Morgunblaðið - 11.04.2019, Side 52
52 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 2019
Kveðja til ást-
kærs afa míns.
Fyrstu dagana
eftir fæðingu bjó ég
í ömmu- og afahúsi
í Funafoldinni. Þangað var alltaf
gott að koma. Margar góðar
minningar á ég um þau ömmu
og afa.
Sumrin í garðinum, kaffiboð,
að sitja saman á eldhúsbekknum
og spjalla, jólin og gamlárs-
kvöldin, brasa með afa í bíl-
skúrnum við að smíða sverð og
skildi sem nauðsynlegt var fyrir
litla stráka að eiga og svo mætti
lengi telja.
Afi hafði gaman af því að
heyra og segja sögur og vissi
svo margt. Síðustu árin bjó hann
á hjúkrunarheimilinu Sóltúni og
ég var svo lánsamur að fá að
taka þátt í að annast hann þar.
Áttum margar frábærar stundir,
vorum með svipaða kímnigáfu
og hlógum oft saman.
Þó að minnið væri farið að
dvína mikið hafði hann alltaf
gaman af því að fá að fylgjast
með og fá fréttir af ferðalögum
mínum.
Mér þykir leitt að vera ekki
heima til að kveðja þig hinstu
kveðju en veit að þú myndir
vilja að ég héldi áfram að
ferðast, skoða heiminn og safna
ferðasögum.
Megi minningin um minn
góða afa lifa
Vertu bjartur logi fyrir mér.
Vertu leiðarstjarna yfir mér.
Vertu sléttur vegur undir mér.
Vertu góður hirðir eftir mér,
í dag, í nótt og að eilífu.
(Heilagur Kolumba, d. 597.)
Guðmundur Hrafn
Baldvinsson.
Í dag kveð ég afa minn, Sæv-
ar Guðmundsson, með miklum
söknuði.
Afi hafði alltaf verið stór part-
ur af lífi okkar fjölskyldu ásamt
ömmu Álfheiði. Það var alltaf
glatt á hjalla þegar við fórum til
ömmu og afa í Funafoldina.
Þar var dásamlegur garður
afgirtur og ýmislegt útidót eins
og í leikskóla og svo mátti bara
allt! Hvort heldur það var að
búa til drullukökur eða grilla
Sævar
Guðmundsson
✝ Sævar Guð-mundsson
fæddist 9. ágúst
1940. Hann lést 1.
apríl 2019.
Útför Sævars fór
fram 10. apríl 2019.
eitthvað gott með
hjálp afa á sólpall-
inum. Í eftirrétt
voru svo bestu
pönnsur og lummur
í heimi gerðar af
kærleikshöndum
ömmu. Af dótinu
var nóg inni líka.
Þar var eins og
dótabúð í sambland
við ævintýraland.
Afi og amma
lögðu mikið á sig til þess að litlir
angar hefðu nóg við að vera svo
að minningar mínar um móð-
urforeldra mína voru ekkert
nema yndislegar hamingju-
stundir.
Afi var alveg einstakur mað-
ur. Aldrei pirraður eða ekki til í
að hjálpa manni gæti hann það.
Hann var alltaf til staðar ef eitt-
hvað bjátaði á og jafn oft ef eitt-
hvað skemmtilegt var að gerast.
Við fórum stundum með þeim
í Kolaportið þar sem alltaf vor-
um við leyst út með nammi og
dóti. Svo fórum við í ferðalög út
á land og í sumarbústaði.
Þar var afi óþreytandi að
fræða ungviðið um náttúruna og
segja sögur. Það voru góðar
stundir. Ég vildi bara óska að
fleiri hefðu átt svona afa eins og
ég.
Ég kveð þig, elsku afi minn,
með trega og söknuði í hjarta og
þér mun ég aldrei gleyma né
þínum góðu verkum eða þínum
einstaka ljúfa og hlýja persónu-
leika.
Farðu í Guðs friði, afi minn.
Minning þín mun lifa í hjarta
mér.
