Morgunblaðið - 11.04.2019, Síða 58

Morgunblaðið - 11.04.2019, Síða 58
Hulda Bjarnadóttir hulda@k100.is Jóhann Gísli Jóhannsson, sölu- og markaðsstjóri, sagði í viðtali hjá Loga og Huldu í síðdegisþætti K100 að þessi tegund ferðamáta væri í miklum vexti. Sjö til tíu milljóna króna ferðir Á næsta ári er áætlað að fara í um 20 ferðir með viðskiptavini á vegum Loftleiða og samstarfsaðila. Far- þega sem eru tilbúnir að greiða háar fjárhæðir fyrir lúxusþjónustu í há- loftunum. Ferðamátinn er þægileg- ur enda eru vélarnar innréttaðar með fyrsta klassa sætum, sem hægt er að halla í 180° og þannig hægt að leggjast út af. Þjónustan um borð er fyrsta flokks og hráefnið fyrsta flokks og greitt samkvæmt því, en hver ferð kostar á bilinu sjö til tólf milljónir króna. Mikil aukning í lúxusferðalögum Loftleiða Icelandic er hluti af Ice- landair group og eru þeir með 10-12 vélar í leigu víðsvegar um heiminn. Nú er ein vél með VIP útfærslu en verða tvær frá og með haustinu. Fyrsta heimsferðin var farin árið 2004 og hafa áhafnir félagsins nú þegar farið í um 40 álíka ferðir. Jó- hann segir vöruna hafa verið í mikill þróun á þessum tíma og í dag sinni 11-12 manna áhöfn þessum ferðum hverju sinni. Notaðar eru sér- útbúnar Boeing 757 flugvélar sem alla jafna taka 180-200 farþega, en hafa verið innréttaðar með 50-80 sætum í þessi verkefni. Til stendur að bæta auka vél við á næsta ári að, sögn Jóhanns. „Orðspor okkar er fínt í þessari þjónustu og við erum mjög ánægð með að skapa tekjur er- lendis með þessum hætti,“ segir hann. Áhöfnin vinnur í anda innfæddra Það eru Icelandair áhafnir sem sinna þessum verkefnum og geta starfsmenn sótt um að komast í slíka ævintýraferð. Eðli málsins sam- kvæmt eru þessar ævintýra- vinnuferðir mjög vinsælar. Jóhann segir lagt upp með að senda áhöfn þar sem helmingurinn er vanur en hinn helmingurinn nýr í þessari teg- und ferða. Þannig nái þau að þjálfa nýja hverju sinni. Hann segir ferðast víða á skömmum tíma, með viðeigandi keyrslu og álagi. Áhöfnin nær þó að fara frá borði og þannig náði áhöfn FI-1901 að skoða sig um í Japan, Kína og Indland í þessari ferð. Þau brjóta gjarnan upp hvers- dagsleikann með því að klæða sig í búninga í anda innfæddra og er einnig horft til áfangastaðanna við val á mat og drykk. Tveggja til þriggja vikna ferðir Flestar ferðirnar eru seldar gegn- um ferðaskrifstofur sem sérhæfa sig í sölu VIP ferða og eru flestir far- þegarnir að koma frá Bandaríkj- unum, Þýskalandi og Ástralíu sem stendur. Hver ferð tekur 14-21 dag og er þá flogið innan ákveðinnar heimsálfu eða í kringum heiminn, með viðkomu í fjórum til sjö borg- um. Og þá stoppa í þrjá daga á hverjum áfangastað. Ferðirnar hefj- ast ýmist í Miami, Los Angeles, Seattle, Hamborg eða Sydney og er markmiðið ávallt að finna nýja og framandi staði. Þannig hefur til dæmis verið farið til Kúbu, Perú, Páskaeyja, Samóa, Fiji eyja, Papúa Nýju Gíneu, Vietnams, Kína, Kambodíu, Mongólíu, Indlands, Afr- íku, Stan-landa, Rússlands, Ástralíu og í einni var til að mynda farið til Suðurskautslandsins, segir Jóhann Gísli. Drauma vinnuferðir „Þetta er með því skemmtilegra sem ég hef gert um ævina,“ segir Guðmundur Gíslason flugmaður í flugi FI-1901 Indversk stemning Hluti áhafnarinnar áður en lagt var af stað frá Jaipur. Gömul hof Í Nara í Japan gafst tækifæri til að skoða eldgömul hof. Í Hamborg Áhöfnin áður en lagt var af stað í ævintýraferðina um Asíu. Allt klárt Flugmennirnir Einar og Guðmundur að undirbúa brottför frá Indlandi. Kína Áhöfnin slök við West Lake vatnið í Hangzhou í Kína. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 2019 VÍKURVAGNAR EHF. Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is Setjum undir á staðnum Dráttarbeisli undir flestar tegundir bíla

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.