílinn hennar fyrir framan húsið. Það þýddi að hún var ekki í sveitinni og hægt að kíkja við. Hún vann auðvitað mikið á nóttunni og það mátti helst ekki vekja hana, en samt virtist hún alltaf vera vökn- uð upp úr hádegi. Það var alltaf ákveðið ævin- týri að kíkja í heimsókn, því hún var alltaf með heimabakaðar kökur og mikið af skemmtilegu dóti að skoða, sem gat í einhverj- um tilfellum reynst erfitt fyrir hana að fela fyrir forvitnum börnum. Það var merkilegt að fá að skoða alla pennana hennar, spjalla við páfagaukana og svo var auðvitað tekið spil að hætti hússins. Ef við heyrum í páfagauk í dag þá er ekki annað hægt en að hugsa til hennar. Svo var hún nánast alltaf í Sölvatungu þegar við vorum þar og ákveðin von- brigði ef bíllinn hennar var ekki fyrir utan þegar við renndum í hlað. Í sveitinni var hún alltaf að, gekk í öll verk og alltaf til í að kenna manni réttu handtökin. Hún naut sín greinilega best í sveitinni með afa og dýrunum. Hún fylgdist með og þekkti alla fuglana í sveitinni sem komu aft- ur, ár eftir ár og maríuerlan var í miklu uppáhaldi. Hún blómstr- aði innan um gróðurinn og þótti afar vænt um hestinn sinn. Við byrjuðum alla morgna í sveitinni með henni og afa áður en gengið var í að gróðursetja eða farið í önnur verk. Ef einhvern vantaði aðstoð í nágrenninu, þá hikaði Svanhildur ekki við að rétta hjálparhönd. Hún ferðaðist líka mikið með Svanhildur Finndal Guðmundsdóttir ✝ SvanhildurFinndal Guð- mundsdóttir fædd- ist 19. júlí 1953. Hún lést 1. apríl 2019. Útför hennar fór fram 10. apríl 2019. okkur um landið og víðar. Hún var allt- af til staðar um öll jól og á afmælisdög- um. Gjafirnar frá henni voru alltaf til- hlökkunarefni því hún gerði þær oft- ast sjálf og var ótrúlega lagin í höndunum. Allt sem hún tók sér fyr- ir hendur gerði hún vel og lagði mikinn metnað í. Hún var mikil keppnismann- eskja og hafði mikil hvetjandi áhrif á okkur. Í seinni tíð þótti okkur afar vænt um að kíkja í heimsókn til hennar. Hvergi var maður jafn velkominn. Hún vildi alltaf fá fréttir, var forvitin um hvernig yngri kynslóðinni gekk og lét sér svo sannarlega ekki standa á sama um fólkið sitt. Auðvitað voru dregnar fram kökur og ekki annað tekið í mál en að setjast niður í spil og spjall. Hvatningin sem við fengum frá henni og stundirnar við spilaborðið eru ómetanlegar. Svanhildur, þín verður sárt saknað. Elísabet, Yngvi Finndal, Guðrún Harpa og Atli Finndal. Svanhildur, eða Dandí eins og hún var oftast kölluð á okkar heimili, hefur kvatt allt of snemma og óvænt. Við þau vista- skipti fer hugurinn á flug og minningar um ánægjulegt ferða- lag vakna meðal okkar sem eftir sitjum. Svanhildur var mikið tengd fjölskyldulífinu í Finn- stungu á uppvaxtarárum mínum og gott að eiga hana að og leita til sem barn og unglingur. Eftirminnileg er ferð sem ég átti sem barn á hvítri Toyota Tercel með Svanhildi og afa um Norðausturland og austur á firði þar sem við tjölduðum á ýmsum stöðum og lentum síðan í miklum rigningum sem endaði með því að við sváfum í bílnum. Ég á líka minningar frá ófáum ferðum frá Finnstungu norður á Sauðár- krók þar sem þau voru mjög iðin við að kenna mér staðhætti og bæjarnöfn á leiðinni sem ég var svo spurður út úr á bakaleiðinni. Það var alltaf líf og fjör í Sölvatungu þegar hún kom í vaktafrí þangað og ekki óalgengt að maður kæmi við hjá henni og afa, þá gjarnan tekið væri í spil við eldhúsborðið. Við strákarnir biðum líka spenntir eftir að sjá að hún væri komin því oftar en ekki var hún með nokkrar spólur sem hún hafði tekið upp efni á af Stöð 2 sem ekki var hægt að sjá í Finns- tungu á þeim árum. Á námsárunum var alltaf komið við í Sölvatungu í fríum. Þá klikkaði það ekki að vasarnir voru tæmdir til að sjá hvort þar væri penna að finna sem ekki voru til í safninu og maður rukk- aður um að vera vakandi fyrir þvi að nappa nýjum merktum pennum ef maður sæi þá. „Hvernig síma ertu með núna?