Þinn elskandi
Bjarni Sævar.
Enok gekk með Guði, þá hvarf hann
því að Guð tók hann
(1. Mós. 5:24)
Komið, göngum í ljósi Drottins
(Jesaja 2:5)
Ég er ljós heimsins. Sá sem fylgir mér
mun ekki ganga í myrkri heldur hafa
ljós lífsins
(Jóhannes 8:12)
En ef við göngum í ljósinu, eins og
hann sjálfur er í ljósinu, þá höfum við
samfélag við hvert annað
(Fyrsta Jóhannesarbréf 1:7)
Afi minn ég vil þakka þér fyr-
ir allt sem þú hefur gert fyrir
mig. Ég vil þakka þér fyrir allar
minningar sem ég átti með þér
og ömmu í Funafoldinni þar sem
þið sáuð um okkur barnabörnin
af mikilli ást, umhyggju og kær-
leika. Þið vilduð allt fyrir okkur
gera til að okkur liði eins og í
himnaríki. Þið bökuðuð fyrir
okkur, ferðuðust með okkur út á
land og oft á Árbæjarsafnið sem
var alltaf mjög gaman.
Afi minn, ég mun alltaf muna
eftir bröndurunum sem þú sagð-
ir og hlóst með þínum „afalega“
hlátri. Ég mun alltaf muna eftir
því þegar ég knúsaði þig og
kyssti að þá kitlaði skeggið þitt
mig. Ég vildi alltaf eignast eins
flott skegg og þú afi minn en því
miður hefur sá draumur ekki
ennþá ræst.
Þú gekkst svo sannarlega
með Guði afi minn og amma
líka. Þið eruð kærleikur í sinni
hreinustu mynd og þið kennduð
mér hvernig á að vera góð
manneskja með því að ganga í
ljósi kærleikans sem streymdi
frá ykkur. Nú hefur Guð tekið
þig afi minn og ég syrgi þig en
ég gleðst einnig því að ég veit að
nú gengur þú með Guði og
Kristi í ljósinu; þú gengur með
ömmu. Ég elska þig afi.
Þinn elskandi
Árni Þór.
Elsku afi, nú er komið að
kveðjustund. Minningarnar eru
margar um yndislegar stundir
sem ég er svo þakklát fyrir. Öll
ferðalögin sem ég fór í með þér,
ömmu og Jóhönnu þar sem þú
þekktir hvert einasta fjall, klett
og þúfu. Allar sögurnar um
steinrunnin tröll og öll örnefni
staðanna. Allar fjöruferðirnar
þar sem þú reyndir að fá okkur
til að borða þara. Allar sýning-
arnar, flugvélasýningar, bílasýn-
ingar o.fl.
Bílasölurúntur og ís í brauð-
formi var svo klassík enda geri
ég það með mínum börnum í
dag.
Svo kynntist ég honum Jóa
mínum og kynnti hann fyrir
ykkur ömmu og varð ykkur
strax vel til vina. Þegar við
keyptum okkar fyrstu íbúð sam-
an þá urðum við að búa annars
staðar í einn mánuð áður en við
fengum afhent og auðvitað skut-
uð þið amma skjólshúsi yfir okk-
ur og hunda tvo.
Fyrir það verðum við ævin-
lega þakklát. Jói minnist allaf
með hlýju, þegar amma var
sofnuð á kvöldin þá fórum þið
inn í eldhús að spjalla og fá ykk-
ur meðal (viskí), eitt staup fyrir
svefninn og svo hlóst þú prakk-
arahlátri. Hann upplifði líka að
fara með þér á sjávarútvegssýn-
ingu þar sem þú þekktir nánast
alla karlana, sagði hann mér.
Það var ofboðslega erfitt að
horfa upp þig síðustu ár fjara út
og að lokum varstu bara orðinn
skelin af sjálfum þér en góðu og
fallegu minningarnar um þig
munu búa í hjörtum okkar til ei-
lífðar.
