Morgunblaðið - 11.04.2019, Blaðsíða 49
MINNINGAR 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 2019
✝ SteingrímurSigurjón Guð-
mundsson fæddist
31. júlí 1949 í
Hafnarfirði. Hann
lést 31. mars 2019.
Foreldrar hans
voru Guðmundur
Bergþórsson, f.
25.6. 1922, d. 13.3.
2000, og Bjarn-
þóra Ólafsdóttir, f.
21.5. 1923, d.
23.12. 2001. Þau skildu. Al-
bræður Steingríms eru; dreng-
ur Guðmundsson, f. 13.9. 1946,
d. sama dag. Ólafur B. Guð-
mundsson, f. 15.9. 1947, kvænt-
ur Laufeyju Sigríði Sigmunds-
dóttur. Bergþór Guðmundsson,
f. 22.1. 1952, kvæntur Jiraporn
Hafnarfirði og á Suðureyri við
Súgandafjörð. Á Suðureyri
starfaði hann við fiskvinnslu
og var virkur þátttakandi í
íþróttafélaginu Stefni þar sem
hann starfaði mikið með ung-
lingum, aðallega sem liðs-
stjóri.. Seinna fluttist hann til
Hafnarfjarðar og starfaði með-
al annars sem dyravörður í
kvikmyndahúsinu Regnbog-
anum og hjá Esso sem varð
síðar að N1 en hann lauk
starfsævi sinni þar. Stein-
grímur var félagslyndur og
fylgdist vel með bæði hand-
bolta og fótbolta, hann var
stuðningsmaður FH.
Steingrímur var mikill fjöl-
skyldumaður, hann bjó til
fjölda ára með systur sinni og
hennar fjölskyldu og var dug-
legur að rækta samband sitt
við bræður sína, ættingja og
vini.
Útför Steingríms fer fram
frá Hafnarfjarðarkirkju í dag,
11. apríl 2019, klukkan 13.
Yuengklang. Sam-
feðra bræður
Steingríms eru
Stefán Guðmunds-
son, f. 19.7. 1964,
kvæntur Hlíf
Ragnarsdóttur, og
Halldór Guð-
mundsson, f. 19.7.
1964, sambýlis-
kona hans er Ásta
Ágústsdóttir. Sam-
mæðra systir
Steingríms er Vilhelmína Ingi-
björg Eiríksdóttir, f. 19.11.
1954, sambýlismaður hennar er
Reimar Kjartansson. Uppeldis-
bróðir Steingríms er Kristinn
Kristinsson og er sambýliskona
hans Jóhanna Sigurðardóttir.
Steingrímur ólst upp bæði í
Þau voru slæm tíðindin sem
okkur bárust á síðasta degi
marsmánaðar, Steini hafði kvatt
jarðlífið langt um aldur fram.
Við Maja kynntust honum vel
er við bjuggum á Suðureyri við
Súgandafjörð á árunum 1979 til
1987 og höfðum af honum góð
kynni. Vestra og jafnvel víðar
voru karlmenn gjarnan kenndir
við mæður sínar og því var hann
yfirleitt kallaður Steini Binnu og
það leið nokkur tími þar til við
vissum að hann hét Steingrímur.
Fyrstu kynnin af Steina voru
stuttu eftir að við settumst að á
Suðureyri. Við höfðum farið á
viðburð í Félagsheimilinu dag-
stund eina og var þar margt um
manninn.
Heyrðum við álengdar menn í
samræðum og einn þeirra talaði
talsvert hærra en hinir. Við nán-
ari athugun sáum við mann í
hópi félaga sinna og lá hann ekk-
ert á skoðunum sínum á því mál-
efni sem til umræðu var í
hópnum. Þetta var Steini. Hann
gat alveg látið í sér heyra ef svo
bar undir, hafði sínar skoðanir
og undi ekki óréttlæti.
Við áttum eftir að kynnast
Steina betur, við bjuggum í
sömu blokkinni, hann hjá Binnu
móður sinni og Eiríki stjúpa
sínum.
