Morgunblaðið - 11.04.2019, Síða 50
50 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 2019
✝ Erna Magnús-dóttir Espersen
fæddist í Reykjavík
1952. Hún lést á
Bornholm í Dan-
mörku 26. mars
2019.
Foreldrar henn-
ar voru Magnús
Magnússon, f. 1927,
d. 2003, og Dóra
Sína Jónsdóttir, f.
1931, d. 2003.
Systkini hennar eru Þór, f.
1953, Rut, f. 1956, og Óðinn, f.
1963. Samfeðra var Gunnar
Stefán, f. 1950, d. 1977.
Erna ólst upp í Smáíbúða-
hverfinu, gekk í Breiðagerðis-
skóla og síðar Réttarholtsskóla.
Hún fór til Danmerkur eftir
landspróf til
sumarvinnu en
þar kynntist hún
tilvonandi eigin-
manni sínum og
bjó þar alla tíð
síðan.
Eftirfarandi
eiginmaður henn-
ar er Ívar Esper-
sen og eignuðust
þau tvö börn,
Kenny, f. 1971, og
Söndru, f. 1975. Barnabörnin
eru fimm.
Útför hennar fór fram á
Bornholm 2. apríl síðastliðinn
en minningarstund verður
haldin í Grafarvogskirkju í
dag, 11. apríl 2019, klukkan
13.
Ég var tólf ára, stóð á bryggj-
unni og var að kveðja hana Ernu
mína. Hún var á leiðinni út í hinn
stóra heim, aðeins rétt að verða
sautján. Gullfoss lá þarna í öllu
sínu veldi. Bara það eitt að sigla
með Gullfossi var draumi líkast.
Ferðinni var heitið til Kaup-
mannahafnar og þaðan til Born-
holm. Erna og Hadda vinkona
hennar ætluðu að vinna á strand-
hóteli þetta sumar. Við vorum
þarna ég, Óðinn bróðir, mamma
og svo amma og afi ásamt fullt af
öðru fólki sem var einnig að
kveðja ástvini sína. Þar sem við
stóðum og veifuðum á bryggjunni
gat ekki nokkurt okkar órað fyrir
því hvaða atburðarás var um það
bil að hefjast. Erna átti eftir að
búa á Bornholm restina af lífi
sínu, setjast þar að og eignast sína
fjölskyldu.
Foreldrar okkar settust þar
síðar að eftir siglingar sínar um
heimsins höf og bjuggu þar fram
á síðasta ævikvöld. Flestir ætt-
ingjar okkar hafa komið til Born-
holm og mörg okkar ótal sinnum.
Óðinn bróðir og konan hans sett-
ust þar einnig að og nú hafa tvö af
börnum hans einnig bæst við. Það
er ekki annað hægt að segja en að
Erna og fallega eyjan hennar hafi
kallað til okkar allra.
Erna mín var mikil hugsjóna-
manneskja og friðarsinni. Hún
trúði innilega á það góða í öllum
og átti auðvelt með að greina
lausn frá vandamáli. Hún vildi
ekkert skjall um sig og alls ekki
sjúkdómavæða sig í veikindum
sínum. Hún var með harðan skráp
og sterk og ég er óendanlega stolt
af því að hafa fengið hana sem
systur.
Nú er ég aftur að kveðja hana
Ernu mína. Hafðu hjartans þökk
fyrir samfylgdina elsku Erna mín.
Rut.
Nú kveðjum við yndislega
konu, hana Ernu móðursystur
mína. Hún var svo yndislega fal-
leg að utan jafnt sem innan.
Þær voru svo margar ferðirnar
okkar til Bornholm þar sem Erna
og fjölskylda bjuggu og alltaf jafn
gaman að koma til þeirra.
Þær eru svo margar minning-
arnar sem tengjast Ernu frænku,
til dæmis þegar við vorum þar eitt
sumarið í heimsókn eins og svo oft
áður, vorum við frænkurnar ég,
Dóra, Hulda og Karen systir að
labba heim til hennar með dúkku-
vagn en á leiðinni finnum við lítinn
kettling sem var mikið slasaður
og hafði greinilega lent í öðrum
ketti.
Við auðvitað gátum ekki hugs-
að okkur að skilja hann eftir einan
úti í móa og settum hann í dúkku-
vagninn og heim til Ernu. Það
þurfti ekki að spyrja að því, auð-
vitað tók Erna hann að sér og
hjúkraði honum og átti hann þar
gott líf.
Hún átti líka alltaf einn og
stundum tvo hunda, alveg frá því
ég man eftir mér var alltaf hund-
ur hjá Ernu og jafnvel fleiri dýr.