Umhyggju og ástúð þína
okkur veittir hverja stund.
Ætíð gastu öðrum gefið
yl frá þinni hlýju lund.
Gáfur prýddu fagurt hjarta,
gleðin bjó í hreinni sál.
Í orði og verki að vera sannur
var þitt dýpsta hjartans mál.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Hvíl í friði, elsku afi.
Þín
Álfheiður og Jóhannes.
Vertu, Guð faðir, faðir minn,
í frelsarans Jesú nafni,
hönd þín leiði mig út og inn,
svo allri synd ég hafni.
Höndin þín, Drottinn, hlífi mér,
þá heims ég aðstoð missi,
en nær sem þú mig hirtir hér,
hönd þína eg glaður kyssi.
Dauðans stríð af þín heilög hönd
hjálpi mér vel að þreyja,
meðtak þá, faðir, mína önd,
mun ég svo glaður deyja.
Minn Jesús, andlátsorðið þitt
í mínu hjarta eg geymi,
sé það og líka síðast mitt,
þá sofna eg burt úr heimi.
(Hallgrímur Pétursson)
Við elskum þig, kæri langafi.
Þór Vilberg og Unnur Ís-
old.
Lyndiseinkunn er fallegt orð
um skapgerð eða persónuleika
fólks. Þegar ég leita að orðum
sem lýsa pabba mínum eru orðin
traustur, heiðarlegur, vandvirk-
ur og hagur, ábyrgur og fróð-
leiksfús viðeigandi. Mörg önnur
góð orð mætti tína til í viðleitni
við að púsla saman mynd af
þeim manni sem ól mig upp og
átti ríkan þátt í að móta mig
sem manneskju.
Einlægur áhugi hans á að
fræðast um sögu, náttúru, lönd
og þjóðir gerði pabba að gull-
námu því hann var alltaf tilbúinn
að deila þekkingu sinni, þegar
hennar var leitað. Hann var ekki
orðmargur um allt en valdi sín
orð af kostgæfni og hægt var að
treysta á samræmi milli orða
hans og athafna. Á yngri árum
hefði hann viljað ferðast meira,
fræðast og taka nokkur þúsund
ljósmyndir í fjarlægum löndum,
til viðbótar við það ljósmynda-
safn sem fyrir var.
En ábyrgðartilfinning gagn-
vart stórri fjölskyldu, sem tók
mest af þeim tíma sem aflögu
var utan brauðstrits, leyfði ekki
slíkt. Afkomendurnir njóta þess
nú að búa að stóru safni slides-
mynda, tekinna á uppvaxtarár-
um þeirra. Þegar þeim verður
varpað á tjald lifnar minning
pabba við og hann verður með
okkur í anda og segir sögur af
stað og stund, flóru og fánu.
„Einstakur“ er orð sem notað er þeg-
ar lýsa á því sem er engu öðru líkt,
faðmlagi eða sólarlagi, eða manni
sem veitir ástúð með brosi eða vin-
semd.
„Einstakur“ lýsir fólki sem stjórnast af
rödd síns hjarta og hefur í huga
hjörtu annarra.
„Einstakur“ á við þá sem eru dáðir og
hverra skarð verður aldrei fyllt.
„Einstakur“ er orð sem best lýsir þér.
(Teri Fernandez)
Ari Eyberg Sævarsson.
Elsku afi.
Við viljum minnast þín með
þessu fallega ljóði:
Snert hörpu mína, himinborna dís,
svo hlusti englar guðs í Paradís.
Við götu mína fann ég fjalarstúf
og festi á hann streng og rauðan
skúf.
Úr furutré, sem fann ég út við sjó,
ég fugla skar og líka úr smiðjumó.
Í huganum til himins oft ég svíf
og hlýt að geta sungið í þá líf.
Þeir geta sumir synt á læk og tjörn,
og sumir verða alltaf lítil börn.
En sólin gyllir sund og bláan fjörð
og sameinar með töfrum loft og jörð.