Þau eru látin, eðalmanneskjur
bæði tvö og má hið sama segja
um systkini hans sem nú syrgja
kæran bróður.
Við minnumst Steina sem öt-
uls liðsmanns í íþróttafélaginu
Stefni og saman stóðum við á
sviði Félagsheimilis Súgfirðinga
þá er Þorlákur þreytti var á svið
settur við dágóðar vinsældir árið
1979.
Steini kom einnig að afleys-
ingum sem sýningarmaður við
kvikmyndasýningar í Félags-
heimilinu og sinnti þeim starfa af
kostgæfni.
Eftir að við Maja fluttum frá
Suðureyri hittum við Steina
sjaldnar en síðar á árum, þegar
hann var fluttur á höfuð-
borgarsvæðið, hittum við hann
stundum á bensínstöð N1 í
Hafnarfirði þar sem hann starf-
aði um skeið.
Við hittumst einnig á Sælu-
helginni á Suðureyri þar sem
Steini var hrókur alls fagnaðar í
góðra vina hópi.
Okkur Maju þótti ávallt vænt
um Steina, það var ekkert illt til
í honum, hann var góður og
gegnheill og vinur vina sinna.
Minningin um hann er góð og
hún lifir. Við vottum eftirlifandi
systkinum Steina sem og öðrum
aðstandendum okkar innilegustu
samúð, þeirra missir er mikill.
Sveinbjörn og María.
Elsku frændi minn.
Það er svo sárt að missa þig
eftir öll þessi ár sem þú bjóst
með okkur mömmu.
Það voru yndislegir tímar og
ég á ekkert nema góðar minn-
ingar um þig. Þótt ég væri oft að
suða í þér hlustaðir þú alltaf á
mig og gafst þér tíma til að sinna
mér, ég var mjög heppin að eiga
þig sem frænda.
Ástarþakkir fyrir allar góðu
stundirnar, ég á eftir að sakna
þín svo mikið. Ég veit að þér líð-
ur vel núna hjá ömmu og afa.
Hvíldu í ást og friði.
Þín frænka,
Eyrún.
Með örfáum orðum langar
mig að kveðja kæran frænda
minn og vin, Steingrím Sigurjón
Guðmundsson. Hann var fæddur
31. júlí 1949 á Vesturbraut 4 í
Hafnarfirði.
„Steini“, eins og hann var allt-
af kallaður, var sonur Bjarnþóru
Ólafsdóttur og Guðmundar
Bergþórssonar en þau hjónin
áttu saman þrjá drengi, þá Ólaf,
Steina og Bergþór, en þau
skildu.
Bjarnþóra giftist síðan föður-
bróður mínum Eiríki Sigurðs-
syni. Saman eignuðust þau Vil-
helmínu Ingibjörgu, eða Ingu
Villu, eins og hún er alltaf kölluð,
19. nóvember 1954.
Steini kallaði mig nánast aldr-
ei skírnarnafni heldur ávarpaði
mig sem „frænku“, það þótti mér
vænt um. Hann kom frá kær-
leiksríku heimili, gleði og skop-
skyn hans sýndi það svo vel alla
tíð. Það var alltaf hlegið á heimili
Eissa og Binnu og átti Steini
ekki síst þátt í því en hann og
Eissi áttu einstaklega gott skap
saman.
Steini var sú manngerð sem
öllum líkaði vel við. Hann var
hreinskiptinn, algóður og engin
tilviljum hve vinmargur hann
var. Steini kynntist mörgum í
gegnum íþróttahreyfinguna en
þar starfaði hann lengi og var öt-
ull í starfi fyrir íþróttafélagið
Stefni á Suðureyri enda heyrðist
alltaf lang hæst í Steina á öllum
leikjum þar sem hann hvatti
áfram sitt lið, hvort heldur var í
fótboltanum eða frjálsum íþrótt-
um.