Hún var svo mikill dýravinur og
náttúrubarn af guðs náð. Hún
mátti aldrei neitt aumt sjá, alltaf
tilbúin að hjálpa öðrum, og vann í
mörg ár við að hjálpa fólki.
Elsku Erna mín, ég kveð þig
með söknuð í hjarta og þakka þér
fyrir allar yndislegu minningarn-
ar sem við eigum með þér.
Kolbrún Elsa Smáradóttir.
Elsku Erna, þrátt fyrir að frá-
fall þitt hafi átt sér nokkurn að-
draganda var samt svo sárt þegar
það bar að. Það er svo stutt síðan
við sátum úti á palli hjá mömmu
og pabba í Grafarvoginum að
spjalla og þér fannst svo
skemmtilegt að fylgjast með Em-
ilíu dóttur minni leika sér, enda í
fyrsta skipti sem þið hittust. Ég
kvaddi þig vitandi að ég ætti ekki
eftir að sjá þig aftur í lifanda lífi.
En minningarnar og kærleikur-
inn sem við áttum varðveiti ég í
hjarta mínu.
Það vill nefnilega oft verða
þannig þegar fólk býr hvort í sínu
landinu að tilfinningaböndin
verða sterkari en annars. Ég fann
alltaf þessa sterku tengingu við
þig, jafnvel þó við byggjum aldrei
í sama landi. Ég á Íslandi og þú
með fjölskyldu þinni á Bornholm.
Kannski er það vegna þess að við
áttum svo margt sameiginlegt,
báðar fæddar í krabbamerkinu,
báðar miklir náttúruunnendur,
báðar með mikla sköpunargleði
og svo mætti lengi halda áfram.
Ég var svo lánsöm að fá að vera
hjá þér í örfáar vikur einn vetur
þegar ég var 19 ára og við áttum
saman yndislegan tíma þar sem
við fórum saman á glerskurðar-
námskeið, dansleik, matarboð og
heimsóknir til ömmu Dússí.
Þegar skólinn minn á eyjunni
fögru byrjaði mátti ég alltaf kíkja
við og þú varst aldrei langt undan,
hvorki í persónu né andlega. Þú
varst nefnilega gædd þeim ein-
staka hæfileika að geta lesið fólk
eins og opna bók. Það var ómögu-
legt að leyna þig nokkru og voru
tilfinningaflækjur mínar fyrir þér
eins og auðlesin skáldsaga. Þú
vissir líka alltaf hvenær rétta
stundin var fyrir knús og það er
alveg merkilegt hvað knús lagar
margt.
Þú átt alveg sérstakan stað í
hjarta mínu og ég á ævinlega eftir
að sakna hlýjunnar sem fylgdi
nærveru þinni.
Þín systurdóttir,
Karen.
Með nokkrum fátæklegum orð-
um kveð ég hana Ernu systur-
dóttur mína, hrygg í hjarta en
þakklát fyrir að hafa alla tíð feng-
ið að vera hluti af lífi hennar.
Minningarnar eru margar og all-
ar góðar.
Erna fékk margar góðar gjafir
í vöggugjöf, eins og áhugann á
andlegum málefnum og því að
hjálpa öðrum. Hún lærði jóga,
heilun og kynnti sér vel ýmsar
óhefðbundnar lækningar, sjálfri
sér og öðrum til hjálpar. Já Erna
var með hlýjar hendur, hug og
hjarta, Það fór ekki framhjá þeim
sem kynntust henni.
Náttúrunni unni hún og naut
þess að búa með fjölskyldu sinni á
fallegu eyjunni Bornholm. Hún
var oft með börnum og barna-
börnum í ýmsum skoðunarferð-
um um eyjuna þeirra og tók þá
fallegar myndir sem hún miðlaði
til okkar í gegnum netheima svo
við gætum sem best fylgst með lífi
þeirra.
Erna og Ivar hafa haft gaman
af að ferðast og farið víða. Þau
hafa talsvert ferðast um landið
okkar. Erna hefur haldið fast í
uppruna sinn, elskað landið sem
hún fæddist í og hefur alltaf gert
sér far um að hitta okkur nánustu
ættingja sína þegar þau hafa
komið til Íslands.
Þegar vorið vaknaði á
Borgundarhólmi að þessu sinni og
gaf vetrargróðrinum nýtt líf, þá
kvaddi Erna Ivar sinn og börnin
þeirra sem hjá henni voru og lagði
af stað í sína hinstu ferð til hins ei-
lífa sumarlands.