“ var oft ein af fyrstu spurning- unum þegar við hittumst. Svan- hildur hafði áhuga á að fylgjast með hvaða tækninýjungar voru í gangi en þorði svo ekki alltaf að taka skrefið til fulls á þeim vett- vangi. Það þurfti smá til átak að kynna hana fyrir samfélagsmiðl- um. Á endanum tókst þó að setja upp og kynna fyrir henni Fa- cebook sem tengdi hana betur við ættingja og vini. Svanhildur hafði unun af ým- iskonar handavinnu og eiga strákarnir okkar útsaumaða jólasokka og jólateppi frá henni sem er ómetanleg minning um unun hennar af handverki. Listi- lega útprjónaðir fingravettlingar sem komu úr jólapakkanum frá henni um síðustu jól eru til vitnis um ótrúlega hæfileika og natni í handbragði. Strákunum okkar fannst alltaf gaman að hitta Dandí og páfa- gaukinn. Þeir lágu yfir gesta- þrautunum sem hún hafði gaman af að leggja fyrir þá og hafði hún lúmskt gaman af að fylgjast með því hvort þeir gætu leyst þraut- irnar. Öll fjölskyldan hafði gam- an af að koma bæði á Hólaveginn og í Sölvatungu og voru ófáar stundirnar sem Svanhildur og Anna ræddu heilbrigðismál, vinnutilhögun og önnur mál yfir kaffibolla sem tengdust vinnunni enda sameiginlegur vettvangur. Svanhildur, þín verður sárt saknað um ókomna tíð. Það verð- ur erfitt geta ekki sótt þig heim og sjá þig við eldhúsborðið í Sölvatungu að snúa gleraugun- um eða skralla með teskeið á borðinu. Kæra Dandí, takk fyrir ferða- lagið að sinni, minning þín lifir áfram. Garðar, Anna, Arnar Darri og Bjarni Dagur. Hníga að beði hljótt sem á léttum væng haustbliknuð lauf í svörð, sem ei fram- ar grœr. Daglangt mun ennþá dvelja við þeirra sœng draumur um vor, sem fór um skóginn í gœr. Vöggulag kvöldsins sefandi syngur blœr. Svefnhöfgans dásemd nóttin í fangi ber. Draumur um vor, sem var hér á ferð í gœr, vitjar á ný síns upphafs og gleymir sér. (Jónas Tryggvason) Skógræktarkonan Svanhildur Guðmundsdóttir hefur kvatt þetta líf. Hún var fædd og uppal- in í Finnstungu í Blöndudal, yngst fimm systkina. Svanhildur vann í mörg ár sem sjúkraliði hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki og átti þar íbúð. Hún dvaldi löngum á æskuslóð- um í Blöndudalnum. Svanhildur var stoð og stytta Guðmundar föður síns á elliárum hans eins og þeir vita sem til þekkja. Þau unnu saman að skógrækt í Sölva- tungu, þar sem nú er gróskumik- ill skógur og blasir við þeim sem fara eftir Blöndudalnum. Hún var handverkskona og mikill dýravinur, hlúði að sjúk- um og gerði það vel. Í hálfan ára- tug kom Svanhildur reglulega að Ártúnum til að sinna föðurbróð- ur sínum í veikindum hans og þökkum við það af alhug. Við sendum fjölskyldu hennar samúðarkveðjur Sigríður (Sigga) Ólafs., Ártúnasystkinin eldri og fjölskyldur. Elskuleg samstarfskona okk- ar Svanhildur Finndal lést snögglega hinn 1. apríl síðastlið- inn. Við samstarfskonurnar minn- umst hennar með virðingu og þakklæti. Svanhildur var dugleg og vandvirk í öllu er hún tók sér fyr- ir hendur. Hún sinnti vinnunni vel og var oftar en ekki með lausn á ýmsu sem þurfti að laga enda var hún þúsund þjala smið- ur. Hún hugsaði vel um sína og sinnti áhugamálum sínum sem voru m.a. garðrækt og ferðalög, og ekki má gleyma föndrinu en hún gantaðist með að nú væri hún farin að vinna svo lítið að nú væri hún farin að mæta í föndrið. Hún var skemmtilegur ferða- félagi og fór m.a. með okkur samstarfskonunum í afar vel heppnaðar vinnuferðir, eina ferð til Glasgow og tvær ferðir til Þýskalands, einnig fór hún með starfsmannafélaginu í skemmti- lega ferð til Riga. Óvænt fráfall hennar var okk- ur mikið reiðarslag og minnir okkur á njóta hvers dags en góð- ar minningar um góða sam- starfskonu lifa áfram í hjörtum okkar og gefa okkur styrk. Við samstarfskonur Svanhild- ar þökkum henni fyrir gott sam- starf og góðar minningar og sendum fjölskyldu hennar inni- legar samúðarkveðjur. Megi góður guð styrkja þau og blessa góðar minningar. Samstarfskonur deildar I og II HSN Sauðárkróki, Sigurlaug Dóra Ingimundardóttir. Elsku