Steini var svo auðvitað í öllum
hugsanlegum félagsskap á
Suðureyri eins og í Lions-hreyf-
ingunni. Steini gegndi einnig
trúnaðarstörfum í Fiskiðjunni
Freyju og var hann í raun alltaf
maður fólksins.
Steini var formaður íþrótta-
félagsins Stefnis í tvo heila ára-
tugi. Hann var mikill keppnis-
maður og honum var ætíð mikið í
mun að Íþróttafélagið Stefnir
ynni héraðsmótið á Núpi sem
var stærsti íþróttaviðburður árs-
ins í frjálsum í Vestur-Ísa-
fjarðarsýslu. Steini var í senn
húmoristi, kappsamur og
úrræðagóður og átti það til, ef
hann sá fyrir að það vantaði örfá
stig upp á að vinna héraðsmótið,
þá smalaði hann Súgfirðingum
úr áhorfendabrekkunni til að
keppa í einhverri grein til að ná
inn þeim stigum sem upp á vant-
aði til að vinna mótið. Þetta gerði
Steini svo Súgfirðingar kæmust
örugglega með bikarinn heim.
Það tókst alltaf hjá Steina.
Steini fluttist frá Suðureyri til
Hafnarfjarðar árið 1993 eftir að
hafa búið fyrir vestan í meira en
30 ár.
Hann fylgdist vel með íþrótt-
um og var dyggur FH-ingur
enda kominn aftur í heimabæinn
sinn. Það var alltaf gaman að
hitta Steina, því hann var ávallt
glaður, gerði gaman og stríddi
helst örlítið, en gekk samt aldrei
of langt né særði nokkurn.
Gáfur prýddu fagurt hjarta,
gleðin bjó í hreinni sál.
Í orði og verki að vera sannur
var þitt dýpsta hjartans mál.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Steini og Inga Villa voru mjög
samrýnd systkini og hafa ávallt
staðið þétt saman. Fráfall Steina
er því mikill missir fyrir Ingu
Villu og dóttur hennar Eyrúnu.
Megi algóður Guð styrkja þær,
Begga og Óla og alla fjölskyld-
una við fráfall Steina frænda
sem fór allt of snemma.
Kveðja frá
Steingerði frænku.
Steini okkar var hrókur alls
fagnaðar. Hann var einstaklega
frændrækinn og hafði mikla
ánægju af því að heimsækja vini
og ættmenni út um borg og bý
og jafnvel út fyrir landsteinana
þegar hann heimsótti bræður
sína.
Honum þótti almennt afskap-
lega vænt um fólk en þó sér-
staklega um bræður sína og
systur. Ekkert þótti honum
skemmtilegra en að stríða
bræðrum sínum og ekki var
verra ef mágkonurnar tóku þátt
í því, þá tók Steini bókstaflega
bakföll af hlátri.
Fyrir nokkuð mörgum árum
tókum við upp á því að halda
bræðralagshitting. Steini hafði
lengi gengið undir viðurnefninu
„blaðamaðurinn hjá DV“ þar
sem hann bar fréttir á milli
bræðranna og annarra ætt-
menna. Skilnaður, barneignir,
framhjáhald og drykkjusögur
bar hann á milli og var þá ekkert
verið að hengja sig í smáatriði,
eins og hvort fótur væri fyrir
sögunni eður ei. Á þessum
bræðralagskvöldum, þar sem
Inga Villa systir var auðvitað ein
af bræðrunum, var margt brall-
að sem ekki endilega er allt hæft
á prenti en verður lengi minnst.
Eitt skemmtilegt kemur þó
upp í hugann en það er að við
gáfum út dagblaðið DV í fullri
stærð, einblöðung reyndar. Þar
voru sagðar skröksögur af
bræðrunum og mikið hlegið og
þótti blaðamanninum okkar
þetta alveg óendanlega fyndið.
Við krýndum líka bræðurna með
skrautrituðum borðum og fékk
Steini borða er á stóð „Eftirsótt-
asti piparsveinninn“ og þó mikið
hafi verið hlegið þá erum við viss
um að Steini hafi staðið fyllilega
undir því. Þó að hann hafi ekki
eignast konu og börn hefði eng-
inn verið svikinn af eiginleikum
hans enda góðmenni alveg í
gegn.