Hún var í mörg ár búin að berj-
ast við illvígan sjúkdóm þó hún
hafi ekki haft hátt um það, en þeg-
ar hún vissi hver myndi sigra í
baráttunni, þá ákvað hún með
sinni einstöku stillingu, jákvæð-
um huga og æðruleysi, að njóta
frekar lífsins með sínu fólki á
meðan hún ætti þess kost, í stað
þess að fara í fleiri meðferðir.
Síðastliðið haust hefur hana
grunað að kveðjustund nálgaðist
því þau hjónin ákváðu þá að koma
í örfárra daga heimsókn til Ís-
lands. Þar sem Íslandsheimsókn-
ir þeirra höfðu alltaf verið að
sumri til þá grunaði okkur að
ástæðan fyrir heimsókninni væri
sú að hún vildi geta kvatt okkur
hérna heima á meðan hún væri
ferðafær og sú tilgáta reyndist
rétt.
Það var þó Ernu líkt að láta
heimsóknina ekki verða neina
sorgarstund. Við Edda móður-
systur Ernu, Rut systir Ernu og
makar okkar áttum alveg dásam-
lega samveru með þeim Ernu og
Ivari í gamaldags hitting við eld-
húsborðið – Við rifjuðum upp
margar gamlar, góðar og
skemmtilegar minningar og það
var mikið hlegið.
Þegar við kvöddumst, sagði
Erna aðspurð um heilsuna, að það
yrði ekki við neitt ráðið, hún vildi
ekki fleiri meðferðir heldur njóta
bara og svo brosti hún sínu hlýja
og fallega brosi, eins og hún hefði
sagt mér að hún ætlaði að
skreppa til tannlæknis. Já, Það
var einstakt æðruleysið sem hún
Erna mín bjó yfir – Þannig lifði
hún og þannig dó hún og þannig
minnumst við hennar.
Ég þakka Ernu minni sam-
fylgdina og tryggðina öll árin og
ég á eftir að sakna samskiptanna
okkar bæði í raunheimum og á
netinu þar sem hún setti alltaf
eitthvað uppbyggilegt og gott efni
inn. Ivari, og fjölskyldum þeirra á
Bornholm og systkinum Ernu og
fjölskyldum votta ég mína dýpstu
samúð.
Guð blessi ykkur öll.
Ragna Kristín Jónsdóttir
(Didda).
Elskuleg frænka mín er látin
eftir hetjulega baráttu við
krabbamein. Ég á yndislegar
minningar um hana Ernu mína,
hún var alltaf svo yfirveguð, róleg
og hjartahlý.
Ég var unglingur þegar hún
fæddist og fannst spennandi sem
nýorðin móðursystir að fá að
keyra hana í vagninum. Svo
stækkaði þessi fallega stúlka og
hélt á vit ævintýranna í sumar-
vinnu á Bornholm. Eyjan og ung-
ur piltur heilluðu hana svo mjög
að hún settist þar að og undi hag
sínum vel með Ívari og börnunum
tveim. Við Jón heimsóttum þau
nokkrum sinnum út á þessa fal-
legu eyju og nutum samverunnar
með þeim. Erna hafði afar sterka
réttlætiskennd og sinnti ýmsum
störfum í þágu fólks sem minna
mátti sín í þjóðfélaginu. Hún hafði
eitthvert andlegt næmi sem fékk
mann til að líða vel í návist henn-
ar. Síðastliðið haust komu Erna
og Ívar til Íslands til að kveðja
landið hennar og ættingjana. Hún
vissi þá að hún kæmi ekki aftur til
okkar.
Þessi stund sem við áttum með
henni þá var bæði sorgar- og
gleðistund. Við vorum glöð yfir að
hún skyldi leggja á sig þessa ferð,
sárveik og sorgmædd yfir því sem
við vissum að var í vændum.
Við gætum rifjað upp ótal fal-
legar minningar sem við geymum
í hjörtum okkar með sárum sökn-
uði. Við sendum Ívari, börnum og
systkinum Ernu innilegar samúð-
arkveðjur með broti úr ljóði eftir
Jóhannes úr Kötlum:
Vor sál er svo rík af trausti og trú,
að trauðla mun bregðast huggun sú,
þó ævin sem elding þrjóti,
guðs eilífð blasir oss móti.
Vort hjarta er svo ríkt af hreinni ást,
að hugir í gegnum dauðann sjást.
– Vér hverfum og höldum víðar,
en hittumst þó aftur – síðar.
Edda Björg og Jón Ingi.