Ég heyri í fjarska villtan vængjaþyt
Um varpann leikur draumsins perlu-
glit.
Snert hörpu mína, himinborna dís,
og hlustið, englar guðs í Paradís.
(Davíð Stefánsson)
Þín afabörn,
Astrid Eyberg Aradóttir
Ernir Eyberg Arason
Ísabella Eyberg Aradóttir
Garðar Eyberg Arason.
Hversvegna er leiknum
lokið?
Ég leita en finn ekki
svar.
Ég finn hjá mér þörf til að þakka
þetta sem eitt sinn var.
(Starri í Garði)
Á þessum degi kveðjum við
atorkumikla konu, Lindu Willi-
amsdóttur, sem er látin fyrir ald-
ur fram í blóma lífsins. Já, lífið
getur verið skrýtið sem við skilj-
um ekki eins og stendur hér að
ofan, en lífið heldur áfram sem
betur fer og minningar halda
áfram. Hennar verður minnst
fyrir heiðarleika, vinalegt viðmót,
kærleika og staðfestu í sínum
skoðunum. Blómin gleðja var
kjörorð blómabúðarinnar þar
sem hún á ættir sínar að rekja, til
ömmu hennar sem var Lára í
Runna við Hrísateig hér í borg
sem hét fullu nafni Lára Fjeld-
sted Hákonardóttir og við sjó-
menn áttum viðskipti við á þeim
tímum þegar símasamband var
oft bágborið og allur skipaflotinn
sat við hlustir og sum eyrun voru
ekki móttækileg fyrir fleiri frétt-
um þegar samband var haft við
lofskeytastöðvar eins og Reykja-
víkur radíó, Vestmanneyja radíó
og fleiri stöðvar í kringum landið.
En Lára í Runna var frábær og
við sjómenn munum vel eftir ynd-
islegri konu. En dóttir Láru var
sómakonan Sigrún G. Jónsdóttir
og maður hennar William S.
Gunnarsson sem tóku við blóma-
búðinni og héldu áfram í anda
móður hennar Láru þegar þau
hjón stofnuðu blómabúðina
Runna, Grafarvogi, enda héldu
hjónin áfram að gleðja fólk og af-
greiða blómasendingar til elsku-
Linda
Williamsdóttir
✝ Linda Willi-amsdóttir
fæddist 16. júní
1965. Hún varð
bráðkvödd 20.
mars 2019.
Útför Lindu fór
fram 29. mars 2019.
legra eiginkvenna
sjómanna og við-
skipamanna. Þá var
komin önnur tækni-
bylting í formi
handfrjáls símabún-
aðar sem hægt var
að hringja úr á sjó,
án þess að allir sætu
við hlustir. Þá
hringdi ég auðvitað í
blómabúðina
Runna, í símann
kom fallegt rödd, ég hrökk við og
hélt að ég hefði hringt í rangt
númer. „Hver er þetta?“ „Ég
heiti Linda og er dóttir Sigrúnar
og Willa.“ „Willa?“ „Já hann er
pabbi minn og heitir William.“
„Ok, þá er ég á réttum stað. Get
ég fengið að tala við þau.“ „Nei,
þau eru upptekin. Mamma er að
afgreiða og pabbi að fara með
blóm. Get ég ekki aðstoðað þig?“
Jú ekkert mál, blómvönd á
ákveðinn stað og þvílíkt fallegur
að hann sló í gegn. Með þessum
orðum upphófst okkar vinátta í
kringum það þegar mig vantaði
aðstoð í blómabúiðinni.
Ekki vantaði brosið og vináttu
hennar þegar maður kom með
gjöf og bað hana að pakka inn,
auðvitað kom ekkert til greina
nema glær pappír og auðvitað
slaufa við. Linda var ákveðin og
var með allt sitt á hreinu, þótt
það væri ekki áberandi. Síðustu
orð hennar til mín voru hlý og fal-
legt: „Jói, ég fylgist með póstun-
um þínum. Til hamingju með
heiðrunina á sjómannadaginn.“
Ég náði að segja takk og nú er
þessi glæsilega og góðhjartaða
kona búin að hefja sig til flugs og
aldrei að vita nema að við öll
sjáumst í kaffi og tökum þráðinn
upp á ný.