Eitt fyrsta verkefni nefndar
bræðralagshittingsins var að
kaupa svokölluð buff sem höfuð-
föt. Valin voru ljótustu buffin í
bænum og sett sem skylda að
mæta með þau á höfðinu í hvert
sinn sem bræður hittust. Viður-
lögin við að gleyma buffi heima
var að splæsa Tópasskotum á
línuna. Þetta þótti Steina alveg
brilljant enda gleymdi hann
aldrei buffinu og hló óstjórnlega
þegar Stefáni varð á að gleyma
sínu.
Nú þegar við kveðjum hann
Steina okkar með miklum trega
og söknuði munum við láta buff-
ið hans fylgja honum og taka út
okkar viðurlög að mæta ekki
með buffið í hinstu kveðju og
sendum hann í Sumarlandið með
Tópasskot svo hann geti slegið
um sig og haft gaman svona eins
og hann vildi hafa það.
Elsku Steini okkar, við þökk-
um þér samfylgdina og vináttuna
og látum nefndarstörfin fyrir
næsta hitting í þínar hendur.
Sjáumst hress í Sumarlandinu.
Þinn bróðir og „uppáhalds
mágkona“
Stefán og Hlíf.
Steingrímur Sigur-
jón Guðmundsson
Veistu ef þú vin átt
þann er þú vel trúir
og vilt þú af honum gott
geta.
Geði skaltu við þann
blanda
og gjöfum skipta,
fara að finna oft.
(Úr Hávamálum)
Þegar okkur barst sú sorgar-
fregn að Bjössi vinur okkar hefði
kvatt þennan heim sló þögn á
marga því enda þótt við vissum
flest að hverju stefndi þá var allt-
af vonin til staðar, vonin eftir
kraftaverki sem því miður varð
ekki raunin.
Hann hafði barist hetjulega
við hinn illa vágest í nokkur ár en
undir það síðasta sá hann og
skildi að hverju stefndi og sætti
sig við hið óumflýjanlega af
stakri ró og æðruleysi sem ein-
mitt einkenndi þennan góða
dreng alla tíð. Hann talaði oft um
að nú færi að styttast í að hann
hitti hana Íu sína, eins og eig-
inkona hans var ætíð kölluð.
Bjössi var vel hagmæltur og
kastaði oft fram vísum. Þessi,
Áramót 2018-2019, sýnir glöggt
að hverju stefndi:
Lít yfir ár þá liðið er
lít ég þar fáa gleðistund.
Hvað nærir það næsta í skauti sér
Björn Jóhannsson
✝ Björn Jóhanns-son fæddist 19.
maí 1943. Hann lést
23. mars 2019.
Útför hans hefur
farið fram í kyrrþey
að ósk hins látna.
sé ég í hilli ánægju-
fund?
Ég kynntist
Bjössa er við sett-
umst saman níu
ára gamlir á skóla-
bekk í níu ára G í
Laugarnesskóla,
báðir nýir í bekkn-
um og því settir
saman við borð
sem við héldum út
barnaskólann.
Þetta var skemmtilegur tími,
góður bekkur og frábær kennari,
Auður Eiríksdóttir, sem Bjössi
talaði oft um og vitnaði í. Síðan
skildi leiðir í nokkur ár, ég fór í
Gaggó Vest en hann í Lindar-
götuskólann en traustur vin-
skapur hélst ávallt og brölluðum
við oft mikið saman á þessum ár-
um og ekki síður á framhalds-
skólaárunum.
Hann varð snemma hrifinn af
körfubolta og fór að fara með
mér á æfingar í KR sem honum
fannst skrítið, enda uppalinn
Valsari af Háteigsveginum.