Erna Magnús-
dóttir Espersen
3. apríl er fæð-
ingardagur móður
minnar, Hlífar Guð-
jónsdóttur, hún
hefði orðið 96 ára. Alltaf ung í
anda, jákvæð, brosmild og hress.
Hún hafði alla þá bestu kosti sem
nokkur manneskja getur óskað
sér.
Hún var mikill dýravinur, hún
var mannvinur, börn elskaði hún
og þau hana.
Þolinmæði átt hún ómælda,
aldrei vammir eða skammir. Hún
var einstaklega falleg mann-
eskja.
Mamma var sporlétt og ólöt,
það hélt henni ungri.
Ég sakna mömmu minnar
mikið og þó er ég orðin rígfull-
orðin.
Mamma hafði sérstakar hend-
ur, sem struku mér oft um vang-
ann og héldu í hendur mínar.
Hún og tengdamóðir mín voru
Hlíf Guðjónsdóttir
✝ Hlíf Guðjóns-dóttir fæddist
3. apríl 1923. Hún
lést 21. nóvember
2018.
Útför Hlífar fór
fram 4. desember
2018.
með strákana mína
meðan ég lauk námi,
ef þær hefðu ekki
fórnað sér í þetta,
hefði lífið orðið
öðruvísi.
Mamma var mjög
vel ritfær, las mikið
og var fróð um
margt. Heimilið var
stórt og mikill
gestagangur, en
hún tók þátt í verk-
unum úti og inni. Gerði eins og
margar konur urðu að gera,
sauma á okkur öll og prjóna.
Hún var mjög félagslynd og
hafði alltaf gaman af að hitta fólk.
Fólkið í Tónar og trix, eldri-
borgarakór Þorlákshafnar, fólkið
í dagvistun í Þorlákshöfn og fólk-
ið allt í kringum hana. Ekki skal
gleyma Húsvagnafélaginu. Takk
fyrir, þið öll, sem voruð Hlíf móð-
ur minni góð. Mamma var svo
dugleg að halda sambandi við
systkinabörn sín, svo og annað
frændfólk.
Elsku mamma mín. Ég þakka
þér fyrir að þú varst mamma
mín. Við söknum þín öll. Allt er
breytt.
Þín
Pálína.
Látin er kær vin-
kona, besta vinkona
móður okkar hún
Erla, en þær voru
vinkonur frá ung-
lingsárunum. Djúp og varanleg
vinátta varði alla tíð á milli þeirra
allt til andláts móður okkar árið
2007. Margs er að minnast, sér-
staklega frá fyrri tíð þegar sam-
gangur var meiri og þær bjuggu
nær hvor annarri í Vesturbæn-
um. Síðar flutti Erla í „sveitina“,
þ.e. í Breiðholtið sem þá þótti
ansi langt frá Vesturbænum.
Erla var einstök og heilsteyptur
persónuleiki, átti til ótrúlega elju,
þrautseigju og ekki síst þolin-
mæði, sem kom sér vel, meðal
annars í öllum þeim veikindum
sem hún hefur átt við að stríða í
gegnum tíðina. Hún var móður
okkar ætíð stoð og stytta og aldr-
ei bar skugga á vináttu þeirra
þótt þær væru eins ólíkar og dag-
ur og nótt. Þær spjölluðu saman
nánast hvern einasta dag og Erla
gaf henni ávallt tíma þrátt fyrir
mikið annríki en Erla stóð fyrir
stóru heimili lengst af á Lamba-
stekk.
Þær áttu sameiginleg áhuga-
mál og ber þar hæst tónlist, sem
þær báðar unnu mjög, en Erla
kenndi á píanó á árum áður. Þær
höfðu báðar unun af fallegum
gróðri og hafði Erla græna fing-
ur, bæði við rækt inniblóma og
garðrækt, og bar heimilið þess
fagurt vitni.
Ekki er hægt að tala um Erlu
án þess að nefna Steina, þau voru
einstaklega samhent hjón og um-
hyggja þeirra og ást þannig að
eftir var tekið. Steini lést í janúar
sl. og einhvern veginn vissi
Erla Hermína
Þorsteinsdóttir
✝ Erla HermínaÞorsteinsdóttir
fæddist 31. ágúst
1929. Hún lést 26.
mars 2019.
Útför Erlu fór
fram 5. apríl 2019.
maður að ekki yrði
langt á milli þeirra
hjóna eins og komið
hefur á daginn. Það
var mjög gott að
koma til þeirra og
ávallt tekið hlýlega
á móti okkur. Við
viljum þakka kær-
um vinum fyrir þá
alúð og umhyggju
sem þau hafa ávallt
sýnt okkur og þá
sérstaklega móður okkar. Minn-
ing um góða vini lifir.