Blessuð sé minning þín um
aldir alda. Samúðarkveðjur til
foreldra, Sigrúnar G. Jónsdóttur
og Williams S. Gunnarssonar og
fjölskyldu sem eiga um sárt að
binda. Guð blessi ykkur öll, og
veri með ykkur.
Jóhann Páll Símonarson.
Litla gatan okk-
ar var nefnd
„Hamingjusamasta
gata“ á Íslandi á
baksíðu Morgunblaðsins fyrir
örfáum árum og var þar vitnað
til þess að konurnar í götunni
fóru reglulega í skemmtilegt
innlit hver til annarrar.
Og svo árlega götugrillið,
sem enginn vildi missa af. Ef
eitthvað var að veðri daginn
sem götugrillið skyldi haldið
buðu Kristján og Sæunn gjarn-
an afnot af garðinum sínum. En
nú hefur hún Sæja kvatt okkur
langt um aldur fram – og gatan
okkar verður aldrei söm á eftir.
Sæunn og Kristján hafa um
áraraðir verið burðarstólpar í
götulífinu og miklar fyrirmynd-
ir. Til dæmis um jólaleytið var
Sæunn alltaf fyrst til að skreyta
stofugluggann; alveg sérstak-
lega fallega og smekklega. Það
var merki til okkar hinna að nú
þyrfti að fara að huga að því að
fara í geymsluna og ná í jóla-
skrautið. Garðurinn hennar og
Kristjáns er líka alltaf fallegur,
enda Kristján alltaf að – og
snyrtir líka staði í götunni sem
Kristjana Sæunn
Ólafsdóttir
✝ Kristjana Sæ-unn Ólafsdóttir
fæddist 12. febrúar
1944. Hún lést 16.
mars 2019.
Útför Sæunnar
fór fram 27. mars
2019.
aðrir ættu með
réttu að gera. Sem
sagt mjög sýnilegir
íbúar í götunni – og
alltaf brosandi þeg-
ar maður átti leið
framhjá þessum
ástsælu hjónum.
Þau Sæunn og
Kristján voru líka
lífsglöð og eitt sinn,
í okkar skemmti-
legu kvöldinnlitum,
nefndi Sæunn að það væri gam-
an ef við hjón í götunni færum
saman út að dansa. Rætt var að
það gæti veri erfitt því engir
dansstaðir væru til lengur en þá
kom í ljós að Sæunn var búin að
finna stað í Kópavogi. Við vor-
um því með það á bak við eyrað
að prófa þetta einhvern tímann.
En nú er það orðið of seint; við
getum ekki farið með Sæunni út
að dansa. Veikindi hennar komu
okkur öllum á óvart og áfallið
var mikið þegar við heyrðum
hversu alvarleg þau voru. Samt
héldu allir í vonina um að hún
myndi sigra – en svo fór sem
fór.
Fallega, brosandi andlitið
hennar Sæunnar mun ekki sjást
meir í götunni okkar og missir
allra er mikill. Mestur þó Krist-
jáns og allra annarra í fjöl-
skyldunni. Við vottum ástvinum
Sæunnar okkar innilegustu
samúð.
Bryndís og Valdimar,
Sævargörðum 22.
Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram-
kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin.
Við þjónum með virðingu og umhyggju að
leiðarljósi og af faglegum metnaði.
Við erum til staðar
þegar þú þarft á
okkur að halda
Lára Árnadóttir,
umsjón útfara
Útfararþjónusta
& lögfræðiþjónusta
Vesturhlíð 9, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is
Með kærleik og virðingu
Útfararstofa Kirkjugarðanna
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og
viðeigandi liður, „Senda inn
minningargrein,“ valinn úr felli-
glugganum. Einnig er hægt að
slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Minningargreinar