Hann var þó aldrei mikið fyrir
keppnir enda fór hann snemma
að taka þátt í félagsstörfum fyrir
deildina og var formaður hennar
í nokkur ár, m.a. árið 1973-74 er
við unnum tvær bikarkeppnir,
Reykjavíkurmót og Íslandsmót!
Þá fórum við Bjössi saman í
handbolta með Þrótti eitt ár og
líkaði vel. Á framhaldsskólaár-
um okkar vorum við báðir til sjós
nokkur sumur á millilandaskip-
um og líkaði vel. Jóhann pabbi
hans var þá skipstjóri hjá Eim-
skipafélagi Reykjavíkur og var
Bjössi háseti bæði á Öskju og
Kötlu.
Á efri árum hellti hann sér í
golfið og eignaðist þar marga
góða vini, er ég ekki í nokkrum
vafa um að keppnisskap hans
hafi verið eins mikið þar og á
öðrum sviðum. Þótt áhugi hans
fyrir að mæta á leiki hafi dvínað
hin síðari ár var hann mikill
KR-ingur og hélt góðu sam-
bandi við okkur öll. Spilaði „po-
ol“ við Jón Otta, Helga og Haf-
stein og var að þeirra sögn yfir-
burðamaður í þessum hópi, fór
með okkur í utanlandsferðir og
siglingar og mætti vel í þorra-
blótin.
Vertu sæll góði vinur og takk
fyrir trausta vináttu öll þessi
ár. Dætrum hans, uppeldis-
dætrum og syni ásamt fjöl-
skyldum þeirra sendum við
innilegar samúðarkveðjur og
vitum að minning hans mun lifa
um ókomin ár.
Fyrir hönd KR-félaga og
bekkjarsystkina úr 12 ára G í
Laugarnesskóla,
Einar Gunnar Bollason.
Farinn er góður drengur,
Bjössi eins og hann var alltaf
kallaður.
Þeir Garðar heitinn Hall-
dórsson og Bjössi voru félagar
sem höfðu spilað saman golf í
mörg ár, svo mörg ár að þeir
uppnefndu sig Dr. Hook og Mr.
Slice sem vísaði til mismunandi
sveiflutækni þeirra.
Við kynntumst þeim fyrir
um tíu árum í svokölluðu vetr-
argolfi á Thorsvelli við Korp-
úlfsstaði. Þeir voru óstöðvandi
þótt það gengi oft á með éljum
eða láréttri rigningu; alltaf var
spilað og skapið í góðu lagi.
Garðar dó fyrir rúmu ári en
Bjössi var áfram með okkur,
alltaf hress í bragði þótt hann
næði ekki að sveifla kylfu síð-
ustu mánuðina. Hann fylgdist
með afrekum okkar hvort sem
þau voru meiri eða minni, en
bjartsýnin var ávallt í fyrir-
rúmi. Lýsandi dæmi var ef
upphafshöggið hjá okkur var
ekki alveg eins og til stóð, þá
komu alltaf hvatningarorð frá
honum: „Það er annað höggið
sem gildir!“
Fyrir þremur árum fórum
við nokkrir félagar í ferð til
Morgado í Portúgal og spiluð-
um golf eins og við ættum lífið
að leysa. Þar sáum við hvað
hann Bjössi naut sín, að spila
og fagna vel heppnuðum högg-
um, slappa af eftir langan dag,
borða góðan mat og hafa smá
vín í glasi. Við gleymum heldur
ekki vísunum sem birtust við
ólíklegustu tækifæri. Þeim var
safnað í kver sem birtist loks-
ins fyrir ári. Frábær félagi er
genginn, hans verður sárt
saknað.
Við vottum fjölskyldu hans
okkar dýpstu samúð.
GR-félagar:
Daði Kolbeinsson,
Elías Kárason,
Hans Isebarn,
Ingólfur Friðjónsson,
Friðjón Örn Friðjónsson,
Björk Snorradóttir,
Ólafur Indriðason,
Björn S. Vilhjálmsson.