Sofðu, hvíldu sætt og rótt,
sumarblóm og vor þig dreymi!
Gefi þér nú góða nótt
guð, sem meiri’ er öllu’ í heimi.
(G. Guðm.)
Við sendum Söru Berthu,
Siggu Dóru, Sigga, Lilju og fjöl-
skyldum innilegar samúðar-
kveðjur.
Elín og Halla Einarsdætur.
Mig langar að minnast hennar
Erlu, okkar elskulegu Sinawik-
systur sem fallin er nú frá, hún
skilur eftir ljúfar og fallegar
minningar frá fjölda samveru-
stunda í Sinawikhópnum. Hún
starfaði fyrir félagið okkar af
heilum hug, bæði í stjórn og
nefndum. Ég minnist þess að hún
hringdi í mig að hausti fyrir um
20 árum og var þá að taka við sem
formaður Sinawik, það vantaði
varaformann, og bað hún mig að
koma inn í stjórnina með sér og
auðvitað sagði ég já. Það var bæði
ljúft og skemmtilegt að starfa
með henni Erlu. Þau fara með
stuttu millibili hjónin Þorsteinn
og Erla, og sendi ég börnum
þeirra, tengdabörnum og öðrum
aðstandendum innilegar samúð-
arkveðjur.
Fyrir hönd Sinawik í Reykja-
vík,
Anna Sigríður
Jensen formaður.
Minningar eru
undarlegt fyrirbæri
og hefur skilgrein-
ing orðsins breyst
mikið í mínum bók-
um síðustu ár. Við fyrstu hugsun
eru þær einhverskonar aðlöguð,
ýkt hugmynd um einhvern at-
burð, samansafn tilfinninga úr
fortíðinni sem við mögulega mun-
um eftir en mögulega ekki. Þann-
ig upplifi ég það og ég held að þú
hafir gert það líka, að minnsta
kosti síðustu ár.
Minningar mínar hafa alltaf
verið stopular, sérstaklega þegar
ég var barn, og ég man hvað ég
fylltist öfundsýki út í fólk sem
virtist muna liggur við hvert smá-
atriði frá eigin fæðingu, svona
eins og þetta væri keppni í að
muna. Með árunum og þroskan-
um, sérstaklega eftir að ég varð
móðir sjálf, hef ég þó byrjað að
skilja og skynja betur að minn-
ingar snúast miklu frekar um ein-
hvers konar tengingar bæði við
sjálfan sig og aðra. Í seinni tíð
hafa minningar mínar orðið fast-
mótaðri og haldast lengur en þær
gerðu. Mögulega hefur þetta eitt-
hvað að gera með það að þegar
maður byrjar að búa til framleng-
ingar af sjálfum sér myndast ut-
an um mann hjúpur tilfinninga,
Gunnlaug Björk
Þorláksdóttir
✝ GunnlaugBjörk Þorláks-
dóttir fæddist 28.
febrúar 1936. Hún
lést 17. mars 2019.
Útför hennar fór
fram 4. apríl 2019.
skilyrðislaus ást,
sem gerir það að
verkum að minning-
arnar loða lengur
við. Og það var eitt-
hvað sem þú áttir
nóg af, stóran hóp
afkomenda, dún-
mjúkan og þykkan
hjúp tilfinninga um-
hverfis þig, sem
varði þig fyrir áhrif-
um sjúkdómsins til
enda. Ég hef hugsað mikið um
þetta, þetta ótrúlega minni þrátt
fyrir allt saman, og minningarnar
þínar og samböndin við fólkið
þitt, þú gleymdir engum. Ég sé
það núna morgunljóst hvers
vegna.
Elsku amma mín, ég man þig
svo vel og sambandið okkar var
einstakt, hversu mörgum stund-
um ég eyddi hjá þér í Sólheimum,
þar sem við spjölluðum og knús-
uðumst og grúskuðum í dótinu
heima hjá þér. Að sitja með þér
uppi í rúmi að máta skartgripina
þína og heyra sögurnar á bak við
þá. Að gramsa í kompunni hjá
þér – ég man ennþá lyktina. Að
fara í gegnum ilmvötnin þín. Að
baka með þér pönnukökur hverja
helgi þegar við pabbi bjuggum
hjá þér. Það eru margar myndir
sem koma upp og foss tilfinninga
dynur yfir mann. Mest af öllu
mun ég þó alltaf muna eftir kímn-
inni, hjartanu og nebbakossinum.
Ég elska þig alltaf, ömmu-
gullið mitt.
Þín
Anna Kristín.