amma. Mikið er gott að geta yljað sér við góðar minningar. Þú kenndir mér að prjóna og sauma út og að kunna að meta sakamálaþætti. Ég var alls ekki há í loftinu þegar ég var farin að hlakka til þess að horfa á Derrick og Murder She Wrote með þér á kvöldin yfir prjóna- skapnum. Það var alltaf gott að vera hjá ykkur afa og alltaf varst þú fljót að senda afa að sofa inni í gesta- herbergi þegar ég fékk að gista hjá ykkur svo við stelpurnar gæt- um verið saman. Á Skjólbraut- inni ykkar áttum við ótal góðar stundir og galdraðir þú iðulega eitthvað gott með kaffinu í hverri Helga S. Júlíusdóttir ✝ Helga Sigur-björg Júlíus- dóttir fæddist 26. júní 1923. Hún lést 29. mars 2019. Útför Helgu fór fram 5. apríl 2019. einustu heimsókn. Mikið er ég glöð að þú sért loksins búin að hitta mömmu þína sem þú hefur ekki hitt í heil 84 ár og mikið talað um. Einnig ertu komin til afa en án hans hefur líf þitt verið mun tómlegra síð- ustu ár. Það eru ef- laust miklir fagn- aðarfundir núna. Ég er þakklát fyrir að hafa átt þig að öll þessi ár og mun varð- veita vel allar þær góðu minning- ar sem ég á. Ég ætla að enda á bæninni sem þú kenndir mér og fórst allt- af með fyrir okkur systur á kvöld- in áður en við fórum að sofa. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sigurður Jónsson frá Presthólum) Ingibjörg Guðmundsdóttir. Sálm. 16.11 biblian.is Kunnan gerðir þú mér veg lífsins, gleðignótt er fyrir augliti þínu, yndi í hægri hendi þinni að eilífu. FALLEGIR LEGSTEINAR Auðbrekku 4, 200 Kópavogi, sími: 537-1029, www.bergsteinar.is Á góðu verði Verið velkomin Opið: 10-17 alla virka daga Alúðarþakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför SIGRÚNAR AÐALBJARNARDÓTTUR, Hrafnistu, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks Ölduhrauns fyrir góða umönnun. Þorgerður Jónsdóttir Steingrímur Þórðarson Viðar Hrafn Steingrímsson Lena Karen Sveinsdóttir Sigrún Steingrímsdóttir Nikulás Árni Sigfússon og barnabarnabörn Ástkær sambýlismaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HRAFN SIGURHANSSON viðskiptafræðingur, lést þriðjudaginn 19. mars á Heilbrigðisstofnum Suðurnesja. Útför hans hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Guðbjörg Theodórsdóttir Guðný Hrafnsdóttir Magnús Valdimarsson Ólöf Hrafnsdóttir Guðmundur J. Þorleifsson Hrafn Hlynsson Miroslava Synkova Andri Þór Guðmundsson Cassidy Gudmundsson Birna Rún Guðmundsdóttir og barnabarnabörn Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐLAUGUR INGIMUNDARSON, Ásbraut 17, Kópavogi, lést þriðjudaginn 2. apríl á Landspítalanum við Hringbraut. Útför hans fer fram frá Dómkirkjunni mánudaginn 15. apríl klukkan 11. Linda Guðlaugsdóttir Guðrún Guðlaugsdóttir Garðar H. Magnússon Guðlaugur I. Guðlaugsson Manuela Magnúsdóttir barnabörn og barnabarnabarn Ástkær sonur okkar, bróðir, mágur og frændi, SIGURÐUR GUÐMUNDSSON, Lyngmóa 17, Reykjanesbæ, lést á heimili sínu laugardaginn 6. apríl. Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hins látna. Guðmundur Sigurðsson Kolbrún Geirsdóttir Gunnfríður Friðriksdóttir Antonio Manuel Goncalves Friðrik Guðmundsson Kolbrún Guðmundsdóttir Karl Kristján Davíðsson Salka Snæbrá og Kolbeinn Friður Ástkær móðir okkar, amma og langamma, SIGRÍÐUR BRYNJÚLFSDÓTTIR leikskólakennari, lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ í Reykjavík þriðjudaginn 2. apríl. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju 17. apríl klukkan 11. Dagur Thomas Vattnes Jónsson Rakel Sveinsdóttir Arnfríður Kristrún Sveinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Elsku maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÞORSTEINN SNÆDAL, Grettisgötu 6, Reykjavík, lést á heimili sínu sunnudaginn 7. apríl. Útför hans fer fram frá Hallgrímskirkju miðvikudaginn 24. apríl klukkan 13. Ágústa Axelsdóttir Óttar Snædal Eva Lind Gígja Daði Ingólfsson Gunnhildur Ólafsdóttir og barnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.