Við golffélagarnir í GR
munum ávallt minnast Björns
með miklum hlýhug, enda gaf
hann alltaf frá sér góða nær-
veru og hlýju. Skemmtilegasta
golfatvik okkar tengist eflaust 9.
nóvember 2013 þegar ég, Elías,
Björn múrari og Bjössi okkar
vorum að spila átta holur á
Thorsvellinum, par 3-braut.
Björn múrari sló fyrst beint ofan
í, svo kom Björn okkar og sló við
hliðina á flaginu. Elías sló inn á
grínið og ég sem byrjandi hitti
auðvitað ekki grínið. Björn pútt-
aði ofan í fyrir fugl, Elías par og
ég á fjórum höggum. Skorkortið
leit því þannig út: 1-2-3-4 ogikið
hlegið þann daginn.
Við sem spilum golf vitum að
það eru oft skin og skúrir í þess-
ari erfiðu íþrótt, en aldrei sá ég
þá félaga Garðar og Björn verða
reiða úti á golfvellinum. Þeir voru
alltaf afslappaðir, kurteisir og já-
kvæðir í öllum sínum gjörðum.
Algjör unun og heiður að hafa
upplifað að spila með þeim golf og
vera í návist þeirra. Nú eru báðir
þessir heiðursmenn og indælu fé-
lagar farnir yfir í aðra vídd,
„sumarlandið góða“, og efast ég
ekki um að Garðar tekur vel á
móti félaga sínum. Við sem eftir
erum hér á jörðinni munum ávallt
sakna þeirra beggja og minnast
þeirra með miklum hlýhug.
Björn tilkynnti okkur golf-
félögum sínum og öðrum um
veikindi sín þegar þau hófust og
hann tókst á við þau af ótrúlegu
æðruleysi eins og honum einum
var lagið og samdi vísur til að
létta lund sína og annarra í kring-
um sig. Mjög hagyrtur og bros-
mildur karakter í alla staði. Alltaf
jákvæður, vonandi allt fram í lok-
in að honum tækist að yfirstíga
alvarleg veikindi, en þegar
læknirinn hans upplýsti hann í ár
að svo færi ekki tók hann þeim
sorglegu tíðindum með sinni ein-
stöku ró og yfirvegun. Ég spurði
hann hvort hann þyrfti hjálp frá
mér og golffélögunum, en þá var
hann fljótur að afþakka slíkt, því
allir í fjölskyldunni hlúðu vel að
honum og svo átti hann marga
aðra félaga sem spiluðu vikulega
með honum billjard. Allir tilbúnir
að hjálpa þessum heiðursmanni.
Þú skilur eftir auðlegð þá
sem enginn tekið fær.
Ást í hjarta, blik á brá,
og brosin silfurtær.
Mesta auðinn eignast sá
er öllum reynist kær.
(GÖ)
Ég man að í marsmánuði
ræddum við félagarnir um „lífið
og tilveruna“, þá heyrði ég á hon-
um að hann var búinn að búa sig
gríðarlega vel undir það að hann
myndi yfirgefa ástvini sína á
þessu ári. Hann var sammála mér
að ekkert væri að óttast við dauð-
ann og hann sagði að í raun væri
hann sáttur að fara því þá myndi
hann aftur vera í návist sinnar
„heittelskuðu“ og fannst mér fal-
legt hversu „hrein og falleg sú ást
þeirra hefur verið“.
Leyfi mér að birta síðustu vísu
hans frá facebooksíðu hans:
Súldin vermir svörðinn hlý
sálin rumskar híði í,
vorsins draumar vakna á ný
vonin björt nú aftur sný.
Alltaf svo jákvæður og hress,
þótt erfið veikindi herjuðu á hann.
Það er því með miklum söknuði
sem við golffélagarnir kveðjum
frábæran félaga okkar. Við send-
um fjölskyldu hans, ættingjum og
öðrum ástvinum hans okkar hlýj-
ustu samúðarkveðjur. Hvíl í friði,
þú ert nú umvafinn englum, kæri
félagi.
Jakob Þór Haraldsson.